Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 3. september 2012 13 Þegar Björn S. Blöndal að -stoðar maður borgarstjóra rétt lætti hér í blaðinu síðast- liðinn mánu dag hin glóru lausu fast eigna gjöld sem Hörpu er gert að greiða – milljón á dag – sagði hann orð rétt: „Það gengur eitt yfir alla. Harpa er mjög stórt hús sem borgar fast eigna gjöld í sam ræmi við það.“ Og stór er Harpa, það er alveg rétt, tæpir 29.000 m², en þó er hún ekki jafn stór og Kringlan sem er tæplega 41.000 m². Hún er heldur ekki jafn stór og Smáralind sem er rúmlega 62.000 m². Samt borgar tón list ar húsið Harpa meira í fasteignagjöld en versl unar mið stöð varnar tvær – saman lagt. Eitt látið yfir (eiginlega) alla ganga Nú er ekki auðvelt að ráða í hvaða skilning Björn leggur í orð takið að eitt skuli yfir alla ganga – en því virðist einmitt þver öfugt farið þar sem Harpa er annars vegar og öll hin húsin hins vegar. Í vel unninni frétt Frétta blaðsins kom fram að fast eigna gjöldin sem lögð eru á Hörpu væru ekki bara hærri en af hinum miklu mammons- höllum. Þau eru líka hærri en af Laugar dals höll, Egils höll, Hofi á Akur eyri, Há skóla bíói, Borgar- leik húsinu, Þjóð leik húsinu, Þjóðar bók hlöðunni, Lista safni Reykja víkur, Kjarvals stöðum, Listasafni Íslands, Salnum í Kópa- vogi og Gerðar safni – saman lagt. Þau eru hærri en af nokkurri kirkju; til beiðslu hús raunar undan þegin slíkum gjöldum. Teitur Atla son hefur bent á að líta megi hæg lega á Hörpu sem slíkt hús; eða hvað á að kalla þær kenndir sem fylla hugi fólks á meðan það situr í yfir fullum Eld- borgar sal og hlýðir á fagra tóna líða þar um hvelfingarnar? Þær kenndir eru að minnsta kosti ekki þess eðlis að ástæða sé til að skatt leggja þær sér stak lega eins og yfir völd virðast vilja. Fasteignagjöldin af Hörpu eru hærri en af nokkru menn ingar- húsi nokkurs staðar á landinu – og þau eru meiri baggi á húsinu en vitað er til að sambærileg hús nokkurs staðar þurfi að burðast með. Þessi stjarnfræðilegu fast eigna- gjöld eru reiknuð út frá stofn- kostn aði en ekki rekstrar virði sem ein hver rök hljóta þó að hníga til og gildir al mennt um hús sem hýsa at vinnu starf semi. Tals maður borgar yfir valda lætur eins og hér sé ákvörðun sem nánast taki sig sjálf – sé næstum af guð legum toga eða tekin af einhverri ótil- greindri vél, kannski hinni frægu computer-says-no. Þannig var það ekki. Að yfir veguðu ráði var tekin sú ákvörðun að allt það fé sem kæmi inn í þetta hús, sem er yfir fullt næstum alla daga af list þyrstu fólki, skyldi renna í fast eigna- gjöld. Ráða menn hjá ríki og borg geta þráttað um það hvort og hvenær, hver og hvernig þetta hafi verið fyrir séð – í augum þeirra sem taka þátt er sú um - ræða kannski bráð skemmti leg en slíkt þras breytir hins vegar engu um þær skyldur sem þessir eig endur hússins hafa gagn vart því: að sjá til þess að hægt sé að reka húsið en það standi ekki bara þarna eins og jóla tré frá því í fyrra. Syndagjöld? Þessi gjöld skella á starf semi hússins af fullum þunga áður en hún er komin al menni lega í gang, áður en það er full gert eða full- nýtt, áður en farið er að reyna á það sem ráð stefnu hús – engu er líkara en að til standi að kæfa rekst urinn í fæðingu. Byggingarsaga Hörpu er svo sem skraut leg og hefur jafn vel orðið til þess að sumt fólk hefur hálf gerðan ímugust á húsinu; finnst það vera tákn um óráð síu og of læti og ógöngur einka væð- ingarinnar. Gætu hin glóru lausu fast eigna gjöld nokkuð verið til vitnis um slík við horf? Þau endurspegla bygg ingar kostn- aðinn – for tíðina – fjár austurinn þá sem rann til verk taka – en ekki nú tíðina, þá þrótt miklu list starf semi sem þar er þegar hafin við gríðar lega já kvæðar undir tektir almennings. Það er nánast eins og hér sé um að ræða einhvers konar synda gjöld – góð- æris skatt. Lista mennirnir látnir púla til að borga fyrir góð æris- greifana. Nú hefur það lengi verið mikill plag siður á Íslandi að miða hús- byggingar fremur við „þarfir at vinnu lífsins“ en eigin lega þörf fyrir við kom andi hús eins og áformin um Land spítalann eru til vitnis um. Þau virðast reist fyrir verk taka – allur stór hugurinn fer í vöxtinn og svo látið skeika að sköpuðu um reksturinn. Verði ekki breyting á við horfum stjórn- valda til Hörpu gæti hún orðið enn eitt dæmið um þetta fyrir- hyggju leysi og bráð læti. Það hafa ekki allir ímugust á Hörpu. Mörgum hefur hún einmitt orðið tákn endur reisnar og breyttra vinnu bragða og við- horfa, raun sæis, metnaðar og stolts án þess of lætis sem er systir van meta kennd arinnar. Húsið á hvað sem öðru líður að geta orðið þjóðinni – og borginni – til mikils sóma í fram tíðinni. En þá þarf að gefa starf seminni þar einhvern möguleika á því að vaxa og dafna; stjórn völd mega ekki leggjast eins og sauð kindur á ný græðinginn undir eins og glittir í hann og naga hann ofan í rót svo að álfa höllin mikla breytist í óhrjá legt moldar barð … AF NETINU Ólögleg gisting Athuganir benda til að fjórðungur gistirýmis á höfuðborgarsvæðinu sé utan laga og réttar. Ríkið hefur ekkert gert til að koma böndum á lögbrotin. Missir því af eðli legum skatt tekjum. Brýnna er að koma þessu í lag en að skatt- leggja meira þá sem starfa innan ramma laganna. www.jonas.is Jónas Kristjánsson Að yfir veg uðu ráði var tek in sú ákvörð un að allt það fé sem kæmi inn í þetta hús sem er yfir fullt næst um alla daga af list- þyrstu fólki – skyldi renna í fast eignar gjöld. Ballet-leikskóli (1 kennslustund í viku, 3 – 4 ára) Ballet-forskóli (1 kennslustund í viku, 4 – 6 ára) Balletstig (2 – 3 kennslustundir í viku, 7 ára og eldri) Vetrarstarf skólans skiptist í tvær annir. Fyrir jól er 12 vikna námskeið og eftir jól er 12 – 14 vikna námskeið. Kennt er í Skipholti 35 í Reykjavík, og Íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi. Frekari upplýsingar á www.balletskoli.is Skólinn er aðili að Frístundakorti ÍTR. Námskeið fyrir yngri nemendur og framhaldsnemendur Innritun er hafin í síma 567 8965 og 588 4960 Hátúni 2b | 105 Reykjavík | Sími 594 4200 | Fax 594 4201 | landey@landey.is | www.landey.is 16 SKÚLAGATA 14 LINDARGATA 2. áfangi 3. áfangi FR A K K A S TÍ G U R V A TN S S TÍ G U R 37 3539 18 20 22 101 Skuggahverfi er þyrping íbúðabygginga í miðborg Reykjavíkur á einum fegursta útsýnisstað borgarinnar þar sem íbúarnir njóta nálægðar við iðandi mannlíf og þjónustu sem miðborgin hefur að bjóða. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins að Hátúni 2b í síma 594 4210 /660 4210, netfang: thorsteinn@landey.is Í hjarta Reykjavíkur Lindargata 37 er 11 hæða lyftuhús með 31 íbúð. Húsið er 3.772,5 birtir fermetrar að stærð, staðsett á Lindar- götu milli Frakkastígs og Vatnsstígs. Eignin selst svo gott sem fullbúin að utan en fokheld að innan. Húsið afhendist um mitt ár 2013. Landey ehf. er dótturfélag Arion banka og fer með eignarhald bankans á nýbyggingum og fasteignaþróunarverkefnum. ÍS L E N S K A /S IA .I S /L A E 6 08 32 0 8/ 12 LANDEY ÓSKAR EFTIR TILBOÐUM Í LINDARGÖTU 37 HALLDÓR BALDURSSON FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag Harpa og hin húsin Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.