Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 10
3. september 2012 MÁNUDAGUR10 FRÉTTAVIÐTAL: Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu Björgu Guð brands dótt ur, félags- ráðgjafi] var fyrst og síðast ætl að að meta líðan barns ins, fá fram upp lif un þess og sjónar- mið. Ef sveitar félögin taka þetta yfir þá verður að tryggja að það verði nægur mann afli; sér fróður mannafli sem get ur veitt barn inu það sem það þarf.“ Forvarnargildið Spurn ing unni um hvort þjónusta sem þessi sé mjög fjárfrek svarar Bragi neitandi. „Mér finnst að í hlut falli við mikil- vægi þjónustunn ar þá sé vart um hann tal andi. Við hljót um að hafa svigrúm fyrir þessa þjón ustu. Eins má færa rök fyrir því að sú aðstoð sem þarna kemur til strax í byrjun, komi til með að spara ein stak ling num og sam félag inu í heild mikil fjár út lát þegar til lengri tíma er litið. Þetta verk efni hefur gífur legt forvarnargildi,“ segir Bragi. „Ég vil því ítreka að þessi þjón usta verð ur áfram í boði, en eftir á að koma í ljós hvern ig það verð ur út fært.“ Framtíðarsýn Bragi segir að þrátt fyrir að höfuð borgar svæð ið sé títt nefnt í þessu sam hengi sé hans draum ur að hægt sé að bjóða sér tæka sálgæslu fyrir börn um allt land. Það sé hins vegar flók ið, enda þekkt að inn viðir sveitar félag- anna eru ólíkir. „Hins vegar, í ljósi óhugn - aðarins sem þessi börn upp lifa, er það frá leitt að þetta skuli ekki hafa verið í við un andi horfi í gegn um árin. Það dett ur engum annað í hug en að hjálpa barni sem hefur verið beitt líkam legu ofbeldi. Hvers vegna ætt um við ekki að tryggja bráða þjón ustu til barna sem er lim lest á sál inni? Málið snýst ein fald lega um geð- heilsu þess ara barna og fram tíð þeirra alla.“ Aðeins í Reykjavík er bak vakta þjónustu barna verndar nefndar haldið úti allan sólar - hringinn. Forstjóri Barna verndarstofu segir þjónustuna víða með öllu óviðunandi. Rætt er um sameiginlega bakvakt alls höfuðborgarsvæðisins. Bakvaktaþjónusta barna verndar - nefnda sveitar félaganna er víða með öllu óviðun andi. Aðeins í Reykja vík er haldið uppi sólar- hrings þjónustu. Til rauna verk- efni vegna heimilis of beldis á vegum Barna verndar stofu (BVS) lýkur um ára mótin. Sál gæslu barna sem verða vitni að heim- ilis ofbeldi, eða eru beitt ofbeldi, verður að sinna með sér tæk um hætti. Rætt er um sam eigin lega bakvaktaþjónustu á öllu höfuð- borgar svæðinu. Þetta kemur fram í máli Braga Guð brands son ar, for stjóra BVS, í viðtali við Frétta blað ið, en til- rauna verkefni vegna heimilis- ofbeldis á vegum stofnunarinnar lýkur um áramótin að óbreyttu. Verkefnið átti að leiða fram hvort ekki væri þörf á sértækri þjónustu, þar sem börnum yrði veitt áfallahjálp á staðnum og í beinu framhaldi frekari meðferð og stuðningur. Bragi segir að farið hafi verið í verk efn ið á skjön við hefð- bundna verka skipt ingu ríkis og sveitarfélaga í barna verndar- málum. Meginreglan er sú að barna verndar nefndir sveitar- félag anna eigi að sinna útköllum utan dag vinnu tíma, ef börn eru í hættu eða búa við óviðunandi skilyrði á einhvern hátt. „Vandamálið hefur hins vegar verið að bak vakta þjón ust- unni vítt og breitt um landið er ábóta vant. Það er í raun aðeins eitt sveitar félag sem hefur haldið uppi fullri sólar hrings- þjónustu, og það er Reykja vík. Sums staðar er þetta algjörlega óviðunandi, jafnvel í fjöl menn- inu hér á höfuð borgar svæðinu,“ segir Bragi. Rætt um sameinaða bakvakt Bragi telur að tilraunaverkefnið hafi þegar sannað að þessi þjónusta verði að vera til staðar. Hins vegar liggi ekki fyrir hvort Barna verndar stofa haldi áfram á sömu braut, því eins komi til greina að barna verndar nefnd ir sveitar félag anna taki við keflinu. „Ég veit til þess að rætt er um að sam eina alla bakvaktaþjón ustu á höfuð borgar svæðinu. Að mínu viti ætti það reyndar að vera komið á kopp inn fyrir löngu. Ef það tekst þá er ekki þörf á því að Barna verndar stofa haldi verk- efni nu áfram,“ segir Bragi. „En áfalla stuðn ing ur fyrir þessi börn mun halda áfram, hvernig sem það verð ur út fært. Það þori ég að full yrða. Ég á mér þann draum að Barna hús ann ist eftir fylgd ina með þessum börn um en bráða hjálp in verði á vett vangi sveitar félag anna.“ Þurftarfrekir á athygli Hefð bund in íhlut un barna- verndar nefnda vegna heimilis- ofbeld is er fólg in í því að einn starfs maður frá barna vernd- inni kemur inn á heimil ið, ásamt lögreglu; reynir að sætta deilu- aðila og sinna málinu að öðru leyti. Rann sóknir hafa hins vegar sýnt, bæði hér og erlend is, að foreldrar sem í hlut eiga eru svo þurftar frekir á athygli að börnin verða út undan. Í því krist all ast tilraunaverkefnið sem Barna- verndar stofa hefur hald ið úti í tæpt ár; eða að börn in fá sér staka at hygli. „Starfs manni okkar [Rögnu Sálgæslu barna verður að efla FORSTJÓRI BARNAVERNDARSTOFU Bragi telur að reynsla tilraunaverkefnis vegna heimilisofbeldis hafi sannað að sértæk sálg æsla fyrir börn í þessum kring um stæðum verði að halda áfram. Í raun segir hann það fráleitt að slík þjónusta hafi ekki verið komin til fyrir löngu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vandamálið hefur hins vegar verið að bakvakta þjónust unni vítt og breitt um landið er ábótavant. Það er í raun aðeins eitt sveitarfélag sem hefur haldið uppi fullri sólarhringsþjónustu og það er Reykjavík. Sums staðar er þetta algjörlega óviðunandi, jafnvel í fjölmenninu hér á höfuð borgarsvæðinu. BRAGI GUÐBRANDSSON FORSTJÓRI BARNAVERNDARSTOFU Á því tæpa ári sem tilrauna verk- efni Barna verndar stofu vegna heimilisofbeldis hefur stað ið yfir hefur sér fræð ing ur komið að nokkrum til vik um þar sem konum höfðu verið veitt ir alvar leg ir áverk ar; jafn vel lífs hættu leg ir. Fimm af 35 konum þurftu að leita sér að stoð ar á Bráða mót töku Land spítala (LSH) fyrstu sex mánuð ina sem verk efn ið stóð yfir. ■ Að veita sérhæfða þjónustu fyrir börn sem búa við þær aðstæður að ofbeldi hefur verið þáttur í heimilislífi þeirra. ■ Verkefninu er ætlað að leiða í ljós líðan og sjónarmið barnanna í því skyni að treysta öryggi þeirra og velferð. ■ Sérfræðingur sinnir einungis mál um barna sem verða vitni að eða eru viðstödd ofbeldi á milli foreldra á heimili sínu og lögregla er kölluð á staðinn. ■ Tilraunaverkefnið nær til barna 18 ára og yngri eins og barna- verndar lög nr. 80/2002 kveða á um. Ef barn er of ungt til að tjá sig fá foreldrar ráðgjöf og stuðn- ing. ■ Sérhæfður starfsmaður Barna- verndar stofu bregst við til kynn- ingu frá lög reglunni á höfuð- borgar svæðinu eftir kl. 16.00 virka daga og um helgar. ■ Starfs svið sérfræðings er að ræða við barnið/börnin og kanna líðan þeirra, upp lifun og við horf til þeirra atburða rásar sem leiddi til lög reglu af skipta. Sér fræð ingur legg ur mat á þörf barn anna fyrir áfalla hjálp í kjöl far lögreglu af- skipt anna og veit ir þeim með- ferðar við töl eins fljótt og við verð ur kom ið. ■ Mál barn anna eru unn in sem hluti af barna vernd ar úr ræði og ger ir sér fræð ing ur áætl un um með ferðar þörf barn anna. Heimild: Tilrauna verk efni Barna- vernd ar stofu; áfanga skýrsla Markmið verkefnis Barnaverndarstofu Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.