Fréttablaðið - 02.10.2012, Side 30
2. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR26 26
popp@frettabladid.is
„Við spiluðum á alls konar klúbb-
um og börum í borginni og vorum
alveg rosalega bókaðir, yfirleitt
vorum við með upp í þrjú gigg í
viku og þegar aðsóknin var góð
vorum við að fá 200 dollara fyrir
kvöldið,“ segir hinn 18 ára gamli
Gunnar Ágúst Thoroddsen, gítar-
leikari hljómsveitarinnar Icarus.
Þeir Gunnar, Atli Steinn og
Elias Andri skipa hljómsveitina
og eyddu þeir sumrinu í New York
þar sem þeir spiluðu á klúbbum og
börum, tóku upp sína fyrstu EP-
plötu og unnu. „Mamma vildi endi-
lega fá mig út í sumar en af því
að ég vildi geta spilað með hljóm-
sveitinni bauð hún okkur bara
öllum,“ segir Gunnar og hlær.
Móðir Gunnars á tískufyrirtæk-
ið Moda Operandi þar í borg og
fengu Atli Steinn og Elias Andri
vinnu hjá henni en Gunnar aftur
á móti vann í uppvaski og glasa-
tínslu á bar.
Icarus tók þátt í Músíktilraun-
um 2012 og var það þeirra fyrsta
skipti á sviði. „Eftir árangurslausa
leit að bassaleikara ákváðum við
Atli að kenna bara Eliasi, besta
vini okkar, á bassa. Hann stóð sig
ótrúlega vel og við tókum þátt í
Músíktilraunum tveimur vikum
seinna,“ segir Gunnar en Icarus
komst þar áfram á úrslitakvöldið.
Aðspurður segir Gunnar erfitt
að lýsa tónlistinni sem þeir spila,
en hún sé eins konar „kraftbundið“
þungarokk. Eins og er er hljóm-
sveitin einungis skipuð hljóðfæra-
leikurum og Gunnar segir það
vera í skoðun hvort þeir fái sér
söngvara. „Kannski ef við finn-
um einhvern rosalega góðan, við
viljum bara það besta eða ekkert,“
segir hann. - trs
Tónlist, uppvask
og tíska í New York
KRAFTBUNDIÐ ÞUNGAROKK Gunnar segir erfitt að lýsa tónlistinni sem Icarus spilar
en að það sé eins konar „kraftbundið“ þungarokk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Gunnar segir nafnið hafa komið
til af geimskipinu úr kvikmyndinni
Sunshine, sem var kallað Icarus.
Icarus er guð úr grískri goðafræði
sem flaug of nálægt sólinni og
hrapaði til jarðar. „Okkur fannst það
flott saga þegar við heyrðum hana.
Þó það sé kannski svolítið skrítið að
hljómsveit sé að hrapa til jarðar þá
er tónlistin okkar svolítið geimkennd
og þar af leiðandi þótti okkur þetta
viðeigandi,“ segir hann.
NAFNIÐ ÚR GRÍSKRI GOÐAFRÆÐI
Sudden Weather Change er á
leið í tæplega mánaðarlanga
tónleikaferð um Bandaríkin.
Hún hefst í Los Angeles á föstu-
daginn þar sem hljómsveitin
kemur fram á hátíðinni Culture
Collide sem er rekin af tímarit-
inu Filter.
Næst spila strákarnir í San
Fransisco og svo í Seattle þar
sem þeir koma fram ásamt fleiri
íslenskum sveitum á tónleikun-
um Reykjavík Calling á vegum
Iceland Naturally og KEXP.
Lokatónleikarnir verða á hátíð-
inni CMJ í New York.
Tilgangur ferðarinnar er að
kynna Sudden Weather Change
fyrir bandarískum tónlistar-
iðnaði í von um að hljómsveit-
in komist á plötusamning þar í
landi.
Ferðast um Bandaríkin
SUDDEN WEATHER CHANGE Hljómsveitin er
á leiðinni í ferðalag um Bandaríkin.
Tónlist ★★ ★★★
Contalgen Funeral
Pretty Red Dress
Eigin útgáfa
Hljómsveitin Contalgen Funeral
er frá Sauðárkróki. Pretty Red
Dress er hennar fyrsta plata. Hún
var tekin upp í Stúdíói Benmen
sem starfrækt er á staðnum.
Pretty Red Dress hefur bæði aug-
ljósa kosti og galla. Hugmyndin á
bak við plötuna er hæpin og text-
arnir er skelfilega vondir. Ein-
hvers konar endurunnið bull um
viskídrykkju, dópneyslu og heim-
ilislausa ólánsmenn. Ég geri mér
grein fyrir því að hljómsveitin
er ekki að biðja um að vera tekin
alvarlega fyrir textasmíðar, en
þetta er samt of lélegt.
Flutningurinn er ágætur. Söng-
urinn er samt á köflum slakur.
Það kemur aldrei vel út að herma
eftir Tom Waits.
En Contalgen Funeral hefur
líka kosti. Lagasmíðarnar eru
margar ágætar, grípandi og
skemmtilegar. Söngvarinn og
lagasmiðurinn Andri Már Sig-
urðsson hefur greinilega alveg
burði til að semja lög sem náð geta
vinsældum. Stærsti kosturinn er
svo spilagleðin. Það heyrist vel á
plötunni að meðlimir Contalgen
Funeral hafa skemmt sér konung-
lega við gerð hennar og það smit-
ast til áheyrandans.
Á heildina litið er þetta sem
sagt ansi misjöfn plata. Hljóm-
sveitin er að mörgu leyti efni-
leg, en Andri Már þarf að ákveða
hvort hann langar til að verða
alvöruhöfundur eða hvort honum
nægir að skrumskæla erlenda
blúsrokkara. Hann getur gert
miklu betur.
Það má hins vegar alveg hafa
gaman af Pretty Red Dress ef
manni tekst að horfa fram hjá
göllunum.
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Misjöfn plata frá efnilegri
hljómsveit.
Fer langt á spilagleðinni
ABBA GOLD ER SÖLUHÆSTI geisladiskur Bretlands-
sögunnar. Hann hefur selst í fjórum milljónum eintaka. ABBA er efst á
sölulista sem var settur saman í tilefni 30 ára afmælis geisladisksins.
4
Ergo vill aðstoða þig við að eignast farartæki
Áfram bjóðum við græn bílalán án lántökugjalda. Við bjóðum einnig
50% afslátt af lántökugjöldum á bílalánum og bílasamningum í október.
Reiknaðu með okkur á ergo.is.
Afsláttur af lántökugjöldum
Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is