Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 6
20. september 2012 FIMMTUDAGUR6
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur vísaði í gær frá meirihluta
meiðyrðamáls Gunnlaugs Sig-
mundssonar, fyrrverandi alþing-
ismanns, á hendur bloggaranum
Teiti Atlasyni. Teitur var sýknað-
ur af því sem eftir stóð.
Gunnlaugur stefndi Teiti fyrir
tvær bloggfærslur. Sú fyrri sner-
ist um viðskipti Gunnlaugs með
hlutabréf í fyrirtækinu Kögun
og meinta spillingu sem tengdist
þeim. Sú síðari fjallaði um mála-
ferlin sem þá þegar voru farin
af stað. Þar líkti Teitur þeim við
hamar, sem Gunnlaugur notaði til
að berja á þeim sem væru honum
ósammála.
Fyrri hlutanum er vísað frá þar
sem ekki er greint á milli þess í
stefnunni hvaða ummæli í blogg-
færslunni eigi að vera ærumeiðandi
í garð Gunnlaugs og hver í garð eig-
inkonu hans, sem einnig var stefn-
andi í málinu. Teitur er sýknaður af
síðari kröfunni þar sem talið er að
myndlíkingin sem hann notaði feli
í sér gildisdóm sem sé verndaður
af tjáningarfrelsisákvæði stjórnar-
skrárinnar. Gunnlaugur er dæmd-
ur til að greiða Teiti eina og hálfa
milljón í málskostnað.
Teitur sagði í samtali við Vísi í
gær að málið hefði hangið yfir sér
eins og þrumuský og að honum
væri nú mjög létt. Þá sagðist
hann mundu endurgreiða alla þá
styrki sem honum hefðu borist til
að standa straum af kostnaði við
málaferlin.
Í yfirlýsingu frá Gunnlaugi
segir að það sé miður að ekki hafi
fengist efnisleg niðurstaða í þorra
málsins. Lögmenn hans segjast
telja dóminn rangan í veigamikl-
um atriðum og fullt tilefni til að
íhuga áfrýjun til Hæstaréttar.
- sh
Teiti Atlasyni dæmd ein og hálf milljón í málskostnað frá þeim sem stefndi honum fyrir meiðyrði:
Gunnlaugur beið lægri hlut gegn Teiti
TAPAÐI Gunnlaugur og verjendur hans
íhuga nú hvort áfrýja skuli dómnum til
Hæstaréttar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FANGELSISMÁL Páll Winkel fangelsismálastjóri segir
alfarið unnið eftir lögum og reglugerðum þegar tekn-
ar eru ákvarðanir um það hvort fangar megi ljúka
afplánun utan fangelsis, ýmist á áfangaheimilinu
Vernd eða undir rafrænu eftirliti.
Þar sé aldrei farið í manngreinar-
álit.
Páll vill ekki tjá sig sérstak-
lega um mál Baldurs Guðlaugs-
sonar, fyrrverandi ráðuneytis-
stjóra, sem nú afplánar tveggja
ára fangelsisdóm sinn á Vernd
og sinnir samhliða því störfum á
lögmannsstofunni Lex. Baldur sat
inni á Kvíabryggju í hálft ár.
Hann segir hins vegar að
almennt sé það svo að lögum samkvæmt
hafi fangar tækifæri til að afplána
dóma sína utan fangelsis eftir
að þeir hafi setið inni þriðjung
afplánunartímans – sem er sá
tími sem gera má ráð fyrir
að fanginn afpláni yfir
höfuð. Það er gjarnan
ekki nema helmingur
dómsins því að eftir helming á fanginn í flestum til-
vikum kost á reynslulausn. Hún er veitt í um sextíu
prósentum tilfella.
Enginn fær að afplána á Vernd nema hann sé annað
hvort í fullu námi eða vinnu. Starfsfólk Fangelsis-
málastofnunar tekur svo út vinnustaðina og hefur eft-
irlit með því að fangarnir mæti til vinnu.
Að lokum gefst föngum færi á að
afplána undir rafrænu eftirliti með
hjálp ökklabands, í tvo og hálfan dag
fyrir hvern mánuð dómsins. Í tilviki
Baldurs eru það tveir mánuðir. Því
næst tekur við tveggja ára reynslu-
lausn.
Páll segir að öllum þessum úrræð-
um sé ætlað að búa fangana betur
undir það að snúa út í lífið. „Að baki
þessu liggur sú hugsun að með
þessu sé verið að betra fang-
ann,“ segir Páll. - sh
Fangelsismálastjóri segir Baldur Guðlaugsson meðhöndlaðan eins og alla aðra:
Förum ekki í manngreinarálit
VINNUR Á LEX Baldur er
lögfræðingur og sinnir lög-
mannsstörfum á Lex.
PÁLL WINKEL
KJÖRKASSINN
Laus við Lús
á 1 klukkustund
Fæst í apótekum
Lyfjaval.is • sími 577 1160
15%
afsláttur
F
ÍT
O
N
F
ÍT
O
N
S
ÍA
/
S
ÍA
/
S
ÍA
S
/
S
3
2
0
4
3
I0
4
3
F
I0
F
I0
5
9
5
9
5
999
5
9999
Leikli
st 303
og 30
4
í Borg
arhol
tsskó
la
4 sýn
ingar
að eig
in val
i
Áskri
ftar-
kortið
okka
r
568 8000 | borgarleikhus.is
LANDBÚNAÐUR „Ég ólst upp hér í
dalnum og ég man ekki eftir svona
tjóni. Á ákveðnum kafla hafa um
tuttugu prósent af trjánum farið.
Þetta lítur illa út,“ segir Guðni Þor-
steinn Arnþórsson, starfandi skóg-
arvörður í Vaglaskógi í Fnjóskadal.
Skóglendið innst í dalnum, Lund-
skógur og Þórðarstaðaskógur, fór
afar illa í veðurhamnum fyrr í
mánuðinum. Sums staðar er að
finna hundrað ára gömul tré sem
brotnuðu í óveðrinu.
Vaglaskógur fór ekki eins illa í
óveðrinu og skógarnir innst í daln-
um, en þó er þar einnig að finna
brotin tré. Guðni segir að þegar
trén eru ekki búin að fella laufin
setjist mikill þungi á þau þegar
úrkoman er eins mikil og hún varð
fyrir rúmri viku.
„Blautur krapsnjór hlóðst á
trén með miklu hvassviðri í kjöl-
farið með þessum afleiðingum,“
segir hann. „Þegar trén eru enn
með lauf og nálar standa þau ekki
undir þessum þunga, full af snjó.
Þau bara gefa sig.“
Margir skógarvegir og stígar
í Þórðarstaðaskógi og Lundskógi
eru ófærir eftir óveðrið, en Guðni
segir það standa til að reyna að
hreinsa sem mest út úr skógunum
af þeim trjám sem féllu.
Valgerður Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Norðurlandsskóga,
segir formlega úttekt á gróður-
tjóninu ekki hafa verið gerða. Hún
hafi þó rætt við skógræktarbænd-
ur á svæðunum sem verst urðu úti
sem tjáðu henni að veðrið hefði
leikið trén illa. Stafafuran hefði
farið hvað verst, en birkið og víð-
irinn ættu það til að rétta sig við
ef þau hefðu ekki brotnað.
Þá höfðu stór og gömul garðtré,
eins og reyniviður og birki, í
Mývatnssveit og Aðaldal mörg
hver brotnað eða fallið í snjó-
þyngslunum fyrr í mánuðinum,
að sögn íbúa þar.
sunna@frettabladid.is
Skógur í Fnjóskadal
jafnaðist við jörðu
Skóglendi innst í Fnjóskadal fór afar illa í veðurhörkunum fyrr í mánuðinum.
Hundrað ára gömul tré gáfu sig undan snjónum. Enn finnst dautt fé á Norð-
austurlandi. Skógræktarbændur í Þingeyjarsýslum segja trén hafa farið illa.
STÍGURINN HORFINN Talið er að um fimmtungur trjáa í Lund-
skógi og Þórðarstaðaskógi í Fnjóskadal hafi brotnað í óveðr-
unum. Hér var vegur í gegnum Lundskóg, sem nú er horfinn
undir snjó og brotin tré. MYND/JÓN ÞÓRÓLFSSON
SKUGGALEGAR AFLEIÐINGAR Hundruð ef ekki þúsundir
fjár hafa drepist á Norðausturlandi á síðustu dögum og eru
bændur enn að finna dautt fé á fjöllum.
MYND/BRYNGEIR JÓNSSON
Átt þú iPhone?
JÁ 12,2%
NEI 87,8%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefur þú farið á tónleika hjá
Sinfóníuhljómsveit Íslands?
Segðu skoðun þína á visir.is
Þegar trén eru enn
með lauf og nálar
standa þau ekki undir þess-
um þunga, full af snjó. Þau
bara gefa sig.
GUÐNI ÞORSTEINN ARNÞÓRSSON
SKÓGARVÖRÐUR Í VAGLASKÓGI