Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 18
FÓLK|HEIMILI ■ Margrét Weisshappel hóf nýverið nám í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands en hún eignaðist litla dóttur, Matthildi Elíu, fyrir mánuði síðan. Hún býr í kjall- araíbúð ásamt kærasta sínum og gengur vel að skipuleggja sig, þótt það sé nóg að gera. Hver er uppá- haldshluturinn þinn á heimilinu? Rúmið mitt stendur klár- lega upp úr, ég „rændi“ því af frænku minni sem var hætt að nota það. Það er risastórt og eins og að sofa á stóru skýi. Ertu að breyta eða bæta eitthvað heima við? Mig langar alltaf að breyta ein- hverju. Ég er nýbúin að mála alla íbúðina og svo langar mig í aðra sturtu og nýjan ísskáp. Ég væri líka til í stærri glugga og hærra loft, en sumu verður ekki breytt. Hvar líður þér best þegar þú ert heima? Mér líður voða vel inni í eldhúsi að elda og svo auðvitað í rúminu mínu, ein eða með Hrafni mínum, helst í hreinum rúmfötum. Hvað finnst þér mikil- vægast að eiga á heimilinu? Mér finnst mikil- vægt að eiga epli í ávaxtaskálinni og kolsýru í Soda Stream tækið. Hvað ert þú að bralla um þessar mundir? Líf mitt snýst mest um að mæta í skólann og gefa brjóst þessa dagana, en með góðu skipulagi og samstarfi okkar skötuhjúa gengur þetta upp. HEIMA VIÐ | MARGRÉT WEISSHAPPEL, NEMI Í GRAFÍSKRI HÖNNUN SEFUR Á STÓRU SKÝI NÝBÖKUÐ MÓÐIR OG NEMI Það er nóg að gera hjá Margréti þessa dagana, í tveimur nýjum hlut- verkum. MYND/GVA Þetta er mitt á milli húsgagns og verkfæris og jafnvel skúlptúrs,“ segir Brynjar Sigurðsson vöruhönnuður um nýjustu línu sína, Prik, sem hann vann í samvinnu við Spark Design Space á Skólavörðustíg. Brynjar útskrifaðist frá LHÍ árið 2009 en línan er framhald af útskriftarverkefni hans. Brynjar vann útskriftarverkefnið út frá upplifun sinni af Vopnafirði. HJÁ VEIÐIMÖNNUM „Ég dvaldi þar í tæpan mánuð og gerði víðtæka rannsókn á staðnum. Hitti fólk, bændur og veiðimenn og spilaði körfubolta með prestinum. Síðustu dagana var ég hjá hákarlaveiðimanni og lærði að hnýta net. Hlutir sem voru eingöngu praktískir í augum veiðimannsins, fundust mér ótrúlega fallegir og út frá því fór ég að gera tilraunir með bindingar. Ég hannaði húsgögn en vildi ekki gefa þeim hlut- verk, fannst það ekki mitt að skilgreina það. Þegar þau hjá Sparki höfðu samband við mig um að hanna vörulínu þróaðist hugmyndin um prikið. Við notum prik svo oft og til svo ólíkra hluta,“ útskýrir Brynjar. Hann segir upplifunina á Vopnafirði hafa reynst honum drjúgur hug mynda- banki sem hann leiti aftur og aftur í. Sjálfur er hann borgarbarn í húð og hár. „Oft keyrir maður bara í gegnum bæina og stoppar stutt en með því að dvelja þennan tíma tók ég eftir hlutum sem ég annars hefði ekki gert. Ég gæti vel hugsað mér að vinna svona aftur.“ POSTULÍN OG GLER Brynjar er nú búsettur í Lusanne í Sviss en hann lauk mastersnámi frá ECAL fyrir ári. Hann starfar nú sem aðstoðarkennari við skólann auk þess sem hann vinnur sjálfstætt á vinnustofu sinni og hefur ýmis járn í eldinum. „Ég hef verið að vinna með gler- rannsóknarsetri í Marseille og postu líns- framleiðanda í París og einnig hönn- unargalleríi í París, Galerie Kreo. Ég er að undirbúa sýningu þar á næsta ári á húsgagnalínu sem einnig unnin er út frá Vopnafjarðarverkefninu,“ segir Brynjar og hefur í nógu að snúast. ■ heida@365.is ÓRÆTT HLUTVERK ÍSLENSK HÖNNUN Brynjar Sigurðsson fékk innblástur af verkfærum hákarla- veiðimanns á Vopnafirði og hannaði húsgögn með órætt hlutverk. NOTUM PRIK TIL ÓLÍKRA HLUTA Brynjar Sigurðsson vöruhönn- uður sýnir nýja vörulínu í Spark Design Space. MYND/STEFÁN SÝNING Nánar má for- vitnast um hönnun hans á heimasíðunni, www.biano.is. Sýning Brynjars í Sparki stendur til 10. október. Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. íslensk framleiðsla í 20 ár Rafhitarar fyrir heita potta THE SINKING OF THE LACONIA TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS FYRRI HLUTI Í KVÖLD KL. 21.40 FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.