Fréttablaðið - 02.10.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 02.10.2012, Síða 6
2. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR6 KJÖRKASSINN SKIPULAGSMÁL Leyfi skipulagsyfir- valda í Reykjavík vegna endur- byggingar á austur- og vesturhlið Þingholtsstrætis 18 var nýlega fellt úr gildi. Umrædd bygging er hluti af húsnæði Menntaskólans í Reykjavík. Veggurinn, sem var klædd- ur með gleri og áli, skapraunar íbúum handan við götuna og segja þeir hann virka eins og spegil og að þeir horfi nú nánast beint inn um glugga hver annars, auk þess sem þeir séu „berskjaldaðir gagn- vart gangandi umferð“. Í úrskurði segir að veggurinn hefði átt að fara í grenndarmat á sínum tíma, sem ekki var gert, og því fari veggurinn nú í leyfisferli á ný. Byggingarfulltrúi í Reykja- vík samþykkti í maí síðastliðn- um byggingarleyfi vegna fram- kvæmdarinnar. Eftir að lokið hafði verið við að glerklæða vegg- inn kærðu íbúar í þremur húsum leyfisveitinguna. Í málsrökum kærenda segir að nágrannar hafi talið að skipta ætti út gluggakörmum á hliðinni, en ekki hafi komið í ljós fyrr en í júlí að hún hefði öll verið klædd dökku gleri sem „virki eins og spegill“. Þeir horfðu nánast beint inn hver til annars, sem feli í sér „óþol- andi inngrip í friðhelgi einkalífs þeirra“. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að grenndar- áhrif vegna breytinganna, eink- um vegna mikillar speglunar, væru svo mikil að skipulagsyfir- völdum hefði borið að grenndar- kynna þær. Björn Stefán Hallsson bygg- ingarfulltrúi segir í samtali við Fréttablaðið að nýtt ferli sé enn ekki komið af stað. „Væntanlega verður sótt um nýtt byggingarleyfi, sem verður sent í grenndarkynningu. Svo verða niðurstöður hennar og athugasemdir teknar fyrir af skipulagsráði. Þetta fær sína afgreiðslu og ferlið mun líklega taka upp undir átta vikur í heild- ina.“ Sigurður Björnsson, einn af kærendum, fagnar úrskurðinum, enda sé ástandið hvimleitt. „Við erum auðvitað ánægð með að úrskurðurinn féll okkur í hag, en það er óvíst hvernig málið fer.“ Sigurður segir íbúa vitan- lega munu mótmæla núverandi útfærslu veggsins við endurupp- töku málsins, en segist ekki vita hvort yfirvöld munu taka tillit til þeirra óska. „Það mun allavega ekki ganga að byggingarfulltrúi samþykki leyfið á sömu forsendum og haldið var af stað með. Við skiljum ann- ars ekkert í því af hverju þessi leið var farin, og það með svona miklum látum, án þess að ræða við okkur.“ thorgils@frettabladid.is Sýnd í Odda 101 Í dag kl. 17:00 Gul jörð Allir velkomnir, aðgangur ókeypis Konfúsíusarstofnunin norðurljós sýnir kvikmynd Chen Kaige Tímamótaverk í kínverskri kvikmyndagerð Frá kr. 77.900 með „öllu inniföldu“ Villa Adeje Beach Frá kr. 77.900 í viku með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 99.900 á mann. Sértilboð 4. eða 11. október í viku. Tenerife 4. eða 11. október í 7 nætur STJÓRNMÁL Katrín Júlíusdóttir tók við lyklavöld- um í fjármálaráðuneytinu í gær af Oddnýju G. Harðardóttur. Katrín segir stór mál fram undan. Þar beri hæst gjaldeyrishöft og það að örva fjárfestingu í landinu. Hún mun blása til samstarfs varðandi gjaldeyrishöftin. „Ég vil draga sem flesta að því borði og ég held að það sé komið að því að taka ákvarðanir í þeim efnum,“ segir Katrín. Hún vill þó ekki segja hvort það þýði tímasetningu afnáms haft- anna. „Það eru stórar spurningar sem þarf að svara á næstu mánuðum og mitt verkefni er að stuðla að því að það verði gert.“ Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði nýverið til að afnám haftanna yrði ekki tímasett. Katrín segist þurfa að fara yfir slík sjónarmið, sem önnur, á næstunni. „Ég kem þaðan í hinu pólitíska litrófi að ég vil hafa sem opnust og best samskipti við alþjóðasamfélagið. Það er alveg klárt að gjald- eyrishöft passa ekki inn í þá pólitísku sýn. Á móti kemur að ég er enginn glanni og mun stíga varlega til jarðar.“ Katrín býður sig fram til að leiða lista Sam- fylkingarinnar. Þar keppir hún við Árna Pál Árnason, en bæði hafa verið nefnd sem for- menn Samfylkingarinnar. Katrín segist ekki ganga með formanninn í maganum. „Ég tek einn slag í einu. Ef ágætlega gengur í forvalinu er aldrei að vita hvað verður í framtíðinni.“ - kóp Katrín Júlíusdóttir hefur snúið til baka úr barnsburðarleyfi og tók í gær við embætti fjármálaráðherra: Mikilvægast er að skoða gjaldeyrishöftin VETTLINGASKIPTI Steingrímur J. Sigfússon skildi eftir vinnuvettlinga handa Oddnýju til að fara í stóru verkin. Oddný kom vettlingunum áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MATVÆLI „Við vorum svo heppin að fá slatta af dílamjóra á fisk- markaðnum,“ segir Magnús Ingi Magnússon, veitingamað- ur á Sjávarbarnum við Granda- garð 9. Þar er um þessar mund- ir boðið upp á þessa óvenjulegu fisk tegund. Að sögn Magnúsar er díla- mjóri djúpsjávarfiskur og svip- aður steinbít í laginu. „Hann er rosalega góður á bragðið. Hann er stinnur og hold- ið er svolítið rauðleitt eins og á karfa,“ segir hann. Aðeins veiddust um 300 kíló af dílamjóra hér við land á síðasta ári, að því er Magnús greinir frá. „Það er ekki algengt að hann sé á boðstólum en nú er kjörið tæki- færi fyrir fiskáhugamenn að smakka.“ - ibs Sjaldséður djúpsjávarfiskur er á matseðli Sjávarbarsins þessa dagana: Gaman að matreiða dílamjóra SJALDSÉÐUR FISKUR Magnúsi Inga Magnússyni veitingamanni þykir spennandi að bjóða upp á nýjar fisktegundir. Hér er hann með dílamjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Speglaveggur á MR fer aftur í leyfisferli Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti byggingarleyfi fyrir glervegg á húsi Menntaskólans í Reykjavík. Kvartað vegna óþægilegrar speglunar milli nágrannaíbúða. Veggurinn aftur í leyfisferli en gæti verið skikkaður burt. SPEGILL Nágrannar segja glervegg á húsi MR við Þingholtsstræti hafa valdið þeim óþægindum. Gatan sé afar þröng, og því sé „spegilhlið […] viðkvæmari en ella“. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Við skiljum ekkert í því af hverju þessi leið var farin, og það með svona miklum látum, án þess að ræða við okkur. SIGURÐUR BJÖRNSSON ÍBÚI VIÐ ÞINGHOLTSSTRÆTI Telur þú áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta á réttri leið? Já 32,6% Nei 67,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Þekkir þú fólk sem hefur glímt við ófrjósemi? Segðu þína skoðun á Vísir.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.