Fréttablaðið - 02.10.2012, Qupperneq 10
2. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR
Barcelona
og Berlín
á brilljant verði!
Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
15.700 kr.*
24 TÍMA
TILBOÐ!
hefst á hádegi í dag
*Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum.
Takmarkað sætaframboð, valdar dagsetningar og valin flug.
Ferðatímabil: 5.-29. okt.
Berlín frá:
18.900 kr.*
*Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum.
Takmarkað sætaframboð, valdar dagsetningar og valin flug.
Ferðatímabil: 5.-8. okt.
Barcelona frá: SÍÐU
STU
SÆTIN!
Verð frá:
15.700 kr.*
London, Köben og
þaðan hvert sem er!
Við aðstoðum þig við að bóka
framhaldsflug hvert sem er í
Evrópu frá London og Köben.
Pantaðu flug til London og Köben á www.icelandexpress.is
og hafðu samband í síma 5 500 600, við finnum fram-
haldsflugið þitt og komum þér alla leið á lægra verði!
*Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum.
Starfsstöðvar ríkisskattstjóra
í Reykjavík og Hafnarfirði verða lokaðar
frá kl. 11 þriðjudaginn 2. október nk.
Aðrar starfsstöðvar verða lokaðar allan daginn.
VIÐSKIPTI Fríverslunarsamning-
ur milli EFTA-ríkjanna og Hong
Kong, Kína, samningur um vinnu-
mál milli sömu aðila og landbún-
aðarsamningur milli Íslands og
Hong Kong hafa tekið gildi.
Samningurinn tekur til vöru-
og þjónustuviðskipta, fjárfest-
inga, verndar hugverkaréttinda,
opinberra innkaupa, samkeppni
og viðskipta- og umhverfismála.
Einnig var hliðstæður samningur
um atvinnumál gerður í tengslum
við fríverslunarsamninginn.
Landbúnaðarsamningur milli
Íslands og Hong Kong felur í sér
að með honum er felldur niður toll-
ur á íslenskar landbúnaðarafurðir
sem fluttar eru til Hong Kong og
tollur á innfluttar vörur frá Hong
Kong til Íslands verður lækkaður.
Útflutningur frá Íslandi til
Hong Kong hefur numið um einum
milljarði króna á ári, mest sjávar-
afurðir.
Fyrstu sex mánuði ársins 2012
hafa verið fluttar út vörur til Hong
Kong fyrir sömu upphæð sem
bendir til verulegrar aukningar
milli ára. Helstu innflutningsvör-
ur Íslands frá Hong Kong eru fatn-
aður og fjarskiptabúnaður.
EFTA-ríkin hafa nú gert 24 frí-
verslunarsamninga við alls 33
samstarfsríki utan ESB. - shá
Fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Hong Kong hefur tekið gildi:
Viðskipti við Hong Kong aukast
HONG KONG Viðskipti við Hong Kong
eru þegar orðin meiri en allt árið í fyrra.
væga þátt í viðleitni samfélagsins
til að taka á sig hluta af kostnaði
sem fylgir því að eiga barn að svo
miklu leyti sem foreldrarnir hafa
ekki tekjur til þess.“
Breytingarnar eru í samræmi
við athugasemdir sem gerðar voru
í nýrri skýrslu Þjóðmálastofnunar
Háskóla Íslands, þar sem bent var
á nauðsyn þess að styðja betur við
ungar barnafjölskyldur.
Fram kom í máli Oddnýjar á
blaðamannafundi í gær að unnið sé
að nýju og samræmdu barnatrygg-
ingakerfi, sem kæmi í stað barna-
bóta, barnalífeyris og atvinnu-
leysisbóta vegna barna á framfæri
atvinnulausra. Þetta nýja kerfi á að
grundvallast á samtímagreiðslum
og mun því ekki tengjast álagningu
tekjuskatts. „Meðan þessu kerfi
hefur ekki verið komið á munu
barnabætur verða með óbreyttu
sniði að mestu,“ segir í minnisblaði
Oddnýjar til ríkisstjórnarinnar.
thorunn@frettabladid.is
SAMFÉLAGSMÁL Barnabætur hækka
og tekjuskerðingarmörk þeirra
hækka sömuleiðis samkvæmt
breytingum á barnabótakerfinu,
sem Oddný Harðardóttir fráfar-
andi fjármálaráðherra kynnti í
gær. Ríkisstjórnin hefur samþykkt
tillögurnar og á næstunni verður
lagt fram frumvarp um málið.
Gert er ráð fyrir að 10.762 millj-
ónir króna fari í barnabætur á
næsta ári. Sú upphæð er 2,5 millj-
örðum hærri en í fjárlögum árs-
ins í ár, eða um
30 prósentum
hærri. Tillögum
fjármálaráð-
herra er skipt
í fernt. Bætur
vegna barna
yngri en sjö ára
verða hækkaðar
úr 61.191 á ári í
100.000 krónur.
Aðrar barna-
bætur verða hækkaðar um tíu pró-
sent og lágmarksupphæð bóta verð-
ur fjögur þúsund krónur á ári.
Tekjuskerðingarmörk barnabóta
verða jafnframt hækkuð. Þau fara
úr 1,8 milljónum króna á ári fyrir
einstæða foreldra í 2,4 milljónir á
ári. Mörkin fyrir foreldra í sam-
búð verða hækkuð úr 3,6 milljónum
króna í 4,8 milljónir á ári. Hækk-
unin tekur mið af örorkubótum og
verður líka notuð til viðmiðunar í
húsnæðisbótum. Með þessu fá fleiri
óskertar bætur, að sögn Oddnýjar.
Breytingarnar sem kynntar voru
í gær eru þær fyrstu sem gerðar
hafa verið á upphæð barnabóta og
tekjuskerðingarmörkum frá árinu
2009. Í fjárlögum næsta árs var
lögð áhersla á að bæta hag barna-
fjölskyldna. Oddný segir að verið
sé að nýta fyrsta tækifærið sem
gefst til að bæta við „þennan mikil-
Barnabætur hækka
um tíu af hundraði
Tæplega 10,8 milljarðar króna fara í barnabótakerfið á næsta ári samkvæmt til-
lögu fjármálaráðherra. Bætur hækka um tíu prósent og tekjuskerðingarmörkin
hækka. Fyrsta tækifæri nýtt til að hjálpa barnafjölskyldum, segir ráðherra.
BÖRN Í SKÓLA Viðbótarbætur vegna barna sjö ára og yngri hækka í 100 þúsund
krónur samkvæmt nýju tillögunni. Þá eiga fleiri foreldrar að fá óskertar barnabætur
vegna þess að tekjuskerðingarmörk eru hækkuð. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMODDNÝ G
HARÐARDÓTTIR
Barnabætur eftir breytingar
Óskertar barnabætur hjóna verða:
Með fyrsta barni kr. 167.564
Með hverju barni umfram eitt kr. 199.455
Óskertar barnabætur einstæðra foreldra verða:
Með fyrsta barni kr. 253.716
Með hverju barni umfram eitt kr. 279.088
Viðbót vegna barna yngri en sjö ára verður kr. 100.000