Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 3. september 2012 19
Hið virta sænska neytendablað Råd & Rön gerði fyrir stuttu úttekt á
uppþvottavélum frá ýmsum framleiðendum og lagði mat sitt á þær.
Siemens uppþvottavélin SN45M205SK* kom þar einstaklega vel út og
hlaut 1. sætið. Hún þykir þvo og þurrka á sérlega skilvirkan og áhrifaríkan
hátt (Råd & Rön, apríl 2012). Matið var byggt á nokkrum þáttum, m.a. hve
vel vélin þvær óhreint leirtau, þvottatíma, þurrkun, orkunotkun,
vatnsnotkun og hversu hátt heyrist í henni. Þessi uppþvottavél er í
ecoPLUS-flokknum hjá Siemens, en í honum eru aðeins mjög spar-
neytin heimilistæki. Og sigurgangan heldur áfram. Í maí lenti vélin einnig
í 1. sæti hjá danska neytendablaðinu Tænk.
*Einnig fáanleg í stáli.
Smith & Norland er rótgróið fyrirtæki sem veitir góða þjónustu og býður
vandaðar vörur á góðum kjörum. Umboðsmenn um allt land.
www.sminor.is
Siemens uppþvottavélar fá hæstu einkunn
þriðja árið í röð!
GÓÐ KAUP
Í FYRSTA SÆTI
Listmunauppboð Gallerís Foldar
hefjast að nýju eftir sumarhlé
með afmælisuppboði á myndlist í
tilefni 20 ára afmælis gallerísins.
Uppboðið hefst klukkan sex í
dag.
Fjöldi úrvalsgóðra listaverka
verður boðinn upp en þar á
meðal eru verk eftir Svavar
Guðnason, Nínu Tryggvadóttur,
Jóhannes S. Kjarval, Kristínu
Jóns dóttur, Jóhann Briem
og Ásgrím Jónsson frá árinu
1927. Einnig verða boðin upp
góð listaverk eftir Jóhannes
Jóhannesson, Karl Kvaran, Valtý
Pétursson, Gunnlaug Blöndal,
Hring Jóhannesson og Kjartan
Guðjónsson.
Þá er einnig ágæt úrval verka
eftir sam tímalistamenn og
má þar nefna verk eftir Tolla,
Spessa, Ólaf Elíasson, Braga
Ásgeirsson, Guðjón Ketilsson,
Hafstein Austmann og Karólínu
Lárusdóttur.
Öll verkin eru til sýnis í
Gallerí Fold við Rauðarárstíg og
á vefnum Uppbod.is.
Uppboð
hefjast á ný
BOÐIÐ UPP Þetta verk Nínu
Tryggvadóttur verður boðið upp í kvöld.
Tónlist ★★ ★★★
Lokatónleikar Ung nordisk
musik
Ýmsir flytjendur
Norðurljós, Hörpu 1. september
Hvernig spr ingur yf irborð
tónlistarinnar og ringulreið brýst
fram?
Svar við þessari spurning
var að finna í fyrsta verkinu á
lokatónleikum Ung nordisk musik
í Hörpu á laugardagskvöldið.
Það hét Squarcio, sem þýðir
sprunga, og var eftir finnska
tónskáldið Tiina Myllärinen. Caput
hópurinn spilaði og gerði það af
aðdáunarverðri fagmennsku.
Flutningurinn var snarpur og
hnitmiðaður, enda kom tónlistin
ágætlega út. Atburðarrásin var
hröð, tónamassinn þéttofinn. En
svo byrjuðu sprungur að myndast
Staglkennd tónlist og ringulreið
í vefinn, og eitthvað allt annað
tók að brjótast fram. Þetta var
skemmtileg hugmynd og hún var
útfærð af glæsimennsku.
Allt annað var uppi á teningnum
í næstu tónsmíð, Dialogue With
a Forbidden Muse eftir Matei
Ghoerghiu, en hann er Rúmeni
búsettur í Finnlandi. Hér sveif
síðrómantík yfir vötnunum sem var
vissulega sjarmerandi. En tónlistin
bar svo sterkan keim af Skrajbín,
sérstaklega síðustu sinfóníunni
hans, að það var nánast truflandi.
Auðvitað er það eðlilegt að ung
tónskáld verði fyrir áhrifum af
eldri meisturum, en það má ekki
koma út eins og stæling.
Upplifunin var líka sérkennileg
í síðasta verkinu fyrir hlé. Þetta
var Tågen-tiden tingen eftir
Svíann Esaias Järnegard. Tónlistin
var mjög kvikmyndaleg, mikið
um liggjandi hljóma sem voru
skreyttir alls kyns áferð. Útkoman
var ládeyðukennd og það gerðist
lítið. Samt gat ég ekki betur séð á
bendingum hljómsveitarstjórans,
Guðna Franzsonar, að það væri
alltaf verið að skipta um takt.
Þetta misræmi (að því er virtist) á
milli órólegra bendinga Guðna og
ládeyðukenndrar tónlistarinnar
var svo undarlegt að maður varð
næstum því sjóveikur! Tågen-
tiden tingen var einmitt samið
við kvikmynd, en gerði sig ekki
almennilega ein og sér.
Eftir hlé var fyrst Fras eftir hinn
finnska Lauri Supponen. Fras þýðir
setning, og hér var tónlistin byggð á
hlutföllum og fjarlægð á milli sam-
og sérhljóða í ákveðinni setningu.
Útkoman var skemmtileg. Ekki
endilega vegna þess að hugmyndin
var gáfuleg, heldur var tónskáldið
greinilega hæfileikaríkt og samdi
af tilfinningu fyrir framvindu og
jafnvægi. Það er ekki öllum gefið.
Næst var Jó & Júpíter eftir
Gunnar Karel Másson. Það byrjaði
vel. Stemningin var draumkennd og
dulúðug, hún gaf fyrirheit um að það
væri eitthvað magnað í vændum. En
það kom aldrei. Tónlistin varð smátt
og smátt að óttalegu stagli sem var
þreytandi áheyrnar. Hún var eins og
fyrirlestur þar sem tafsað er á því
sama aftur og aftur án nokkurrar
niðurstöðu.
Svipaða sögu var að segja um
síðustu tónsmíðina, Palatum Pallette
eftir I. Öystein J. Figenschou.
Þar var abstraksjón teflt á móti
hinu áþreifanlega, einföldum
endurteknum hljómum á móti
ómstríðu tónamynstri. Það virkaði
ekki almennilega og útkoman var
óttalegur leirburður. Jónas Sen
Niðurstaða: Fátt var um fína drætti á
lokatónleikum UNM í Hörpu.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Mánudagur 03. september 2012
➜ Fundir
20.00 Stofnfundur Stéttarfélags
tómstunda- og félagsmálafræðinga
verður haldinn að Mjósundi 10,
Hafnarfirði. Stofnfélagar þurfa að hafa
lokið háskólanámi í tómstunda- og
félagsmálafræði.
➜ Dans
17.00 Opið hús verður hjá dansnefnd
Félags eldri borgara í Reykjavík, að
Stangarhyl 4. Skráning í danskennsluna
og móttaka kennslugjalda fyrir
námskeið í september fer þá fram.
➜ Tónlist
21.00 Hreindís Ylfa heldur tónleika
á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr.
1.000 og enginn posi er á staðnum.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is