Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 16
20. september 2012 FIMMTUDAGUR16
Umsjón: nánar á visir.is
Landsbréf, rekstrarfélag verð-
bréfasjóða í eigu Landsbankans,
hafa tekið yfir rekstur og stýr-
ingu eigna Horns fjárfestingar-
félags sem er einnig í eigu Lands-
bankans.
Landsbankinn lýsti því yfir í maí
síðastliðnum að til stæði að færa
eignasafn Horns inn í Landsbréf.
Fjármálaeftirlitið veitti Lands-
bréfum leyfi til eignastýringar
þann 11. september síðastliðinn og
var í kjölfarið skrifað undir samn-
ing milli Landsbréfa og Horns.
Samhliða yfirtöku Landsbréfa á
eignum Horns hafa allir fyrrver-
andi starfsmenn Horns gengið til
liðs við Landsbréf þar sem fimm-
tán sérfræðingar starfa nú í stýr-
ingu eigna.
Horn hefur verið eitt stærsta
eignarhaldsfélag landsins með
eignir í umsjá að verðmæti um
30 milljarða króna. Meðal þeirra
eigna má nefna tæplega 4% hlut í
Eimskipi, 12,5% hlut í Eyri Invest,
og tæplega 50% hlut í Promens.
- mþl
Eignir Landsbankans færðar til:
Landsbréf taka við
öllum eignum Horns
EIMSKIP Meðal eigna sem Landsbréf
hafa nú tekið við má nefna 4% hlut í
Eimskipi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
198
Vogabakki ehf., fjárfestingafélag
í eigu Árna Haukssonar og Hall-
björns Karlssonar, hagnaðist um
2,6 milljónir evra á árinu 2011,
eða um 414 milljónir króna á gengi
dagsins í dag. Eigið fé félagsins var
rúmir tveir milljarðar króna um
síðustu áramót. Þetta kemur fram
í ársreikningi Vogabakka sem sam-
þykktur var 14. september.
Hagnaður Vogabakka var allur
tilkominn vegna gagnvirðisbreyt-
inga á hlutabréfum í eigu félags-
ins, en þær námu tæpum 480
milljónum króna í fyrra. Stærsta
eign Vogabakka er eignarhlutur
í Högum sem félagið á í gegnum
Búvelli slhf., en félagið er næst-
stærsti einstaki eigandi Haga með
7,9 prósenta eignarhlut. Árni og
Hallbjörn keyptu upphaflega hluti
sína í Högum í febrúar 2011 á geng-
inu 10 og bættu síðan við hlut um
haustið á genginu 11. Gengi Haga
í lok viðskipta í gær var 18,5 krón-
ur og því ljóst að arður tvímenn-
inganna á viðskiptunum er mikill.
Skuldir Vogabakka í árslok
2010 voru nánast einvörðungu við
tengda aðila. Í ársreikningnum
kemur fram að félagið hafi stofn-
að til 650 milljóna króna skulda við
lánastofnanir á síðasta ári.
- þsj
Kaup í Högum reyndust arðsöm:
Vogabakki hagnaðist
um 414 milljónir
EIGENDURNIR Fjárfestingafélagið Vogabakki er í eigu þeirra Hallbjörns Karlssonar
(t.v.) og Árna Haukssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
PUNKTAR er 5 ára skuldatryggingaálag ríkissjóðs. Skuldatrygginga-
álagið hefur ekki farið niður fyrir 200 punkta frá því í júní 2008.
Bandarískt hagkerfi er í bata en
stórir áhættuþættir eru þar til
staðar, Evrópu vantar trúverðuga
hagvaxtaráætlun og Grikkir munu
fara út úr evru-samstarfinu í lok
árs 2013. Þetta er meðal þess sem
kom fram í framsögu Roberts Par-
ker, aðalráðgjafa Credit Suisse, á
haustráðstefnu MP banka sem
haldin var í gær.
Parker fjallaði þar með víðtæk-
um hætti um stöðu mála á alþjóða-
mörkuðum og hvernig ýmsir
eignaflokkar, einkum hlutabréf,
skuldabréf og ýmiss konar hrá-
vara, ávaxtast um þessar mundir
og hvernig hann býst við að þeir
þróist á næstu misserum.
Parker fjallaði meðal annars um
stöðuna í Evrópu. Heilt yfir væru
seðlabankar að styðja við hagvöxt
með fjárinnspýtingu og það væri
að hafa góð áhrif. Í Evrópu væri
þó enn fyrir hendi vandamál, sem
sneri að því að trúverðug hag-
vaxtaráætlun, heildstæð fyrir álf-
una alla, væri ekki fyrir hendi. Að
hans mati hafa þeir björgunar-
pakkar sem veittir voru til Írlands
og Portúgals virkað sérstaklega
vel. Bati Íra sé mikil velgengnis-
saga og í Portúgal er að eiga sér
stað það sem Parker kallaði öfuga
nýlenduvæðingu. Það felst í því að
Angóla, sem er fyrrum nýlenda
Portúgala, er að fjárfesta í síaukn-
um mæli með uppkaupum á ódýr-
um eignum í Portúgal með olíu-
auði sínum. Sú aukning í erlendri
fjárfestingu sé að gagnast Portú-
gölum.
Parker telur að evrópski Seðla-
bankinn muni líkast til þurfa að
kaupa ríkisskuldabréf Spánar
síðar á þessu ári vegna vandræða
í efnahagsmálum þess ríkis. Þá
taldi hann mikla áhættu fylgja
kosningunum á Ítalíu á næsta ári
þar sem ríkisstjórn Mario Monti
hafi staðið sig vel. Ef flokkur Sil-
vio Berlusconi kæmist aftur til
valda þá gæti það valdið miklum
skaða, að mati Parkers.
Parker sagði það skipta litlu
máli fyrir fjármálageirann ef
Grikkir myndu yfirgefa evruna.
Parker sagði að flestir byggjust
við því að Grikkir myndu semja
um eins árs frestun á björgunar-
pakka sínum, en að þeir myndu
samt sem áður ekki geta mætt
Telur Evrópu vanta
hagvaxtaráætlun
Robert Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse, telur fjármagnsinnspýtingar seðla-
banka í Evrópu vera að hafa góð áhrif. Fyrirsjáanlegur hagvöxtur í álfunni er
þó ekki nægilega mikill. Bandaríkin eru í bata en stórir áhættuþættir til staðar.
Að mati Parkers hefur efnahagsbati Íslands verið nokkuð góður og allar hag-
tölur styddu við þá greiningu. Hins vegar væru nokkur stór sýnileg vandamál
sem steðjuðu að hagkerfinu. Það fyrsta eru gjaldeyrishöftin og hvernig þau
verða afnumin. Hann varaði sérstaklega við afleiðingum þess að „sjokk“-
aðferð yrði beitt og höftin afnumin hratt. Hagkerfið myndi ekki lifa það af.
Þá þyrfti einnig að klára slit á þrotabúum föllnu bankanna sem fyrst með
einhverjum hætti, helst innan árs. Það skipti miklu máli fyrir trú erlendra
fjárfesta á Íslandi. Að lokum þurfi Íslendingar að passa mjög vel upp á að
reka skynsamlega efnahagsstefnu. Óábyrg skref frá þeirri átt eftir kosning-
arnar á næsta ári myndu hafa mjög neikvæð áhrif.
Hann sagði upptöku evru geta haft margt jákvætt í för með sér fyrir
Ísland. Fyrst þyrfti hins vegar að afnema höft og halda samhliða áfram aðild-
arviðræðum við Evrópusambandið. Parker lagði þó áherslu á að Íslendingar
þyrftu að gera sér grein fyrir því að með upptöku evru væru þeir að gefa frá
sér efnahagslegt sjálfstæði.
Góður efnahagsbati á Íslandi
FRAMSAGA Robert Parker flutti erindi á haustráðstefnu MP banka sem haldin var
í Turninum við Smáratorg í hádeginu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
þeim skilyrðum sem þeir þyrftu
í lok árs 2013. Að mati Parkers
myndu Grikkir því yfirgefa evr-
una í lok árs 2013 og taka upp
drökmu að nýju.
Norður-Evrópa, með Þýskaland
í broddi fylkingar, ætti að upplifa
aukna hagsæld á síðasta fjórðungi
ársins 2012, sem hefur að öðru
leyti verið stöðnunar- eða sam-
dráttarár víðast í Evrópu. Jákvæð-
ir hagvísar þar að mati Parkers er
aukin neysla, meðal annars í kjöl-
far kjarasamningsbundinna launa-
hækkana, og því að evran er und-
irverðlögð hjá norðurevrópskum
hagkerfum.
Parker spáði því að hagvöxt-
ur í Bandaríkjunum yrði 1,8 pró-
sent á árinu 2013 en taldi yfirvof-
andi áhættu til staðar í hagkerfi
landsins. Þau vandamál gætu haft
áhrif á alþjóðamarkaði með hluta-
bréf og hann spáði að markaðir
gætu tekið dýfu í desember næst-
komandi ef skattalagabreytingar
sem eiga að taka gildi 1. janúar
næstkomandi verði að veruleika.
Þær eru margvíslegar og gætu
valdið óróleika hjá fjárfestum,
með fyrrnefndum afleiðingum.
Parker verður í ítarlegu viðtali í
næsta þætti Klinksins sem mun
birtast á Vísi.is næstkomandi
sunnudag.
thordur@frettabladid.is