Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur skoðun 18 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Kaffi 20. september 2012 221. tölublað 12. árgangur KAFFIFIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 Kynningarblaðkaffidrykkirkaffihúskaffigerðkaffinautnkaffinýjungarkaffiáhrif S ænski kaupsýslumaðurinn Victor Theodore Engwall var svo ákafur áhugamaður um kaffi að hann ákvað að helga líf sitt leitinni að hinni fullkomnu kaffi-baun. Hann stofnaði því sérstakt fyrirtæki í kringum kaffiástríðu sína og gaf því latneskt heiti heima-bæjar síns, Gävle (Gevalia).Í dag hvílir Gevalia á traust-um grunni aldagamalla hefða og býður enn upp á sömu klassísku vörurnar sem neytendur um víða veröld njóta á hverjum degi. Auk þess leggur Gevalia mikið upp úr vöruþróun og er ötult við að kynna spennandi nýjungar. Fyrir skemmstu kynnti fyrirtækið meðal annars nýja kaffilínu þar sem neyt-andanum er boðið í sannkallaða heimsreisu, allt frá skógum Suður-Ameríku til víðáttu Indlands.Monsoon Storm heitir önnur af nýju tegundunum sem nú eru seldar hér á landi. Um er að ræða dökkristað, kraftmikið kaffi með keim af súkkulaði. Abyssian Dawn er léttristað kaffi með mikilli fyll-ingu sem á uppruna sinn í Eþíópíu, fæðingarstað kaffisins. Sem aðili að Rain Forrest Alliance (samtök-um fyrirtækja sem vinna að vernd-un regnskóga) hefur Gevalia sjálf-bærni ræktarsvæða ávallt að leið-arljósi. Gevalia hefur auk þess unnið um árabil að uppbyggingu innviða samfélagsins í Perú og Kól-umbíu, innlendum kaffiframleið-endum til hagsbóta og aukinna lífsgæða. „Baunir og malað úrvalskaffi frá Gevalia hafa verið á boðstól-um hérlendis í áratugi og Íslend-ingar hafa alltaf kunnað að meta gott kaffi,“ segir Þórður Þórisson sem hefur verið vörumerkjastjóri hjá Innnes undanfarin 6 ár. „Kaffi er svo miklu meira en bara neysluvara. Kaffi er saga, menning, lífsstíll og hefðir allt í senn og að sjálfsögðu taka neyt-endur ástfóstri við sína tegund. Andi Gevalia hefur alltaf iðsk islegur. Það er enginn tilbúning-ur að Gevalia fær fólk til að tala. Ég rifja gjarnan upp ummæli sem höfð voru eftir kaffisérfræðingi hjá Gevalia: „Þessi baun býr yfir meiri ilmi og sterkara bragði en svo að einum manni endist ævin til þess að skilgreina hana “ E Traustar hefðir og heillandi nýjungar hjá GevaliaGevalia hefur um árabil verið eitt af þekktari vörumerkjum á kaffimarkaði á Íslandi. Kaffið á sér merka sögu og uppruni þess kemur mörgum á óvart. Þórður Þórisson vörumerkjastjóri hjá Innnes segir engan tilbúning að Gevalia fái fólk til að tala. MYND/GVA FYRIR KONUR MEÐ LÍNURÁ sölusíðunni asos.com er að finna fjöldann allan af tískufatnaði fyrir konur, börn og karla. Þar er líka mikið úrval tískufatnaðar fyrir konur í stærri stærðum undir flipanum asos curve. Sara Hlín Hilmarsdóttir hefur alltaf haft brennandi áhuga á fötum og tísku. Hún heldur úti blogginu Style Party á slóðinni tyle-party.blog-spot.com og er það mikið lesið. Hún er sömuleiði með Facebook-síðu með sama fni þar sem hún vís í bl höfn þar sem hermannatískan réði ríkjum. „Það var allt morandi í her-mannagrænu og camouflag . Þá virtust allir vera í Converse skóm og var mikið um buxur með dýra ynstri en ég keypti mér einmitt ein r slíkar Sara Hlín segir ROKK OG ÞÆGINDIHEFUR BRENNANDI TÍSKUÁHUGA Tískubloggarinn Sara Hlín Hilmarsdóttir er nýkomin heim frá Kaupmannahöfn þar sem hermannatískan ræður ríkjum. HERMANNATÍSKA Hermannajakkann með leðurermunum fékk Sara í Republica á Selfossi, Buxurnar eru glóðvolgar úr Ginu Tricot í Köben Teg. 10253 - fæst í B,C skálum á kr. 5.500,- boxer buxur í stíl á kr. 1.995,- Mjúkur og yndislegur Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Stórhöfða 25 569 3100 LOKAÐLAUGARDAG 8 glæsilegir ferðavinningar TAKTU ÞÁTT Í MYNDALEIKNUM islandermedetta.is Tísku dagar 20.–23. sept. Opið til 21 í kvöld GLAMPANDI SÓL Í dag verður yfirleitt hæg vestanátt og bjartviðri. Gengur í sunnan 10-18 m/s S- og V-til snemma á morgun og hlýnar í veðri. VEÐUR 4 9 6 7 8 8 Salka í Skotlandi Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur leikskáld verður frumsýnt í Glasgow eftir helgi. menning 32 Þetta er ómetanleg auðlind. Fólk sem er tilbúið að taka til sín börn í lengri eða skemmri tíma og annast um þau sem sín eigin. BRAGI GUÐBRANDSSON FORSTJÓRI BARNAVERNDARSTOFU Sárt í Noregi Ísland þarf að fara í umspil fyrir EM 2013 eftir grátlegt tap í Noregi í gær, 2-1. sport 44 LÍFSSTÍLL „Það er náttúrulegur ger- ill í brauðinu í stað tilbúins gers. Það eru þessir tilbúnu gerlar sem fara oft illa í fólk og því er súr- deigsbrauðið oft betra í magann,“ segir Þórir Bergsson kokkur um súrdeigsbrauðin sem hafa notið mikilla vinsælda síðustu mánuði. Þórir segir súrdeigsbrauðin búa yfir mörgum kostum fram yfir annars konar brauð. Til að mynda þyki mörgum þau betri í magann og bragðmeiri. „Kar- akterinn í súrdeigsbrauðunum er annar og maður finnur fyrir súrnum, brauðin eru því ekki eins flöt og önnur brauð sem maður kaupir úti í búð. Súrinn er líka mjög breyti- legur frá degi til dags og þess vegna fær maður ekki endi- lega sama brauðið hvern dag.“ - sm / sjá síðu 40 Nýtt æði í heilsufæði: Súrdeigsbrauð- in slá í gegn Nýstárleg útgáfa Nýja Retro Stefson-platan verður seld með sjö mismunandi umslögum. tónlist 36 SAMFÉLAGSMÁL Á fjórða hundrað börn dvöldu hjá fósturforeldrum að jafnaði árin 2007 til 2011. Árið 2011 voru 118 börn sett í fóstur sem eru nokkuð fleiri börn en árin á undan. Árlega berast á milli sextíu og sjö- tíu umsóknir til Barnaverndarstofu (BVS) frá fólki sem vill gerast fóst- urforeldrar. Þetta kemur fram í ársskýrslu Barnaverndarstofu fyrir árin 2008- 2011. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að fjöldi fósturbarna á Íslandi sé áþekkur og í þeim löndum sem oftast sé horft til í samanburði í velferð- armálum. Hins vegar sé sérstaða Íslands nokkur; ekki séu reknar sérstakar stofnanir fyrir börn líkt og víða annars staðar heldur sé rík hefð fyrir því að fjölskyldur taki að sér börn. „Þetta er ómetanleg auð- lind. Fólk sem er tilbúið að taka til sín börn í lengri eða skemmri tíma og annast þau sem sín eigin,“ segir Bragi. Hann segir ástæður fósturs margar og misjafnar; oft vímuefnaneysla, veikindi eða van- ræksla. Fósturforeldrar skiptast til ein- földunar í tvo hópa. Fólk, oft barn- laust, sem tekur börn til varanlegs fósturs og svo þeir sem taka til sín börn til skemmri dvalar. Sá hópur hefur það í raun að atvinnu að ann- ast börn sem þurfa slíka aðstoð. Fyrri hópurinn fer ekki aftur til kynforeldra; börnin eru í raun tekin af þeim. Hjá þeim síðari er stefnt á það frá upphafi að barnið snúi aftur heim og samvinna við kynforeldra víðtæk allan tímann, enda er fóstur oft að þeirra frum- kvæði. Flest börnin sem tölfræðin nær til eru í varanlegu fóstri sem nær til sjálfræðisaldurs, eða 165 til 203 talsins á tímabilinu. Börn í tímabundnu fóstri eru litlu færri. Í þessum hópi eru börn sem eiga við verulega hegðunarerfiðleika að etja; árin 2007 til 2010 voru um tuttugu börn í slíku fóstri en hafði fjölgað í þrjátíu börn árið 2011. Umsóknir frá barnaverndar- nefndum til BVS um fósturheim- ili voru 144 í fyrra en 118 börnum úr þeim hópi var ráðstafað í fóstur. Árin á undan voru umsóknir færri; 113 árið 2010 en 88 börn fóru þá til fósturforeldra. Árið 2009 var sótt um fóstur fyrir 110 börn en 72 fóru í fóstur. Bragi segir að á hverju ári séu þau tilvik fá þar sem foreldri treystir sér ekki til að annast barn sitt strax við fæðingu; tilvikin séu innan við fimm undanfarin ár. - shá Um 350 börn í fóstri árlega Árin 2007 til 2011 voru á fjórða hundrað börn hjá fósturforeldrum. Hópur fólks hefur það að atvinnu að annast börn tímabundið. Árlega berast tugir umsókna til yfirvalda frá fólki sem vill gerast fósturforeldrar. Hermannatískan ráðandi Tískubloggarinn Sara Hlín Hilmarsdóttir er komin heim frá Kaupmannahöfn þar sem allt er morandi í hermannagrænu. UMHVERFISMÁL Mælingar Bandarísku ís- og snjómæl- ingastofnunarinnar (NSIDC) benda til að íshellan á norðurheimskautssvæðinu sé nú minni en áður hefur þekkst. Undanfarna áratugi hefur flatarmál breið- unnar minnkað í takt við hlýnun norðurheimskauts- svæðisins og sumarið 2007 varð hafísbreiðan aðeins rúmlega 4 milljónir ferkílómetra. Mælingarnar nú benda til að breiðan sé aðeins 3,4 milljónir ferkíló- metra. Á heimasíðu Veðurstofu Íslands segir að hafís á norðurhveli sé mestur síðla vetrar og þekur þá 14-15 milljónir ferkílómetra. Þar segir jafnframt að útbreiðsla hafíssins segi ekki alla söguna því sam- kvæmt gögnum NSIDC sé ísinn þynnri en áður og því er heildarrúmmál íssins minna. Þetta rímar við orð breska vísindamannsins Pet- ers Wadhams, prófessors við Cambridge-háskóla, sem er einn fremsti vísindamaður heims á sviði hafísmála. Hann fullyrðir að verði ekki dregið verulega úr hlýnun jarðar nú þegar muni hafís á sumrin heyra sögunni til á norðurhveli jarðar. - shá / sjá síðu 10 Ísbreiðan á norðurheimskautinu hefur aldrei mælst minni en núna um helgina: Hafís á norðurhveli aldrei minni LANGT FERÐALAG Bandaríkjamaðurinn Andrew Baldwin kom til Íslands í sumar, eftir að hafa siglt þessari skútu yfir Atlantshafið. Markmiðið var að breyta henni við komuna í ökutæki sem síðan væri hægt að ferðast á um landið. Nú eru veður orðin of válynd til að hann treysti sér aftur vestur um haf, og því ók hann þessum fótstigna vagni inn í Nauthólsvík í gær, þar sem skútan verður geymd þar til næsta vor. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.