Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 10
22. október 2012 MÁNUDAGUR ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. www.kia.isÞú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook SJÓNVARPSSTÖÐIN ID: INVESTIGATION DISCOVERY ER EINGÖNGU Í BOÐI Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á WWW.STOD2.IS LÍBANON, AP Átök brutust út í Beirút milli lögreglu og mótmælenda í kjöl- far útfarar herforingjans Wissam al Hassan, sem myrtur var á föstudag. Hundruð mótmælenda brutust í gegnum raðir lögreglunnar og reyndu að komast inn í byggingu ríkisstjórnarinnar. Þús- undir manna biðu að auki átekta að baki hinum, sem brutust í gegnum raðir lögreglunnar. Lögreglan beitti bæði skotvopnum og táragasi til að halda mannfjöldan- um í skefjum. Mótmælendurnir kenna sýrlenskum stjórn- völdum um morðið á Hassan, og saka stjórn Líbanons jafnframt um allt of náin tengsl við Sýrlandsstjórn. Mótmæl- endurnir hrópuðu einnig slagorð gegn Hezbollah, herskáum samtök- um í landinu sem hafa jafnan notið mikils stuðnings frá Sýrlandi. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur mánuðum saman valdið ólgu í Líbanon, og hefur alloft komið til minni háttar átaka vegna þessa. Sýrlandsstjórn og sýrlenski her- inn hefur undanfarna þrjá áratugi haft mikil ítök í Líbanon, en herfor- inginn Hassan, sem myrtur var á föstudag, fór ekki dult með andstöðu sína gegn Sýrlandi og sýrlenskum áhrifum í Líbanon. „Hann var myrtur við að verja land sitt,“ sagði Samer al-Hirri, einn þeirra sem voru viðstaddir útför Hassans í gær. Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, hvatti fólk til að sýna stillingu: „Beiting ofbeldis er ekki ásættanleg og sýnir ekki þá ímynd sem við viljum,“ sagði hann, en tók jafnframt fram að hann hefði skiln- ing á tilfinningum fólks. Hassan stjórnaði í sumar rannsókn sem leiddi í ljós að áhrifamenn í Sýrlandi stóðu að baki áformum um sprengju- árás í Beirút. Í framhaldi af þeirri rannsókn var Michael Samaha, fyrrver- andi innanríkisráðherra Líbanons, handtekinn, en hann hafði verið einn af helstu bandamönnum Sýrlands innan ríkisstjórnar Líb- anons. Samaha var einn þeirra sem fór- ust í sprengjuárásinni í Beirút á föstudag, þar sem Hassan lét einnig lífið. Alls kostaði sú árás átta manns lífið. Laurent Fabius, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði allt benda til þess að stjórn Basher al Assads Sýrlandsforseta hafi átt hlut að sprengjuárásinni á föstudag. „Allt bendir til þess að þetta sé framlenging á sýrlenska harmleikn- um,“ sagði Fabius. gudsteinn@frettabladid.is Útför snerist upp í óeirðir Borgarastyrjöldin í Sýrlandi er farin að valda æ meiri ólgu í Líbanon. Í gær brutust þar út átök er mótmælendur reyndu að ráðast inn í stjórnarhöll. MÓTMÆLENDUR Í BEIRÚT Veifa fánum bæði Líbanons og stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi. N O R D IC PH O TO S/A FP Hann var myrtur við að verja land sitt. SAMER AL-HIRRI EINN ÞEIRRA SEM VORU VIÐSTADDIR ÚTFÖRINA SPÁNN Andstæðingar spænsku ríkis stjórnarinnar unnu sigur í hér- aðsstjórnarkosningum í Baskalandi í gær, samkvæmt útgönguspám, en stjórnarflokkurinn vann aftur á móti sigur í Galisíu. Mariano Rajoy forsætisráðherra fær því misvísandi skilaboð, en stjórn hans hefur staðið í ströngu við að skera niður í ríkisfjármál- um og gæti þurft á fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum að halda. Úrslitanna var beðið í von um að sjá af þeim hvort aðhaldsaðgerðirn- ar eigi stuðning vísan. - gb Mikilvægar kosningar í tveimur héruðum Spánar: Lítt hjálpleg úrslit KOSIÐ Á SPÁNI Héraðsstjórnir í Galisíu og Baskalandi voru kosnar í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.