Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2012, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 02.10.2012, Qupperneq 16
16 2. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR ÓDÝRT FYRIR ALLA! WWW.EUROPRIS.IS Veraldarleiðtogar safnast saman um þetta leyti á hverju ári í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York til að ræða ástand heimsins. Í ár notaði ég tækifærið til að hringja viðvör- unarbjöllum vegna þeirrar stefnu sem við, mannkynið, höfum tekið. Við lifum mikla umbrotatíma. Óöryggi, ójöfnuður og umburðar- leysi fer í vöxt. Ríki verja tröll- auknum upphæðum í banvæn vopn en minnka fjárfestingar í fólki. Of margir ráðamenn virðast snúa blinda auganu að loftslagsbreyt- ingum. Fólk þráir atvinnu og mannsæmandi líf en í stað úrræða er því mætt með sundrung og ráð- leysi. Mikilvæg skref hafa verið stigin. Sárafátækt hefur minnkað um helming frá því árið 2000. Lýð- ræðislegar umbreytingar eiga sér stað í arabaheiminum, Mjanmar og víðar. Hagvöxtur er hvergi meiri en í Afríku. Asía og Suður- Ameríka taka skjótum framförum. En við verðum samt að vera metnaðarfyllri. Fátækt og ójöfn- uður þrífst of víða. Vistkerfi eru við þolmörk. Vísindin eru í engum vafa: við verðum að breyta um stefnu. Af þessum sökum hef ég beitt veraldarleiðtoga þrýstingi um að halda fast við áætlanir um sjálfbæra orku, menntun, næringu og heilbrigði kvenna og barna. Efnahagskreppan má ekki vera skálkaskjól til að vanrækja grund- vallarþarfir. Sahel Svæðisbundin spenna vekur ugg. Sahel-svæðið fær ekki nægilega mikla athygli og stuðning. Fátækt, þurrkar, öfgar og sundrung valda miklum þjáningum. Auðvelt er að nálgast vopn en erfitt að fá vinnu. Alþjóðasamfélaginu ber að ein- beita sér að því að finna lausn á þessu uggvekjandi ástandi. Hættu- ástandið á svæðinu er áminning um að efla ber fæðuöryggi, nær- ingarþanþol og félagslegt öryggis- net til að mæta tíðum verðsveiflum sem eru nánast orðnar hversdags- legur viðburður. Við búum yfir jarðskjálftamælum og nemum til að vara við náttúruhamförum. Við þurfum á slíkum áhöldum að halda til að nema yfirvofandi hamfarir sem bitna á hinum fátækustu og þeim sem standa höllustum fæti. Sýrland Ástandið í Sýrlandi versnar dag frá degi og hefur kallað ógæfu yfir þennan heimshluta og gæti haft afleiðingar á heimsvísu. Binda verður enda á ofbeldið og straum vopna til beggja stríð- andi fylkinga og hefja umbreyt- ingar undir forystu Sýrlendinga sjálfra. Gróf mannréttindabrot eru framin, aðallega af hálfu ríkis stjórn arinnar en einnig and- stöðuhópa. Það er skylda okkar að binda enda á refsileysi við alþjóð- legum glæpum hvort heldur sem er í Sýrlandi eða annars staðar og gæða hugtakið skyldu til að vernda áþreifanlegri merkingu. Blindgata Á sama tíma og vindar breytinga blása um Arabaheiminn og fleiri staði, er nauðsyn að brjótast út úr þeirri blindgötu sem Palestínu- menn og Ísraelsmenn eru fastir í. Tveggja ríkja lausnin er eina varan lega lausnin en sú glufa gæti verið að lokast. Annars vegar er lögmæti ríkis hafnað og hins vegar eru hótanir um árás eins ríkis á annað. Ég hafna hvoru tveggja. Slíkar árásir hefðu hörmulegar afleiðingar í för með sér. Stríðstal undanfarinna vikna hefur valdið miklum áhyggjum og er áminning um nauðsyn friðsamlegra lausna og fulla virðingu fyrir Sáttmála Sameinuðu þjóðanna og alþjóða- lögum. Það er skylda leiðtoga að láta rödd sína heyrast til að draga úr spennu í stað þess að kasta olíu á eld hvikuls hversdagsins. Hófsami meirihlutinn Þetta er því mikilvægara á tímum aukinnar spennu vegna umburðarleysis. Á undan förnum vikum hefur svívirðilegt til- litsleysi valdið réttlátri reiði annars vegar og óréttlætanlegum ofbeldis verkum hins vegar. Mál- og fundafrelsi eru grundvallar- réttindi en þau má ekki misnota til að æsa til eða fremja ofbeldis- verk. Ábyrgir stjórnmála- og sam- félagsleiðtogar verða að grípa inn í tímanlega. Hófsami meirihlutinn má ekki vera þögli meirihlutinn. Þegar svo mikið er í veði verða Sameinuðu þjóðirnar að halda sínu striki og sinna umfangs miklum verkefnum sínum á sviði friðar, þróunar, mannréttinda, réttar- ríkis og valdeflingar kvenna og ungmenna. Fólk vill ekki að Sameinuðu þjóðirnar séu einungis spegill sem sýni sundraðan heim samtímans. Það er ætlast til þess af okkur að við veitum forystu og vekjum vonir og finnum lausnir á þeim vanda sem brennur á venjulegu fólki daglega og rænir það nætur- svefni. Enginn einn leiðtogi, ríki eða stofnun getur gert allt. En hvert okkar getur, hver á sinn hátt, lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Við verðum að hafa fólk í fyrir- rúmi, auka metnað okkar og efla alþjóðlega samvinnu. Tíminn er okkur ekki hliðhollur en sameinuð getum við staðist prófraun dagsins og gripið þau tækifæri sem gefast á tímum stórbrotinna breytinga. Eflum metnaðinn Á unglingsárum mínum var til-tekið yfirbragð yfir gamla hluta Reykjavíkur, t.d. Þingholt- unum, sem nú er löngu horfið. Alls konar verslanir og verk- stæði gegndu margvíslegum hlut- verkum í næstum hverri götu. Þá var drengurinn sendur út í bakarí og ef til vill keypt sandkaka til að hafa með síðdegiskaffinu. Ég man vel hneykslan margra þegar byrjað var að flytja inn danskar sandkökur. Voru þær íslensku ekki nógu góðar eða of dýrar? Hráefnið var innflutt í báðum löndunum. Fáir minntust á vinn- una og orkuna sem fór í að flytja vöruna milli landa. Nútíminn krafðist danskra sandkaka, var sagt … eða hugsað. Smám saman bættust æ fleiri matvörur við að utan, þar á meðal vörur sem nóg var af í landinu og þá í mörgum gerðum, en sumt kom hingað vegna sér- stöðu vörunnar á heimsvísu eða hollustu, eða vegna tíma bundins skorts á tiltekinni vöru sem þó var líka framleidd á Íslandi. Tómatar komu með flugfrakt frá Hollandi, sjófluttur parmes- anostur frá Ítalíu, jarðarber í flugi frá Egyptalandi, nýsjá- lenskt lambakjöt með skipi, Íberíuskinka frá Spáni og núna er auglýstur eldislax frá Síle, sennilega fluttur með flugvél- um til landsins. Nútíminn enn að verki, mætti halda, en ekki eins áhyggjulaus og árið 1964. Fáum dettur í hug að setja alls konar lagaskorður við milliríkja- viðskiptum eða banna tiltekna vörusölu milli landa. Sumar vörur eru ekki framleiddar til sölu í landinu okkar, aðrar eru skemmtilegur eða gagnlegur lúxus og enn aðrar eiga að dekka tiltekinn vöruskort vegna árstíða. En samtímis er bráðnauðsynlegt að krefjast lágmarksskynsemi og umhverfisverndar. Ekki aðeins vöruframleiðsla á að vera sjálf- bær heldur líka flutningur hennar og sala að því marki sem unnt er. Munum að sjálfbærni inni heldur einnig hugtakið hagkvæmni. Umhverfisvernd á ekki að „kosta hvað sem er“. En það má heldur ekki líta fram hjá henni eins og gert er víða. Menn láta eins og óheft og mengandi orkunotkun skipti ekki máli í viðskiptum. Til þess að finna jafnvægi milli stórfelldra vöruflutninga á heimsvísu og neyslu heima- fenginna vara verður að kalla fram breytt viðhorf gríðarlegs fjölda manna. Það verður að endur skoða hagræðingu og sam- þjöppun framleiðslunnar. Okkur vantar nútímaviðhorf til styttri meginflutningsleiða og notkun- ar vistvænna orkugjafa. Til þess að minnka orkunotkun í heild þarf að setja fram stefnu um nýt- ingu auðlinda í nærumhverfi og dreifa og endurskipuleggja inn- lenda framleiðslu í hverju landi um allan heim. Til alls þessa þarf ný viðmið um hagnað og sjálfsögð viðmið þar sem umhverfismál og orkunotkun eru reiknuð beint inn í hagfræðijöfnurnar. Um leið verður að breyta ýmsum alþjóða- samningum. Ísland á að vera í forystu hvað slíkt varðar. Af hverju er allt þetta brýnt? Spyrjið þá sem eiga allt sitt undir veðrinu eða búsetu við sjávarsíð- una, næstu fjóra til fimm ára- tugi. Spyrjið þá sem vita að tvö- falda verður matvælaframleiðslu heimsins á sama tíma. Verður þá ekki að treysta vel á heima- fenginn bagga til hliðar við milli- landaviðskipti? Eldislax frá Síle? Alþjóða- samskipti Ban Ki-moon framkvæmdastjóri SÞ Milliríkja- viðskipti Ari Trausti Guðmundsson rithöfundur og jarðeðlisfræðingur

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.