Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 54
3. september 2012 MÁNUDAGUR30 „Þetta er eitt af flottustu ljós mynda- galleríum í heimi,“ segir Hall- gerður Hallgrímsdóttir, listrænn ljósmyndari og blaðamaður hjá Húsum og híbýlum. Hún var valin í hóp tuttugu og tveggja útskriftarnema í Bret- landi til að sýna á árlegu sýning- unni Freshfaced + Wildeyed í The Photographer’s Gallery 14. septem- ber í London. „Ég útskrifaðist úr listrænni ljósmyndun frá Glasgow School of Art í fyrra. Sýningin er fyrir útskriftarnema það árið bæði úr BA og MA-námi,“ segir hún um sýninguna sem er haldin í fimmta sinn. Hallgerður á ekki langt að sækja hæfileikana en hún er dóttir mynd- listarmannsins og rithöfundarins Hallgríms Helgasonar. Karen McQuaid, sýningarstjóri sýningarinnar, sagði í viðtali við vefsíðu tímaritsins Dazed and Confused að hundruð hefðu sótt um. Vefsíðan tók einnig við tal við Hall - gerði sem var fyrsti við mæl andi þeirra úr hinum valda hópi. Hún segir hópinn nálgast ljós- myndun á ólíkan máta. Auk þess er aldursbilið breitt – frá tuttugu og tveggja til 48 ára. „Það er líka skemmtilegt að dómnefndin fékk ekki að vita hvort umsækjendur væru frá virtum skóla eða öðrum sem þykja ekki jafn fínir.“ Hallgerður sýnir út skriftar- verkefni sitt í smækkaðri mynd í galleríinu. „Þetta er innsetning með misstórum ljósmyndum eftir mig og af veraldarvefnum sem ég blanda við textaverk. Verkið fjallar um Ísland og ég fór í gegnum allar klisjurnar. Ísbirnina, veðrið og snjóflóðin og allt sem er týpískt íslenskt,“ segir hún og bætir við að daginn eftir sýni hún í Portúgal og Tyrklandi verk sem er útkoma evrópsks samvinnuverkefnis. - hþt af mörgum þjóðernum en Frosti segir Íslendinga sækja kvöld- skemmtanirnar. „Haugur af Ís lendingum mætir á stráka ballið í Iðasölum á laugar dags kvöldið. 150 til 200 voru á stór dans- leiknum í fyrra en þar er alltaf mikið stuð,“ rifjar Frosti upp, en í ár leikur hinn danski DJ Mikael Costa fyrir dansi ásamt ís lenskum plötus núðum og sérstakur gestur er Páll Óskar. Dagskráin er afar fjölbreytt en hópurinn heimsækir Reðursafnið, Bláa lónið og Gullna hringinn. „Svo er hommakvöld á Faktorý á föstudaginn.“ Víðs vegar um heiminn eru haldnar hátíðir fyrir bangsalega homma og eru stærstu hátíðir bangsasenunnar að sögn Frosta á Spáni, í Bretlandi, Köln og í Bandaríkjunum. Hann rekur upphaf senunnar, sem er ein sú stærsta meðal samkynhneigðra, til Bandaríkjanna á áttunda áratugnum. „Hún varð til þegar menn hófu að upplifa sig utangarðs í gay-senunni en þar var ákveðin hugmynd um það hvernig hommar ættu að líta út.“ hallfridur@frettabladid.is MORGUNMATURINN Einkatímar 40 mín. tímar 1x í viku |12 vikur Fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna á öllum aldri. Skráning er hafin Skráning í síma 581 1281 gitarskoli@gitarskoli.is www.gitarskoli.is Dæmi um það sem tekið er fyrir í náminu: Lita- og línufræði Tónalgreining Vaxtarbygging Heitt og kalt rými Stórt og lítið rými Uppröðun hluta Stílistun á: Baðherbergi Svefnherbergi Barnaherbergi Eldhúsi Garðhýsi Stofu Og margt fleira. The Academy of Colour and Style býður nú upp á nám í innanhússtílistun. Farið er í helstu grunnþætti í lita- og línufræði. Einnig er kennt að meta stíl út frá persónunni sjálfri. Þá er hún greind út frá vaxtarbyggingu og litgreiningu en þær upplýsingar segja mikið til um hvernig einstaklingur vill hafa sitt nánasta umhverfi eins og liti og stíl. Nemendur vinna svo verkefni í hverri viku og taka þá fyrir stílistun á stofu, baðherbergi, barnaherbergi o.fl. Gestafyrirlesarar koma í tíma og kynna fyrir nemendum ýmis atriði sem koma þeim til góða. Hver önn tekur þrjá mánuði. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101 Anna F. Gunnarsdóttir Stílisti Helga Sigurbjarnadóttir Innanhúsarkitekt Þorsteinn Haraldsson Byggingafræðingur INNANHÚSSTÍLISTANÁM Fönkþátturinn Fimmtudagskvöld kl. 22 „Þetta höfðar til karlmanna sem vilja vera þeir sjálfir og eru ánægðir með sig þó þeir séu ítur- vaxnir, skeggjaðir eða eitthvað annað,“ segir Frosti Jónsson, skipu leggjandi há tíðarinnar Bears on Ice, sem hefst á fimmtu daginn. Um er að ræða fjögurra daga skipu lagða ferð fyrir sam- kynhneigða karlmenn til Íslands. „Gestirnir eru svolítið bangsalegir, en þó bangsa senan sé oft skil greind út frá út liti er hún ekki síst þekkt fyrir vina legt and rúms loft og allir fá að njóta sín eins og þeir eru.“ Fyrsta Bears on Ice-hátíðin var haldin árið 2005 og er há tíðin í ár sú stærsta frá upp hafi. „Fyrsta árið sóttu hana tutt ugu út lendingar. Í fyrra voru þeir fjöru tíu en í næstu viku koma sex tíu til sjö tíu,“ segir hann. „Saman borinn við þá stærstu á heims- vísu er við burðurinn þó lítill, en við viljum halda honum litlum og huggu- legum. Þannig geta allir kynnst og menn týnast ekki í neinu mannhafi,“ segir Frosti og kveðst ekki vita til þess að menn hafi kynnst mökum sínum í ferðunum. Ferðalangarnir eru FROSTI JÓNSSON: ALLIR FÁ AÐ NJÓTA SÍN EINS OG ÞEIR ERU Stefnir í metaðsókn á hátíð fyrir bangsalega homma BANGSAR Gestir Bears on Ice voru fjörutíu talsins í fyrra. Hér eru þeir saman í Bláa lóninu og líkt og sjá má var gleðin við völd. Heimildarmyndin The Final Member, eða Lokalimurinn, verður Evrópu frumsýnd á Al þjóð- legri kvik mynda hátíð í Reykjavík, RIFF, sem stendur yfir frá 27. sept ember til 7. okt óber. Þetta er heimildar mynd um Reður safnið á Húsa vík, Sigurð Hjartarson, stofn anda þess, og leitina að loka limnum, hinu mennska sýnis horni. Myndin var frum sýnd á Hot Docs-heimildar- myndahátíðinni í Toronto í vor þar sem hún vakti mikla athygli. Kanadamennirnir Jonah Bekhor og Zach Math leik- stýrðu mynd inni og dvöldu lengi á Ís landi við gerð hennar. Þegar þeir heyrðu af safninu upp haf- lega ákváðu þeir að hætta við öll önnur verkefni og einbeita sér að gerð myndarinnar. Þeir fylgjast m.a. með tveimur mönnum sem vilja gefa safninu liminn af sér eftir sinn dag, Páli Arasyni og Bandaríkjamanninum Tom, sem kallar liminn á sér Elmo. Þeir Jonah Bekhor og Zach Math höfðu áður gert saman stutt myndina Egg Love. - fb Kanadísk mynd um reðursafnið SIGURÐUR HJARTARSON Stofnandi reðursafnsins í heimildarmyndinni sem verður sýnd á RIFF. „Mér finnst best að búa til minn eigin hollustuþeyting á morgn- ana með spínati, kókosvatni, bláberjum, banana, mangó, haframjöli, lucuma, hörfræolíu og ferskri myntu sem er í krydd- jurtapottinum mínum.“ Helga Arnardóttir, fréttakona og stjórnandi þáttanna Horfið fólk. Fáni samkynhneigðra er vel þekktur en færri vita að hópar meðal sam- kyn hneigðra eiga sinn eigin fána. „Já, það er til dæmis til bangsafáni, leðurfáni og transfólk er með sérfána,“ segir Frosti en fáni bangsalegra karlmanna er í brúnleitum tónum með bjarnarloppu. FÁNI BANGSANNA FROSTI JÓNSSON Sýnir íslenskar klisjur í London LISTRÆN Hallgerður var valin til að sýna á Freshfaced + Wildeyed en verk hennar má sjá á Hallgerður.com. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.