Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 52
20. september 2012 FIMMTUDAGUR40 lifsstill@frettabladid.is ? Mig vantar smá ráð hjá þér. Við kærastinn erum búin að vera saman í nokkur ár og eigum tvö yndisleg börn. Báðar með- göngurnar voru mjög erfiðar og ég var mikið veik og kynlífið þar af leiðandi ekki neitt. Á fyrri með- göngunni stunduðum við kyn- líf tvisvar og ekkert núna á síð- ustu. Eftir að strákurinn fæddist hafði ég mjög litla löngun í kynlíf almennt og enn þá minni núna. Það virðist fast í hausnum á mér, að þar sem ég er orðin mamma, þá eigi ég ekki að stunda kynlíf. Ég fékk fæðingarþunglyndi eftir að strákurinn fæddist og fékk hjálp við því. Var orðin góð en er byrjuð að finna fyrir því aftur núna, ekk- ert mikið, en nóg til að hafa áhrif á mig. Kærastinn minn er yndis- legur maður sem vill allt fyrir mig gera og ég elska hann mjög mikið. Það var smá risvandamál í gangi en hann ætlar að tala við lækni og fá pillur við því, ég sagði honum að það væri allavega partur af þessu löngunarleysi hjá mér. Mig langar alveg ofsalega mikið til að langa. Hann talar stundum um að hann langi til að stunda meira kynlíf, og ég er búin að segja honum að hann verði þá að hafa frumkvæði. Hann þurfi að taka af skarið, því kannski þarf ég bara smá örvun til að kom- ast í gang. SVAR Það er margt sem er í gangi samtímis í þínum aðstæðum og allt eru það þekktir þættir sem geta dregið úr kynlöngun. Það er vitað að álagið sem fylgir barn- eignum getur haft áhrif á kyn- löngun karla og kvenna. Þá verða ákveðnar lífeðlislegar breytingar í líkama konunnar við fæðingu og brjóstagjöf sem geta einnig dregið úr löngun. Þunglyndi, þunglyndis- lyf og kynlífsvandamál maka hafa einnig áhrif. Þar sem vandamálið er margþætt þá er lausnin það líka. Ég myndi telja algert forgangs- atriði að fá aðstoð við fæðingar- þunglyndinu. Það er fullkomlega eðlilegt að leyfa nokkrum vikum að líða eftir fæðingu áður en kyn- líf hefst svo ekki setja of mikla pressu á ykkur í þeirri deild. Hvað varðar hans vandamál þá geta fleiri lausnir verið á þeim vanda heldur en bara pillur og því mæli ég með því að þið farið í ráðgjöf til kynfræðings. Þar gætuð þið talað saman um bæði hans vandamál og þín og svo hvernig þið getið í fram- haldinu tæklað kynlífsleysið. Það getur verið erfitt að bera einn þá byrði að hafa alltaf frumkvæði að kynlífi og eiga svo líka að taka á móti neitun og upplifa það ekki sem höfnun. Því þurfið þið kannski smá aðstoð við að koma jafnvægi á þau samskipti og það fæst með því að fara í ráðgjöf. Ekki óttast hjálparhöndina heldur takið henni fagnandi og nýtið sem tækifæri til að styrkja ykkur sem einstaklinga, par og foreldra. KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Ástareldurinn kveiktur á ný EKKI ÓTTAST HJÁLPARHÖND Það þarf að ræða vandamálin til að yfirstíga þau. Pör gætu þurft á aðstoð að halda við að koma samskiptum af stað. NORDICPHOTOS/GETTY ÁR ERU SÍÐAN TÍSKUHÚSIÐ BURBERRY hannaði sína frægu kápu, eða „trenchcoat“, en kápan er aðalsmerki þessa fornfræga tískuhúss í dag. Á nýafstaðinni sýningu Burberry í London mátti sjá nútímalegar útgáfur af kápunni góðu, bæði í skærum litum og glansandi efnum. 98 Súrdeigsbrauð hafa sótt í sig veðrið undanfarna mánuði, enda þykja þau þægilegri í magann og bragðmeiri en mörg önnur brauð. MATUR „Karakterinn í súrdeigs- brauðunum er annar og maður finnur fyrir súrnum, brauðin eru því ekki eins flöt og önnur brauð sem maður kaupir úti í búð. Súrinn er líka mjög breytilegur frá degi til dags og þess vegna fær maður ekki endilega sama brauðið hvern dag. Mér þykja þetta stærstu kostir súr- deigsbrauðs,“ segir Þórir Bergs- son, kokkur og eigandi Bergsson mathúss. Þórir bakar súrdeigs- brauð daglega og segir brauðið fara betur í maga fólks. „Það er náttúrulegur gerill í brauðinu í stað tilbúins gers. Það eru þessir tilbúnu gerlar sem fara oft illa í fólk og því er súr- deigsbrauðið oft betra í magann.“ Súrdeigsbrauð eru látin hefa sig í svokallaðri kaldhefingu áður en það er bakað og tekur það allt að sextán klukkustund- ir. Svolítið af súrnum er haldið eftir í krukku og þarf að fæða hann reglulega og halda honum við. Sé það gert á súrinn að geta lifað í mörg ár og jafnvel áratugi, en sögusagnir eru um að til séu súrir allt frá tímum Krists. Sandholt bakarí selur nú ein- vörðungu súrdeigsbrauð og seg- ist Ásgeir Sandholt konditor vart anna eftirspurn um helgar. „Þetta eru brauð eins og þau voru gerð í gamla daga og með sama gamla hugarfarinu; að gefa hlut- unum sinn tíma. Maður veltir því fyrir sér hvort að nútíma brauð- framleiðsla sé ástæðan fyrir því að svo margir fá glúten- og ger- óþol í dag,“ segir hann. Brauðin fást einnig í Brauð- húsinu í Grímsbæ, Kökuhúsinu í Auðbrekku, Bernhöftsbakaríi og víðar. sara@frettabladid.is SÚRDEIGSBRAUÐIN SÆKJA Í SIG VEÐRIÐ Sagt er að Egyptar hafi verið fyrstir manna til að láta brauð hefa sig. Þeir komust að því að ef mjöli var blandað í vatn og það látið standa í opnu íláti í nokkra daga mynduðust í því loftbólur og blandan þandist út. Þessi lyfting var grundvöllur brauðbaksturs allt fram á síðustu öld þegar pressugerið var kynnt til sögu. Í Biblíunni er oft minnst á súrdeig og í Matteusarguðspjalli (16:6) segir meðal annars: „Jesús sagði við þá: „Gætið ykkar, varist súrdeig farísea og saddúkea.““ Að sögn Árna Svans Daníelssonar verkefnisstjóra á Biskupsstofu er súrdeigið notað sem líkingamál og er verið að vísa í hugmyndir eða kenn- ingar farísea og ekki í brauðið sem slíkt. Þórir Bergsson segir súrdeigsbrauð vera bragðgóð og góð í maga. Vinsældir súrdeigsbrauða hafa vaxið mikið að undan- förnu. SÚRDEIGIÐ MATAÐ Á VIKUFRESTI ÁTT ÞÚ HEIMA Í JÓLABÆNUM? Við leitum söluaðila í snotur jólahús og tjöld í Jólabænum við Ingólfstorg. Líkt og fyrri ár verður skipulögð skemmtidagskrá alla daga og fjöldi fólks sem bregður sér í „bæinn“ til að gera jólainnkaup. Jólabærinn sprettur upp í miðjum desember og þú gætir flutt inn á fyrsta degi ef þú tryggir þér pláss nógu snemma. Sendu okkur fyrirspurn merkta „Jólabærinn“ á midborgin@midborgin.is Þar sem hjartað slær www.midborgin.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E R N IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.