Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 8
20. september 2012 FIMMTUDAGUR8 www.volkswagen.is Komdu og reynsluaktu Volkswagen Polo A uk ab ún að ur á m yn d: 1 8“ á lfe lg ur , þ ok ul jó s og li ta ða r rú ðu r - fyrir okkur öll Volkswagen Polo Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km* * Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Polo Trendline 1.2 TDI Polo kostar aðeins frá 2.290.000 kr. FRÉTTASKÝRING Ummæli Romneys hrista upp í kosn- ingabaráttunni. Liðsmenn Baracks Obama Banda- ríkjaforseta hafa síðustu daga óspart núið mótframbjóðandanum Mitt Romney upp úr myndbandi sem tekið var með leynd á fjáröfl- unarfundi hans með bandarískum auðkýfingum í maí. Samkvæmt nýrri skoðanakönn- un, sem gerð var á þriðjudag, dag- inn eftir að ummæli Romneys birtust almenningi, hafa þau kost- að hann stuðning nærri þriðjungs óháðra kjósenda, en það er ein- mitt sá kjósendahópur sem hann segist þurfa að höfða til í kosn- ingabaráttunni næstu vikurnar. Obama brást við ummælum Romneys með því að segja Banda- ríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb: „Eitt af því sem ég hef lært í embættinu er að maður er fulltrúi allra lands- manna.“ Félagar Romneys í Repúblik- anaflokknum reyna á hinn bóginn eftir megni að draga úr skaðan- um, þar á meðal varaforsetaefn- ið Paul Ryan sem kemur Romney til varnar með því að segja hann „greinilega illa máli farinn“. Móðgar hermenn Það sem Romney sagði í mynd- bandinu var meðal annars að hann ætti ekkert erindi við 47 prósent kjósenda, sem ætluðust til þess að fá allt upp í hendurnar frá ríkinu en borguðu engan tekju- skatt á móti. Þeir myndu hvort eð er aldrei kjósa neinn annan en Obama. Þess í stað þyrfti hann að einbeita sér að þeim fimm til tíu prósentum kjósenda sem sveifluð- ust á milli flokka. Bandarískir fjölmiðlar hafa reiknað út að þarna hljóti hann að eiga við þau 47 prósent Banda- ríkjamanna sem greiða engan alríkisskatt. Þeir sem sleppa við að greiða skatt til alríkisins eru meðal annars bandarískir hermenn, námsmenn, atvinnulausir, lág- Liðsmenn Obama kætast yfir klúðri Ummæli Mitts Romneys virðast ætla að kosta hann atkvæði þeirra kjósenda sem hann segist þurfa að höfða sérstaklega til, nefnilega óháðra kjósenda á miðjunni. Obama segir Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb. tekjufólk og margir eldri borg- arar. Margir þeirra greiða samt skatt til ríkjanna, og allir greiða hvort eð er virðisaukaskatt af neyslu sinni. Auk þess er stuðningur við Repú- blikanaflokkinn ekkert endilega mikið minni í þessum þjóðfélagshóp- um en öðrum. Trúir ekki á frið Fyrir utan þetta tókst Romney að vekja rækilega athygli með ummælum sínum um Palestínumenn, innflytj- endur, konur og kjósend- ur ættaða frá Mið- og Suður-Ameríku. Hann sagðist ti l dæmis ekki sjá neina von til þess að friður kæmist á milli Palest- ínumanna og Ísraela í fyrirsjáan- legri framtíð: „Ég sé að Palestínu- menn vilja hvort eð er ekki frið, af pólitískum ástæðum, og eru staðráðnir í að eyða og útrýma Ísrael,“ sagði hann. Með þessu ástandi yrðu menn bara að lifa og vona hið besta. Um innflytjendur sagði hann: „Ég vildi gjarnan útvega öllum doktorum heimsins græna kortið og segja: „Komið til Bandaríkj- anna, við viljum fá ykkur hingað.“ En þess í stað gerum við fólki sem menntar sig hér eða annars staðar erfitt fyrir að búa sér heimili hér. Nema, auð- vitað, þú sért hæfileika- og reynslulaus, þá er þér velkomið að fara yfir landamærin og búa hér til æviloka.“ Kappræður í október Bandarískir kjósend- ur fá brátt tækifæri til að heyra frambjóð- endurna ræða saman beint og milliliðalaust. Fyrstu sjónvarpskappræður þeirra Obama og Romneys verða þriðjudaginn 3. október. Vikurnar fram að kosningunum, sem haldn- ar verða þriðjudaginn 6. nóvem- ber, mætast þeir þrisvar til við- bótar í sjónvarpskappræðum, og einar kappræður verða sömuleið- is á milli varaforsetaefnanna Joes Bidens og Pauls Ryans. gudsteinn@frettabladid.is Úr ummælum Romneys á fjáröflunarfundinum í vor: „Fjörutíu og sjö prósent fólks munu kjósa forsetann sama hvað á gengur. Sem sagt, það eru 47 prósent sem styðja hann, sem eru háð ríkinu, sem líta á sig sem fórnarlömb, sem telja að ríkið eigi að sjá fyrir þeim, sem telja sig eiga rétt á heilbrigðisþjónustu, mat, húsnæði og ég veit ekki hvað. Að þetta séu réttindi. Og að ríkið eigi að gefa þeim þetta. Og þau munu kjósa forsetann sama hvað gerist.“ „Þetta er fólkið sem greiðir engan tekjuskatt. Fjörutíu og sjö prósent Bandaríkjamanna greiða engan tekjuskatt. Þannig að skilaboð okkar um lága skatta ná ekki til þeirra.“ „Og mitt hlutverk er þá ekki að hafa áhyggjur af þessu fólki. Ég mun aldrei sannfæra þau um að þau eigi að bera ábyrgð og sjá um sig sjálf. Það sem ég þarf að gera er að sannfæra fimm til tíu prósent fólks á miðjunni sem er óháð og hugsandi, sem skoðar hvort það eigi að kjósa á þennan veginn eða hinn, stundum eftir tilfinningum, eftir því hvort því líkar við náungann eða ekki.“ Um 47 prósent kjósenda ROMNEY Á FJÁRÖFLUNARFUNDI Mitt Romney ásamt Ann eiginkonu sinni á fundi með fjársterku fólki á þriðjudagskvöldið. NORDICPHOTOS/AFP Eitt af því sem ég hef lært í embættinu er að maður er fulltrúi allra landsmanna. BARACK OBAMA BANDARÍKJAFORSETI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.