Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 27
TÍSKAN Í KÖBEN „Það var allt mor- andi í hermanna- grænu og camou- flage. Þá virtust allir vera í Con- verse skóm og var mikið um buxur með dýramynstri.” FYRIR KONUR MEÐ LÍNUR Á sölusíðunni asos.com er að finna fjöldann allan af tískufatnaði fyrir konur, börn og karla. Þar er líka mikið úrval tískufatnaðar fyrir konur í stærri stærðum undir flipanum asos curve. Sara Hlín Hilmarsdóttir hefur alltaf haft brennandi áhuga á fötum og tísku. Hún heldur úti blogginu Style Party á slóðinni style-party.blog- spot.com og er það mikið lesið. Hún er sömuleiðis með Facebook-síðu með sama nafni þar sem hún vísar í blogg- færslur sínar. „Ég set inn það sem mig langar í og finnst fallegt og flott hverju sinni en svo reyni ég alltaf að fjalla um tískuvikurnar þegar þær eru í gangi og benda á það sem höfðar til mín.“ Sara á erfitt með að lýsa eigin stíl enda opin fyrir ýmsu. „Ég er þó ekki þessi týpa sem klæði mig upp í kjóla heldur er meira fyrir svona rokkaraleg þægindi. Sara á líka erfitt með að nefna uppáhaldsflík enda eru þær margar. „Ég er þó mikið í her- mannajakka með leðurermum þessa dagana en þeir eru sérstaklega vinsælir og verða í haust og vetur,“ segir Sara Hlín sem er nýkomin frá Kaupmanna- höfn þar sem hermannatískan réði ríkjum. „Það var allt morandi í her- mannagrænu og camouflage. Þá virtust allir vera í Converse skóm og var mikið um buxur með dýramynstri en ég keypti mér einmitt einar slíkar. Sara Hlín segir einnig mikið um útsaum í flíkum og að háu hælarnir séu á undanhaldi. „Skórnir úti voru flestir með litlum hæl og jafnvel alveg flatbotna og sem fyrr segir virðist enginn maður með mönnum nema að eiga Converse skó.“ Sara Hlín vinnur í fataversluninni Republica á Selfossi og þaðan er jakk- inn. Jeffrey Campbell skóna fékk hún í Einveru á Laugavegi. Sara, sem á von á sínu fyrsta barni í janúar, lætur bumbuna ekki aftra sér frá því að tolla í tískunni. „Ég var kannski pínu löt við þetta í upphafi meðgöngunnar en nú þegar ég er búin að endurheimta orkuna finnst mér gaman að finna eitthvað flott sem passar utan um bumbuna.“ ROKK OG ÞÆGINDI HEFUR BRENNANDI TÍSKUÁHUGA Tískubloggarinn Sara Hlín Hilmarsdóttir er nýkomin heim frá Kaupmannahöfn þar sem hermannatískan ræður ríkjum. HERMANNATÍSKA Hermannajakkann með leðurermunum fékk Sara í Republica á Selfossi, Buxurnar eru glóðvolgar úr Ginu Tricot í Köben og Jeffrey Campbell skórnir eru úr Einveru. Teg. 10253 - fæst í B,C skálum á kr. 5.500,- boxer buxur í stíl á kr. 1.995,- Mjúkur og yndislegur Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 12 mánaða vaxtalausar greiðslur* Gerið gæða- og verðsamanburð *3,5% lántökugjald Ný sending af hágæða sængurverasettum i BOAS RAFDRIFNIR Leður hægindasófar og stólar i l NÝT T Stórhöfða 25 569 3100 LOKAÐ LAUGARDAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.