Fréttablaðið - 02.10.2012, Blaðsíða 12
2. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR12
EVRÓPUMÁL „Það er ekkert þarna sem ég tel
vera óleysanlegt,“ sagði Johannes Hahn,
byggðamálastjóri Evrópusambandsins, um
samningsafstöðu Íslands í byggðamálum.
„Það er farið fram á ýmsa hluti sem snerta
sérstöðu Íslands hvað varðar legu landsins og
staðsetningu. Það er ekkert óvenjulegt við að
ríki, sem sækja um aðild að ESB, vilji ná fram
einhverju er varðar sérstöðu þeirra, en allt það
þarf að ræða ítarlega í samningaviðræðunum.“
Samningsafstaða Íslands í byggðamálum var
birt um miðjan september. Þar er óskað eftir
því að kaflinn um byggðamál verði opnaður
fyrir áramót, og Hahn telur allar líkur á að af
því geti orðið. „Í aðalatriðum hafa samninga-
viðræðurnar gengið vel. Við erum nokkurn
veginn á áætlun,“ segir hann.
Íslendingar fara fram á að í aðildarsamningi
verði sérstaklega tekið mið af því að Ísland
er, eins og það er orðað í samningsafstöð-
unni, „fámennt og afar strjálbýlt eyríki, stað-
sett á norðurslóðum, þar sem vegalengdir eru
langar, bæði innan lands og til næstu Evrópu-
ríkja og aðstæður áþekkar og á ystu svæðum
Evrópusambandsins sem njóta sérstakrar
stöðu.“
Allt þetta skiptir máli þegar ákvarðanir eru
teknar um úthlutanir úr þeim sjóðum Evrópu-
sambandsins sem ætlaðir eru til byggðamála.
Þeir sjóðir eru harla digrir, því þangað fer um
þriðjungurinn af heildarfjárlögum ESB. Þeir
eru notaðir til að styrkja þróun og uppbygg-
ingu hinna ólíku svæða Evrópusambandsins,
en þau eru afar misjöfn innbyrðis og þurfa
mismikla aðstoð.
Hahn segir ákveðna forgangsröðun nauð-
synlega við úthlutun styrkjanna og aðaláhersl-
an hafi þar verið á lítil og meðalstór fyrir-
tæki, sem gegni lykilhlutverki við að tryggja
atvinnu og skapa fleiri störf. Þessi aðstoð geti
skipt miklu máli fyrir Ísland, ekki síst í dreifð-
ari byggðum landsins.
„Mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja
sést vel á einföldu reikningsdæmi,“ segir
Hahn. „Í Evrópusambandinu eru núna um það
bil 23 milljónir lítilla og meðalstórra fyrir-
tækja, en í ESB eru um 25 milljónir manna án
atvinnu. Þetta þýðir að ef hvert og eitt þessara
litlu og meðalstóru fyrirtækja gæti ráðið til
sín einn nýjan starfsmann, þá væri atvinnu-
leysi úr sögunni í ESB. Ef hins vegar eingöngu
væri treyst á 500 stærstu fyrirtækin, þá þyrfti
hvert og eitt þeirra að geta útvegað fimmtíu
þúsund manns vinnu, sem er óframkvæman-
legt.“ gudsteinn@frettabladid.is
Í kröfum Íslendinga er
ekkert sem ekki má leysa
Byggðamálastjóri ESB segir kaflann um byggðamál í aðildarviðræðum Íslendinga að öllum líkindum verða
opnaðan fyrir áramót. Í byggðamálum hefur ESB lagt áherslu á að byggja upp lítil og meðalstór fyrirtæki.
Opinn kynningarfundur SA á Hilton Reykjavík Nordica,
miðvikudaginn 3. október kl. 8.30-10, sal H&I á 2. hæð.
Frummælendur:
Pétur Reimarsson, forstöðumaður hjá SA
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Ari Edwald, forstjóri 365
Heimir Örn Herbertsson, hrl.
Helga Melkorka Óttarsdóttir, hrl.
Fundarstjóri:
Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já
Þátttakendur fá afhent nýtt rit SA um samkeppnismál sem kemur út sama dag.
Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8.00.
VIÐHORF ATVINNULÍFSINS
SAMKEPPNIS LÖGIN OG FRAMKVÆMD ÞEIRRA
SKRÁNING Á WWW.SA.IS
Ef hvert og eitt
þessara litlu og
meðalstóru fyrir-
tækja gæti ráðið
til sín einn nýjan
starfsmann, þá
væri atvinnuleysi
úr sögunni í ESB.
JOHANNES HAHN
BYGGÐAMÁLASTJÓRI ESB
VIÐ HVALASAFNIÐ Á HÚSAVÍK Byggðamálastjóri ESB segir að við úthlutun úr sjóðum sambandsins vegna byggðamála
hafi verið lögð áhersla á að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki. Þau gegni lykilhlutverki við að tryggja vinnu og búa til
störf. FRÉTTABLAIÐ/VILHELM
EVRÓPA Aldrei hafa fleiri verið
atvinnulausir á evrusvæðinu en
í ágúst síðastliðnum, samkvæmt
nýjum tölum frá hagstofu Evrópu-
sambandsins, Eurostat.
Tæplega 18,2 milljónir manna
voru atvinnulausar í ágúst og fjölg-
aði þeim um 34 þúsund á milli mán-
aða. Áfram eru 11,4 prósent fólks
án atvinnu í ríkjunum sautján.
Tæplega 25,5 milljónir manna
eru án atvinnu í öllum Evrópusam-
bandsríkjunum 27. Atvinnuleys-
ið hefur aukist milli ára í tuttugu
ríkjum sambandsins, minnkað í sex
ríkjum og staðið í stað í einu ríki.
Sem fyrr er minnsta atvinnu-
leysið í Austurríki, Lúxemborg,
Hollandi og Þýskalandi og mest er
atvinnuleysið áfram á Spáni og í
Grikklandi, þar sem um fjórðung-
ur fólks er án vinnu.
5,5 milljónir fólks undir 25 ára
aldri í Evrópusambandsríkjunum
voru atvinnulausar í ágúst. Þar af
voru 3,4 milljónir í evruríkjunum
sautján. Þetta þýðir að rúmlega
fimmtungur ungs fólks í Evrópu-
sambandsríkjunum var atvinnulaus
í ágúst síðastliðnum. Yfir helming-
ur fólks undir 25 ára í Grikklandi
og á Spáni var án vinnu. - þeb
25,5 milljónir manna eru án atvinnu í Evrópusambandsríkjunum 27:
Atvinnuleysi eykst á evrusvæði
Í VINNULEIT Þessi kona leitar að vinnu í
Bailleul í Frakklandi. Um fimmtungur ungs
fólks var án vinnu í ágúst. NORDICPHOTOS/AFP
NOREGUR Norska læknafélagið vill
að óhollur matur verði dýrari og
að virðisaukaskatti á ávöxtum og
grænmeti verði aflétt, að því er
greint er frá á fréttavefnum e24.
no.
Norðmenn fitna og fitna og
segir formaður læknafélagsins,
Hege Gjessing, að snúa verði þró-
uninni við.
Það er mat lækna að merkja
þurfi hollan mat betur, auka gjöld
á sykri og sykruðum drykkjum
og banna transfitu í matvörum
sem seldar eru í norskum versl-
unum. Jafnframt vilja læknarn-
ir að ávextir og grænmeti verði
ódýrari fæða en nú er. - ibs
Norðmenn fitna of mikið:
Norskir læknar
vilja sykurskatt
SÆLGÆTI Neyslustýring með skatt-
lagningu er víðar í umræðunni en hér
á landi.
SAMKEPPNISMÁL Neytendastofa
hefur sektað Húsasmiðjuna um
500 þúsund krónur vegna brota
á lögum um viðskiptahætti og
markaðssetningu.
Byko kvartaði yfir auglýsingum
þar sem fullyrt var að Húsasmiðj-
an byði „landsins mesta úrval
af pallaefni“. Fram kemur á vef
Neytendastofu að Húsasmiðjan
hafi ekki náð að leggja fram full-
nægjandi gögn til sönnunar full-
yrðingunni. Því taldi Neytenda-
stofa Húsasmiðjuna brjóta gegn
ákvæðum laganna. - sv
„Landsins mesta úrval“:
Húsasmiðjan
skal greiða sekt
Víst búið að skila uppgjöri
Stjórnmálasamtökin Fólkið í bænum,
sem buðu fram í Garðabæ í síðustu
sveitarstjórnarkosningum undir
listastafnum „m“, skiluðu uppgjöri
vegna ársins 2010 í októberlok í fyrra.
Misskilningur starfsmanns Ríkisendur-
skoðunar varð til þess að í fréttum
RÚV var sagt að uppgjöri hefði ekki
verið skilað, að því er fram kemur í
áréttingu Ríkisendurskoðunar í gær.
STJÓRNSÝSLA
MINNSTA FÓLK Í HEIMI Þau Chandra
Bahadur Dangi, 72 ára Nepalbúi, og
Jyoti Amge, 19 ára indversk stúlka,
hittust í Katmandú nýverið.
NORDICPHOTOS/AFP