Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 16
3. september 2012 MÁNUDAGUR16
Eiður Svanberg Guðnason, fyrr-
verandi ráðherra og sendiherra,
hefur verið iðinn við kolann að
benda á það sem betur mætti fara
í málfari fjölmiðla. Athugasemdir
sínar birtir hann á vefsíðunni undir
yfirskriftinni Molar um málfar og
miðla á léninu Eidur.is sem og á
vefsíðu DV. Pistlarnir eru tölusettir.
Þegar þetta er skrifað er þeir orðnir
996 að talsins og hillir því undir þann
þúsundasta.
„Ætli hann birtist ekki um miðja
viku, kannski á fimmtudag,“ segir
Eiður, sem var að horfa á arabísku
sjónvarpsstöðina Al Jazeera þegar
Fréttablaðið sló á þráðinn.
Eiður segir að sig hafi ekki grunað
að pistlar hans ættu eftir að verða
svo margir þegar hann byrjaði að
skrifa þá.
„Upphafið að þessu var að ég var
farinn að hnjóta dálítið um málvillur,
sérstaklega í sjónvarpi og útvarpi,
og tók upp á því að senda fréttastofu
Ríkisútvarpsins tölvuskeyti með
vinsamlegum ábendingum. Ég gerði
þetta alloft en fékk lítil sem engin
viðbrögð. Þá datt mér í hug að byrja
á þessum pistlum og fór að lesa
blöðin og vefmiðlana með dálítið öðru
hugarfari. Þannig fæddist þetta og ég
skrifa að jafnaði svona fimm til sex
sinnum í viku.“
Eiður var sjálfur blaðamaður á
Alþýðublaðinu á árum áður og síðar
fréttamaður hjá Sjónvarpinu.
„Þar voru gerðar miklar kröfur
um málfar, sérstaklega á fréttastofu
Sjónvarpsins þar sem séra Emil
Björnsson fréttastjóri las yfir allar
fréttir. Maður var því alltaf að vanda
sig.“
Margt hefur breyst síðan Eiður
starfaði á fjölmiðlum og hann grunar
að yfirlestur hafi minnkað með
árunum.
„Á fjölmiðlum vinnur fullt af góðu
fólki sem hefur gott vald á málinu. En
það er of mikið um að fólk sem hefur
ekki máleyra, ef svo má segja, vinni
að því er virðist eftirlitslaust. Það er
eins og menn setjist niður og skrifi
eða þýði frétt og það sé bara birt án
þess að nokkur lesi yfir til að laga
villur eða samræma textann. Þetta er
sérstaklega áberandi á sumrin, þegar
afleysingafólk er við störf.“
Eiður tekur eftir mörgum
ambögum sjálfur en fær líka
ábendingar frá lesendum, bæði í
tölvupósti og í athugasemdakerfinu
á heimasíðu sinni.
„Ég er greinilega ekki einn um að
taka eftir þessu og án þess að vilja
vera að monta mig er það ótrúlega
algengt að ókunnugt fólk víki sér
að mér úti á götu og þakki mér fyrir
molana. Það þykir mér vænt um og
er hvetjandi.“
Eiður ætlar að halda molaskrifum
áfram um sinn en veit ekki hversu
lengi. En telur hann að molarnir hafi
skilað árangri og bætt málfar meðal
blaðamanna?
„Ég get ekki mælt það en ég veit
að þetta er lesið á ritstjórnum og
fréttastofum. Einn ritstjóri þakkaði
mér fyrir og sagði að ein frétt sem
ég minntist á hefði verið svo slæm
að hann hefði veitt viðkomandi
blaðamanni svolitla áminningu. Ég
hef það fyrir sið að nafngreina helst
ekki nema ég sé að hæla mönnum en
þeir sem eiga í hlut og lesa pistlana
vita auðvitað upp á sig sökina.“
Ekki eru allir ánægðir með
ábendingar Eiðs, enda getur hann
verið harður í horn að taka. Sumum
finnst hann helst til neikvæður og
hnýta í hann fyrir að gera sjálfur
stundum innsláttarvillur. Eiður lætur
það ekkert á sig fá.
„Ég hef því miður aldrei kunnað
að vélrita,“ segir hann og hlær. „Það
getur líka verið erfitt að lesa próförk
af tölvuskjá og þegar maður er að
lesa eigin texta hættir manni til
að lesa í málið og þá fara villurnar
fram hjá manni. Ég reyni þó að
vanda mig og geri mitt besta. En
þetta sýnir einmitt hvað yfirlestur
er mikilvægur.“
bergsteinn@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
timamot@frettabladid.is
47
Það er eins og menn
setjist niður og skrifi
eða þýði frétt og það sé bara
birt án þess að nokkur lesi
yfir til að laga villur eða
samræma textann.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
GRÉTAR SIGURÐSSON
bókbindari,
Hvassaleiti 109,
sem lést á Landspítalanum laugardaginn
25. ágúst, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. september
kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Ingveldur Fr. Sigmundsdóttir
Sigmundur Þ. Grétarsson Eirný Valsdóttir
Ómar Grétarsson
Rúnar Grétarsson Jóna Grétarsdóttir
Guðrún Erla Grétarsdóttir Anton Brink Hansen
og barnabörn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR
Suðurgötu 17-21, Sandgerði,
áður Túngötu 23,
lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði,
sunnudaginn 26. ágúst. Kristín verður
jarðsungin frá Safnaðarheimilinu Sandgerði
miðvikudaginn 5. september kl. 13.
Gunnlaugur Þór Hauksson Ólafía Lúðvíksdóttir
Guðný Adólfsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hilmar Gunnlaugsson Málfríður Þórðardóttir
Gylfi Gunnlaugsson
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÞÓRHILDAR RÖGNU KARLSDÓTTUR
Hjarðarhaga 26.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns fyrir
frábæra umönnun og ástúð.
Karl Þorsteinsson Margrét Geirrún Kristjánsdóttir
Guðbjörg Þorsteinsdóttir Halldór Bjarnason
Baldur Þorsteinsson Linda Udengaard
barnabörn og barnabarnabörn.
EIÐUR GUÐNASON: ÞÚSUNDASTI MOLANN UM MÁLFAR OG MIÐLA
Fær þakkir frá fólki úti á götu
EIÐUR GUÐNASON Fékk lítil viðbrögð við málfarsábendingum sem hann sendi fjölmiðlum og byrjaði því að blogga. Þúsundasti pistillinn birtist í
vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Skógræktarfélag Íslands útnefnir gráösp Tré ársins 2012
við hátíðlega athöfn að Brekkugötu 8 á Akureyri í gær.
Tréð er í eigu Sigríðar Maríu Hammer og Páls Steindórs
Steindórssonar.
Gráösp (Populus x canescens) er blendingur milli
blæaspar og silfuraspar. Hún er sjaldgæf hér á landi
en er notuð sem garð- og borgartré víða í Evrópu,
Vestur-Asíu og Suður-Rússlandi. Uppruni trésins við
Brekkugerði 8 er á reiki en talið er að það hafi verið
gróðursett um miðjan fjórða áratuginn.
Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré
ársins í þeim tilgangi að beina sjónum almennings
að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt
í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi
einstakra trjáa um allt land. Magnús Gunnarsson,
formaður Skógræktarfélags Íslands, og Eiríkur Björn
Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, fluttu ávörp við
athöfnina í gær og veitti Magnús þeim Sigríði og Páli
viðurkenningu.
Gráösp valin tré ársins
GRÁÖSP VIÐ BREKKUGÖTU Gráöspin er blendingur milli blæaspar og
silfuraspar og nokkuð sjaldgæf hér á landi. MYND/ EINAR GUNNARSSON
VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR rithöfundur er 47 ára í dag.
„Pabbi minn hefur sagt að sé ekki til fyrir bók þá sé ekki til fyrir brauði.“
Húsmunir, tölvur, farartæki, föt og safngripir í
misjöfnu ásigkomulagi eru á meðal þess sem er skráð,
boðið í og selt í milljónatali á hverjum degi á vefsíðunni
Ebay sem var stofnuð á þessum degi árið 1995.
Stofnanda vefsíðunnar, hinum fransk-íranska forritara
Pierre Omidyar, hefur sjálfsagt ekki órað fyrir
vinsældum síðunnar þegar hann fór fyrst af stað með
hana undir heitinu AuctionWeb það ár.
Fyrsti hluturinn sem seldist á vefsíðunni var bilaður
leysibendill sem fór á 14,83 dollara. Undrandi spurði
Omidyar kaupandann hvort hann áttaði sig á í hvers
konar ásigkomulagi bendillinn væri og fékk það svar
að hann safnaði biluðum leysibendlum. Segja má að
það hafi gefið tóninn þar sem hlutirnir á síðunni hafa
allar götur síðan verið í æði misjöfnu ásigkomulagi,
allt frá biluðum leysibendlum upp í sportbíla beint úr
kassanum.
Fyrirtækið Ebay Inc. sem stendur á bak við
síðuna, fékk heitið Ebay árið 1997 og var sett á
hlutabréfamarkað árið 1998. Það á nú fyrirtæki eins
og PayPal, Skype og StubHub og veltir himinháum
fjárupphæðum á ári hverju.
ÞETTA GERÐIST: 3. SEPTEMBER 1995
Ebay á netið