Fréttablaðið - 02.10.2012, Qupperneq 28
2. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR24 24
menning@frettabladid.is
Breski sagnfræðingurinn
Eric Hobsbawm lést í gær
95 ára að aldri. Guðmundur
Hálfdánarson prófessor í
sagnfræði segir að yfirlits-
bækur Hobsbawm um 19.
og 20. öldina og bækur um
þjóðernisrannsóknir standi
upp úr á löngum ferli fræði-
mannsins.
Breskir fjölmiðlar fjölluðu allir
ítarlega um ævi og verk Erics
Hobsbawm í gær enda einn þekkt-
asti sagnfræðingur þarlendra.
Hobsbawm var 95 ára þegar hann
lést. Hann var virkur höfundur
fram á síðustu ár ævi sinnar. Ein-
ungis tvö ár eru síðan gaf hann út
bókina How to Change the World
þar sem hann færir rök fyrir gildi
þess að þekkja og lesa kenningar
Marx. Hobsbawm var marxisti og
kommúnisti alla sína tíð, en hann
hélt þó uppi harðri gagnrýni á
það sem honum þótti miður fara
í framkvæmd stefnunnar. Í minn-
ingargrein breska dagblaðsins The
Guardian er bent á að það hafi til
að mynda verið fjöður í hans hatt
að verk hans fengust aldrei útgef-
in í Sovétríkjunum. Í sömu grein
kemur fram að langt er síðan
Hobsbawm öðlaðist viðurkenningu
hægrisinnaðra kollega fyrir gríð-
arlegt framlag sitt til sagnfræði.
Guðmundur Hálfdánarson, pró-
fessor í sagnfræði, segir að lífs-
hlaup Hobsbawms og uppruni hafi
veitt honum víðara sjónarhorn en
flestra engilsaxneskra sagnfræð-
inga. „Hann ólst fyrstu árin upp
á meginlandi Evrópu og öðlaðist
þannig tungumálaþekkingu og
sjónarhorn sem honum tókst að
nýta sér og miðla inn í fræðirit
sín.“
Hobsbawm var barnabarn
pólsks gyðings sem flutti til Bret-
lands. Öll börn hans, þar á meðal
faðir Hobsbawms, voru breskir
ríkisborgarar. Móðir hans kom úr
millistéttarfjölskyldu í Vínarborg
og þar ólst hann upp sín fyrstu ár
en hann fæddist í Egyptalandi.
Þegar hann var 16 ára flutti hann
til Berlínar til frænda síns en þá
voru báðir foreldrar hans látnir.
Þar vaknaði áhugi hans á stjórn-
málum og þar varð hann komm-
únisti. Hobsbawm lýsti því síðar
hvernig það greyptist í minni hans
þegar hann á leið heim úr skóla í
ársbyrjun 1933 las fyrirsagnir
blaða um að Hitler væri kominn
til valda. Sama ár fluttist hann til
Bretlands og náði þá fyrst að sögn
Guardian góðum tökum á ensku.
Guðmundur segir að tvennt
muni halda nafni Hobsbawms á
lofti. Annars vegar framlag hans
til þjóðernisrannsókna, bækurnar
Invention of Tradition, sem kom út
árið 1983 í ritstjórn Hobsbawms,
og Nations and Nationalism Since
1780, og hins vegar yfirlitsbæk-
urnar um Evrópusögu frá frönsku
byltingunni og til falls múrsins.
„Bækur hans voru gríðarlega
vel skrifaðar og það má segja að
Öld öfganna, sem er líklega hans
þekktasta rit, sé einstök að því
leyti að hann var sjálfur fórnar-
lamb og afurð þessarar aldar sem
gerir sjónarhorn hans svo ein-
stakt.“ sigridur@frettabladid.is
islandsbanki.is | Sími 440 4000
Við bjóðum
góða þjónustu
Fáðu allt að
4,7% vexti
LJÁÐU OKKUR EYRA Hádegistónleikar Fríkirkjunnar undir stjórn Gerrits
Schuil hefja göngu sína á ný á morgun klukkan 12.15. Hvorki dagskrá né
flytjendur eru auglýstir fyrir fram. Aðgangseyrir er 1.000 krónur.
Ríflega 50 eintök eru
seld af þeim 100 sem
gefin voru út af hátíð-
arútgáfu bókarinnar
Íslenskir fuglar eftir
Benedikt Gröndal.
Bókin hefur verið
til sýnis í Eymunds-
son í Smáralind í
rúma viku og að
því er fram kemur
í fréttatilkynningu
frá útgefanda bók-
arinnar, Crymogeu,
hefur verið stöðug-
ur straumur fólks
til skoða bókina og
hefur eitt eintak
selst á dag síðan sýningareintakið
kom í Smáralind. Bókin er sú dýr-
asta sem fæst á almennum mark-
aði en hún kostar 230.000 krónur.
Viðskiptavinir
þurfa að setja upp
sérstaka hlífðar-
hanska áður en
þeir handleika
gripinn og hefur
öryggisgæsla í
versluninni verið
aukin.
B ó k i n e r
nákvæm endur-
gerð ha ndr its
Benedikts Grön-
dal (1826 -1907)
sem hann gekk frá
um aldamótin 1900.
Hún er handinn-
bundin í sérsútað
sauðaleður frá Sjávarleðri á Sauð-
árkróki af Ragnari Einarssyni
bókbindara og er í sérsmíðuðum
viðarkassa. - sbt
Öryggisgæsla aukin
vegna Íslenskra fugla
UPPLIFÐI ÖLD ÖFGANNA
Eric Hobsbawm tilheyrði „örlitlum
hópi“ sagnfræðinga sem er þekktur
um allan heim, sagði í Guardian
í gær. Ritaskrá hans var býsna til-
komumikil en yfirlitsrit hans fjögur
um sögu Evrópu frá dögum frönsku
byltingarinnar þykja öll afburðagóð
og læsileg. Þau heita á frummálinu:
The Age of Revolution: Europe
1789-1848 (1962), The Age of
Capital: 1848-1875 (1975), The Age
of Empire: 1875-1914 (1987) og The
Age of Extremes: The Short Twent-
ieth Century, 1914-1991. Hin síðast-
nefnda kom út í íslenskri þýðingu
Sverris Jakobssonar undir heitinu
Öld öfganna. Hún var gefin út af
Máli og menningu og er uppseld að
sögn útgefanda. Þess má geta að
hann gaf út ævisögu sína árið 2001
og bar hún heitið Interesting Times:
A Twentieth-Century Life.
ÞEKKTASTI SAGNFRÆÐINGUR HEIMS?
ERIC HOBSBAWM „Er
eitthvað sem Hobs-
bawm veit ekki?“ var
spurning sem félagar
hans á námsárunum í
Cambridge spurðu sig
oft. Þess má geta að
meðal nágranna hans
þar var heimspekingur-
inn Wittgenstein.
NORDICPHOTOS/GETTY