Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 58
20. september 2012 FIMMTUDAGUR46 Spáin N1-deild karla: 1. Haukar 237 stig 2. FH 193 3. ÍR 177 4. Akureyri 170 5. Afturelding 130 6. Fram 128 7. Valur 112 8. HK 103 N1-deild kvenna: 1. Valur 385 stig 2. Fram 367 3. Stjarnan 317 4. ÍBV 301 5. Grótta 252 6. HK 223 7. FH 202 8. Haukar 181 9. Fylkir 118 10. Selfoss 111 11. Afturelding 84 HANDBOLTI Það styttist í að hand- boltatímabilið hefjist og í gær var opinberuð spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna í N1-deildunum. Haukum og Val er spáð titl- unum og kom það engum á óvart. Það sem vakti mesta athygli er að Íslandsmeisturum HK var spáð falli úr deildinni en miklar breyt- ingar hafa orðið á liði meistar- anna. „Þetta er ekkert áfall heldur bara spá. Þessi spá er kannski eðlileg miðað við hvernig undir- búningstímabilið hefur gengið hjá okkur,“ sagði Kristinn Guð- mundsson, þjálfari HK, og bend- ir á að ofan á allt séu talsverð meiðsli í leikmannahópi félags- ins. „Þetta er mikil áskorun fyrir okkur og öðruvísi en í fyrra. Við höfum búið liðið undir langan og strangan vetur. Við ætlum að sanna að þetta sé kjaftæði.“ Kristinn segir að HK sé að skoða það þessa dagana að fá erlendan liðsstyrk og gæti liðs- styrkur komið fljótlega. „Það er ekkert launungarmál að við viljum bæta við okkur einum manni og horfum út fyrir landsteinana.“ - hbg Óvænt spá í handboltanum: Meisturunum spáð falli FÓTBOLTI Það heldur áfram að gusta um knattspyrnulið ÍBV í Pepsi- deild karla en í gær hætti Magnús Gylfason með liðið. Tímasetningin vekur mikla athygli enda þrír mik- ilvægir leikir eftir í baráttunni um Evrópusæti. Í gærkvöldi var svo greint frá því að Hermann Hreiðarsson hefði samþykkt að taka að sér þjálf- un ÍBV. Tveggja ára samningur verður undirritaður um helgina og Hermann tekur formlega við lið- inu að tímabilinu loknu. Það stað- festi Óskar Örn Ólafsson, formað- ur knattspyrnudeildar ÍBV. „Það bjóst enginn við því að þetta myndi ganga svona hratt fyrir sig en koma Hermanns mun gera mikið fyrir félagið,“ sagði Óskar sem vildi ekki tjá sig um ástæður þess að Magnús steig frá borði í gær. „Við ákváðum í sameiningu að tjá okkur ekki um það mál og mun ég standa við það,“ sagði Óskar. Magnús hefur þurft að reka Eyþór Helga Birgisson frá félaginu ásamt því að setja markahrókinn Tryggva Guðmundsson í agabann. Það hefur því mikið gengið á. Magnús staðfesti í gær að hann hefði sjálfur ákveðið að hætta og að honum hafi ekki verið sagt upp. Hann vildi þó ekki veita viðtal þegar eftir því var leitað. Dragan Kazic aðstoðarþjálf- ari og Ian David Jeffs, leikmaður liðsins, munu stýra liðinu í síðustu leikjunum. Hermann er nú staddur í Reykjavík en hann mun fljótlega halda til Englands, þar sem hann hefur spilað síðan hann fór frá ÍBV árið 1998, og klára sín þjálfara- réttindi. Hann mun svo stýra ÍBV þegar undirbúningstímabilið hefst seinna í haust. „Við erum auðvitað mjög ánægð- ir með að hafa fengið Hermann aftur heim. Þetta var góð niður- staða úr því sem komið var,“ sagði Óskar en það á enn eftir að koma í ljós hvort að Hermann muni svo spila með liðinu á næsta tímabili. „Það verður bara að koma í ljós í hvernig standi hann verður. Eins og hann sagði sjálfur þá skiptir engu þótt hann heiti Hermann – hann verður að vera betri en þeir leikmenn sem eru fyrir í liðinu,“ sagði Óskar. Hermann er einn reyndasti landsliðsmaður Íslands frá upphafi og er á 38. aldursári. ÍBV er í öðru sæti Pepsi-deildar karla með 31 stig, rétt eins og KR sem er með talsvert lakara marka- hlutfall. Stjarnan, Breiðablik og ÍA koma svo í næstu sætum á eftir en aðeins tvö stig skilja þessi lið að. Fram undan er því mikil barátta um 2. og 3. sætið í deildinni sem bæði veita sæti í forkeppni Evr- ópudeildar UEFA á næsta ári. KR hefur reyndar þegar tryggt sér sæti í keppninni með sigri í bikar- keppninni í ár. ÍBV mætir Val á Vodafone-vell- inum klukkan 17.00 en heil umferð er á dagskrá deildarinnar í dag. - esá, hbg Hermann snýr aftur til Eyja Magnús Gylfason hætti mjög óvænt sem þjálfari Pepsi-deildarliðs ÍBV í gær en aðeins þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu. Hermann Hreiðarsson gerði munnlegt samkomulag í gærkvöldi um tveggja ára samning við félagið. BÚIÐ SPIL Magnús er búinn að stýra sínum síðasta leik fyrir ÍBV eftir skrautlegt sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Helena Ólafsdóttir var í gær ráðin þjálfari meistara- flokks kvenna hjá Val og tekur hún við starfinu af Gunnari Rafni Borgþórssyni. Gunnar Rafn tók við Val árið 2010 og gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra. Helena er einn reyndasti þjálf- ari landsins og var síðast á mála hjá FH. Hún hætti þar í júlí síð- astliðnum. Helena hefur áður verið þjálfari Vals en hún stýrði liðinu frá 2002 til 2003. Helena var einnig landsliðs- þjálfari á sínum tíma en henni er nú ætlað að móta nýtt og ungt Valslið sem hafnaði í fjórða sæti Pepsi-deildar kvenna á síðast- liðnu tímabili. - esá Þjálfaraskipti hjá Val: Helena tekur við af Gunnari HELENA Hefur tekið við þjálfun Vals. HANDBOLTI Handboltavertíð- in hófst formlega í gær þegar Meistarakeppni HSÍ fór fram í karla- og kvennaflokki. Í kvenna- leiknum höfðu Íslandsmeistarar Vals betur gegn ÍBV, 29-19, þrátt fyrir að hafa verið marki undir í hálfleik. Eyjastúlkur skoruðu aðeins fjögur mörk í seinni hálfleik og Valsmenn gengu á lagið. Ragn- hildur Rósa Guðmundsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skoruðu sex mörk hvor fyrir Val en Grigore Gorgata níu fyrir ÍBV. Meistarakeppni HSÍ: Öruggur sigur Vals á ÍBV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.