Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 24
24 20. september 2012 FIMMTUDAGUR Sameining spítalanna í Reykja-vík árið 2000 tók fyrst og fremst til stjórnunarlegrar sam- einingar. Af henni hefur sannar- lega orðið umtalsverður faglegur ávinningur og nokkur fjárhags- legur. Stóri ávinningurinn næst þegar öll bráðastarfsemin er komin á einn stað í húsnæði sem hæfir nútíma starfsemi af þessu tagi. Breytt hlutverk Landspítala, ný og fyrirferðarmeiri tæki, aukin þekking á samhengi hönnunar hús- næðis og meðferðarárangri og kröfur sjúklinga og aðstandenda til að friðhelgi einkalífs þeirra sé virt kallar allt á nýtt húsnæði spít- alans. Unnið hefur verið að undir- búningi sameinaðs húsnæðis frá árinu 2001. Deila um staðsetningu Rúmgóð lóð neðan gömlu Hring- brautar hefur verið frátekin fyrir uppbyggingu Landspítala og Háskóla Íslands í áratugi og verið á aðalskipulagi frá 1976. Legu Hringbrautar hefur verið breytt og staðsetning sameinaðs Landspítala ákveðin fyrir áratug síðan að vel ígrunduðu máli. Eðli- legt má telja að margir þeirra sem störfuðu á Borgarspítalanum litu til Fossvogs sem framtíðarsvæðis sameinaðs spítala og að nýta mætti byggingar Borgarspítalans ekki síður en húsin við Hringbraut. Borgaryfirvöld færðu rök fyrir því að vegtenging við stofnbraut- ir væri mjög umhendis í Fossvogi og útilokuðu þá staðsetningu. Því úthlutaði borgin mestum hluta lóðarinnar í Fossvogi til annarra þarfa. Bygging sameinaðs spítala á nýjum stað, hvort sem er á Víf- ilsstöðum, Geirsnefi eða Hólms- heiði, þýddi að byggja þyrfti allan spítalann frá grunni áður en hann kæmist í notkun og yrði þar af leiðandi nær þrisvar sinnum dýr- ari en núverandi áform sem gera ráð fyrir að eldra húsnæði nýtist fyrir minna krefjandi starfsemi hvað varðar tækniútfærslur. Þá er nýlegur barnaspítali við Hring- braut. Engin leið er að horfa fram hjá þessum staðreyndum. Mörg önnur rök mæla með staðsetn- ingu spítalans við Hringbraut, s.s. nálægð við miðstöð samgangna, tvær meginstofnbrautir við lóð- armörk og nálægð við Háskóla Íslands. Minnsta mögulega stærð til hag- kvæmrar sameiningar Mikilvægt er að þess sé gætt að það sem borið er saman sé sam- bærilegt. Flatarmálsþörf sam- einaðs spítala sem ráðgjafar hafa lagt fram á mismunandi tímum eru þessar: Hugmyndavinna Ementor 2001 (Danmörk) 21.000 m² Hugmyndavinna White arkitekter 2002 (Svíþjóð) 144.000 m² Hönnun C. F. Möller 2008 (Danmörk) 179.000 m² Greining Hospitalitet 2009 (Noregur) 119.000 m² Hönnun SPITAL 2012 (Ísland) 132.000 m² Hér er átt við húsnæðisþarfir spítalans, gamalt og nýtt en án bílastæðahúsa og án bygginga Háskóla Íslands. Tölurnar eru því samanburðarhæfar. Húsnæði sem spítalinn yfirgefur eftir að fyrir- huguð nýbygging verður tekin í notkun er 44.000 m² og er á eft- irtöldum stöðum: LSH Fossvogi, rannsóknarstofur Ármúla, blóð- banki Snorrabraut, skrifstofur Eiríksgötu 5, 19, 21 og 29, augn- skurðstofur Þorfinnsgötu, sjúk- lingaíbúðir á nokkrum stöðum, skjalasafn Vesturhlíð, lífsýna- safn Skógarhlíð, sjúklingahótel Ármúla, dauðhreinsun og birgða- stöð Tunguhálsi. Augljóst hag- ræði er að ná þessari starfsemi á einn stað. Aukið húsnæði Land- spítala verður um 30.000 m², þar af 10.000 m² í kjallara. Miðað við þau miklu þrengsli sem starfsem- in býr við verður þessi stækkun að teljast hófleg. Aðalatriðið er að hið nýja húsnæði mun mæta þörf fyrir nútímasjúkrahúsrekstur en gömlu húsin nýtast fyrir léttari starfsemi. Hvað er fram undan? Forhönnun og útboðsgögn fyrir áformaða byggingu eru því sem næst tilbúin. Skipulagsmál eru til lokaumfjöllunar hjá borgar- yfirvöldum. Stundin er því að nálgast að hægt verði að hefjast handa. Ekki má seinna vera því holskefla stóru árganganna sem fæddust áratugina eftir stríð er að komast á sjötugsaldurinn („viðgerðaaldurinn“) og knýr þegar dyra á spítalanum. Verður svo áfram því sextugum og eldri, sem eru helstu notendur sjúkra- húsþjónustu, mun fjölga um 50% fram til ársins 2025. Úrbætur í húsnæði spítalans munu létta á ríkissjóði. Núverandi rekst- ur kostar ríkissjóð 2,6 milljarða kr. á ári umfram það sem vera þyrfti ef bráðastarfsemin væri á einum stað í nútímalegu húsnæði, 7 milljónir kr. á dag. Byggingar- áformin eru ekki aðeins hagur sjúklinganna fyrst og fremst heldur bráð nauðsyn. Ábati rík- issjóðs, hagur starfsmanna og hagur atvinnulífsins kemur þar á eftir en eru engu að síður mikil- vægir þættir. Niðurlag Aðalatriði þessa máls er að hús- næði spítalans getur ekki leng- ur tekið við þeim tækjabúnaði sem til þarf svo nútímalækning- ar verði stundaðar vegna skorts á rými, lofthæð og burðarþoli. Nú þegar höfum við dregist aftur úr nágrönnum okkar. Í annan stað eru stærstu árgangar Íslands- sögunnar að komast á þann aldur að þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda. Þegar sú alda er risin að fullu duga ekki lausnir til bráða- birgða. Ef ekki verður að gert nú stefnir í mikið óefni. Reynsla okkar og nágrannaþjóða okkar segir að aðdragandi svo flókinna bygginga er vart minni en áratug- ur. Ekki er því valkostur að slá verkefninu á frest. Í þriðja lagi er nútímaleg aðstaða og tækjabúnað- ur ein af forsendum þess að hægt verði að ná okkar bestu heilbrigð- isstarfsmönnum heim eftir fram- haldsnám erlendis. Umræða um önnur atriði þessa máls eru í raun aukaatriði. Sameinaður Landspítali Nýr Landspítali Jóhannes M. Gunnarsson læknisfræðilegur verkefnisstjóri Nýs Landspítala Aðalatriði þessa máls er að húsnæði spítalans getur ekki lengur tekið við þeim tækjabúnaði sem til þarf svo nútíma lækningar verði stundaðar vegna skorts á rými, loft- hæð og burðarþoli. Þar sem hjartað slær www.midborgin.is ERT ÞÚ GLEÐIGJAFI? Við leitum ljósgjafa, skapandi fólks sem vill taka þátt í að hlýja upp mið- borgina á aðventunni og mynda hina sönnu hátíðar stemmingu. Höfuðborgarstofa og Miðborgin okkar standa að Jólaborginni Reykjavík. Atburðir verða á fjöl- mörgum reitum frá Hlemmi, niður eftir Laugavegi, Skólavörðustíg og allt vestur að Gömlu höfninni. Við leitum að kórum, harmonikku leikurum, ALVÖRUjólasveinum, lúðrasveitum og öðrum þeim sem geta glatt gesti og gangandi í jólaösinni. Hvað gerir þú skemmtilegt? Sendu línu á heidrun.hakonardottir@reykjavik.is ef þú vilt vera með. Kræsingar & kostakjör Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes - Egilsstaðir Tilboðin gilda 20. - 23. september eða meðan birgðir endast HYDROXYCUT Hardcore Pro 40 bréf 6.998 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.