Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 54
22. október 2012 MÁNUDAGUR26 MÁNUDAGSLAGIÐ „Vogue hefur boðað komu sína hingað í næsta mánuði og ætlar að mynda stóran tískuþátt,“ stað- festir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi tónlistarhúss- ins Hörpu, og segir um leið að húsið sé orðið eftirsótt myndefni. Sjónvarpsstöðvar, tímarit og fyrirtæki víða að úr heiminum sækjast eftir að fá að mynda í tónlistarhúsinu við sæinn. Sem dæmi má nefna bækling bíla- framleiðandans Hyundai, þar sem Harpa leikur lykilhlutverk, og haustbækling bandarísku verslunarkeðjunnar Blooming- dales sem var myndaður í Hörpu í sumar. Tískubiblían Vogue er þekkt fyrir stóra myndaþætti þar sem fræg nöfn í tískuheiminum koma oftar en ekki við sögu. Anna Mar- grét vill ekki gefa meira upp að svo stöddu um tökuna, en stað- festir að um stóran myndaþátt sé að ræða. Anna Margrét segir starfs- fólk Hörpu taka fyrirspurnum á borð við þessar fagnandi, enda sé þetta fyrst og fremst góð land- ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON: GLERHJÚPURINN HEILLAR Vogue myndar tísku í Hörpu HARPA Í TÍSKU Vogue hefur nú bæst í hóp fjölmiðla og fyrirtækja sem vilja mynda í Hörpu, en tískubiblían tekur myndir í myndaþátt í húsinu í næsta mánuði. Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu, segir húsið vera eftirsótt myndefni enda sé hönnun hússins að stimpla sig inn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Listi yfir þau tímarit og sjónvarpsstöðvar sem hafa myndað í og við Hörpu upp á síðkastið: ● Japanski sjónvarpsþátturinn „Discovery of the World‘s Mysteries“ þar sem fjallað var ítarlega um Hörpu ● Hyundai-auglýsingabæklingur ● Bloomingdales-bæklingur ● SVT 1 – sænska ríkissjónvarpið ● BBC ● ZDF – þýska ríkissjónvarpið ● Bandaríski ljósmyndarinn Lauren Greenfield ● Sjónvarpsþátturinn Househunters verður tekinn upp í Hörpu á næstunni ● Sanlih News Channel – taívanska sjónvarpið ● Hollenski Bachelor-þátturinn. HARPA Í SVIÐSLJÓSINU kynning og góð kynning á hús- inu á erlendri grund. „Við erum stöðugt að fá fyrirspurnir erlend- is frá um leyfi til að mynda í hús- inu. Við gleðjumst yfir því að Harpa er að verða nýtt kennileiti á Íslandi. Ég tel að glerhjúpur Hörpu heilli, enda er hann bæði einstakur og fallegt listaverk.“ Anna Margrét útskýrir að öllum sé að sjálfsögðu frjálst að mynda í opnum svæðum Hörpu. „En sé ætlunin að mynda í auglýsinga- skyni þarf að fá leyfi hjá okkur. Séu ljósmyndir af Hörpu notaðar í auglýsingaherferðum, eins og í tilviki Hyundai, er greidd höf- undarréttargreiðsla. Húsið er að stimpla sig inn á alþjóðlegum vettvangi og það má jafnvel segja að Harpa sé að komast í tísku.“ alfrun@frettabladid.isaf Gulu línunni frá Heilsu GMP Náttúrulegt-Gæðavottað Framleitt samkvæmt ströngustu gæðakröfum undir eftirliti frá Bandaríska matvæla og lyfjaeftirlitunu (FDA) og GMP vottað. „Tighten Up með Archie Bell & The Drells. Þá fer maður dansandi af gleði inn í erfiðan mánudag.“ Þorsteinn Kári Jónsson, einn af for- sprökkum Meistaramánaðar. Um þrjú hundruð manns frá fjölmiðlum víða í heiminum verða á meðal gesta á Airwaves- hátíðinni sem hefst í Reykjavík í lok mánað- arins. Fjöldinn er álíka mikill og mætti á hátíðina í fyrra. „Þetta er ómissandi fyrir okkur til að breiða út boðskapinn. Við erum lítið festival en stórt vörumerki. Svona umfjöllun er mikilvæg fyrir okkur til að keppa við að láta heiminn vita af okkur,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Airwaves. Meðal þeirra fjölmiðla sem eiga fulltrúa á hátíðinni í þetta sinn eru BBC Radio, bandaríska tónlistar- síðan Paste Magazine, The Indep- endent, Vice TV, Rolling Stone með blaðamanninn David Fricke í fararbroddi, Gaffa, Berlingske Tidende, danska- og norska ríkis útvarpið og bandarísku útvarpsstöðvarnar KEXP og KCRW. Einnig mætir til landsins fólk frá Quint Mag- azine í Dubai, LE TV frá Kína og blaða- menn frá japönsku tímariti og vefsíðu. Rússneskir, pólskir og þýskir blaða- menn verða einnig á svæðinu. Fólk frá hátíðum á borð við Euroconic, by:Larm, G! Festival, CMJ í New York, Spot Festival og Canadian Music Week verður einn- ig með augun á innlendum jafnt sem erlendum flytjendum. Bækistöðvar erlendu gestanna verða á Hótel Plaza í Aðalstræti. „Við búumst við því að um sex þúsund manns fari í gegnum fjölmiðlamiðstöðina á Plaza og við erum að búa okkur vel undir það,“ segir Kamilla. - fb Erlent fjölmiðlafólk 300 talsins FRICKE MÆTIR David Fricke, einn virtasti blaðamaður tímaritsins Rolling Stone, mætir annað árið í röð. Nýtt smáforrit frá fyrirtækinu Locatify kom út á fimmtudag. For- ritið nefnist Strollon London; Your Personal Audio Guide og er unnið í samvinnu við breska fyrirtækið Strollon. Hjónin Leifur Björn Björnsson og Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir reka Locatify sem sér- hæfir sig í framleiðslu leiðsöguforrita. „Strollon er fyrir- tæki sem býr til leiðsagnir sem gefnar eru út á snjallsíma. Við bjóðum svo upp á tæknina til að gera þetta á ódýran og skilvirkan hátt,“ útskýrir Leifur Björn. Verkefnið er það fyrsta sem Locatify selur og segir Leifur að fyrirtækið sé að ganga í gegnum viss tímamót um þessar mundir. „Við erum að fara úr rannsóknar- ham í söluham. Áður keyrðum við aðallega á styrkjum en nú erum við farin að selja leyfin. Við erum einnig að vinna verk- efni með skólum í Noregi þannig að það eru spennandi tímar fram undan.“ - sm Spennandi tímar TÍMAMÓT Hjónin Leifur Björn Björns- son og Steinunn Anna Gunnlaugs- dóttir reka Locatify. „Það er svo mikil gróska í íslenskri fatahönnun að mér fannst við hæfi að gera heila bók og sýna heiminum hvað er í gangi hérna,“ segir ljósmyndarinn og stílistinn Charlie Strand sem á heiðurinn af ljósmyndabókinni Icelandic Fashion Design sem kemur út í vikunni. Bókin inniheldur umfjallanir og veglega myndaþætti um tíu hönn- uði. Charlie Strand hefur verið búsettur hér á landi síðastliðin fimm ár en hann er hálfur Íslend- ingur. Icelandic Fashion Project á að vera heimild um þann ört stækkandi iðnað sem fatahönnun er á Íslandi í dag og gefa um leið útlendingum sem sækja landið heim smá innsýn inn í íslenskan tískuheim. Þeir hönnuðir sem fjallað er um í bókinni eru Steinunn, Bóas, Eygló, Royal Extreme, ELM, Munda, Vera Þórðardóttir, E-Label og Arna Sigrún. „ Mér fi nnst þessir tíu hönn- uðir endurspegla hönnunarsenuna hérna. Hönnuðirn- ir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Þeir eru einnig allir á mismunandi stað á ferli sínum sem mér fannst mikilvægt,“ segir Strand, sem var rúmt ár að vinna bókina í sam- vinnu við hönnuðina sjálfa, teikn- ara og grafískan hönnuð. Strand hefur áður gefið út bók- ina Icelandic Pro- jects sem er um íslenska list, tísku og tónlist. Útgáfu- hóf fyrir Icelandic Fashion Design verður næstkom- andi fimmtudag í bókabúð Máls og menningar. - áp Bók um íslenska fatahönnun BÓK UM TÍSKU Ljósmyndarinn og stíl- istinn Charlie Strand einblínir á íslenska fatahönnuði í bókinni Icelandic Fashion Design sem kemur út í vikunni. MYND/MAGNUSANDERSEN.CO ICELANDIC FASHION DESIGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.