Fréttablaðið - 02.10.2012, Síða 2

Fréttablaðið - 02.10.2012, Síða 2
2. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 Ef þú ert hress 60 ára eða eldri og finnst gaman að hreyfa þig í takt við tónlist komdu þá og prófaðu ZUMBA Gold. Má bjóða þér upp í dans? Nýtt og spennandi námskeið í Heilsuborg fyrir 60 ára og eldri • Hefst 9. okt. – 4 vikur • Þri. og fim. kl. 11:00-12:00 • Verð kr. 12.900 Egill, eru Íslendingar að taka fótinn af bremsunni? „Já, og byrjaðir að gefa í!“ Egill Jóhannsson er forstjóri Brimborgar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að bílasala hefði aukist talsvert undanfarið eftir mögur ár. FÓLK „Ég á tvö sumur hérna eftir enn þá. Ég get komið ýmsu í verk á þeim tíma,“ segir Ágúst Dalkvist fangi, sem í sumar skráði og hnit- setti örnefni á landareign fangels- isins á Sogni. „Þetta er ekki dýr framkvæmd en er mjög flott verk hjá honum,“ segir Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri, sem hefur nú sent bæjaryfirvöldum í Hveragerði, Ölfusi og Árborg bréf og boðið fram þjónustu fanga við örnefna- skráningu á svæðinu. „Við erum með menn sem hafa mjög mikinn áhuga og eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu. Ég hef trú á því að það séu fjölmörg svona verkefni sem við gætum tekið að okkur fyrir sveitarfélögin. Hér um slóðir eru örnefni sem ekki mega glatast,“ segir Mar- grét sem einmitt í gær fékk send viðbrögð örnefnasafns Stofnun- ar Árna Magnússonar við verki Ágústs. „Verulegur fengur er í þessu fyrir okkur og þökkum við inni- lega fyrir sendinguna,“ vitnar Margrét í svarbréf örnefnasafns- ins. „Fyrst að Örnefnastofnun er ánægð með okkar vinnu í þessu er ég viss um að þetta gæti geng- ið vel.“ Ágúst átti sjálfur frumkvæði að skráningunni í sumar. Hann segist vera „sveitakarl“ og hafa mikinn áhuga á örnefnum og þeim sögum sem þær segja. Honum lítist afar vel á að fleiri slík verkefni bjóðist. „Ég gerði þetta einmitt í þeim til- gangi að skapa verk- efni fyrir fangelsið í framhaldinu. Mér líst mjög vel á það, bæði fyrir mig næsta sumar og fyrir aðra sem á eftir mér koma,“ segir Ágúst og bend- ir á að auk sveitarfélaganna gæti slík vinna verið upplögð fyrir ferðaþjónustubændur sem vilja skapa skemmtilegar gönguleiðir fyrir gesti sína. „Það er af nógu að taka.“ Skráin sem Ágúst tók saman geymir örnefni og hnit þeirra auk ljósmynda og stuttra frásagna. Langflest örnefnin segir hann fengin úr eldri skrá frá árinu 1967. Mesta vinnan hafi falist í að finna sjálfa staðina. Sumir séu reyndar horfnir þar sem land hafi verið sléttað. „Það eru bæði hæðir og hólar sem eru bara farnir,“ segir hann. Nú stendur til að merkja helstu örnefnin með plötum eins og þeim sem framleiddar eru fyrir bílnúm- er á Litla-Hrauni. „Það verða bara helstu staðirnir merktir, annars yrði þetta eins og skiltaskógur,“ segir Ágúst Dalkvist. gar@frettabladid.is Fangi skráði örnefni í landi Sogns í Ölfusi Maður sem afplánar langan fangelsisdóm og er í opnu fangelsi á Sogni skráði og hnitsetti í sumar öll örnefni á landareigninni. Örnefnastofnun hrósar starfi fangans og fangelsisstjórinn býður sveitarfélögum að kaupa slíka skráningu. SOGNAR Í örnefnaskrá Ágústs Dalkvist segir um Sognar að hann sé 294 metra hár tvískiptur móbergshryggur norðvestur af húsunum á Sogni. MYND/ÁGÚST DALKVIST ORKUMÁL Sérfræðingahópur á vegum Orkuveitu Reykjavíkur kemst að þeirri niðurstöðu að nið- urdæling vatns frá Hellisheiðar- virkjun í fyrra hafi verið illa undir búin og framkvæmd hennar gagnrýniverð. Jarðskjálftarnir sem niðurdælingunni fylgdu hafi komið á óvart og vakið um tíma kvíða og tortryggni. Fyrstu viðbrögð hafi verið fálm- kennd og nokkurn tíma hafi tekið að átta sig á atburðarásinni og hvernig við skyldi brugðist. Sér- fræðingahópurinn leggur til ráð- stafanir og framtíðarverklag við hliðstæðar framkvæmdir og vísar þar til fyrirhugaðrar Hverahlíða- virkjunar. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að jarðhræringar séu minni og vægari nú en á fyrstu mánuðum niðurdælingar, þrátt fyrir óbreytta dælingu. Það sé „skýr vísbending um að niðurdælingin sé nú búin að losa um mestu mismunaspennuna við Húsmúla og að vökva- og þrýsti- jafnvægi sé að komast þar á.“ Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir mikinn feng að skýrslu sér- fræðinganna. Þeir komi með ábend- ingar og tilmæli sem Orkuveitan taki mjög alvarlega og fyrir tækið hafi þegar farið að bráðabirgðanið- urstöðum hópsins. - shá Sérfræðingahópur OR gagnrýnir verklag við niðurdælingu vatns á Hellisheiði: Illa staðið að niðurdælingunni Á HELLISHEIÐI Skjálftarnir vöktu kvíða og tortryggni en ekkert bendir til skemmda á fasteignum vegna þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Reglum um lausafé breytt Seðlabanki Íslands hefur gert breytingar á reglum um lausafjárhlut- fall fjármálafyrirtækja. Felst breytingin í því að framvegis verða innstæður fjármálafyrirtækja í slitameðferð flokk- aðar meðal skulda við lánastofnanir. EFNAHAGSMÁL NEW YORK, AP Walid al Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, segir að enginn friður geti orðið í Sýrlandi fyrr en nágrannalöndin hætti að styðja hryðju- verkamenn. Jafnframt segist hann furðu lostinn yfir því að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, sem hafa undan- farin ár háð stríð gegn hryðjuverkum, skuli nú styðja hryðjuverkamenn gegn sýrlensku stjórninni, og krefjast þess að Bashar al Assad Sýrlandsforseti láti af embætti. „Þetta eru blygðunarlaus afskipti af sýrlenskum innanríkismálum,“ segir Moallem. Í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, segir hins vegar Mokhtar Lamani, sem er fulltrúi friðarsendinefnd- ar Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins í Sýr- landi, að eitt stærsta vandamálið, sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að semja um frið í Sýrlandi, sé hversu sundraðir hópar uppreisnarmanna eru. Þeir eigi erfitt með að koma sér saman um samnings- afstöðu gagnvart sýrlensku stjórninni vegna þess að ekki ríkir traust á milli þeirra sjálfra innbyrðis. Harðir bardagar geisa í landinu. Árás stjórnar- hersins á þorp í norðanverðu Sýrlandi kostaði yfir tuttugu manns lífið í gær. Þá hafa gríðarlegar skemmdir orðið á gömlum markaðstorgum í höfuð- borginni Damaskus. - gb Enginn sáttatónn í utanríkisráðherra Sýrlands á allsherjarþingi SÞ: Segir SÞ styðja hryðjuverkalið WALID AL MOALLEM Utanríkisráðherra Sýrlands ósáttur við afskipti af innanríkismálum. NORDICPHOTOS/AFP SVEITARSTJÓRNIR Verkefnisstjóri við byggingu hjúkrunarheimilis í Sjálandshverfi í Garðabæ segir í greinargerð til bæjarstjórnar að framkvæmdir á vegum Hamars- fells ehf. við innanhúsfrágang gangi seint og séu átta til níu vikum á eftir áætlun. Verktakan- um hafi því verið send orðsend- ing þar sem hann er hvattur til að „grípa til árangursríkra ráðstaf- ana til að uppfylla skyldur sínar samkvæmt verksamningi um að skila verkinu á umsömdum tíma,“ segir í fundargerð bæjarráðs. „Í orðsendingunni kemur fram að dráttur á afhendingu húsnæðis- ins geti valdið verkkaupa tjóni en verkkaupi er bundinn af samn- ingi við ríkið um rekstur hjúkr- unarheimilis í húsnæðinu.“ - gar Hjúkrunarheimili á eftir: Hvetja verktaka til að klára verk GARÐABÆR Bæjarráðið vill uppfylla samning við ríkið. SÁDI-ARABÍA Sænska verslana- keðjan IKEA hefur sætt gagn- rýni í Svíþjóð fyrir að hreinsa konur og stúlkur út af sumum ljósmyndum í bæklingi sínum í Sádi-Arabíu. „Það er ekki hægt að fjar- lægja eða þurrka konur út úr raunveruleikanum,“ segir Ewa Björling, viðskiptaráðherra Sví- þjóðar, í yfirlýsingu vegna máls- ins. „Ef Sádi-Arabar leyfa ekki að konur sjáist eða í þeim heyr- ist, eða að þær stundi vinnu, þá eru þeir að sóa helmingnum af mannauði sínum.“ - gb Ikea ritskoðar eigin bækling: Konur og stúlk- ur þurrkaðar út STJÓRNMÁL Dagur B. Eggerts- son, borgarfulltrúi og varafor- maður Sam- fylkingarinnar, hefur hvorki í hyggju að fara í framboð fyrir næstu alþing- iskosningar né taka þátt í formanns- slag Samfylk- ingarinnar, segja heimildir Fréttablaðsins. Dagur staðfestir að hann hafi látið þessi orð falla á borgar- málaráðsfundi Samfylkingar- innar um síðustu helgi, en þar með sé ekki öll sagan sögð. Dagur segist jafnframt hafa áskilið sér rétt til að skipta um skoðun þróist mál með þeim hætti. „Ég mun ekki segja mikið fyrr en nær dregur. En ég er af lífi og sál í borgarmálum. Það er engin launung á því.“ - shá Dagur ætlar ekki í landsmálin: Áskilur sér rétt til að skipta um skoðun síðar DAGUR B. EGGERTSSON Báðar lýsa yfir sigri Bæði Mikhaíl Sjaka svili Georgíuforseti og Bidzina Ivanisvili, leiðtogi stjórnar- andstöðuflokkanna, hrósuðu sigri að loknum þingkosningum í gær. Forsetinn hefur verið við völd í níu ár og telst hliðhollur Vesturlöndum, en bandalag stjórnarandstöðuflokka, Draumur Georgíu, vill bæta tengslin við Rússland. GEORGÍA SJÁVARÚTVEGUR Samtök sjávarút- vegssveitarfélaga voru stofnuð fyrir skemmstu en innan þeirra vébanda eru 24 sveitarfélög sem hafa beinna hagsmuna að gæta í sjávarútvegi. Í tilkynningu segir að til- gangur samtakanna sé að vinna að sameiginlegum hagsmunum aðildarsveitarfélaga í „þeim málum sem tengjast nýtingu sjávarauðlindarinnar“. Svanfríður Jónasdóttir, bæjar- stjóri í Dalvíkurbyggð, var á stofnfundi kosin formaður. - þj Ný samtök sveitarfélaga: Sjávarpláss taka höndum saman SPURNING DAGSINS Verulegur fengur er í þessu fyrir okkur og þökkum við innilega fyrir sendinguna.“ ÖRNEFNASAFN STOFNUNAR ÁRNA MAGNÚSSONAR Í ÍSLENSKUM FRÆÐUM.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.