Fréttablaðið - 02.10.2012, Síða 18

Fréttablaðið - 02.10.2012, Síða 18
2. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR Ö ll ve rð e ru b irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g/ eð a m yn da br en gl . NÝTT Tilbúnir r éttir – tilbúið á pönnun a! 1398kr.kg Miðjarðarhafspanna með grísakjöti 1398kr.kg Ítölsk panna með nautakjöti 1398kr.kg Frönsk hvítlaukspanna með nautakjöti 1398kr.kg Grísk panna með grísakjöti 1398kr.kg Indversk panna með grísakjöti Skýrt er kveðið á um það í lögum að eldhraun á Íslandi njóti sérstakrar verndar. Allar framkvæmdir í eldhrauni eru því strangt til tekið ólöglegar. Gálga- hraun á Álftanesi er eldhraun og auk þess á náttúruminjaskrá sem eykur enn á verndargildi þess. Garðabær fer með skipulags- vald í Gálgahrauni. Bærinn hefur þegar látið reisa heilt íbúða- hverfi í hrauninu. Enn fremur á að leggja nýjan Álftanesveg þvert yfir hraunið og aðra stoð- braut í kross frá norðri til suðurs. Bærinn sá reyndar sóma sinn í að friða nyrsta hluta Gálgahrauns en tveimur þriðju hlutum þess á að fórna undir vegi og lóðir. Komið er að ögurstundu í baráttunni um verndun Gálga- hrauns. Nú skal á það reynt hvort lög um náttúruvernd á Íslandi hafi eitthvert gildi. Vegagerðin hefur fleytt umhverfismati nýs Álftanesvegar í gegnum allar eftirlitsstofnanir ríkisins athuga- semdalaust, líkt og skraddararnir sem prönguðu „nýjum fötum“ upp á keisarann forðum án þess að nokkur þyrði að andmæla. Enginn hefur haft bein í nefinu til þess að benda á þá einföldu staðreynd, að það varði við lög að siga jarðýtum á eldhraun, hvað þá á eldhraun á náttúru- minjaskrá. Rökstuðningur Vega- gerðarinnar fyrir nýjum vegi er blátt áfram aumkunarverður. Þar segir að í Gálgahrauni sé ekki að finna neinar hraunmyndanir sem ekki megi finna annars staðar á Íslandi. Þetta eru merkileg tíð- indi því einn helsti listmálari þjóðarinnar, Jóhannes Kjarval, lagði hraunið að jöfnu við þjóð- garðinn á Þingvöllum. Ónýtt umhverfismat fallið úr gildi Umhverfismat nýs Álftanes- vegar rann úr gildi 22. maí sl. Því er haldið fram að nýtt hringtorg á Álftanesi og lag- færingar á gangstétt í Engidal í Hafnar firði endur nýi sjálfkrafa umhverfismatið. Það er ekki rétt. Umhverfismatið á aðeins við um veginn sjálfan. Forsendur þessa tíu ára gamla mats eru líka gjör- breyttar. Ekkert verður af 8.000 manna byggð í Garðaholti og því síður að 22.000 bílar aki um veg- inn á sólarhring. Matið gerir ráð fyrir mislægum gatnamótum við Prýðahverfi eins og tug þúsundir íbúa leynist þar í gjótum og sprungum. Ekkert er minnst á menningarsögu hraunsins og þýð- ingu þess fyrir þjóðina. Margir Garðbæingar, Álftnesingar og Hafnfirðingar muna eftir að hafa notið útiveru og friðsældar í Gálgahrauni. Þangað sóttu menn hrís til eldiviðar fyrr á öldum og vertíðarmenn teymdu austur á bóginn hesta sína klyfjaða fiski. Byrgi og skútar vitna um fjár- beit í árhundruð og Gálgaklettar gnæfa yfir til minnis um þá sem dæmdir voru til dauða á Bessa- stöðum. Slóðar og stígar geyma spor Snorra Sturlusonar, Fjölnis- manna, Jóns Vídalíns biskups og alþýðu manna sem átti erindi við helstu höfðingja landsins allar götur frá landnámi. Svo virðist sem matsmönnum hafi hvorki verið ljós saga Álftaness né haft hugmynd um menningarminjar í Gálgahrauni, hvað þá gert sér grein fyrir gildandi lögum um eldhraun á Íslandi. Álftanesi gjörbreytt Fáir átta sig á því hversu umfangs- mikil framkvæmd er hér á ferðinni. Algjörlega nýr veruleiki blasir við að henni lokinni. Það er ekki aðeins verið að leggja nýjan veg fyrir hundruð milljóna króna heldur þarf að skera tugmetra vegaxlir í hraunið báðum megin vegar og hlaða hálfs kílómetra hljóðmön sunnanmegin. Tilgangslaus en rán- dýr mislæg gatnamót breyta nátt- úruvin í steingeldan steypumúr. Álftanes verður gjörbreytt. Þetta veit Vegagerðin og þegir þunnu hljóði. Ekki eru birtar þrívíddar- myndir af mislægu gatna mótunum né heldur veginum sjálfum, ekki einu sinni fyrir umhverfismatið. Unnið skal í skjóli þagnar og myrk- urs, í þeirri von að við sofum eyði- legginguna af okkur. Hrauninu sunnan nýs Álftanesvegar verður breytt í lóðir, hraunmyndanir sem líkjast Dimmuborgum sprengdar í loft upp og Kjarvalsklettarnir frægu jafnaðir við jörðu. Senn leggja vígtenntar vinnu- vélar til atlögu við Gálgahraun. Almenningur á einskis annars úrkosta en að verja það með öllum tiltækum ráðum. Enginn má láta sitt eftir liggja þegar lög á Íslandi eru þverbrotin. Nýr vegur um Gálgahraun er táknmynd lögleysu, eyðileggingar, tilgangs leysis, fáfræði, græðgi og hroka og má aldrei verða að veruleika. Þeir sem vilja mótmæla nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun geta skráð nafn sitt á www.alftanes- vegur.is. Einnig má fylgjast með gangi mála á Facebook-síðunni Verndum Gálgahraun. Ögurstund í Gálgahrauni Mikið er nú talað um frjálst flæði fjármagns milli landa. Af umræðunni mætti ætla að engar hömlur sé hægt að setja vegna slíks flutnings fjármagns. Þarna er á ferðinni afar mikill misskilningur, því í eðli sínu er alveg frjálst flæði fjármagns ekki til. Allar þjóðir þurfa að gæta þess að í landinu sé nægt fjármagn til eðlilegs reksturs og í EES-samn- ingnum eru einmitt sett gagnleg ákvæði til að hindra flæði fjár- magns sem gæti verið skaðlegt landshagsmunum. Í 4. kafla III. hluta EES-samn- ingsins kemur strax fram, í upp- hafi 40. greinar, atriði sem skipta máli. Þar segir svo: „Innan ramma ákvæða samn- ings þessa skulu engin höft vera milli samningsaðila á flutn- ingum fjármagns í eigu þeirra sem búsettir eru í aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjum né nokkur mismunun, byggð á ríkisfangi eða búsetu aðila eða því hvar féð er notað til fjárfestingar.“ Þarna er fjallað um fé sem sannanlega er í eigu aðila sem bú- settur er í ríki sem á aðild að EES- samningnum. Þetta gefur skýrt til kynna, svo dæmi sé tekið, að óheimilt sé að taka fé að láni og flytja það síðan úr landi. Féð sem fer úr landi verður sannanlega að vera eign þess sem flytur það út og það verður sannanlega að vera til fjárfestinga en ekki til að leggjast inn á banka í öðru landi. Einnig segir svo í 2. málsgrein 42. gr. um lántökur til ESB- eða EES-ríkja: „Lán til beinnar eða óbeinnar fjármögnunar aðildarríkis EB eða EFTA-ríkis eða sveitarstjórna þess skulu ekki boðin út eða tekin í öðrum aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjum nema viðkomandi ríki hafi gert með sér samkomu- lag um það.“ Af þessu má sjá að flæði fjár- magnsins er alls ekki eins frjálst og umræðan bendir til. Þarna kemur skýrt fram að t.d. séu hömlur á erlendri lántöku ríkis og sveitarfélaga. Um almenna mark- aðinn segir svo í 1. mgr. 43. gr. „Kunni munurinn milli gjald- eyrisreglna aðildarríkja EB og EFTA-ríkjanna að verða til þess að menn, búsettir í einu þessara ríkja, færi sér í nyt þær rýmri yfirfærslureglur á yfirráðasvæði samningsaðila sem kveðið er á um í 40. gr. til þess að fara fram hjá reglum einhvers þessara ríkja um fjármagnsflutninga til eða frá þriðju löndum getur viðkomandi samningsaðili gert viðeigandi ráð- stafanir til að ráða bót á því.” Eins og þarna kemur einnig fram, eru skýrar heimildir fyrir hendi til að stjórna fjárstreyminu og stöðva flutning fjármagns úr landi, sem leitt geti til röskunar á starfsemi í viðkomandi ríki. Í 2. mgr. 43. gr. segir svo: „Leiði fjármagnsflutningar til röskunar á starfsemi fjármagns- markaðar í aðildarríki EB eða EFTA-ríki getur hlutaðeigandi samningsaðili gripið til verndar- ráðstafana á sviði fjármagnsflutn- inga.” Eins og hér hefur verið rakið, eru margháttaðir fyrirvarar í sambandi við flæði fjármagns. Mikilvægasti þátturinn er þó skýr, en það er frelsi til vöru og þjónustuviðskipta og flutnings eigin fjármagns milli landa, en þó eftir þeim reglum sem í gildi eru. Vegna þeirra atburða sem urðu hér með hruni bankanna árið 2008, er kannski ekki úr vegi að líta á hvað lögin nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, segja um lán- tökur bankanna. Í 3. gr. laganna er sagt að: „Eftir talin starfsemi er starfs- leyfisskyld samkvæmt lögum þessum: 1. Móttaka endurgreið- anlegra fjármuna frá almenningi: a. Innlán. b. Skuldaviður- kenningar. 2. Veiting útlána sem fjár- mögnuð eru með endurgreiðanleg- um fjármunum frá almenningi.“ Í 20. gr. laganna er fjallað um starfsheimildir viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja. Í 14. liðum eru taldar upp heimildir þeirra til ýmiss konar starfa. En það sem vekur sérstaka athygli er að hvergi er minnst á heimildir fjármálafyrirtækja til lántöku. Hvorki innlendrar né erlendrar. Eins og fram kemur í 3. gr. lag- anna er eina heimild bankanna til útlána, að þau séu: Fjár mögnuð með endurgreiðanlegum fjár- munum frá almenningi. Þarna er beinlínis sagt að einu útlánin sem bönkunum eru heimil, eru frá inn- lánum almennings, sem almenn- ingur á jafnframt endurkröfu- rétt á. Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst að fullt frelsi til flutnings fjármagns milli landa er ekki til staðar samkvæmt EES- samningnum. Einnig er nokkuð ljóst að bankarnir okkar höfðu engar lagaheimildir til lántöku, hvorki hér á landi eða í útlöndum. Full ástæða er til að spyrja hvers vegna slíkt var látið viðgangast í mörg ár. Óhætt er að segja að þessar erlendu lántökur bankanna hafi verið meginástæða hruns fjármálastofnana okkar haustið 2008. Er fullt frelsi á flæði fjármagns? Náttúruvernd Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður Fjármál Guðbjörn Jónsson fv. ráðgjafi Nýr vegur um Gálgahraun er táknmynd lögleysu, eyðileggingar, tilgangsleysis, fá- fræði, græðgi og hroka og má aldrei verða að veruleika.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.