Fréttablaðið - 02.10.2012, Side 38

Fréttablaðið - 02.10.2012, Side 38
2. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR34 „Ég viðurkenni að ég er forfallinn skófíkill en það er bara fallegt. Fólk hefur verri fíknir en þetta,“ segir rithöfundurinn og fjölmiðlamaður- inn Sölvi Tryggvason. Sölvi er stoltur skósafnari og á yfir fimmtíu pör af skóm sem hann hugsar um af alúð. Ekki eru nema tvö ár síðan áhugi Sölva á skófatn- aði kviknaði, en hann hefur verið iðinn við að bæta í safnið. Sölvi er einmitt nýkominn heim frá Mar- okkó þar sem hann fjárfesti í tveim- ur pörum. „Það var ekki vegna þess að mig vantaði skó. Annað parið er ljósbrún leðurstígvél með munstri á tánni sem mig hefur dreymt um að eignast lengi. Þau passa bæði við jakkaföt og gallabuxur en það er mikill kostur,“ segir Sölvi sem kennir starfi sínu í sjónvarpi um skódelluna. „Þá þurfti ég að byrja að hugsa út í hvernig ég klæddist og allt í einu fattaði ég hvað skór skipta miklu máli. Það er afar vont að vera vel klæddur en í ljót- um skóm. Það bara gengur ekki,“ segir Sölvi en bætir við að einnig séu ákveðin fræði á bak við það að para flotta skó saman við fatnað. Sölvi vandar sig í skókaupum og segir hvert skópar bæta fataskáp- inn. Hann segir íslenska karlmenn hugsa of lítið um klæðaburð, en hefur fundið fyrir auknum áhuga hins kynsins eftir að hann fór að spá í tísku og safna skóm. „Karl- arnir fatta bara ekki hversu miklu máli þetta skiptir. Ég var reynd- ar í bænum um helgina og þá var ég þrisvar sinnum spurður hvort ég væri hommi en ég tek því sem miklu hrósi fyrir minn fatastíl.“ Sölvi er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Hann flakkar á milli framhalds- og grunnskóla með fyrir lestra um forvarnir og kemur að handritagerð fyrir þættina Sönn íslensk sakamál. Sölvi ætlar svo að henda sér í jólabókaflóðið í byrjun nóvember með ævisögu Jóns Páls Sigmarssonar. alfrun@frettabladid.is BÓKIN Ég var reyndar í bænum um helgina og þá var ég þrisvar sinnum spurður hvort ég væri hommi en ég tek því sem miklu hrósi fyrir minn fatastíl.“ „Við erum virkilega ánægðir miðað við peningana sem við vorum með í höndunum. Þetta er fyrsta alvöru hasarmynd Íslands- sögunnar,“ segir Huginn Þór Grétarsson, meðframleiðandi og einn af leikurunum í Blóðhefnd. Hasarmyndin kemur í bíó 12. október. Hún hefur verið í fjög- ur ár í vinnslu og kostnaður- inn er innan við tíu milljónir króna. „Myndin var svolítið lengi í vinnslu því þetta er ekki stórt batterí með ríkisstyrkjum, heldur unnið í krafti viljans,“ segir Hug- inn Þór. Blóðhefnd gerist í undirheim- unum og fjallar um glæpahring sem ógnar fjölskyldu vegna úti- standandi skulda. Aðalpersónan, sem leikstjórinn Ingólfur Ingólfsson leikur, fyllist hefndarþorsta og tekur málin í sínar hendur. Spurður hvort Blóðhefnd jafn- ist á við Svartur á leik eða Borg- ríki, sem einnig gerðust í íslensku undirheimunum, segist Huginn ekki vera viss. „Ég veit ekki með myndina Svartur á leik. Hún kom rosalega vel út en ég held að þetta sé þess virði fyrir fólk sem hefur áhuga á íslenskri kvikmyndagerð að koma og skoða. Það eru mjög flott slagsmála- atriði þarna og alvöru hasar,“ segir hann. Til marks um það hálsbrotnaði einn leikarinn næst- um því við tökurnar og annar var skallaður svo hann vankaðist. - fb Kostaði innan við tíu milljónir BLÓÐHEFND Úr myndinni Blóðhefnd sem verður frumsýnd 12. október. Til stendur að halda tónleika með gömlum íslenskum gruggsveitum frá tíunda áratugnum á Gamla Gaukn- um um miðjan desember. Staðfestar hafa verið Bone China, Dos Pilas, Quicksand Jesus, In Bloom og Dead Sea Apple. „Þetta er hugmynd sem Finni [Guðfinnur Sölvi Karlsson] úr Quicksand Jesus og Franz [Gunnarsson] gítarleikari fengu. Þeir voru að spá í að gera þetta í september en svo var allt í einu kominn september. Menn eru orðnir gamlir og þurfa að æfa þetta dót,“ segir Hannes Friðbjarnarson, trommuleikari í Dead Sea Apple og Buffi. „Þetta er fínt fyrir gamla mussu- rokkara að koma út úr fylgsnum sínum, fá sér einn bjór og hlusta á „næntís“-bönd,“ segir hann. „Þetta eru bönd sem voru flest á jaðrinum og fengu ekki mikla umfjöllun í fjölmiðlum,“ segir hann. „Þau náðu einstaka lögum í spilun en voru alltaf dugleg að halda tónleika. Engin hljómsveitanna hefur tök á því að halda tónleika ein og sér og þess vegna er fínt fyrir menn að koma saman og taka nokkur lög.“ - fb „Næntís“-nostalgía á Gauknum SPILA Á GAUKNUM Rokkararnir í Dead Sea Apple spila á Gamla Gauknum. „Sögur af Skaftáreldum eftir Jón Trausta er efst í bunkanum á náttborðinu en svo er ég líka að glugga í matreiðslubókina Góður matur – gott líf eftir Gísla Egil Hrafnsson og Ingu Elsu Bergþórsdóttur.“ Margrét Eir Hjartardóttir, söng- og leik- kona Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Forsala í fullum gangi! Frumsýning 28. september fös. 28/9 kl. 20 UPPSELT lau. 29/9 kl. 20 örfá sæti lau. 6/10 kl. 19 örfá sæti lau. 6/10 kl. 22 örfá sæti sun. 7/10 kl. 20 örfá sæti fös. 12/10 kl. 19 UPPSELT lau. 13/10 kl. 19 örfá sæti lau. 20/10 kl. 19 UPPSELT Sýningar í Hofi á Akureyri fös. 01/11 kl. 19 | lau. 02/11 kl. 19 Miðasala í síma 450 1000 og á menningarhus.is SÖLVI TRYGGVASON: ÞAÐ ERU TIL VERRI FÍKNIR EN ÞETTA Á FIMMTÍU PÖR AF SKÓM SKÓDELLA Sölvi Tryggvason segir íslenska karlmenn vanmeta hversu miklu máli fallegir skór skipta fyrir heildarútlitið en í skósafni Sölva eru fimmtíu pör. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.