Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag STJÓRNSÝSLA Nefnd lögfræðinga, sem stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd Alþingis fékk til að fara yfir drög stjórnlagaráðs að stjórnar- skrá, skilar af sér skýrslu innan tveggja vikna. Í kjölfarið verður frumvarp um nýja stjórnarskrá lagt fram á þingi. Valgerður Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, segir að gangi þetta eftir eigi ekki að vera nein vand- kvæði á því að ljúka fyrstu umræðu um málið fyrir jól. Hún á ekki von á að gerðar verði miklar breytingar á drögum stjórnlagaráðs. „Mér sýnist niðurstaðan vera mjög skýr. Stjórnarandstaðan hefur reyndar haft allt á hornum sér varðandi málið og ef eitthvað sting- ur hana meira í augun en annað tel ég sjálfsagt að við förum yfir það.“ Hún muni gera sitt til að breikka hópinn sem standi að baki málinu. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að komi frumvarp um nýja stjórnarskrá fram á næstu vikum sé ekki ólíklegt að það takist að ljúka fyrstu umræðu fyrir jól. Hann telur þó of snemmt að segja til um hvort málið klárist fyrir kosningar. „Öll málsmeðferð er eftir í þinginu og það á eftir að reyna á hversu mikið svigrúm þingmenn telja sig hafa til að gera breytingar á tillögum stjórnlagaráðs.“ Birgir segir að haft hafi verið á orði að gera megi lagatæknileg- ar breytingar, en ekki efnislegar. Það geti þó verið þrautin þyngri að skera úr um það. „Ef menn gera athugasemdir við framsetningu ákvæða, orðalag, hugtakanotk- un og þess háttar geta menn lent í klemmu við að ákvarða hvort þar sé um að ræða lagatæknilegar breyt- ingar eða efnislegar breytingar.“ Tveir þriðju kjósenda samþykktu á laugardag að drög stjórnlagaráðs skyldu verða grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. Alls greiddu 115.814 atkvæði, eða 48,9% kjósenda. Valgerður segist vera ánægð með þátttökuna og undir það tekur Sal- vör Nordal, formaður stjórnlaga- ráðs, sem segir hana meiri en hún bjóst við. Birgir er þessu ósammála. „Ég lít þannig á að það veiki tölu- vert þau skilaboð sem ráða má út úr þessari ráðgefandi atkvæðagreiðslu að helmingur landsmanna skuli kjósa að sitja heima.“ - kóp / sjá síðu 6 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Mánudagur skoðun 12 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Fasteignir Hugbúnaður 22. október 2012 248. tölublað 12. árgangur þátttaka var í þjóðar- atkvæðagreiðslunni. 48,9% ÍSLENSKAR ULLAR-MOTTUR Gólfmott-urnar eftir Sigrúnu Láru Shanko og Sigríði Ólafsdóttur eru á leið á erlendan markað. Hér heima fást þær í Epal og Kraum. MYNDIR/PJETUR V ið hittumst fyrst á textílverkstæð-inu á Korpúlfsstöðum. Sigga gekk með þann draum í maganum að búa til gólfmottur en hún lærði fínflos-aðferð í Svíþjóð. Við stofnuðum saman fyrirtækið fyrir rúmu ári og samhliða því að standsetja húsnæðið unnum við hugmyndir og skissur. Við sýndum svo fyrstu motturnar í Epal á HönnunarMars 2012,“ útskýrir Sigrún Lára Shanko en hún rekur fyrirtækið Élivogar ásamt Sig-ríði Ólafsdóttur, textíl- og vöruhönnuði en þær hanna og framleiða gólfmottur úr hreinni, íslenskri ull. Boltinn fór strax að rúlla eftir Hönn-unarMars og í framhaldinu fengu þær stöllur umfjöllun í sænska Elle interiour og boð um þátttöku á hönnunarsýn-ingu í Helsinki. Þá voru þær meðal topp tíu hönnuða á HönnunarMars að mati wgsn.com. „Motturnar sem fóru til Helsinki eru þar enn á sýningu á heimili íslenska sendiherrans þar. Þá erum við að vinna spennandi verk f i spennandi í farvatninu,“ segir Sigrún.Munstrin á mottunum eru unnin upp úr loftmyndum og landakortum af Ís-landi. Þær eru handunnar og því verður engin þeirra alveg eins. „Við handteikn- um munstrið á vefinn sem er strengdur á ramma. Vélknúin nál festir þræðina en framleiðslan sjálf tekur um það bil 5 daga. Hver motta er númeruð svo hægt er að rekja sögu hennar, hvernig hún er unnin, af hverjum og hvaða litir eru í henni. Þannig getum við lagað mottu fyrir viðskiptavin með því að fletta upp númerinu. Eins er hægt að sérpanta hjá okkur aðra liti í eitthvert munstur eða koma með eigið munstur sem við hjálpum til við að þróa í mottu.“Auk gólfmottanna hafa Sigrún og Sig- ríður hafið framleiðslu á sessum, sem þær kalla Piece of Iceland. „Við hugsum þær eins og þúfur sem hægt er að kippa með sér og setjast á úti. Við berum nátt- úrulegt latex undir s þ NÁTTÚRAN Á GÓLFÍSLENSK HÖNNUN Sigríður Ólafsdóttir og Sigrún Lára Shanko framleiða gólf- mottur úr íslenskri ull. Munstrin eru unnin út frá loftmyndum og kortum. JÓLIN NÁLGASTMörgum finnst jólin nálgast þegar jólaórói Georgs Jensen kemur á markað, enda hefur hann söfnunargildi. Að þessu sinni er hönnunin sótt til sögunnar um fæðingu Jesú en hún á að tákna betlehemsstjörnuna. Rebecca Uth á heiðurinn af hönnuninni að þessu sinni.FASTEIGNIR.IS22. OKTÓBER 2012 40. TBL. Eignamiðlun kynnir: Glæsilegt, vel hannað 270 fm parhús á útsýnisstað í suðurhlíðum Kópavogs. H úsið var byggt árið 1994 en endurnýjað árið 2006 eftir teikningum Halldóru Víf-ilsdóttur. Lítil stúdíóíbúð er í hús-inu sem hægt er að sameina aðal-íbúð. Vandaðar innréttingar, gegn-heilt parket á gólfum og flísar. Ljósahönnun frá Lumex. Í garði er stór timburverönd með heitum potti. Gengið er inn í forstofu á aðal-hæð. Á hæðinni er rúmgott hjóna-herbergi en inn af því er sér bað-herbergi. Tvö barnaherbergi eru hæðinni, þvottaherbergi og flísa-lagt baðherbergi með innréttingu og góðum sturtuklefa. Góður stigi er á milli hæða en á efri hæð er rúmgott eldhús með borðkrók við glugga og stórri eldaeyju. Svalir út af eldhúsi. Þá er flísalagt sjón-varpshol og rúmgóð stofa með fal-legu útsýni. Af millipalli er geng-ið út í bakgarðinn. Á jarðhæð er lítil íbú skúr ása t stóru herbergi sem nýtt er af efri hæð. Sérinngang- ur er í íbúðina sem er ca 40 fm og skiptist í: Forstofu, flísalagða með skápum. Baðherbergi, flísa- lagt með sturtu. Eldhúsaðstaða með innréttingu. Inn af ldhherb stærð eignarinnar 268,3 fm sem skiptist í 24,0 fm bílskúr, 76,5 fm íbúðarherbergi á jarðhæð, 79,7 fm á 1.hæð (inngangshæð) og 88,1 fm á 2.hæð. Húsið var stækk ðca 12 f á Glæsilegt hús í Heiðarhjalla Fallegt hús í suðurhlíðum Kópavogs. Rúnar GíslasonLögg. fasteignasali audur@fasteignasalan.is Viltu selja?Vegna mikillar sölu vantar mig 2ja og 3ja herbergja íbúðir í hverfum 101 og 105 Reykjavík. Ákveðnir kaupendur bíða eftir réttu eigninni. Talaðu endilega við Auði í síma 824-7772 eða audur@fasteignasalan.is RE/MAX ALPHA • SKEIFUNNI 17 • 108 REYKJAVÍK • WWW.REMAX.IS FRÍTT VERÐMATHRINGDU NÚNA Sylvía G. Walthersdóttirsylvia@remax.is 820 8081Haukur Halldórsson, hdl.Löggiltur fasteignasali Suðurlandsbraut 22 | Opið mán. – fös. frá kl. 9–17 | www.heimili.is Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Erla Dröfn Magnúsdóttir lögfræðingur Ásdís Írena Sigurðardóttirskjalagerð Ruth Einarsdóttirsölufulltrúi Bogi Pétursson lögg.fasteignasali Gústaf Adolf Björnsson lögg. fasteignasali Finndu okkur á Facebook Kynningarblað Viðskiptahugbúnaður, vefumsjónarkerfi, lausnir á sviði innkaupastjórnunar og markaðssetning á netinu. HUGBÚNAÐUR MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2012 &HUGBÚNAÐARGERÐ 9 dagar í Hrekkjavöku Hryllilegt ú rval af hræðileg um vörum! Kraftmikið afmælisbarn Bergþór Pálsson er 55 ára í dag en hann segir að sítrónuvatn sé undrameðal sem haldi honum kraftmiklum. EFNILEGIR EVRÓPUMEISTARAR Ísland vann tvöfalt á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í Árósum um helgina. Kvennasveitin varði sinn titil og stúlknasveitin fagnaði einnig sigri. Stúlkurnar voru efstar eftir undankeppnina og tókst að fylgja því eftir með sigri í sjálfum úrslitunum á laugardag. „Það þarf sterk bein til að halda forystunni eins og þær gerðu,“ segir Ásdís Guðmundsdóttir, einn Evrópumeistaranna. Sjá síðu 22 MYND/ÓLAFUR BJÖRNSSON Ljúka fyrstu umræðu um nýja stjórnarskrá fyrir jól Lögfræðinganefnd skilar af sér skýrslu um stjórnarskrárdrög innan tveggja vikna. Frumvarp til nýrrar stjórnarskrár lagt fram í kjölfarið. Stjórn og stjórnarandstaða búast við að fyrstu umræðu ljúki fyrir jól. VÆTA SYÐRA Í dag verður yfirleitt hæg austlæg átt og léttskýjað en stífari vindur og væta S-til. Hiti 0-7 yfir daginn. VEÐUR 4 5 3 3 0 0 Vogue myndar í Hörpu Tískuritið Vogue myndar tískuþátt í Hörpunni. popp 26 Skoruðu þrjú í Úkraínu Ísland er í góðri stöðu í umspili fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins 2013. sport 22 ORKUMÁL Mikið ber á milli í viðræð- um Hafnarfjarðarbæjar og HS Orku um endurgjald vegna fyrirhugaðrar orkunýtingar á Krýsuvíkursvæðinu. Gunnar Axel Axelsson, sem er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar- bæjar og hefur leitt viðræðurnar fyrir hönd bæjarins, telur líklegt að bæjarráð muni slíta viðræðum tímabundið á næstunni. Þær verði svo mögulega teknar upp á ný síðar, ef forsendur breytast. „Ef nota á Krýsuvíkursvæðið til orkuvinnslu, þarf virði svæðisins að endurspeglast í tekjunum sem Hafnar fjörður sem eigandi auðlind- arinnar fær,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið. Hann segir orkuverð til stóriðju hér á landi nú aðeins rétt standa Mikið ber á milli í viðræðum um endurgjald fyrir orkunýtingu í Krýsuvík: Hitaveituviðræður settar á ís Jákvætt ferli Það jafngildir því að segja pass að fara ekki á kjörstað, skrifar Guðmundur Andri Thorsson. skoðun 13 Auðlindarenta er því ekki veruleg um þessar mundir og þess vegna spurning hvort ekki sé skynsamlegra að bíða þar til aðstæður verði hagstæðari. GUNNAR AXEL AXELSSON FORMAÐUR BÆJARRÁÐS HAFNARFJARÐAR undir kostnaði við fjárfestingar og lágmarksarðsemi. „Auðlindarenta er því ekki veru- leg um þessar mundir og þess vegna spurning hvort ekki sé skynsam- legra að bíða þar til aðstæður verði hagstæðari heldur en að festa þetta ástand til næstu áratuga með samn- ingum.“ Gunnar segir vangaveltur um orkuöflun HS Orku fyrir álver í Helguvík hvergi koma að málinu, enda hafi aldrei verið samið við Hafnarfjörð um nýtingu í Krýsuvík. Að sögn Gunnars eru umhverfis- mál ekki síst mikilvæg í þessu efni. Bæjaryfirvöld séu nú að vinna að stefnumótun í umhverfismálum þar sem afturkræfni sé höfð að sjónar- miði við slíkar framkvæmdir. „Það er aldrei fullkomlega mögu- legt, en hafi menn þetta á bak við eyrað frá byrjun er hægt að ná þessu markmiði nokkuð vel.“ - þj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.