Fréttablaðið - 02.10.2012, Side 19

Fréttablaðið - 02.10.2012, Side 19
MATUR OG LÍKAMSRÆKT Þegar stunduð er líkamsrækt er nauðsynlegt að gæta að mataræði. Ekki er ráðlegt að fara í ræktina án þess að borða. Hádegismatur er áríðandi fyrir þá sem þjálfa seinni part dags og sömuleiðis síðdegishressing. Gott ráð er að borða banana eða annan ávöxt 30 mínútum fyrir þjálfun. Sífellt færist í vöxt að erlendir að-ilar notfæri sér þjónustu Heilsu-hótelsins í Reykjanesbæ. Einn þeirra fjölmörgu sem hafa dvalið þar undanfarið er norski framkvæmdastjór- inn Lars Henrik Krogh en hann hefur dvalið á Heilsuhótelinu í þrjár vikur og misst á þeim tíma heil 17 kíló. „Ég kom hingað upphaflega með þremur félögum mínum og til samans höfum við lést um rúmlega 50 kíló. Þeir dvöldu hér í tvær vikur en ég hef verið hér í þrjár vikur og fer heim á sunnudaginn.“ Lars hrósar Heilsuhótelinu og starfsmönnum þess og segir að honum og félögum hans hafi ekki liðið betur í langan tíma. Lars umfjöllun um Heilsuhótelið í norsku dagblaði en hann hafði um tíma verið að svipast um eftir stað til lífsstíls- breytinga. „Ég aflaði mér því upplýsinga á vef Heilsuhótelsins og fannst þetta allt saman mjög áhugavert. Ég var búinn að finna sambærilegan stað á Indlandi en fannst nú aðeins þægilegra að koma hingað en ferðast alla leið til Indlands. Hér hef ég dvalið í þrjár vikur í góðu yfirlæti og líkar dvölin frábærlega.“ Lars og félagar nýttu tímann vel á meðan meðferðin stóð yfir. „Það er búið að fara vel yfir mataræði okkar og ráðleggja okkur hvað megi borða og hvað ekki. Einblínt hefur verið á neyslu græn- metis og ávaxta og einnig drekkum við mikið vatn. Einnig er mikið um heilsu- djúsa ýmiss konar. Hér er einnig lögð mikil áhersla á nudd og jóga og ekki má gleyma þeirri ráðgjöf sem við fáum varðandi mataræði okkar þegar með- ferðinni lýkur hér.“ Auk þess hafa Lars og félagar stundað Bláa lónið af kappi, nýtt sér heilsulind hótelsins og skoðað náttúru Reykjaness. Lars og félögum líkaði dvölin svo vel á Heilsuhótelinu að þeir ætla að beina fólki úr norsku viðskiptalífi þangað. „Það eru margir í norsku viðskipta- lífi sem hafa áhuga á heilsubætandi úrræðum og eru að leita sambærilegrar þjónustu og er í boði hér á Heilsu- hóteli Íslands. Svo er mikill kostur við staðsetningu Heilsuhótelsins hvað það stendur nálægt flugvellinum og því lítið um ferðalög.“ FYRIR NORSKA ATHAFNAMENN HEILSUHÓTEL ÍSLANDS KYNNIR Aðsókn erlendra gesta á Heilsuhótelið hef- ur aukist. Aðilar úr norsku viðskiptalífi hafa nú kynnst þjónustu hótelsins. Næstu námskeið Næsta tveggja vikna dvöl á Heilsuhóteli Íslands er 5. -19 október Heilsuhelgi 19. -21 okt. Upplýsingar í síma 5128040 www.heilsuhotel.is FRÁBÆR DVÖL „Hér hef ég dvalið í þrjár vikur í góðu yfirlæti og líkar dvölin frábærlega,“ segir norski fram- kvæmdastjórinn Lars Henrik Krogh. MYND/EYÞÓR Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is Verð: 44.950 kr. Blóðrásarörvun fyrir fætur Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2878 • opið mán.-fös. kl. 11:00-18:00, lau. 11:00-15:00 friendtex.is • praxis.is • soo.dk Pantið vörulista á sala@soo.is Erum á sama stað og Friendtex og Praxis opnunarafsláttur 2.-16. október 15% OPNUM Í DAG í Faxafeni 10 Suðurlandsbraut 50 • Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is TILBOÐ-TILBOÐ-TILBOÐ AÐHALDSSAMFELLUR Verð nú 9.900 kr. skálastærðir: B-C-D-DD-E-F litir: svart og húðlitur. Stuðnin gs stöngin Stuðningsstöngin er hjálpar- og öryggistæki sem auðveldar fólki að vera virkt og athafnasamt við daglegt líf án þess að þurfa að reiða sig á aðra. Margir Iðjuþjálfarar, sjúkraþjálfarar og læknar hafa mælt með stuðningsstöngunum fyrir sína skjólstæðinga. Stuðningsstangirnar hafa fengið verðlaun fyrir notagildi, öryggi og hönnun á alþjóðlegum hjálpartækjasýningum í USA. Yfir 500 0 noten dur á Ísland i síðan 1999 Teg MEGAN - vel fylltur push up í A,B,C,D á kr. 8.680,- buxur í stíl á kr. 3.550,- FANTAFLOTTUR ! Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.