Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2012, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 02.10.2012, Qupperneq 4
2. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR4 GENGIÐ 01.10.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,8449 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,49 124,07 199,33 200,29 159,15 160,05 21,348 21,472 21,601 21,729 18,792 18,902 1,5835 1,5927 190,03 191,17 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Útgefendur, félagasamtök, prentsmiðjur og ritfangaverslanir Bjóðum fjölbreyttasta úrval landsins af kortaumslögum Kortaumslögin frá Blake eru framleidd úr hágæða umhverfisvænum pappír HEILDSÖLUBIRGÐIR og sérpantanir Leitið tilboða Krókhálsi 3 I 110 Reykjavík I Sími 569 1900 I www.hvitlist.is PO RT h ön nu n Húsnæði NMÍ hentar illa Vegna fréttar um húsnæðismál Nátt- úruminjasafns Ísland á laugardag vill Ríkisendurskoðun árétta það sem kom fram í skýrslu stofnunarinnar um safnið þar sem vikið var að húsnæði safnsins á Brynjólfsgötu 5. Í skýrsl- unni kom fram að aðstaða þar til að varðveita, skrá, rannsaka og sýna gripi sem tengjast íslenskri náttúru er takmörkuð, og setji því starfseminni þröngar skorður. Húsnæðið henti því ekki til að uppfylla lögbundið hlut- verk safnsins. HALDIÐ TIL HAGA TÍMAMÓT Páfagaukurinn Olli, eða Ollie Kinchin eins og hann heitir fullu nafni, heldur upp á tvítugs- afmælið sitt í dag. Af því tilefni tekur hann á móti gestum í miða- sölu Fjölskyldu- og húsdýragarðs- ins á opnunartíma og gerir það sem honum finnst skemmtilegast; hitta fólk, segja „halló“ og bjóða því upp á hnetur. Olli er af ættkvísl páfagauka sem lifa villtir í Eyjaálfu og nefn- ast kakadúar. Þeir eru af ýmsum stærðum og mismunandi litum allt eftir tegundum. Sameiginlegt með þeim er að allir hafa þeir topp sem þeir geta reist og tjáð tilfinningar sínar með. Olli er svokallaður hvít- toppur og þeir lifa villtir á eyjum Indónesíu. Afmælisdagurinn er reiknaður út frá þeim tíma er Olli klaktist úr eggi 2. október 1992 í Flórída í Bandaríkjunum. Páfagaukurinn hefur undanfarið ár verið í umsjá forstöðumanns Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, Tómasar Ósk- ars Guðjónssonar, og verður það til ársloka 2013 þar sem eigendur hans, þau Árni Jensson og Karen Kinchin, eru búsett erlendis til þess tíma. - shá Hvíttoppurinn Olli tekur á móti gestum í dag í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum: Páfagaukur býður í afmælið sitt OLLI Á GÓÐRI HENDI Páfagaukurinn á það til að reyna að herma eftir Bubba Morthens þegar vel liggur á honum. MYND/FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐURINN ÖRYGGISMÁL Slysavarnafélagið Landsbjörg tekur þessa dagana þátt í áhafnaskiptum með sjö evrópskum sjóbjörgunarfélögum. Verkefnið gengur út á það að frá Íslandi fara sjö sjálfboðaliðar sem eru í áhöfnum björgunar- skipa eða báta til nokkurra Evr- ópulanda og á móti koma sjálf- boðaliðar frá sömu löndum. Sjálfboðaliðarnir komu til landsins um helgina og hófust þá æfingar þar sem þeir fengu að kynnast starfi íslenskra björg- unarsveita. Æfð var straumvatns- björgun og stjórnun slöngubáta í Ölfusá og við Þorlákshöfn. Næstu daga verður hópurinn hjá Slysa- varnaskóla sjómanna og á Snæ- fellsnesi við æfingar. - shá Áhafnaskipti milli sjö landa: Landsbjörg æfir með erlendum VIÐ LEIT Landsbjörg og evrópsk sjóbjörg- unarfélög æfa meðal annars stjórnun slöngubáta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 23° 18° 15° 17° 18° 14° 14° 27° 17° 24° 22° 30° 15° 20° 23° 14°Á MORGUN 10-15 m/s NV- og V-til, annars hægari. FIMMTUDAGUR 10-17 m/s en hægari NV-til. 6 5 1 4 3 5 5 7 8 9 0 9 11 10 10 8 12 7 15 4 12 7 7 3 4 5 7 6 4 3 4 7 BEST S-TIL Norð- lægar áttir ríkja næstu daga. Í dag eru horfur á rign- ingu eða slyddu víða N- og NA-til, á morgun bætir í úrkomu en dregur úr henni aftur á fi mmtudaginn. Sunnan til verður nokkuð bjart næstu daga og hiti með ágætum miðað við árstíma. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNMÁL Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar var neikvæð um 386 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Áætlanir höfðu gert ráð fyrir 153 milljóna króna halla. Niðurstaðan á fyrri helmingi ársins er þó betri en á sama tíma- bili í fyrra þegar hallinn var 1.162 milljónir. Lakari niðurstaða er að stærstum hluta rakin til fjár- magnsliða. Nettó fjármagnsgjöld voru 1.820 milljónir króna, en gert var ráð fyrir 1.275 milljónum. Í greinargerð segir að frávikið megi einkum skýra með verð- bólguskoti sem varð í upphafi árs- ins. - mþl Verri niðurstaða en ætlað var: 386 milljóna tap á hálfu ári FRAMBOÐ Herdís Þorgeirsdóttir er eini forsetaframbjóðandinn sem hefur ekki skilað inn upp- gjöri fyrir kosningabaráttuna til Ríkisendurskoðunar. Frestur til að skila inn rann út á miðnætti á sunnudagskvöld. Herdís var að koma frá útlönd- um í gærdag og segist munu skila uppgjörinu strax í dag. „Þetta var opið bókhald hjá okkur og sýni- legt á síðunni,“ segir hún. DV greindi frá því að allir frambjóðendur nema Herdís hefðu skilað inn upplýsingum. - sv Allir nema einn búnir að skila: Uppgjör vantar enn frá Herdísi RÚSSLAND Áfrýjunardómstóll í Moskvu frestaði til 10. október úrskurði í máli kvennapönksveit- arinnar Pussy Riot vegna kröfu einnar úr hljómsveitinni um að fá nýjan lögmann. Dómarinn segir ekki hægt að úrskurða í málinu fyrr en gengið hafi verið lögform- lega frá lögmannaskiptunum. Fjöldi fólks var mættur fyrir utan réttarsalinn, en þær Nadesjda Tolokonnikova, María Aljokína og Jekaterína Samuse- vitsj sátu eins og í fyrri rétt- arhöldum á bak við glervegg í réttar salnum. - gb Máli Pussy Riot frestað: Úrskurðar þarf enn að bíða PUSSY RIOT Á bak við glervegg í réttarsalnum. NORDICPHOTOS/AFP MENNTUN Skólastjóri Melaskóla telur rétt að íhuga hvort stefnu- breytingar sé þörf í tækni- og námsgagnaútgáfu fyrir grunn- skóla. Íhuga mætti að færa hefð- bundið námsefni yfir í stafrænt form fyrir spjaldtölvur og les- bretti. Þannig sparist fjármun- ir, sem nýta mætti til að aðstoða skólana við að endurnýja tölvur og tækjabúnað, sem er ein af frumfor- sendum þess að nýta nýja tækni í skólastarfi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er stór hluti tölvubúnaðar í grunn- skólum í Reykjavík úreltur og úr sér genginn. „Við erum nýbúin að fá fimmtán nýjar fartölvur til okkar, en það er ekki nóg,“ segir Björn Ottesen Pétursson, skólastjóri Melaskóla, í samtali við Fréttablaðið. Þegar litið sé til framtíðar sé þörf á gagn- gerri endurnýjun í tölvukosti. „Ég hef áhyggjur af því að kostn- aðurinn við að koma málum í rétt horf á næstu árum verði sveitar- félögunum ofviða. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort ríki og sveitarfélög geti ekki unnið saman í þessum málum.“ Ríkið leggur þegar fjármuni í grunnskólakerfið með námsgagna- útgáfu, en Björn segir að ef hluti af námsefni yrði settur á stafrænt form hlytist af því sparnaður sem hægt væri að nýta til tækjakaupa. „Stofnkostnaður yrði vissulega gífurlegur, en það er þörf á því að mynda stefnu til framtíðar í þess- um málum.“ Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs í Reykja- vík, segir aðspurð að um áhuga- verða hugmynd sé að ræða, enda hafi tilraunaverkefni með nýja tækni og nýstárlega kennsluhætti lofað afar góðu. „Lausnin felst ekki einfaldlega í að kaupa iPad. Því að ný tæki skapa ekki nýtt skólastarf ef ekki verður framþróun í kennsluhátt- um,“ segir Oddný. „Við verðum að ákveða hvað við viljum gera og hvernig við getum ýtt undir sjálfstæði barna og ung- linga til að hafa áhrif á sitt nám. Það er markmiðið, óháð tækjum og tólum, en ef tæknin getur hjálpað okkur til þess er það frábært.“ Aðspurð segir Oddný að sveitar- stjórnir hafi ekki mikið svigrúm til þess að fjárfesta í umskiptum í tækjabúnaði. „Þannig er ég mjög opin fyrir því að skoða þessa hugmynd, að menntamálayfirvöld breyti flæði fjármagns frá hefðbundinni útgáfu námsefnis yfir í kaup á nýjum tækjabúnaði. En það sem mestu máli skiptir er innleiðing nýrra kennsluhátta og tækni getur flýtt fyrir því.“ thorgils@frettabladid.is Ríkið styðji byltingu í tækjamálum skóla Skólastjóri segir nauðsynlegt að leggja í miklar fjárfestingar til að endurnýja tölvu- og tækjakost grunnskólanna. Leggur til að ríkið styðji sveitarfélög í endurnýjun búnaðar. Skólayfirvöld í Reykjavík jákvæð fyrir hugmyndinni. NÝJUNGAR Í SKÓLASTARFI Á næstu árum munu grunnskólar landsins þurfa að endurnýja tölvu- og tækjakost til að fylgja þróun. Skólastjóri Melaskóla leggur til að ríkið komi að kostnaði við umskiptin. Tilraunaverkefni, líkt og í Vogaskóla í Reykjavík, hafa gefið góða raun. Það er þörf á því að mynda stefnu til framtíðar í þessum málum. BJÖRN OTTESEN PÉTURSSON SKÓLASTJÓRI MELASKÓLA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.