Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 48
3. september 2012 MÁNUDAGUR24
sport@frettabladid.is
ALFREÐ FINNBOGASON opnaði markareikning sinn fyrir Heerenveen í hollenska boltanum í gær þegar
hann skoraði tvívegis í fyrri hálfleik gegn hollensku meisturunum í Ajax. Fyrra mark Alfreðs var skrautlegt þar sem
hann stal boltanum af markverði Ajax. Í síðara markinu kláraði Alfreð hins vegar gott færi með stæl. Leiknum
lauk með 2-2 jafntefli en Ajax saknaði Kolbeins Sigþórssonar sem er frá keppni vegna meiðsla.
Undankeppni EM
Ísland - Slóvakía 84-86
Tölfræði Íslands: Hlynur Bæringsson 21 stig/12
fráköst, Jón Arnór Stefánsson 20 stig, Pavel
Ermolinskij 12 stig/11 fráköst, Finnur Atli
Magnússon 9 stig, Jakob Örn Sigurðarson 8 stig,
Hakur Helgi Pálsson 7 stig, Ægir Þór Steinarsson 3
stig.
Enska úrvalsdeildin
West Ham - Fulham 3-0
1-0 Kevin Nolan (1.), 2-0 Winston Reid (29.), 3-0
Matthew Taylor (41.)
Swansea - Sunderland 2-2
0-1 Steven Fletcher (40.), 1-1 Wayne Routledge
(45.), 1-2 Steven Fletcher, 2-2 Michu (66.)
Tottenham - Norwich 1-1
1-0 Moussa Dembele (68.), 1-1 Robert Snodgrass
(85.)
West Brom - Everton 2-0
1-0 Shane Long (65.), 2-0 Gareth McAuley (82.)
Wigan - Stoke 2-2
1-0 Shaun Maloney, víti (5.), 1-1 Jonathan Walters
(40.), 2-1 Franco Di Santo (49.), 2-2 Peter Crouch
(76.)
Man. City - QPR 3-1
1-0 Yaya Toure (16.), 1-1 Bobby Zamora (59.), 2-1
Edin Dzeko (61.), 3-1 Carlos Tevez (90.)
Liverpool - Arsenal 0-2
0-1 Lukas Podolski (31.), 0-2 Santi Cazorla (68.)
Southampton - Man. Utd 2-3
1-0 Rickie Lambert (16.), 1-1 Robin van Persie
(23.), 2-1 Morgan Schneiderlin (56.), 2-2 Robin
van Persie (87.), 2-3 Robin van Persie (90.)
Newcastle - Aston Villa 1-1
0-1 Ciaran Clark (22.), 1-1 Hatim Ben Arfa (60.)
ÚRSLIT
KÖRFUBOLTI Ísland varð að sætta
sig við tveggja stiga tap, 86-84,
gegn Slóvakíu í sjöunda leik
liðanna í A-riðli undankeppni
Evrópumeistaramótsins.
Leikurinn var æsispennandi
og réðust úrslitin á síðustu
sekúndunni þegar sniðskot Jóns
Arnórs Stefánssonar skrúfaðist
upp úr körfunni þegar hann virtist
hafa tryggt Íslandi verðskuldaða
framlengingu.
„Þetta var þokkalega tæpt, ég skil
ekki hvernig boltinn fór ekki ofan í.
Ég hélt að þetta væri komið en hann
skrúfaðist upp úr og var það í takt
við spilamennskuna í dag,“ sagði
Jón Arnór um lokaskotið sem vildi
ekki í.
Stórstjarna Slóvaka, Anton Gavel,
skoraði 35 stig. Sóknarfráköst
gestanna urðu Íslandi að falli í gær.
„Það er meiri pressa á okkar
körfu en körfu andstæðinganna.
Þegar við tökum frákast þá er það
eftir fimm sekúndna slagsmál
og barning á meðan hinir taka
fráköstin undir sinni körfu óáreittir.
Það er óþolandi. Það var það sem
klikkaði en ekki eitt skot í lokin
og svo auðvitað Anton Gavel,“
sagði Hlynur Bærings son um
tapið. Hlynur var atkvæðamestur
í íslenska liðinu ásamt Jóni Arnóri.
Peter Öqvist, þjálfari Íslands,
sagði grunnatriðin í fráköstum hafa
orðið Íslandi að falli.
„Við hefðum getað stigið
betur út, lesið skotin betur og
verið betur meðvitaðir um hvar
andstæðingurinn er. Við misstum
ein beit ingu og létum leiða okkur út
á veiku hliðina,“ sagði Öqvist.
Íslenska liðið hefur unnið einn
leik af sjö í undankeppninni en sá
vannst í fyrri leiknum ytra gegn
Slóvakíu. Ísland mætir Ísrael ytra
á miðvikudagskvöld. -gmi
Karlalandslið Íslands í körfubolta beið lægri hlut í undankeppni EM í gær:
Sárgrætilegt tap gegn Slóvakíu
SVEKKELSI Vonbrigði Jóns Arnórs
Stefánssonar að tapinu loknu leyndu sér
ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Robin van Persie var
maður helgarinnar í enska
boltanum. Hollendingurinn
skoraði öll þrjú mörk Manchester
United í 3-2 útisigri gegn South-
ampton. 2-1 undir leit allt út fyrir
að svefnlaus nótt væri fram
undan hjá Hollendingnum sem
sýndi kæruleysi á vítapunktinum
þegar hann klúðraði víta spyrnu.
Hann skoraði hins vegar tvívegis
á síðustu þremur mínútunum og
tryggði United stigin þrjú.
Liverpool heldur áfram að
valda stuðningsmönnum sínum
vonbrigðum en liðið lá heima
gegn Arsenal 0-2. Nýju liðsmenn
Arsenal, Lukas Podolski og Santi
Cazorla, skoruðu hvor sitt markið
og lögðu upp hitt, en Arsenal
hafði fyrir leikinn ekki skorað
mark í deildinni.
Gylfi Þór Sigurðsson var í byrj-
unar liði Tottenham í 1-1 jafntefli
gegn Norwich. Hafnfirðingurinn
náði sér ekki á strik og var skipt
af velli í síðari hálfleik. Totten-
ham á enn eftir að vinna leik í
deildinni. -ktd
Arsenal kláraði Liverpool:
Van Persie sá
um Dýrlingana
BJARGAÐI ANDLITINU Van Persie
nýtti lokamínúturnar vel á St. Mary’s
leikvanginum. NORDICPHOTOS/GETTY
GOLF Einar Haukur Óskarsson
og Tinna Jóhannsdóttir, bæði úr
Keili, fögnuðu sigri á lokamótinu
í Eimskipsmótaröðinni í golfi
sem fram fór á Grafarholtsvelli
um helgina. Bráðabana þurfti
til að knýja fram sigurvegara
í karlaflokkinum þar sem
Einar Haukur hafði betur gegn
liðsfélaga sínum Kristjáni Þór
Einarssyni.
Hlynur Geir Hjartarson úr
GOS varð í þriðja sæti sem dugði
til sigurs í heildarstigakeppninni.
Signý Arnórsdóttir varð í þriðja
sæti í kvennaflokki sem dugði til
stigameistaratitilsins. -ktd
Eimskipsmótaröðinni lokið:
Einar og Tinna
lönduðu sigri
BEST UM HELGINA Einar Haukur og
Tinna spiluðu best allra í Grafarholtinu
um helgina. MYND/GSÍ
ÓLYMPÍUMÓT Jón Margeir Sverris-
son úr Fjölni/Ösp vann gull-
verðlaun í 200 metra skrið sundi í
flokki S14, flokki þroska hamlaðra,
á Ólympíu mótinu í London í gær.
Jón Mar geir átti annan besta
tímann í undan úr slitunum en
átti greinilega nóg inni í úr slita-
sundinu. Hann bætti sig um
0,7 sekúndur og tíminn 1:59,62
mínútur glæsi legt heims- og
ólympíu met.
„Ég er alveg að tjúllast. Þetta er
svo æðislegt,” sagði Jón Margeir í
sam tali við Frétta blaðið að lokinni
verð launa af hend ingunni. Sund-
kappinn var þrátt fyrir allt merki-
lega yfir vegaður eins og hann
hefur verið í aðdraganda mótsins.
Mark mið hans að komast á verð-
launa pall var öllum ljóst. Það
náðist og vel það.
„Þetta er algjör draumur. Ég
bjóst ekki við því endilega að ná
fyrsta sæti. Ég er búinn að skrá
mig í sögu bækurnar,” sagði Jón
Margeir sem kom í mark 17/100
úr sekúndu á undan Ástralanum
Daniel Fox sem hafði for ystu
framan af. Jón Mar geir náði for-
ystunni þegar sundið var hálf nað
og lét hana ekki af hendi.
„Þegar það voru 25 metrar eftir
sá ég að Daniel Fox var að ná mér.
Ég ákvað „Nei, nei, nei. Nú gef ég
í og verð á undan honum,” og það
hafðist.”
Jón Mar geir viður kenndi að tár
hefðu fallið í lauginni þegar
hann áttaði sig á af reki sínu.
„Það voru 17.500 manns
að horfa á mig. Ég er að
tárast,” sagði Jón Mar geir
sem hefur æft í langan tíma
með það að mark miði að
toppa á Ólympíu mótinu.
„Ég þakka öllu fólkinu í
kringum mig sem studdi við
bakið á mér og styrkti mig á
allan mögulegan hátt,”
sagði Jón Margeir
yfir vegaður og
þakk látur. „Amma
og afi auk hinna
í fjöl skyld unni
hafa grátið stans-
laust af gleði,”
sagði íþrótta-
maðurinn ein-
staki sem var
lurkum laminn
eftir sundið.
„Það liggur
við að ég þurfi
að panta hjóla stól. Ég er svo
þreyttur,” sagði Jón Mar geir sem
ætlar að hvíla lúin bein fyrir 100
metra bringu sundið á fimmtu-
daginn.
„Ég ætla að leggja
allt í sundið og taka
það með stæl,” sagði
gull verð launa hafinn
en þetta voru fyrstu
verð laun Ís lendinga
á Ólymp íu móti síðan
í Aþenu árið 2004.
kolbeinntumi@365.is
Jón Margeir nældi í gull
Sundkappinn Jón Margeir Sverrisson stóð við stóru orðin í úrslitasundinu í 200
metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gær. Kópavogsbúinn 19 ára kom
fyrstur í mark eftir harða keppni og setti um leið nýtt heims- og ólympíumet.
EINSTÖK STUND Jón Margeir naut augnabliksins að loknu sundinu í lauginni í London í gær. Ólympíugull er komið í
verðlaunasafn kappans sem telur hátt í 300 verðlaunapeninga. NORDICPHOTOS/GETTY
FORMÚLA1 Jenson Button á
McLaren vann þægilegan sigur
í Formúlu 1 kapp akstrinum sem
fram fór í Belgíu í gær. Árekstur
í fyrstu beygju eftir ræsingu
hafði mikil áhrif á keppnina en
Fernando Alonso var einn þeirra
sem féll úr keppni í kjölfar hans.
Sebastian Vettel á Red Bull
hafnaði í öðru sæti og minnkaði
forystu Alonso í heildar stiga-
keppninni í 24 stig. Næsti kapp-
akstur er strax um næstu helgi
á heimavelli Ferrari á Monza á
Ítalíu. -ktd
Button vann í Belgíu:
Vettel minnkar
bilið í Alonso