Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 29
| FÓLK | 3TÍSKA HANNAR FYRIR BÖRN Berglind Rós Magnúsdóttir hannar aðallega á stráka af því henni fannst vanta spenn- andi föt á markaðinn. Eftir að hafa misst áhugann á hönnun um tíma hefur hún nú opnað eigin verslun. Berglind Rós Magnúsdóttir út-skrifaðist sem fatahönnuður frá Margrethe-skólanum í Kaupmannahöfn fyrir níu árum. Það var þó ekki fyrr en árið 2008 sem hún fór að sauma og hanna fyrir alvöru. „Eftir að ég útskrifaðist úr skólanum árið 2003 var ég alveg komin með nóg og var búin að missa áhugann á hönnun. Þegar ég eignaðist fyrri strákinn minn fyrir rúmum fjórum árum síðan fannst mér erfitt að finna flott strákaföt á markaðnum. Það vantaði alveg föt með karakter þannig að ég fór að sauma á hann og út frá því þróaðist hönnunin mín,“ segir Berglind sem hannar undir merkinu Beroma. Boltinn fór að rúlla hjá Berglindi og hún fór að fá fleiri og fleiri fyrir- spurnir og nú er svo komið að hún hefur opnað heila búð undir hönn- unina. „Ég opnaði Beroma í Faxafeni í maí síðastliðnum. Þetta er reyndar ekki allt mín hönnun því ég flyt líka inn föt frá útlöndum. Það hefur samt verið þannig að það sem ég hef gert sjálf hefur verið vinsælast. Ég flyt inn mikið af fötum sem eru frá merkjum sem er ekki verið að selja annars staðar á landinu. Svo er ég líka með vintage föt en þau koma frá Bretlandi og Bandaríkjun- um. Ég geri miklar kröfur gagnvart notuðu fötunum og þau eru öll heil og hrein og mjög vel farin. Þau eru jafnframt allavega þrjátíu til fimmtíu ára gömul.“ Þó Berglind hafi byrjað á því að hanna á stráka hefur hún líka hannað fyrir stelpur. „Það sem er vinsælast hjá mér eru kápur og kjólar á stelpur og sparidress, buxur og vesti fyrir stráka. Ég nota aðallega ull og lífræna bómull. Það er ákveðin fortíðarþrá í fötunum og vísun í breska skólalúkkið. Fötin eru skemmtileg fyrir börnin að klæðast en jafnframt þægileg.“ Berglind segir foreldra oft langa sjálfa í fötin sem þeir eru að kaupa fyrir börnin sín. Hún segir það þó ekki hafa verið á stefnuskránni að hanna fyrir fullorðna. „Ég lét FÖT MEÐ KARAKTER VINTAGE Í BLAND VIÐ EIGIN HÖNNUN Barnafötin sem Berglind hannar eru þægileg og skemmtileg. Í verslun- inni fást vintage barna- föt sem eru upp í 50 ára gömul. nú samt tilleiðast nú í ágúst og saumaði eitthvað í fullorðins- stærðum. Það seldist allt upp á tveimur dögum þannig að nú er ég að koma upp aðstöðu hér í búðinni fyrir fullorðna að máta. Það verður samt sem áður alltaf aðaláherslan á börnin í hönnuninni hjá mér.“ ■ lilja.bjork@365.is YFIRHAFNIR FRÁ OASIS FYRIR VETURINN HUGAÐ ER VEL AÐ EFNISVALI OG SMÁATRIÐUNUM SEM SKIPTA SVO MIKLU MÁLI 1 Þessi hefur algjörlega slegið í gegn hjá okkur. Hún er til í svörtu, gráu og ljósu. Hún er sérstaklega klæðileg og hlý. Verð 24.900. 2 Einstaklega kvenleg, mjúk og hlý kápa, fæst einnig í svörtu. Verð 24.900,-. 3 Glæsileg loðkápa, hún er hneppt og bundin saman í mittið með leðurbelti. Hentar jafnt hversdags og spari. Verð 39.900,-. 4 Mjúk og hlý herðaslá, mjög gott að nota utanyfir leðurjakka eða aðrar flíkur. Kostar 14.990,-. Poncho hafa aldrei verið vinsælli en nú í ár. 5 Sérstaklega hlý og góð úlpa með hettu. Hægt er að hneppa fóðrinu úr og jafnvel hægt að nota það eitt og sér. Þá lítur það út eins og loðið vesti með hlébarðamunstri. Hún er með góðum vösum. Verð 19.990,-. 6 Glæsileg ullarkápa, til bæði í vínrauðu og svörtu. Hún er hneppt með belti og hlýju hálsmáli. Verð 24.990,-. 1 5 6 2 3 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.