Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 48
22. október 2012 MÁNUDAGUR20 sport@frettabladid.is EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN skoraði mark Cercle Brugge í 2-1 tapi liðsins fyrir Mechelen í belgísku úrvalsdeildinni um helgina. Þetta var hans fyrsti leikur í byrjunarliði og annað mark í jafnmörgum leikjum en Eiður gekk til liðs við félagið fyrr í mánuðinum. Cercle Brugge er þó neðst í deildinni með fjögur stig. Lengjubikar karla Breiðablik - Tindastóll 59-76 (30-33) Keflavík - Haukar 105-70 (58-35) KR - KFÍ 91-76 (48-39) Fjölnir - Stjarnan 88-103 (46-58) EHF-bikar kvenna Tertnes IL - Fram 35-21 (15-10) Fram - Tertnes IL 21-18 (10-6) Tertnes IL vann samanlagt, 53-42. Báðir leikirnir fór fram á heimavelli Fram. Valur - Valencia 35-27 (18-10) Valur vann samanlagt, 64-47. Báðir leikirnir fóru fram á Spáni. EHF-bikar karla HK - RK Maribor Branik 25-42 (11-20) RK Maribor Branik - HK 35-25 (19-11) RK Maribor Branik vann samanlagt, 77-50. Báðir leikirnir fóru fram í Slóveníu. N1-deild karla Fram - ÍR 34-27 (16-11) Haukar - Valur 28-23 (15-11) Mörk Hauka (skot): Stefán Rafn Sigurmannsson 7/5 (9/6), Árni Steinn Steinþórsson 7 (10), Gylfi Gylfason 6 (8), Jón Þorbjörn Jóhannsson 3 (4), Adam Haukur Baumruk 2 (3), Tjörvi Þorgeirsson 2 (6), Gísli Jón Þórisson 1 (4), Gísli Kristjánsson (1), Varin skot: Giedrius Morkunas 7 (18, 39%), Aron Rafn Eðvarðsson 5/1 (17/2, 29%). Hraðaupphlaup: 7 (Árni St. 2, Gylfi 4, Adam 1). Fiskuð víti: 6 (Stefán Rafn 1, Árni Steinn 1, Jón Þorbjörn 2, Adam 1, Gísli 1) Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Vals (skot): Gunnar Malmquist 5/1 (6/1), Finnur Ingi Stefánsson 5 (9), Atli Már Báruson 4 (8/1), Magnús Einarsson 3 (6), Gunnar Harðarson 2 (2), Hjálmar Þór Arnarson 1 (1), Sigfús Sigurðs- son 1 (1), Daði Laxdal Gautason 1 (4), Agnar Smári Jónsson 1 (5). Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 5/1 (15/2, 33%), Hlynur Morthens 3 (21/4, 14%). Hraðaupphlaup: 8 (Gunnar 3, Finnur Ingi 2, Atli Már 1, Gunnar 1, Daði Laxdal 1) Fiskuð víti: 2 (Atli Már 1, Magnús 1) Utan vallar: 2 mínútur. N1-deild kvenna Grótta - Stjarnan 19-27 (8-14) Fylkir - Afturelding 16-14 (9-8) HK - Selfoss 27-25 (12-13) FH - Haukar 25-21 (11-10) Enska úrvalsdeildin Fulham - Aston Villa 1-0 1-0 Chris Baird (83.). Liverpool - Reading 1-0 1-0 Raheem Sterling (28.). Manchester United - Stoke 4-2 1-1 Wayne Rooney (26.), 2-1 Robin van Persie (43.), 3-1 Danny Welbeck (45.), 3-2 Michael Kig- htly (58.), 4-2 Wayne Rooney (64.). Norwich - Arsenal 1-0 1-0 Grant Holt (19.). Swansea - Wigan 2-1 1-0 Pablo (64.), 2-0 Michu (66.), 2-1 Emmerson Boyce (68.). Tottenham - Chelsea 2-4 0-1 Gary Cahill (16.), 1-1 William Gallas (46.), 2-1 Jermain Defoe (53.), 2-2 Juan Mata (65.), 2-3 Juan Mata (68.), 2-4 Daniel Sturridge (90.). West Brom - Manchester City 1-2 1-0 Shane Long (66.), 1-1 Edin Dzeko (79.), 1-2 Edin Dzeko (91.). West Ham - Southampton 4-1 1-0 Mark Noble (46.), 2-0 Kevin Nolan (47.), 2-1 Adam Lallana (63.), 3-1 Mark Noble (71.), 4-1 Modibo Maiga (86.) Sunderland - Newcastle 1-1 0-1 Yohan Cabaye (3.), 1-1 Demba Ba, sjálfsmark (85.). QPR - Everton 1-1 1-0 David Hoilett (2.), 1-1 Julio Cesar, sjálfsmark (33.). STAÐAN Chelsea 8 7 1 0 19-6 22 Man. United 8 6 0 2 21-11 18 Man. City 8 5 3 0 17-9 18 Everton 8 4 3 1 15-9 15 Tottenham 8 4 2 2 15-12 14 West Brom 8 4 2 2 12-9 14 West Ham 8 4 2 2 12-9 14 Fulham 8 4 1 3 16-11 13 Arsenal 8 3 3 2 13-6 12 Swansea City 8 3 2 3 14-12 11 Newcastle 8 2 4 2 9-12 10 Liverpool 8 2 3 3 10-12 9 Stoke City 8 1 5 2 8-9 8 Sunderland 7 1 5 1 6-8 8 Norwich City 8 1 3 4 6-17 6 Wigan Athletic 8 1 2 5 8-15 5 Aston Villa 8 1 2 5 6-13 5 Southampton 8 1 1 6 13-24 4 Reading 7 0 3 4 8-14 3 QPR 8 0 3 5 7-17 3 ÚRSLIT FÓTBOLTI Helgi Valur Daníelsson hefur verið fastamaður í landsliði Lars Lagerbäck en missti af síð- ustu tveimur leikjum vegna veik- inda. Hann fór með liðinu til Alb- aníu en var kominn með hita strax við komuna til Tírana. Eftir leik- inn fór hann aftur til síns heima í Svíþjóð og náði sér fljótt og vel. „Það er reyndar ekki vitað nákvæmlega hvað var að hrjá mig,“ segir Helgi Valur við Frétta- blaðið. „Það var engin niðurstaða sem fékkst úr öllum þeim rann- sóknum sem gerðar voru og talið líklegast að þetta hafi verið ein- hvers konar vírussýking. Það er ekki talið að þetta hafi verið neitt hættulegt þó svo að það sé vissu- lega óþægilegt að vita ekki hvað þetta var.“ Aldrei fundið fyrir öðru eins Helgi Valur segir að hann hafi veikst nokkuð illa aðfaranótt fimmtudags en leikur Íslands gegn Albaníu fór fram á föstudeg- inum. „Ég vaknaði með svakaleg- an hausverk og verk fyrir brjóst- inu. Ég hef aldrei fundið fyrir öðru eins áður. Ég gisti því á sjúkrahús- inu næstu nótt og var betri daginn eftir.“ Þegar íslenska liðið hélt heim á leið til þess að spila við Sviss á Laugardalsvellinum hélt Helgi Valur aftur til síns heima. Ísland tapaði leiknum, 2-0, og var einn- ig án Arons Einars Gunnarssonar sem tók út leikbann. Þeir spiluðu saman á miðju Íslands í fyrstu tveimur leikjum liðsins í undan- keppni HM 2014 með ágætum árangri. „Það er alltaf svekkjandi að missa af leikjum en það er lítið við því að gera þegar maður veik- ist,“ segir hann. „Það er langt í næsta keppnisleik með landsliðinu og margir leikmenn sem banka á dyrnar. Það eina sem ég get gert er að standa mig með mínu félags- liði fram að næsta leik.“ Síðan Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu hefur Helgi Valur verið valinn reglulega og notið trausts landsliðsþjálfarans. „Maður er í raun enn svekkt- ari fyrir vikið því mér finnst ég í fyrsta sinn vera í mikilvægu hlut- verki í landsliðinu. Ég hef fengið traust frá þjálfaranum og vil auð- vitað taka þátt í flestum leikjum. Maður vill auðvitað ekki tapa sæt- inu sínu.“ Helgi Valur hefur spilað í Sví- þjóð í sex ár og neitar því ekki að það hafi ef til vill hjálpað til að landsliðsþjálfarinn sé sænskur og vel að sér í sænska boltanum. Ari Freyr í miklum metum „Hann fylgist auðvitað vel með öllum leikmönnum. Það getur þó verið að hann horfi á sænsku deildina aðeins öðruvísi augum en margir Íslendingar enda hefur hann tekið leikmenn þaðan sem hlutu ekki náð fyrir augum fyrri þjálfara, eins og Ara Frey [Skúla- son] sem hefur þó verið í miklum metum hér úti í mörg ár,“ segir Helgi Valur. Ísland mætir næst Andorra í æfingaleik ytra þann 14. nóvem- ber næstkomandi en næsti leikur í undankeppni HM 2014 verður gegn Slóveníu í mars á næsta ári. eirikur@frettabladid.is Ég vil spila í öllum leikjum Helgi Valur Daníelsson missti af báðum landsleikjum Íslands fyrr í mánuðinum vegna veikinda. Hann þurfti að gista á sjúkrahúsi í Albaníu en hefur náð sér á fullu. Helgi Valur stefnir á að endurheimta sæti sitt í íslenska landsliðinu. HELGI VALUR Fagnar hér marki í leik með sænska liðinu AIK. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Valur tryggði sér sæti í 3. umferð EHF-bikar- keppni kvenna með því að vinna spænska liðið Valencia Aicequip örugglega í tveimur leikjum um helgina. Valur vann samanlagt, 64-47, og skoraði Þorgerður Anna Atladóttir flest mörk Valskvenna eða fimmtán talsins í leikjunum tveimur. Valur mætir næst rúmenska liðinu HC Zalau og fara leikirnir fram um miðjan nóvember. Karlalið HK og kvennalið Fram eru hins vegar úr leik í EHF-keppninni. Fram vann Tert- nes IL frá Noregi í gær en tapaði samanlagt. - esá Evrópukeppnin um helgina: Stórsigrar Vals- kvenna á Spáni ENSKI BOLTINN Chelsea heldur áfram sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni. Marki undir í síðari hálfleik gegn Tottenham á White Hart Lane tók Juan Mata til sinna ráða í síðari hálfleik. Spán- verjinn skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í frábærum sigri í Lund- únaslagnum. „Ég fékk Mata til Chelsea þegar ég var þar, þannig að frammistaða hans kemur mér ekkert á óvart,“ sagði Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, sem var rekinn frá Chelsea á síðustu leiktíð. Manchester-liðin City og Unit- ed deila öðru sæti deildarinnar. Wayne Rooney skoraði tvö mörk og sjálfsmark í 4-2 heimasigri á Stoke. Öll athyglin beindist þó að Rio Ferdinand sem neitaði að klæðast bol með slagorði gegn kynþáttafordómum í upphitun leiksins. „Ég mun taka á þessu. Þetta er vandræðalegt fyrir mig,“ sagði Skotinn sem fullyrti fyrir leikinn að Ferdinand myndi klæð- ast bolnum. Dramatíkin var mikil á The Hawthorns, heimavelli West Brom, þar sem Man. City var í heimsókn. Englandsmeistararnir spiluðu manni færri í sjötíu mínútur en tókst samt að tryggja sér sigur. Varamaðurinn Edin Dzeko þurfti aðeins ellefu mínútur til þess að skora tvisvar og tryggja City 2-1 sigur. Bosníumaðurinn hefur skor- að sex mörk í deildinni þrátt fyrir mikla bekkjarsetu. Dzeko kom einnig af bekknum og tryggði City sigur í síðasta útileik liðsins gegn Fulham. „Ég vil ekki verða þekktur sem bjargvættur af bekknum. Ég vil spila,“ sagði Dzeko eftir leikinn. Báðum leikjum gærdagsins lauk með 1-1 jafntefli. QPR mis- tókst að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið mætti Everton á heimavelli en gestirnir misstu Steven Pienaar af velli með rautt spjald snemma í síðari hálfleik. Þá máttu erkifjendurnir Sunder- land og Newcastle sættast á skipt- an hlut. Newcastle komst snemma yfir en missti svo Cheick Tiote af velli með rautt spjald. Sunderland jafnaði leikinn með sjálfsmarki Demba Ba í lok leiksins. - ktd, esá Edin Dzeko og Juan Mata stálu senunni í sigrum liða sinna um helgina: Frábær endurkoma City og Chelsea TRYGGÐI SIGURINN Edin Dzeko fagnar sigurmarki sínu um helgina. HANDBOLTI Forráðamenn þýska úrvalsdeildarfélagsins Tusem Essen eru sagðir afar áhugasam- ir um að fá Ólaf Stefánsson til liðs við félagið. Hann staðfesti á dögunum að hann væri hættur að spila með íslenska landsliðinu en hann er nú án félags eftir að AG fór á hausinn nú í sumar. Fullyrt er í dönskum og þýsk- um fjölmiðlum að Ólafur hafi áhuga á að koma sér að hjá félags- liði og er Maik Handschke, þjálf- ari Essen, sagður vilja gjarnan fá kappann til sín. „Það væri draumi líkast fyrir alla leikmenn að fá slíkan leik- mann til félagsins,“ sagði Fabian Böhm, einn leikmanna Essen, við þýska fjölmiðla. „Það væri í raun ólýsanlegt.“ - esá Aftur í þýska boltann? Ólafur orðaður við Essen HANDBOLTI Haukar héldu sigur- göngu sinni í N1-deild karla áfram í gær þegar liðið vann nokkuð þægilegan fimm marka sigur á Valsmönnum, 28-23. Haukar höfðu frumkvæðið allan leikinn þótt ungt Valslið hefði ekki játað sig sigrað fyrr en loka- flautið gall. „Ef þú greinir liðið sem við erum með þá eru margir að stíga sín fyrstu skref í fullorðinsbolta,“ sagði Patrekur Jóhannsson, þjálf- ari Vals, sem situr í 6. sæti deild- arinnar með þrjú stig. Á toppnum tróna Haukamenn með níu stig af tíu mögulegum. „Nei, ég hafði aldrei áhyggjur en var þó aldrei rólegur. Maður verður að halda mönnum á tánum og mér fannst menn vera að berjast fyrir þessu,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. - ktd N1-deild karla í handbolta: Haukar ósigr- aðir á toppnum HINGAÐ OG EKKI LENGRA Daði Laxdal Gautason fékk óblíðar viðtökur hjá Haukavörninni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.