Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 12
20. september 2012 FIMMTUDAGUR12 12 hagur heimilanna Um þrjú þúsund bláar og bleikar vatns- flöskur sem seldar eru í verslunum H&M hafa verið innkallaðar um heim allan. Ástæða innköllunarinnar er sú að stútur flöskunnar getur brotnað í marga smáa hluti og valdið hættu á köfnun. Fram kemur í tilkynningu frá H&M að ekki sé auðvelt að sjá gallann og fólk hvatt til að hætta strax að nota flöskuna. Samkvæmt breskum fjölmiðlum hefur fyrirtækinu borist ein tilkynning frá enskri fjölskyldu þar sem stúturinn brotnaði af í munni lítils barns. Engin slys hafa þó verið til- kynnt. Neytendastofa vakti athygli á því á vef sínum að verslanirnar hefðu ákveðið að innkalla flöskurnar. Vörunúmer fyrir bláa flösku er 74292 6 4212 82 og fyrir bleika flösku er 74292 6 4212 50. ■ Innköllun H&M barnabrúsar geta reynst hættulegir Þeir sem taka slátur eiga nóg af ódýrum mat í frysti- kistunni fram á vetur. Sala á sláturmarkaði SS og Hag- kaups stórjókst í fyrra og hittiðfyrra og gert er ráð fyrir að salan verði góð á sláturmarkaðnum í ár sem hefst á morgun. „Maður fær rosalega mikið magn af mat fyrir lítinn pening þegar maður gerir þetta sjálfur. Það er svolítil vinna við þetta en gaman,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík. Hún mælir með að unnið sé skipu- lega við sláturgerðina í tvo daga. „Fyrri daginn er mörinn brytjaður og keppir saumaðir á meðan blóð- ið er að þiðna. Það er best að ætla sér ekki of mikið í einu því að þá er hætta á að fólk springi á limminu.“ Margrét leggur áherslu á að slát- urgerð sé ekki séríslenskt fyrir- bæri. „Þetta er gert í einhverri mynd um allan heim. Í breskum matreiðsluþáttum hefur til dæmis verið sýnt hvernig blóðbúðingur er skorinn í strimla sem eru steiktir og jafnvel settir ofan á nautasteikur.“ Gunnar Ingi Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hagkaups, segir að algjör sprenging hafi orðið í sölu sláturs undanfarin tvö ár á slátur- markaði SS og Hagkaups. „Fólk á öllum aldri er farið að taka slát- ur. Það var gaman að sjá raðirnar sem mynduðust þegar við opnuð- um markaðinn og hvað farið var að yngjast í röðinni. Áhuginn á slátur- gerð hefur vaxið gríðarlega eftir hrun.“ Fimm fersk heilslátur kosta í ár 5.299 krónur á sláturmarkaðnum sem opnaður verður í Smáralind á morgun. „Það fást að minnsta kosti 25 til 30 keppir úr fimm slátrum eftir því hvort vömbin er stór eða lítil. Við sláturgerðina þarf auk þess rúgmjöl, haframjöl og mjólk en það er ekki dýrt. Þessi matur verð- ur ódýrari þegar maður saumar keppina heima,“ bendir Margrét á. Miðað við 25 keppi kostar hver keppur 212 krónur en 177 krónur ef 30 keppir fást úr fimm slátrum. Kíló af soðnum blóðmör í Hag- kaupi kostar 849 krónur en af soðinni lifrarpylsu 998 krónur. Meðalþyngd kepps er um 450 g. Blóðmörskeppur kostar um 380 krónur en lifrarpylsukeppur um 450 krónur. ibs@frettabladid.is Mikill matur í kistuna fyrir lítinn pening SLÁTURGERÐ Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, mælir með því að unnið sé skipulega við sláturgerð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 1. Himnuhreinsið lifur og nýru (nýrun klædd úr himnunni) og maukið í matvinnsluvél. 2. Setjið lifrarhræruna í rúmgott fat, blandið vökva, salti og haframjöli saman við, látið standa í u.þ.b. 5 mínútur á meðan saltið leysist upp og haframjölið blotnar. 3. Hrærið rúgmjöli og mör saman við, passið að hafa hræruna ekki of þykka. Lifrarhræran er þó höfð þykkari en blóðmörshræran. Gott er að setja örlítinn sykur út í hræruna. 4. Hálffyllið keppina, saumið fyrir með bómullargarni. Pikkið með nál og setjið út í sjóðandi saltað vatn. Munið að pikka keppina aftur þegar suðan kemur upp og keppirnir fljóta upp í pottinum. Sjóðið í minnst 2 1/2 klst. Lifrarpylsa Margrétar Sigfúsdóttur 2 lifrar 4 nýru 2 msk. gróft salt 6 dl mjólk 1 1/2 dl heitt vatn og 1/2 súputeningur 300 g haframjöl 400 g rúgmjöl 300-400 g brytjaður mör Svanurinn og Evrópublómið eru meðal þeirra tíu merkja sem stjórnendur fyrir- tækja frá sjötíu löndum nefndu þegar þeir voru beðnir um að nefna umhverf- ismerki. Þetta kemur fram í skýrslu frá alþjóðlega viðskiptaháskólanum IMD í Sviss, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Umhverfisstofnun. Svanurinn og Blái engillinn frá Þýskalandi voru nefndir sem fyrirmynd annarra merkja og viðmið þeirra þóttu hafa mest áhrif á opinber útboð. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir íslensk fyrirtæki hafa afbragðs tækifæri til þess að nota Svaninn við alþjóðlega markaðssetningu á umhverfisvænni vöru eða þjónustu. ■ Umhverfisvernd Svanurinn eitt af tíu þekktustu umhverfis- merkjum heims KRÓNUR fóru í rekstur bíls á íslensku meðalheimili árið 2010, eða 8,4 prósent allra útgjalda. Það er nærri tvöföld sú fjárhæð sem varið var í bílinn árið 2002, en þá var hutfall heildarútgjalda ekki nema 6,9 prósent. 450.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.