Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 8
3. september 2012 MÁNUDAGUR8
KOSNINGAR Þ i ng men n i r n i r
Guðmundur Steingrímsson, Ólína
Þorvarðardóttir, Björn Valur
Gíslason, Þuríður Backman og
Unnur Brá Konráðsdóttir hefðu
ekki komist á þing í síðustu
alþingiskosningum ef vægi
atkvæða hefði verið jafnt. Í
stað þeirra hefðu þau Helga
Sigrún Harðardóttir, Óli Björn
Kárason, Ólafur Þór Gunnarsson,
Kolbrún Halldórsdóttir og Baldur
Þórhallsson fengið þingsæti.
Hjálmar Gíslason, fram-
kvæmda stjóri Data market, og
stærð fræð ingurinn Þorkell
Gísla son tóku fyrir helgi saman
hvernig jafnt atkvæðavægi hefði
breytt úrslitum í kosningunum
árið 2009.
Þorkell segir, á heimasíðu
sinni, að alltaf sé varhugavert að
nota úrslit úr liðnum kosningum
til að spá hvað hefði gerst ef
kosn inga lög hefðu verið öðru-
vísi á þeim tíma. Kjós endur hagi
sér ávallt að nokkru með til liti
til þess fyrir komu lags sem gildi
hverju sinni. Þó liggi fyrir að eitt
þingsæti muni færast frá Norð-
vestur kjördæmi til Suð vestur-
kjördæmis samkvæmt gildandi
lögum fyrir næstu kosningar.
Breytingar á skiptingunni voru
settar í lög árið 1999 til að jafna
vægi atkvæða milli landshluta.
Nú verandi kjör dæma skipt ing
fel ur í sér þrjú kjör dæmi á höfuð-
borgar svæði nu og þrjú utan þess.
Stjórn laga ráð hefur samþykkt
viða mikl ar breyt ing ar á stjórnar-
skránni er varða kosningar til
Alþing is og er eitt mark mið
þeirra að jafna vægi kjósenda á
landinu öllu.
Í skýrslu ráðsins segir að þó
Þingflokksformaður
væri ekki á Alþingi
Úrslit þingkosninga 2009 hefðu verið önnur ef vægi atkvæða hefði verið jafnt.
Varhugavert að spá úrslitum út frá öðrum lögum, segir stærðfræðingur.
Helga Sigrún
Harðardóttir
SV
Óli Björn
Kárason
SV
Kolbrún
Hall dórs-
dóttir RvkS
Ólafur Þór
Gunnarsson
SV
Sömu flokkar - annað fólk
Guðmundur
Stei ngríms-
son NV
Ólína Þor-
varðardóttir
NV
Þuríður
Backman
NA
Björn Valur
Gíslason
NA
Unnur Brá
Konr áðs-
dóttir S
Þau hefðu ekki komist inn:
Þau hefðu komist inn:
Baldur
Þórhallsson
RvkN
Norðausturkjördæmi 10
Suðurkjördæmi 10
Norðvesturkjördæmi 9
Suðvesturkjördæmi 12
Reykjavíkurkjördæmi N 11
Reykjavíkurkjördæmi S 11
vægið verði jafnað verði að fara
vissan meðalveg í því að sam eina
landið í eitt kjördæmi, eins og
virtist vera vilji meiri hluta þátt-
tak enda á Þjóð fundinum.
„Segja má að þessi meðal veg ur
fel ist í því að gera fram bjóð end-
um kleift að beina fram boði sínu
að af mörk uð um svæð um, kjör-
dæmum, en að kjós endum standi
í raun allir fram bjóð endur lands-
ins til boða. Þetta kallast „Kjör-
dæma varið lands kjör“.“
Þess má geta að ef öll at kvæði
hefðu haft jafn mikið vægi í
þing kosning um árið 2007 hefðu
stjórnar flokk ar nir, Sjálf stæðis–
og Fram sókn ar flokk ur, feng ið
30 þing menn en stjórn ar and stað-
an 33. Stjórn in hefði með öðr um
orð um ekki hald ið velli.
sunna@frettabladid.is
• High-Tech Polyethlen-akrýl efni
• Langtíma yfi rborðsvörn
• Einstök UV vörn
• Háglans án póleringar
• Hreinsar og ver í einni umferð
Bílasmiðurinn hf · Bildshöfða 16
sími: 5672330
ALLT SEM
Þú ÞARFT
NANO-TECH BÍLABÓN
IN THE HIGH COURT OF JUSTICE
CHANCERY DIVISION
COMPANIES COURT
VEGNA FRIENDS LIFE LIMITED
- og -
VEGNA FRIENDS LIFE ASSURANCE SOCIETY LIMITED
- og -
VEGNA FRIENDS LIFE COMPANY LIMITED
- og -
VEGNA F&C MANAGED PENSION FUNDS LIMITED
- og -
BRESKRA LAGA UM FINANCIAL SERVICES AND MARKETS ACT 2000
Kunngjörður er fyrirvari þess efnis að þann 31. júlí 2012 var umsókn samkvæmt 107. grein Financial
Services and Markets Act 2000 (hér eftir nefnd: „Lögin“) lögð fyrir High Court of Justice, Chancery
Division, Companies Court in London, af hálfu Friends Life Company Limited („FLC“), Friends Life
Assurance Society Limited („FLAS“), F&C Managed Pension Funds Limited („F&C MPF“) og Friends Life
Limited („FLL“) um eftirtalda gjörninga:
(i) Samkvæmt 111. grein laganna sem skapar rétt til áætlunar (hér eftir nefnd: „Áætlunin“) um flutning
allra langtíma-tryggingaviðskipta FLAS (eins og þau eru skilgreind í lögunum) og hluta af
langtíma-tryggingaviðskiptum FLC og F&C MPF (eins og þau eru skilgreind í lögunum) til FLL; og
(ii) um gerð aukaúrræða í tengslum við áætlunina samkvæmt 112. og 112A. grein laganna.
Afrit af greinargerð um skilmála áætlunarinnar sem gerð var af óháðum sérfræðingi í samræmi við
109. grein Laganna („áætlunargreinargerðin“) og kynningarrit sem inniheldur; yfirlýsingu þar sem
skilgreindir eru skilmálar áætlunarinnar og samantekt áætlunargreinargerðarinnar og áætlunargagna,
má nálgast í síma 0044 1722 326785 eða með því að senda skriflega beiðni þar um á eftirfarandi
póstfang: Insurance Business Transfer Department, PO Box 547, Bristol, BS34 9EB, UK. Nefnd gögn sem
og önnur tengd gögn þ.m.t. tryggingafræðilegar greinargerðir eru fáanleg á vefsíðunni
www.fpinternational.com/is/flutningur2012.
Áætlað er að Umsóknin verði tekin til dóms Chancery Division, High Court að 7 Rolls Building, Fetter
Lane, London EC4 1NL hinn 3. Desember 2012. Sérhver sá (þ.m.t. starfsmenn FLC, FLAS, F&C MPF og
FLL) sem telur hagsmunum sínum hætt með áætlun þessari, hefur rétt til að vera viðstaddur réttarhaldið
og setja þar skoðun sína á framfæri, hvort sem er í eigin persónu eða í gegnum fulltrúa sinn.
Til einföldunar ferlinu eru þeir sem hyggjast gera svo, vinsamlega beðnir um að skrifa Herbert Smith LLP,
lögmönnum FLC, FLAS, F&C MPF and FLL, eins fljótt og auðið er á neðangreint póstfang, helst fyrir
26. nóvember 2012 og setja þar fram skriflegar ástæður þess að þeir telja að hagsmunum sínum
sé ógnað.
Sérhverjum þeim, sem telur að hagsmunum sínum sé ógnað vegna áætlunarinnar en hyggst ekki vera
viðstaddur réttarhaldið, er heimilt að gera grein fyrir því með því að senda skriflega greinargerð um það
til Herbert Smith LLP á neðangreint póstfang eins fljótt og auðið er og helst fyrir lok vinnudags fimm
dögum fyrir réttardag og setja þar fram ástæður þess að þeir telji að hagsmunum sínum sé ógnað.
Dagsett 3. September 2012.
Herbert Smith LLP (tilv. 2067/6489)
Exchange House
Primrose Street
London
EC2A 2HS
UK
Claim No. 5968 of 2012
LAGALEGUR FYRIRVARI
1. Af hverju rennur ekki vatn í
listaverkinu Fyssu í Laugardal?
2. Hvað þarf Íbúðalánasjóður
mikla peninga frá ríkinu til að
uppfylla ákvæði um eigið fé?
3. Hvað eru margir án vinnu í
löndum Evrópusambandsins?
SVÖRIN
SKÓGRÆKT Vegna góðs fræárs hjá birkitrjám
biðla Heklu skóg ar til ein staklinga, skóla
eða félaga sam taka um að safna birki fræi á
höfuð borgar svæðinu og víðar um sunnan-
og vestanvert land ið. Að sögn Hreins
Óskarssonar, verk efnis stjóra Heklu skóga,
hefur verið samið við Endur vinnsl una um að
taka við fræinu síðustu vik una í september.
Undanfarin ár hafa verið gerðar tilraunir
með að dreifa birkifræi á svæði innan
Hekluskóga sem hefur gefið góða raun þó
birkifræið geti tekið nokkur ár að spíra.
Nú segir Hreinn tölu vert land tilbúið
fyrir sáningu birkis og með góðri hjálp
frá almenningi ætti að vera hægt að safna
hundruðum kílóa af fræi í september, til
sáningar í haust. Frekari upplýsingar um
hvern ig á að bera sig að má svo finna á vef
Heklu skóga (http://hekluskogar.is/birkifrae.
htm).
Hekluskógaverkefnið hefur staðið í fimm
ár og ár ang ur verið framar vonum, segir
Hreinn. „Mest áhersla hefur verið lögð
á gróðursetningu birkis víðs vegar um
starfssvæðið sem er um 90 þús und hekt ar ar,
eða tæpt eitt prósent Íslands.“ Hreinn segir
alls hafa verið gróður sett ar um 1,8 mill jónir
af birki í hundruð reita sem þeki tæp lega
þús und hekt ara. „Þessir reitir eru nú orðn ir
vel sýni leg ir um svæð ið allt og munu þeir
sá sér út yfir nálæg svæði á næstu árum og
ára tugum.“ - óká
Hekluskógar biðla til fólks, skóla og félagasamtaka á höfuðborgarsvæðinu og víðar um að safna fræi:
Sáning á birkifræi hefur gefið góða raun
FRÆI SAFNAÐ Hákonarlundur í Haukadal og Gunn laugs-
skóg ur við Gunnars holt spruttu eftir sáningu fræja.
MYND/HREINN ÓSKARSSON
UPPLÝSINGATÆKNI Verkefnið Al manna -
róm ur, sam starf tækni risans
Google, Háskólans í Reykja vík (HR)
og Mál tækni set urs, var frum raun
sam starfs sem gerir fólki á smáum
mál svæð um kleift að nýta sér radd-
leit Google (e. Voice Search) í snjall-
símum. Íslenska er með al þrettán
nýrra tungu mála sem bætt var við
radd leit ina um miðj an ágúst.
Jón Guðnason, lektor við tækni- og
verk fræði deild HR, segir Trausta
Kristjáns son, sem starfi hjá Google,
hafa ýtt á að íslenskan fengi að vera
með. Þannig hafi Trausti stungið
upp á því að Google byggi til að stöðu
fyrir minni tungu mál og há skól ar og
stofn anir á þeim svæð um önn uð ust
gagna öfl un. „Ísl enska var eigin lega
fyrsta tungu mál ið í því átaki,“ segir
Jón.
Í fyrra haust segir Jón svo að
hafist hafi verið handa við að safna
þeim rúm lega 123 þúsund radd-
sýnum frá 563 ein stak ling um sem til
þurfti. Radd sýn in mynda svo gagna-
safn sem hefur að geyma hljóð skrár
og texta skrár og gerir tölvu kleift að
skilja tal mál.
Með radd leit inni get ur fólk svo
leit að á netinu með því að tala við
sím ann í stað þess að skrifa. „Þessi
tækni er náttúr lega stór kost leg
og býð ur upp á svo marga aðra
möguleika,“ segir Jón. Þannig gæti
tæknin síðar nýst heyrnarlausum
með því að jafnóðum mætti texta
fyrir þá talað mál. - óká
Íslenska er á meðal tungumála Google Voice Search:
Smærri lönd líka með
NÝ TÆKNI Jón Guðnason hjá HR og
Trausti Kristjánsson hjá Google kynna
Almannaróm. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
1. Dælubúnaður verksins bilaði. 2. Tólf
milljarða króna. 3. Tuttugu og fimm
milljónir manna.
VEISTU SVARIÐ?