Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 14
14 3. september 2012 MÁNUDAGUR Sem foreldri reyni ég að koma í veg fyrir að börnin mín lendi í slæmum félagsskap, sem gæti skilið eftir sig ör alla þeirra ævi. Ég er mjög meðvitaður um hverjir eru að leika við börnin mín og hvar þau eru að leika sér. Ég reyni að fylgja samfélagslegum viðmiðum um útivistartíma og annað sem snýr að lögum og reglum gagnvart börnum mínum. Ég fór í bíó um daginn og þar voru til sýningar nýjustu Leðurblöku- og Kóngulóarmyndirnar. Mér var litið á hvaða aldur væri leyfilegur á þessar myndir og sá að þar var táknið 7, sem miðast við að ekki sé mælt með þeim fyrir börn undir sjö ára aldri. Ég hef mjög gaman af svona ofurhetjum og finnst gaman þegar ég get tekið strákinn með, því honum þykja ofurhetjumyndir mjög skemmtilegar. Ég fór með hann á myndina John Carter fyrir nokkru síðan. Hún var einnig með táknið 7. Eftir að hafa horft á hana með drengnum, þá fannst mér ekki allt vera með felldu miðað við hvað það voru ljót atriði í myndinni. Ég ákvað að kíkja á netið og reyna að finna hvaða aldursflokki myndin tilheyrði og þar kom í ljós að hún var merkt „PG-13“ af framleiðendum. Í ljósi þessarar reynslu, þá ákvað ég að kynna mér aðeins umfjöllun um þessar tvær nýju ofurhetjumyndir. Þar eru flestir sammála um að þær séu frekar drungalegar og þarna sé verið að höfða meira til fullorðinna en barna. Einn gagnrýnandinn sem skrifaði um Kóngulóarmanninn sagði að sér hefði fundist hann vera á skrímslamynd eftir hlé. Þetta er auðvitað huglægt mat þeirra sem hafa verið að skrifa um myndirnar. Ég fór því á netið og skoðaði síðu sem kvikmyndahúsin vísa sjálf á (www.imbd.com). Þar kom í ljós að þær eru með merkingu „PG-13.“ Sem samkvæmt Motion Picture Association of America (MPAA) þýðir að atriði í myndinni séu ekki við hæfi barna undir 13 ára aldri. „PG-13 – Parents Strongly Cautioned – Some Material May Be Inappropriate For Children Under 13. These films may contain sex references, up to four uses of explicit language, drug innuendo, strong crude/suggestive humor, mature/political themes, moderately long horror moments, and/or moderate action violence.“ Af hverju eru íslensku kvik- mynda húsin að breyta þessum merk ingum og hver gefur þeim leyfi til þess? Nýlega fór maður að nafni James Holmes inn í kvik mynda- hús í Bandaríkjunum þar sem verið var að sýna nýjustu Leður- blökumyndina og skaut þar til bana tólf manns og særði 58 manns. Hann kallaði sig „Jókerinn“ sem er einn af höfuðandstæðingum Leðurblökumannsins. Þó að kvikmyndaframleiðendur muni reyna að sannfæra okkur um að þessi hegðun hafi ekkert með kvikmyndir þeirra að gera, þá er ég nokkuð viss um að svo sé. Ég spyr því sjálfan mig, ef kvikmyndir geta mögulega haft svona áhrif á doktorsnemann James Holmes, hvernig mótar þetta og hefur áhrif á börnin okkar þegar þau horfa á það ofbeldi og þann ljótleika sem þessar myndir hafa fram að færa? Mögulega eru ekki til lög eða reglugerðir um aldurstakmark fyrir þá sem sækja kvikmyndir eða þá að eftirlitsaðili stendur sig ekki hvað þessi mál varðar. Hvað er þá til ráða? Finnst okkur sem foreldrum að þetta hafi það lítil áhrif á líðan og hegðun barna okkar að við þurfum ekkert að bregðast við þessu? Ég ætla allavega ekki að taka þá áhættu að barnið mitt taki upp á því að fara í kvikmyndahús í framtíðinni með skotvopn og skjóti til bana gesti kvikmyndahúsa. Þar á meðal önnur börn til að herma eftir uppáhaldsofurhetju eða ofurskúrki. Ég mun áfram fara í kvik mynda- hús í fylgd barna minna en ég mun vera varkárari, þar sem fé lags- skapinn tel ég vera slæman. Ég ætla einnig að benda öðrum á þennan slæma félags skap sem kvik mynda- húsin eru á meðan vinnu brögð þeirra eru eins og raun ber vitni. Persónu lega finnst mér gaman að fara í bíó eins og mörgum lands- mönnum en mér finnst það vera lág- marks krafa að for svars menn kvik- mynda húsanna séu heiðar legir í sam skiptum við okkur. Það á ekki að þurfa lög og reglugerðir. Heilsu stofnun NLFÍ (HNLFÍ) þjón ustar um 1.700-2.000 Ís - lend inga á ári. Stofnunin er með þjón ustu samn ing við rík ið, þar sem til tekið er hvaða þjón ustu eigi að veita og hvað greitt er fyrir. Okkur reikn ast til að við veitum ríkinu mjög ó dýra þjón ustu. Við full yrð- um einnig að starf HNLFÍ hefur skilað þjóð fé lag inu aftur því sem lagt er í það, með heil brigð ari ein- stak lingum. Hér var líka tekið til hend inni í kjöl far krepp unnar. Skor inn niður kostn aður frá 2009 um tæp 30%. Þrátt fyrir það hefur okkur verið hótað meiri niður skurði nánast árlega. Það er vont að vita af þessari hótun en verra að ekkert sam ráð er haft við for svars menn HNLFÍ. Mikil leynd hvílir yfir öllu. Sam- tímis sjáum við margan for ráða- mann heil brigðis fyrir tækja geysast fram á fjöl miðla völlinn og lýsa slæmu ástandi í rekstri. Þá vitum við að nú er að hefjast bar áttan um fjár laga rammann. Við vonum að þessi fjöl miðla sirkus villi mönnum ekki of mikið sýn. Auð vitað bregður okkur þegar slíkur áróður byrjar, við höfum ekki fjöl miðla ráð gjafa. Velferðarráðherra Sam fylk- ingarinnar ásamt einum af fyrrum heil brigðis ráðherrum Vinstri grænna hótaði HNLFÍ miklum niður skurði á árunum 2010 og 2011. Ráð herrarnir slógu samt í og úr. Á síðustu stundu náðist að draga nú verandi ráð herra að samn inga- borðinu og úr varð samn ingur um ára mótin síðustu. Velferðarráðuneytið hefur ein- hliða van efnt samn inga á árunum 2009-2011, skorið niður fjár fram- lög sem nemur rúmlega 20% og tvisvar hótað okkur veru lega meiri niður skurði. HNLFÍ hefur því átt á bratt ann að sækja í við skiptum við nú verandi stjórn völd. Gæti það verið vegna þess að við stöndum upp og svörum fyrir okkur þegar að okkur er sótt? Erum þó vanir því að verja okkar mál stað af einurð, höfum þurft þess, og oftast haft rétt fyrir okkur. Allt frá 1927 sögðu NLFÍ-menn að reyk ingar væru hættu legar. Lengi fram eftir 20. öldinni sögðu þeir að hreyf ing og hollt matar æði væri nauð- syn. Nú er þetta allt orðið al menn sann indi. Í dag segjum við að skortur á for vörnum og endur hæf- ingu sé skaðlegur. Það er auð vitað rétt. Þessi skortur á eftir að kosta okkur mikla fjár muni. Kannski ekki á okkar tíð, sem erum á miðjum aldri, en þegar börnin okkar og barna börnin fara að borga heil brigðis þjón ustuna munu þau stynja undan. Ég hef ekki heyrt mikið rætt síðustu misserin hvernig vel- ferðar ráð herra sér heil- brigðis þjón ustu fram- tíð arinnar, sem við á HNLFÍ teljum okkur hluta af. Enn og aftur er verið að slökkva elda. Á fjórða ári eftir kreppu virðist ekki mikill áhugi á því að lyfta um ræðunni um þennan mikil væga lið á aðeins hærra plan. Ákvarð anir ríkis valdsins um kaup á þjón ustu eiga að byggja á góðri þekk- ingu á val mögu leikum, kostnaði og gæðum. Þannig fara stjórn völd vel með al manna fé. Heilbrigðisþjónusta er ein af grunn þörfum okkar, við viljum ekki kasta til hendinni við hana. Heil brigðis kerfið þarf stöðug- leika og öryggi en ekki ákvarðanir sem eru teknar einn daginn og dregnar til baka þann næsta. Þegar svo við heyrum að upp- lýsingar um heil brigðis mál séu illa að gengi legar, skortur á upp lýsingum fyrir þá sem um eiga að sýsla (sjá skýrslu Boston Consulting Group), þá bregður okkur. Þá spyr maður sig: Reka ráða menn fingurinn upp í vindinn og taka ákvörðun? Nú skora ég á velferðarráðherra að hefja vinnu við að bæta úr þessu. Safna saman þeim upplýsingum sem hann þó hefur, og nota þær til að vinna, þó ekki nema grófa lang- tímaáætlun. Það er betra en ekkert. Mín ráð til velferðarráðherra eru að sparnaði í heil brigðis kerfinu til langs tíma verður ekki náð án þess að auka for varnir og endur hæfingu. Slík fjár festing skilar sér þó ekki á kjör tíma bili stjórn mála manna, hún er lang tíma sparn aður. Ráð herrann verður samt að muna eftir þessari mikil vægu þjón ustu ef hann vill ná langtímasparnaði. Berum ábyrgð á eigin heilsu. Auðvitað bregður okkur þegar slíkur áróður byrjar, við höfum ekki fjölmiðlaráð- gjafa. Af hverju eru íslensku kvikmyndahúsin að breyta þessum merkingum og hver gefur þeim leyfi til þess? Getum við ekki lyft umræðunni upp á hærra plan? Kvikmyndahús – slæmur félagsskapur fyrir börn? Heilbrigðismál Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ Uppeldi Pétur Rúðrik Guðmundsson foreldri og guðfræðinemi Ólafur Þ. Stephensen, rit stjóri Frétta blaðsins, vitnar í gamlar þing ræður mínar um jafn réttis mál í leiðara föstu daginn 31. ágúst. Það þykir mér ágætt. Enda fagna ég um ræðu um jafnréttis mál og mun gera mitt til að fram hald verði á þeirri um ræðu sem nú fer fram um þau. Mikilvægt er að menn séu látnir njóta sann mælis og um mæli þeirra sett í rétt sam hengi. Það ger ir rit stjóri Frétta blaðs ins ekki í um ræddum leið ara sínum. Hann gerir tvær þing ræð ur mínar að um fjöllun ar efni. Hér ætla ég að fjalla um fyrri til vitn un hans. Ekki verður annað séð en leið ara- höf und ur vilji gera því skóna að í þing um ræðu 15. apríl árið 2004 hafi ég verið að gagn rýna ný af staðna ráðn ingu þá ver andi dóms mála ráð- herra. Í leið aran um segir: „Þannig sagði Ög mundur í þing ræðu 15. apríl 2004, rétt eftir að kæru nefnd in hafði kom izt að þeirri niður stöðu að þá verandi dóms mála ráð herra hefði brotið jafn réttis lög: „Það blas ir við að ráð herrar í ríkis stjórn verði sett- ir á skóla bekk til að læra jafn réttis- lögin. Ég ætla að gera það að til lögu minni að hæstvirt ur félags mála ráð- herra sjái um að þeir tor næm ustu í jafnréttis fræðun um fái sér kennslu.“ Sam hengi um mæla minna var allt annað en þetta. Þennan dag fór fram um ræða um jafn réttis áætlun til fjögurra ára. Um ræð an spannst á þann veg að Jóhanna Sigurðar- dóttir vísaði til þess að í Svíþjóð sett ust ráð herrar á skóla bekk til að fræð ast um jafn réttis mál. Þetta tók þá verandi félags mála ráð herra, Árni Magnús son, upp í and svari og mælt ist honum svo: „Hæstv. for- seti. Mér finnst það ágæt hug mynd hjá hv. þm. að Al þingi verði með ein hverj um hætti gerð grein fyrir þeirri út tekt sem við ræð um hér um að fari fram á miðju tíma bili nu. Ég mun beita mér fyrir því að svo verði, hvort sem það verð ur í sölum Alþing is eða gagn vart félmn. Hv. þm. vitn aði líka til að ferða Svía við að upp fræða ráð herra í ríkisstjórn um að ferða fræði og gildi jafn réttis- hugsjón ar. Hv. þm. hefur sjálf sagt eins og ég átt sam töl við fyrr um ráð- herra jafn réttis mála Svía, Marga- retu Win berg. Hún lýsti því með mjög skemmti leg um hætti í fyrir- lestri í Nor ræna hús inu sl. haust, hæstv. forseti, hvernig hún nán ast í líkinga máli tók ráð herrana á hné sér og las þeim pistil inn. Kannski er það eitt hvað sem við ættum að velta fyrir okk ur í sam félagi okkar, hæstv. for seti, þ.e. að hefja þá fræðslu sem hér er um rætt upp á hæstu stig. Ég tel að það sé eitt af því sem við þurf um að hafa veru lega í huga, þ.e. upp fræðsla og um ræða, og það er ein mitt þess vegna sem ég, hæstv. for seti, sagði í inn gangs ræðu minni að ég fagn- aði þeirri um ræðu sem hefði átt sér stað um jafn réttis mál á undan förn- um dög um, vik um og mán uð um.“ Næstur á mælenda skrá var undir- ritað ur og mælti ég svo: „Hæstv. forseti. Þessi um ræða er að verða nokk uð spenn andi. Það blas ir við að ráð herrar í ríkis stjórn verði sett ir á skóla bekk til að læra jafn réttis- lögin. Ég ætla að gera það að til lögu minni að hæstv. félmrh. sjái um að þeir tor næm ustu í jafn réttis fræð- un um fái sér kennslu. Ef við víkjum að þessari þáltill. þá kemur fram í greinargerð með henni að sam- kvæmt lög um frá árinu 2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, beri félmrh. að leggja fram jafn réttis áætlun til fjögurra ára í senn. Það er hún sem hér er til um fjöllun ar …“ Síðan fjallaði ræða mín um jafn- réttis áætl un og hvaða leið ir mætti fara til að ná jafn rétti kynj anna einkum á vinnu mark aði. Það er því rangt að gera því skóna að sam- hengið hafi verið um fjöll un um til- tekna ráðn in gu til starfs. En hvað fræðsl una áhrær ir er ég enn þeirrar skoðun ar að um ræða og fræðsla um jafn réttis mál sé eftirsóknar- verð. Telji ein hver mig sér stak lega tor næm an í þess um efn um, þá tek ég gjarnan á móti upp lýs ing um og fræðslu. Leiðarahöfundur fari rétt með Jafnréttismál Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Mikilvægt er að menn séu látnir njóta sannmælis og ummæli þeirra sett í rétt samhengi. Það gerir ritstjóri Fréttablaðsins ekki í umræddum leiðara sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.