Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 2
22. október 2012 MÁNUDAGUR2 SPURNING DAGSINS JARÐSKJÁLFTI Hundruð jarðskjálfta hafa mælst norður af Siglufirði frá því á laugardag. Enn fundust skjálftar á svæðinu í gær. Sá stærsti mældist tæplega sex á Richter. Skjálftahrinan hófst á laugardag og náði hámarki skömmu eftir mið- nætti. Upptök skjálftanna eru um tuttugu kílómetra norður af Siglu- firði, á sex til níu kílómetra dýpi. Stærsti skjálftinn í hrinunni varð rétt fyrir klukkan hálf tvö aðfara- nótt sunnudags og mældist 5,6 að stærð. „Þessi skjálfti fannst víða og mjög harkalega á Siglufirði, sem er ekki í nema fimmtán kílómetra fjarlægð frá upptökunum. Þetta er sennilega stærsti skjálfti sem hefur orðið fyrir norðan frá því Kópa- skersjarðskjálftinn varð í ársbyrj- un 1976,“ segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Eitthvað dró úr virkni í gærmorg- un en önnur hrina hófst svolítið sunnar og austar rétt fyrir hádegi í gær. Ragnar býst við að einhverjar hrinur haldi áfram á næstunni en á ekki von á fleiri stórum skjálftum. Hann segir hrinuna hafa byrjað smátt fyrir viku síðan og því hafi stóri skjálftinn ekki komið upp úr þurru. „Þessi stóri sem átti sér stað aðfaranótt sunnudags var svokall- aður gliðnunarskjálfti. Það er gliðn- unarkvos sem liggur frá norðri til suðurs þar sem landið gengur sund- ur og kvika gengur upp undir skorp- una, þó ekki hátt upp. Þetta gerist á kannski sjö til átta kílómetra dýpi. Það eru þó engin merki um að þessi kvika sé á leiðinni upp og því ekkert sem bendir til þess að þarna verði gos.“ sara@frettabladid.is Sennilega stærsti skjálftinn frá 1976 Hundruð jarðskjálfta mældust norður af Siglufirði um helgina. Stærsti skjálft- inn mældist 5,6 að stærð sem er sennilega stærsti skjálfti á svæðinu síðan árið 1976. Jarðskjálftafræðingur býst við að skjálftahrinan haldi áfram næstu daga. „Við fundum fyrir einum mjög stórum um miðnætti (aðfaranótt sunnudags) og þá fór ég og tíndi saman það sem ég gat. Þegar sá stóri kom um hálf tvö var ég búin að græja margt en eitthvað brotnaði þó. Innra glerið á einni rúðunni sprakk og einangrunin á þakinu er farin að detta í sundur,“ segir Rósa Jónsdóttir, íbúi á Siglufirði, en fjölskylda hennar svaf ekkert um nóttina. „Við þorðum það ekki. Ég beið eftir því að eitthvað alvarlegra kæmi fyrir. Barnabarnið var eini fjölskyldu- meðlimurinn sem svaf þetta af sér.“ Rósa hefur ekki upplifað skjálftahrinu sem þessa áður. „Þegar þessir stóru komu var eins og flutningabíll hefði keyrt inn í húsið og allt lék á reiðiskjálfi.“ Líkt og flutningabíl sé ekið inn í húsið RÓSA JÓNSDÓTTIR Siglufjörður Ólafsfjörður 19.-20. september 2012 20.-21. október 2012 Stærsti skjálftinn NEYTENDUR Saltlakkrís verður undanþeginn salmíaktakmörk- unum Evrópusambandsins, ESB. Tillaga um að minnka mesta leyfilegt magn salmíaks í lakkrís í þrjú grömm á hvert kíló var lögð fram í vor. Á vef Svenska Dagbladet segir að í saltlakkrís séu hins vegar 70 grömm af salmíaki í hverju kílói. Hefði tillagan verið sam- þykkt hefði saltlakkrísinn verið bannaður. Matvælafyrirtæki og sæl- gætisframleiðendur á Norður- löndum mótmæltu tillögunni á þeim forsendum að salmíaks- magnið væri svo lítið að það væri ekki hættulegt heilsunni. - ibs Salmíakstakmarkanir ESB: Saltlakkrís verður bjargað SLYS Tveir menn, Ólafur Felix Haraldsson og Hans Óli Hansson, létu lífið þegar fisvél sem þeir voru í brotlenti á Njarðvíkurheiði á laugardag, skammt suðaustan við fisflugvöllinn við Seltjörn. Ekki er enn vitað um orsakir slyssins, en aðstæð- ur til flugs voru ágætar þegar slysið átti sér stað. Mennirnir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi, en talið er að mennirnir hafi látist nærri samstundis. Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar nú málið og hefur flak vélarinnar verið flutt til Reykjavíkur. Óvíst er þó hvenær niðurstöður munu liggja fyrir. Ólafur Felix var búsettur á Patreksfirði, fæddur 1970 og lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn. Hans Óli var búsettur í Kópavogi, fæddur 1946 og lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú uppkomin börn. - þj Tveir menn létu lífið þegar fisvél hrapaði til jarðar á Reykjanesi um helgina: Ekkert vitað um orsakir slyssins FRÁ SLYSSTAÐ Mennirnir tveir voru úrskurðaðir látnir á slysstað, en talið er að þeir hafi látist nærri samstundis. MYND/VÍKURFRÉTTIR SVEITARSTJÓRNARMÁL Sveitarfélögin Álftanes og Garðabær munu sameinast, undir merkjum hins síðarnefnda, í upphafi næsta árs. Sameining var samþykkt í báðum sveitarfélögum um helgina. Alls voru 87,7 prósent kjósenda á Álftanesi fylgjandi sameiningu en 11,5 prósent á móti. Í Garðabæ var hins vegar mjórra á munum þar sem rúm 53 prósent greiddu atkvæði með sameiningu en tæp 47 prósent á móti. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir í samtali við Fréttablaðið að gott sé að fá nið- urstöðu í málið. ekki hafi komið á óvart að lítill munur hafi verið meðal Garðbæinga. „Við vissum að þetta yrði þyngra hér í Garðabæ en úti á Álftanesi og afstaða þeirra sem að sögðu nei er skiljanleg. Fólk veit hvað það hefur og er ánægt með Garðabæ eins og er. En nú er bara komið að því að snúa bökum saman og búa til enn betra og sterkara sveitarfélag.“ Gunnar segir bæjastjórn Garðabæjar munu fara með stjórn hins nýja sveitarfélags og bæjarstjórn Álftaness verði nokkurs konar ráðgefandi hverfa- stjórn. Nýja sveitarfélagið mun halda Garðabæjarnafninu, enda segir Gunnar að um það hafi verið samið í upphafi viðræðna. „Garðabær hefur sterka ímynd og auk þess hefur orðið garðar sterka sögulega skírskotun út á Álftanes. Þannig að það var eng- inn ágreiningur um það.“ Íbúar sameinaðs sveitarfélags verða um 14.000 talsins miðað við tölur Hagstofu frá 1. janúar. - þj Íbúar Garðabæjar og Álftaness samþykktu sameiningu sveitarfélaganna: Í eina sæng eftir næstu áramót GARÐABÆR Talsvert minna fylgi var meðal Garðbæinga en Álftnesinga. Bæj- arstjóri Garðabæjar segir það skiljanlegt, en nú sé mál að taka höndum saman. RJÚKANDI RÚSTIR Eldur hafði læst sig í átta bíla þegar slökkvilið kom á vett- vang. MYND/VÍKURFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Átta bílaleigubílar skemmdust eða eyðilögðust í elds- voða á Iðavöllum í Reykjanesbæ aðfaranótt sunnudags. Svo virðist sem eldsneytisþjóf- ar hafi verið þar á ferð, en á vett- vangi fannst lítil eldsneytisdæla, tengd við rafgeymi. Talið er að eld- urinn hafi komið upp við skamm- hlaup í dælubúnaðinum. Brunavarnir Suðurnesja komu á vettvang upp úr miðnætti og náðu fljótt stjórn á eldinum. Þjófarnir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang og er ekki vitað hverjir voru þarna að verki. - þj Átta bílar brunnu í Keflavík: Bílabruninn rakinn til þjófa Margrét, ertu þá ekki eins saklaus og áður var talið? „Úbbsasí!“ Sjónvarpskonan Margrét Erla Maack klæðist galla að hætti Britney Spears í sýningu í Iðnó. Britney kvað einmitt sakleysi sitt ofmetið á sínum tíma. Leiguvísitala stóð í stað Vísitala leiguverðs á höfuðborgar- svæðinu var 118,7 stig í september 2012 og stóð í stað frá fyrra mán- uði. Á vef Þjóðskrár kemur fram að síðastliðna þrjá mánuði hafi vísitalan hækkað um 4,5 prósent og tæp tíu prósent síðustu tólf mánuði. FASTEIGNAMARKAÐUR BANDARÍKIN Þrír létust og fjórir særðust er skotið var á heilsulind í verslunarmiðstöð í Bandaríkjun- um. Atvikið átti sér stað í bænum Brookfield í Wisconsin í gær. Fjórir voru fluttir á spítala til aðhlynningar en ekkert fórnar- lambanna er talið í lífshættu. Mikill viðbúnaður var hafður í og við heilsulindina eftir að til- kynning um árásina barst. Árásar- maðurinn sást hlaupa á brott frá staðnum skömmu eftir árásina. Hann er sagður heita Radcliffe Franklin Houghton. - sm Árás í heilsulind í Brookefield: Þrír létu lífið eftir skotárás Sóttu slasaðan göngumann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann skömmu eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Maður hafði fallið fram af klettabelti í Botnssúlum og slasaðist á baki. SLYS ÍSRAEL, AP „Við setjum engar hömlur á byggingarframkvæmd- ir í Jerúsalem,“ segir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. „Þetta er höfuðborgin okkar.“ Þetta sagði hann eftir að Catherine Ashton, utan- ríkismála- fulltrúi Evrópu- sambandsins, hafði gagnrýnt áform um að reisa 800 nýjar íbúðir í hverf- um Palestínu- manna í borginni. Byggingar ísraelskra landtöku- manna hafa árum saman mætt harðri gagnrýni Palestínumanna. Nabil Abu Rdeneh, einn af aðstoðarmönnum Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórn- ar, sagði Netanjahú með þessu vísvitandi eyðileggja alla friðar- möguleika. - gb Meira byggt í Jerúsalem: Engar hömlur á landtökufólk BENJAMÍN NETANJAHÚ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.