Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 12
12 3. september 2012 MÁNUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN ÚTSALA STÓRLÆKKAÐ VERÐ Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is ÆGIR TJALDVA GN* + fortjald og yfir breiðsla Útsöluverð kr. 890 .000. *Leiguvagn árg. 2012 Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að Ísland verði áfram eftirsótt til búsetu og heimsókna. Efling atvinnulífsins verður best tryggð með samtali og samvinnu stjórnvalda og þeirra sem eiga og reka stór og smá fyrirtæki. Hvert einasta starf skiptir máli og hver einasta króna sem framleidd er telur. Möguleikar Íslands eru nánast óþrjótandi ef samstarf þessara aðila er með eðlilegum hætti. Það er tómt mál að tala um öflugt velferðarkerfi eða annað sem kostar samfélagið fjármuni ef enginn er til staðar að búa þá fjármuni til. Fjármunir þeir sem þarf til að reka samfélagið verða fyrst og fremst til í öflugu atvinnulífi. Tækifæri til að efla fjárfestingu, skapa atvinnu og búa til verðmæti fyrir íslenskt samfélag verðum við að nálgast fordómalaust, hvort sem þau teljast lítil eða stór, allt verður að skoða því sjaldnast er hægt að dæma fyrir fram. Engum dylst að áfram verða sjávarútvegur, iðnaður, landbúnaður og þjónustustarfsemi burðarásar atvinnu- lífsins. Við þessa burðarása verður að styðja. En um leið verður að opna dyr tækifæranna fyrir hinum smærri og nýta kraftinn í frumkvöðlunum hvar sem þeir eru. Burðar ásarnir geta ekki sinnt því einir að afla fjármuna fyrir samfélagið og því verður að skapa öðrum vaxandi greinum tækifæri til að dafna. Hátækni, kvikmyndir, önnur menning og listir þurfa skapandi umhverfi og stuðning til að sinna sínu hlutverki í eflingu samfélagsins. Flestum er ljóst að sá dýrmæti tími sem farið hefur til spillis frá fjármálahruninu kemur ekki aftur. Þau tækifæri sem stjórn- völd höfðu til að breyta samfélaginu og blása til framsóknar í burðarásum atvinnu- lífsins voru ekki nýtt. Með trausti og trún- aði má styrkja sjálfsmynd þjóðarinnar svo hún sjái til sólar, sjái hag sinn vænk- ast í nánustu framtíð. Samráð um framtíð Íslands verður að eiga sér stað fordóma- laust þar sem styrkleikar hvers og eins eru nýttir til hins ýtrasta. Atvinnulífið er afl- vaki fjármuna og því verður umgjörð þess að vera hvetjandi um leið og höfða verður til samfélagslegrar skyldu þess. Staðreyndin er sú að allir hagnast á öfl- ugu atvinnulífi á einn eða annan hátt. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar á Íslandi Efnahagsmál Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður Á kunnuglegum slóðum Á meðal þeirra sem skrifa undir áskorun um að Grímsstaðir á Fjöllum verði í þjóðareign eru Styrmir Gunnarsson og Þórhallur Vilmundarson. Þeir voru báðir í hópi sextíumenninganna sem undirrituðu áskorun um takmörkun á útsendingum Kanasjónvarpsins 1964. Þar stóð: „Vér undirritaðir alþingiskjósendur teljum á ýmsan hátt varhugavert, auk þess sem það er van- sæmandi fyrir Íslendinga sem sjálfstæða menn- ingarþjóð, að heimila einni erlendri þjóð að reka hér á landi sjónvarpsstöð, er nái til meiri hluta landsmanna.“ Lokað var fyrir aðgang Íslendinga að Kanasjónvarpinu - en hvað eru útlendu rásirnar aftur margar í dag? Og hvað svo? Annars er áskorunin nú umhugsunar- efni. Þar segir að stjórnvöldum beri að standa vörð um eignarhald og umráð landsmanna yfir jörðum sem teygja sig inn á hálendið eða hafa „sérstöðu í huga þjóðarinnar af landfræðilegum, sögulegum og menningarlegum ástæðum.“ Má búast við að slíkur listi verði settur fram og ríkið taki þær jarðir eignarnámi? Á skólabekk Öll spjót standa nú á Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra, en viðbrögð hans við úrskurði um að hann hafi brotið jafnréttislög hafa farið illa í marga. Þegar Björn Bjarnason fékk sama úrskurð vildi Ögmundur að félagsmálaráðherra tryggði honum, og öðrum tornæmum á þau lög, sérkennslu í jafnréttislögum. Hann hlýtur því að leggja til að ríkisstjórnin, með hann í broddi fylkingar, setjist á þann sama skólabekk. kolbeinn@frettabladid.is Í búðalánasjóður skilaði enn einu vondu uppgjöri fyrir helgina. Tap sjóðsins á fyrri helmingi ársins var 3,1 milljarður króna og eigið fé er komið niður fyrir lögbundin mörk. Því stefnir í að skattgreiðendur þurfi að leggja sjóðnum til 11 til 12 milljarða króna, til viðbótar við þá 33 sem Alþingi hafði þegar samþykkt að borga til að hífa upp eiginfjárhlutfallið. Ein meginástæða slæmrar afkomu einnar af helztu lánastofnunum landsins eru viðvarandi og vaxandi vanskil á húsnæðislánum, sem viðskiptavinir hans hafa tekið. Um 5.000 lán eru í alvarlegum vanskilum og hafa mörg hver verið árum saman í þeirri stöðu. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sagði í helgarblaði Fréttablaðsins að þessi staða væri þannig tilkomin að lánþegar hefðu „nýtt sér öll úrræði til að fresta því að taka á vandanum eða að fresta því óumflýjanlega eða jafnvel vonast eftir því að fram komi betri úrræði sem mönnum lítist betur á.“ Sigurður segir að sjóðurinn verði að fara að spyrna við fótum og segja: „Nú er þetta bara orðið gott. Ef ekki sjáum við fleiri svona slæm uppgjör.“ Þessi ummæli Sigurðar hafa sums staðar verið lögð út sem gagnrýni á hluta lánþega sjóðsins fyrir að gera ekkert í sínum málum, og það eru þau að sjálfsögðu. En það má sömuleiðis líta á þau sem gagnrýni á óábyrga stjórnmálamenn, sem hafa veifað voninni um „betri úrræði“, helzt auðvitað almenna skuldaniðurfellingu, framan í fólk sem er komið í öngstræti í fjármálum og getur ekki staðið í skilum. Þessi óábyrgi pólitíski málflutningur á sinn þátt í því ástandi sem er á hluta lánasafns Íbúðalánasjóðs; að þar er fólk hætt að borga og gerir ekkert í sínum málum. Sigurður Erlingsson bendir á að úrvinnslu á 110% leiðinni svokölluðu sé lokið og um áramót verði sértæk skuldaaðlögun ekki í boði. Þess vegna séu síðustu forvöð fyrir skuldara að taka á sínum málum. Hann segir að stytta þurfi þann tíma, sem líður frá vanskilum og þar til hægt sé að ganga að eign, sé skuldari ekki að vinna í sínum málum. Hins vegar séu úrræðin til hjá umboðsmanni skuldara. Um leið og sótt sé um hjá embættinu stöðvist ferlið hjá Íbúðalánasjóði. Í umræðum á netinu um helgina mátti glöggt sjá að margir telja forstjóra Íbúðalánasjóðs í hópi þeirra vondu manna sem telja eðlilegt að fólk endurgreiði lán sem það tók. Vissulega breyttust forsendur hjá stórum hluta lántakenda við hrun krónunnar. Stjórnvöld og fjármálastofnanir hafa af þeim sökum boðið upp á margvísleg úrræði fyrir skuldara til að létta þeim greiðslubyrðina. Í umræðunni um þessi mál gleymist hins vegar oft að alvarleg vanskil hjá talsverðum hópi voru staðreynd fyrir hrun og margir höfðu þá þegar reist sér hurðarás um öxl og hefðu aldrei verið borgunarmenn fyrir lánunum sínum. Það hlýtur að vera lágmark að lántakendur í vanda nýti sér þau úrræði sem í boði eru til að semja um endurgreiðslu skulda sinna, í stað þess að hætta bara að borga. Aðgerðaleysi skuldara Íbúðalánasjóðs kostar skattgreiðendur stórfé. Það er sömuleiðis lágmarkskrafa að stjórnmálamenn sýni þá ábyrgð að lofa ekki nýjum lausnum, sem engin innstæða er fyrir. Þetta er líka orðið gott hjá sumum pólitíkusum. Mikil og vaxandi vanskil hjá Íbúðalánasjóði: Orðið gott
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.