Fréttablaðið - 02.10.2012, Page 8
2. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR8
1. Hversu hátt hlutfall skatta fyrir
árið 2011 skilaði sér til ríkisins?
2. Hversu margir bandarískir
hermenn hafa fallið í stríðinu í
Afganistan?
3. Hver var andstæðingur Gunnars
Nelson í UFC-bardaganum á
laugardag?
SVÖR
1. 96,4% - 2. Tvö þúsund -
3. DaMarques Johnson
VW Golf Trendline
1,6 TDI. Árgerð 2011, dísel
Ekinn 40.000 km, beinsk.
Audi A4 Avant 2.0 TDI
Árgerð 2011, dísel
Ekinn 37.000 km, sjálfsk.
Ásett verð:
2.790.000,-
VW Tiguan Track&
Field. Árgerð 2011, dísel
Ekinn 35.500 km, sjálfsk.
VW Touareg V6
Árgerð 2004, bensín
Ekinn 92.000 km, sjálfsk.
Ásett verð
5.290.000,-
Ásett verð 2.990.000
Tilboðsverð
2.590.000,-
Komdu og skoðaðu úrvalið!
Laugavegi 174 | Sími 590 5040
Opið virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga kl. 12-16
MM Pajero Instyle
Árgerð 2012, dísel
Ekinn 21.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð:
9.390.000,-
GOTT ÚRVAL
AF NÝLEGUM
GÆÐABÍLUM
Ásett verð:
5.490.000,-
um og löggjöf. Hann segir þó of
snemmt að segja til um að aðskiln-
aðurinn verði að lögum.
Fjórtán þingmenn lögðu fram
tillögu um aðskilnað starfseminn-
ar á síðasta þingi og var Álfheið-
ur Ingadóttir fyrsti flutningsmað-
ur. Steingrímur á von á því að hún
verði endurflutt.
„Ég hef bara sagt að ég fagni því
og að sjálfsögðu vinnum við áfram
í samræmi við það sem virðist vera
meirihlutavilji Alþingis og greini-
lega þjóðarinnar.“
kolbeinn@frettabladid.is
VEISTU SVARIÐ?
Í skýrslu um framtíðarskipan fjármálakerfisins frá í vor
segir að mikilvægt sé að fylgjast með framvindu mála á
alþjóðavettvangi þegar kemur að aðskilnaði viðskipta-
og fjárfestingarstarfsemi banka, áður en ákvarðanir eru
teknar hér á landi. Þá sé vandkvæðum bundið að festa
slíkt í lög, þar sem erfitt sé að skilgreina hvað sé hvað.
Hins vegar segir að slíkur aðskilnaður hafi jákvæð áhrif.
„Einsætt virðist að efla megi fjármálastöðugleika með
skýrari greinarmun á þessum tveimur þáttum banka-
starfseminnar.“
Steingrímur segir að Ísland sé hluti af innri markaði
Evrópu varðandi fjármálaþjónustu og hræringar þar skipti
því máli hér. „Það er þó ekki endilega víst að við gætum
ekki gengið lengra í einhverjum tilvikum í aðskilnaði og
einhverjum öðrum öryggisreglum á fjármálamarkaði hjá
okkur.“
EFNAHAGSMÁL Steingrímur J. Sig-
fússon atvinnuvegaráðherra seg-
ist ekki hissa á yfirgnæfandi
stuðningi almennings við aðskiln-
að fjárfestinga- og viðskiptabanka.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í
gær sýnir ný könnun Gallup að um
80 prósent eru fylgjandi aðskilnaði
fjárfestinga- og viðskiptabanka.
Steingrímur segir að Vinstri hreyf-
ingin – grænt framboð hafi lengi
verið fylgjandi slíkum aðgerðum.
„Ég held að það sé mikill stuðn-
ingur við það úti í samfélaginu að
til framtíðar verði gripið til þeirra
öryggisráðstafana sem draga úr,
eða gera eiginlega ómögulega,
hættuna á atburðum eins og urðu
hér í fjármálakerfinu. Þar á meðal
er auðvitað álitlegur kostur að
aðgreina betur almenna banka-
starfsemi og síðan áhættusamari
þætti í fjármálastarfsemi.“
Steingrímur kynnti í mars
skýrslu um framtíðarskipan fjár-
málakerfisins. Þrír sérfræðing-
ar vinna nú að tillögum byggðum
á skýrslunni og munu skila af sér
innan fárra vikna. Steingrímur
segir að þar verði án efa komið inn
á þennan þátt.
Hann vonast til þess að hægt
verði að kynna frumvarp um
breytingar á lögum á yfirstandandi
þingi. Þar verði tekið á fjármála-
stöðugleikanum, ábyrgð og fyrir-
komulagi í sambandi við hann, og
leikreglum á fjármálamarkaðn-
Ráðherra vill skoða aðskilnað
mismunandi bankastarfsemi
Starfshópur vinnur að tillögum um breytingar á lögum um fjármálamarkað. Atvinnuvegaráðherra segir
að skoðað verði hvort aðskilja eigi fjárfestingar- og viðskiptabanka. Frumvarp kynnt á yfirstandandi þingi.
BANKAR Von er á þingsályktunartillögu þingmanna um aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Þá er unnið að frum-
varpi um breytingar á lögum um fjármálamarkað í ráðuneyti.
Fylgst með málum í ESB
BJÖRGUNARSTARF 150 fjár var
grafið lifandi úr snjó um helgina í
lokaátaki leitar að fé eftir óveðrið
sem gekk yfir landið í september.
Almannavarnadeild ríkislög-
reglustjóra skipulagði leitina í
samvinnu við Slysavarnafélagið
Landsbjörgu, búnaðarráðunauta,
bændur og aðra hlutaðeigandi.
„Það fé sem fannst á lífi
grafið í snjó nú þremur vikum
eftir óveðrið var margt í ágætu
ástandi en inn á milli var töluvert
um veikburða fé,“ segir á vef
Almannavarna. - óká
Fundu 150 fjár um helgina:
Lokaleit eftir
óveður í haust
DÓMSMÁL Verjendur Kaupþings-
manna í Al Thani-málinu svokall-
aða kröfðust frávísunar við fyrir-
töku í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær. Málflutningur um kröfuna
fer fram 29. október næstkomandi.
Embætti sérstaks saksóknara
rekur málið en sakborningar eru
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrr-
um forstjóri Kaupþings, Sigurður
Einarsson, fyrrum stjórnarfor-
maður bankans, Ólafur Ólafsson,
einn helsti eigandi hans á sínum
tíma, og Magnús Guðmundsson,
fyrrum framkvæmdastjóri Kaup-
þings í Lúxemborg. Málið varðar
lán sem Kaupþing veitti til félaga
í eigu Sheikh Mohamed bin Khal-
ifa Al Thani í lok september árið
2008. Fjórmenningunum er gefið
að sök að hafa framið umboðssvik
og stundað markaðsmisnotkun
eða átt hlutdeild í slíkum brotum.
Verði þeir fundnir sekir gæti beðið
þeirra allt að sex ára fangelsi.
Enginn sakborninganna mætti
til fyrirtökunnar.
Hörður Felix Harðarson, verj-
andi Hreiðars Más, vildi ekki
svara því á hvaða forsendum frá-
vísunarkrafa væri byggð þegar
Vísir leitaði eftir því í gær. - mþl
Enginn Kaupþingsmanna mætti til fyrirtöku Al Thani-málsins í Héraðsdómi í gær:
Krefjast frávísunar í Al Thani-máli
HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Í GÆR Eng-
inn sakborninganna mætti í Héraðsdóm
í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FERÐAÞJÓNUSTA Vestnorden, árleg
ferðakaupstefna Ferðamálasam-
taka Norður-Atlantshafs (NATA),
hefst í Hörpu í dag. Von er á um
600 manns á ráðstefnuna á vegum
400 ferðaþjónustuaðila.
NATA er samstarfsvettvangur
Íslands, Færeyja og Grænlands
á sviði ferðaþjónusta. Á ráðstefn-
unni mætast ferðaþjónustuaðilar
frá löndunum þremur og kaupend-
ur ferðaþjónustu frá öllum heims-
hornum. - mþl
Ferðamálakaupstefna í Hörpu:
Vestnorden í
Hörpu í dag
UNDIRBÚNINGUR Í HÖRPU Kaupstefnan
fer fram í dag og á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VIÐSKIPTI Heildarviðskipti með
hlutabréf í Kauphöll Íslands námu
5.025 milljónum króna í septem-
ber en það jafngildir 251 milljón á
dag. Til samanburðar var veltan í
ágúst 4.404 milljónir.
Mest viðskipti voru með bréf
Haga en þau námu 1.687 milljón-
um. Þá var velta í viðskiptum með
bréf Marels 1.154 milljónir og
með bréf Icelandair 1.071 milljón.
Úrvalsvísitalan OMXI6 lækkaði
um 0,47 prósent í mánuðinum. - mþl
Viðskipti í september:
Talsvert líf í
Kauphöllinni