Fréttablaðið - 02.10.2012, Qupperneq 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Þriðjudagur
skoðun 14
SÉRBLAÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
2. október 2012
231. tölublað 12. árgangur
MATUR OG LÍKAMSRÆKTÞegar stunduð er líkamsrækt er nauðsynlegt að gæta að
mataræði. Ekki er ráðlegt að fara í ræktina án þess að
borða. Hádegismatur er áríðandi fyrir þá sem þjálfa
seinni part dags og sömuleiðis síðdegishressing.
Gott ráð er að borða banana eða annan ávöxt 30
mínútum fyrir þjálfun.
S ífellt færist í vöxt að erlendir að-ilar notfæri sér þjónustu Heilsu-hótelsins í Reykjanesbæ. Einn þeirra fjölmörgu sem hafa dvalið þar undanfarið er norski framkvæmdastjór-inn Lars Henrik Krogh en hann hefur dvalið á Heilsuhótelinu í þrjár vikur og misst á þeim tíma heil 17 kíló. „Ég kom hingað upphaflega með þremur félögum mínum og til samans höfum við lést um rúmlega 50 kíló. Þeir dvöldu hér í tvær vikur en ég hef verið hér í þrjár vikur og fer heim á sunnudaginn.“ Lars hrósar Heilsuhótelinu og starfsmönnum þessog segir að honum og félökk
Lars og félagar nýttu tímann vel á meðan meðferðin stóð yfir. „Það er búið að fara vel yfir mataræði okkar og
ráðleggja okkur hvað megi borða og hvað ekki.
Einblínt hefur verið á neyslu græn-metis og ávaxta og einnig drekkum við
mikið vatn. Einnig er mikið um heilsu-
djúsa ýmiss konar. Hér er einnig lögð
mikil áhersla á nudd og jóga og ekki má gleyma þeirri ráðgjöf sem við fáum
varðandi mataræði okkar þegar með-ferðinni lýkur hér.“ Auk þess h fog fél
FYRIR NORSKA ATHAFNAMENNHEILSUHÓTEL ÍSLANDS KYNNIR Aðsókn erlendra gesta á Heilsuhótelið hef-
ur aukist. Aðilar úr norsku viðskiptalífi hafa nú kynnst þjónustu hótelsins.
Næstu
námskeið
Næsta tveggja
FRÁBÆR DVÖL„Hér hef ég dvalið í þrjár vikur í góðu yfirlæti og líkar dvölin frábærlega,“ segir norski fram-kvæmdastjórinn Lars Henrik Krogh.
MYND/EYÞÓR
Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is
Verð: 44.950 kr.Blóðrásarörvun fyrir fætur
opnunarafsláttur15%
OPNUM
Í DAG í Faxafeni 10
Suðurlandsbraut 50 • Bláu húsin v/FaxafenSími 553 7355 • www.selena.is
TILBOÐ-TILBOÐ-TILBOÐAÐHALDSSAMFELLUR Verð nú 9.900 kr. skálastærðir: B-C-D-DD-E-Flitir: svart og húðlitur.
Teg MEGAN - vel fylltur push up í A,B,C,D á kr. 8.680,- buxur í stíl á kr. 3.550,-
FANTAFLOTTUR !
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga
Dig in!
er hvatning um að „taka hraustlega
til matar síns‘‘ í Ameríku nyrðri.
Knorr kemur með góða bragðið!
RISAlagersala
Forlagsins
er á Fiskislóð 39
Opið alla daga kl. 10–19
Yfir
2500
titlar90
%
afslát
tur
Allt a
ð
Á mér mitt skuggalíf
Danski leikstjórinn Susanne
Bier segir Óskarsverðlaunin
hafa breytt miklu.
bíó 28
EFNAHAGSMÁL Ísland greiðir fimmta
hæsta stuðning við landbúnað af
OECD-löndunum. Noregur trónir á
toppnum og Sviss, Kórea og Japan
greiða öll hærri stuðning en Ísland.
Þetta kemur fram í skýrslu OECD.
Samkvæmt spá skýrsluhöfunda
nemur árlegur heildarstuðning-
ur ríkisins við landbúnað á árun-
um 2009 til 2011 16,7 milljörðum
króna, eða 1,1% af vergri þjóðar-
framleiðslu. Er þar átt við bein-
greiðslur og innflutningsvernd.
Spá OECD fyrir árið 2011 gerir ráð
fyrir 17,3 milljarða króna stuðningi
við landbúnað.
Dregið hefur úr stuðningi við
bændur um þrjátíu prósentustig á
milli áranna 1986-88 og 2009-11.
Hins vegar hefur lítil stefnubreyt-
ing verið í málaflokknum á þessum
árum, að sögn skýrsluhöfunda.
Haraldur Benediktsson, formað-
ur Bændasamtaka Íslands, segir
tölurnar fyrir 2011 gefa nokkuð
rétta mynd af stöðunni, en síð-
ustu ár hafi myndin verið brengluð
vegna gengisskekkju. Ljóst sé að
stuðningur við landbúnað verði allt-
af hærri hér en víða annars staðar.
„Hann verður alltaf hár hér af því
að við erum með svo fábreyttan
landbúnað. Önnur ríki geta smurt
þessu út á fleiri búgreinar.“
Haraldur bendir á að Ísland nýti
ekki heimildir sínar varðandi toll-
vernd að fullu. Heildarheimildir
séu á bilinu 20 til 24 milljarðar, en
um sex milljarðar séu nýttir fyrir
árið 2011.
„Við höfum haft af því áhyggjur
að tollvernd sé að rýrna, því ef
tollvernd rýrnar þá rýrna kjör
bændanna.“
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, segir að
stofnunin hafi ekki lagt mat á
heildarstuðning við landbúnað.
Hún hafi lagt áherslu á að stuðn-
ingi sé hagað þannig að hvatar
samkeppninnar séu nýttir til
að styrkja greinina og auðvelda
nýjum aðilum að vaxa og dafna á
markaðnum. Á það skorti. - kóp
Stuðningur við landbúnað
er tvöfalt hærri hér á landi
Dregið hefur úr stuðningi við íslenskan landbúnað á síðustu árum. Hann er þó rúmlega tvöfalt hærri á Ís-
landi en að meðaltali í OECD-löndunum. Verður alltaf hár á Íslandi, segir formaður Bændasamtakanna.
TÍSKA „Ég viðurkenni að ég er for-
fallinn skófíkill en það er bara
fallegt. Fólk hefur verri fíknir en
þetta,“ segir rithöfundurinn og
fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggva-
son sem á yfir
fimmtíu pör af
skóm.
Sölvi kennir
starfi sínu í
sjónvarpi um
skódelluna. „Þá
þurfti ég að
byrja að hugsa
út í hvernig ég
klæddist og allt
í einu fattaði ég
hvað skór skipta miklu máli. Það
er afar vont að vera vel klæddur
en í ljótum skóm. Það bara gengur
ekki,“ segir hann og bætir við að
hann hafi fundið fyrir auknum
áhuga hins kynsins eftir að hann
fór að spá í tísku og safna skóm.
- áp / sjá síðu 34
Eykur áhuga hins kynsins:
Sölvi á fimmtíu
pör af skóm
FORSKOT Á SÆLUNA Senn líður að formlegri opnun brettagarðsins í Laugardal sem settur var upp í
sumar og haust. Þar er þó allt til reiðu og nýttu Finnur, Hrannar og Helgi sér aðstöðuna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Heildarstuðningur
við landbúnað*
*Hlutfall af VLF
1986-
1988
1995-
1997
2009-
2011
5
4
3
2
1
0
5,0% 2,1% 1,1%
%
SÖLVI TRYGGVASON
BJART SUNNAN TIL Í dag má
búast við norðlægum áttum, víða
8-13 m/s. Norðan- og norðaustan-
lands eru horfur á rigningu eða
slyddu en S- og SV-til verður víða
bjart og úrkomulítið. Hlýjast syðst.
VEÐUR 4
6
1
3
5
8
Upplifði öld öfganna
Sagnfræðingurinn Eric
Hobsbawm lést í hárri elli.
menning 24
VIÐSKIPTI Öllum starfsmönnum Europris Ísland
hefur verið sagt upp störfum, en uppsagnarbréf
barst til þeirra nú um mánaðamótin. Rekstri
allra verslananna verður hætt
að loknum rýmingarsölum
sem hefjast í dag.
Matthías Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Europris, vildi
ekki staðfesta að fyrirtækið
hygðist hætta rekstri í samtali
við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Þetta mun skýrast á
morgun [í dag].“
Nýlega var verslun Europris á Korputorgi lokað.
Því er um lokun þriggja verslana til viðbótar að
ræða. Í hverri þeirra starfa tíu
til fimmtán starfsmenn, að því
er næst verður komist.
Europris Holding AS er
móðurfélag Europris versl-
ana – bæði í Noregi og Íslandi.
Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru
í Fredrikstad í Noregi. Verslanir þar í
landi eru um 200 talsins en þær voru sex á Íslandi
um tíma. - shá
Allt starfsfólk Europris fékk uppsagnarbréf í hendur um mánaðamótin:
Europris lokar verslunum sínum
Einstakt sumar hjá Atla
Atli Guðnason átti sögulegt
tímabil með FH-ingum.
Sport 30