Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 14
22. október 2012 MÁNUDAGUR14 Merkisatburðir Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN JÓNSSON Hlégerði 23, Kópavogi, sem lést þriðjudaginn 16. október á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Vífilsstöðum, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 23. október kl. 13.00. Ingvar Kristjánsson Halla Ágústsdóttir Ágústa Kristrún Ingvarsdóttir Ragnhildur Björk Ingvarsdóttir 24 tíma vakt Sími 551 3485 Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA Hafinn er undirbúningur að nýju vinnu- lagi í skipulagsmálum í Reykjavík. Í kvöld kynna Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar, og Sigbjörn Kjartans- son, arkitekt hjá Glámu Kími, hugmynd- irnar á fundi í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Nýja skipulagsvinnan snýr að átta af tíu borgarhlutum, en nýbreytni er að láta horfa á stærri svæði en verið hefur gert til þessa. Lögð er áhersla á sjálfbæra þróun, svo sem vistvænar samgöngur og nær- þjónustu. Hvert hverfisskipulag er svo hugsað sem sáttmáli milli borgarbúa og borgar yfirvalda um hvernig hverfið eigi að þróast til framtíðar og á því eiga svo að byggjast framkvæmda- og fjárfestingar- áætlanir. Eins á skipulagsvinnan að fjalla um stóru myndina í aðalskipulagi Reykja- víkur til ársins 2030. Yfirskrift þeirrar vinnu er „Borg fyrir fólk“. „Við höfum unnið þetta með borginni, að átta okkur á hvaða merkingu þessi nálgun gæti haft og hvernig verklagsferlar yrðu búnir til,“ segir Sigbjörn. Hverfisskipu- lagið segir hann að sé hugtak sem innleitt hafi verið í nýjum skipulagslögum sem tóku gildi um áramótin 2010/2011. „Þar er hverfisskipulagi lýst sem aðferð við deili- skipulag og grein gerð fyrir því í skiln- ingi laganna. En hugmyndin er sú að þetta eigi við um þegar byggð hverfi og teknar séu fyrir heildir og stærri svæði en gert hefur verið síðustu ár þegar verið er að endurskilgreina heimildir til bygginga og framkvæmda í gömlum hverfum bæjarins. Hugmyndin að baki þessu er sú að hverfin séu tekin í stærri heildum.“ Annars vegar segir Sigbjörn að hverfisskipulagið eigi þá að skilgreina almennan ramma um hvað heimilt sé að ráðast í og hvað ekki. „Og hins vegar að fjallað sé um svæði þar sem meiri inngrip eru fyrirhuguð sem þróun- arsvæði og og þá séu rammalýsingar um hvað þar verði á döfinni.“ Sigbjörn segir að með nýju hverfisskipu- lagi ætti þá að vera komið fram praktískt verkfæri fyrir borgina þar sem skipulag sé unnið á skilvirkari hátt en áður, um leið og vinnan geti verið grundvöllur fyrir ríkari sátt um skipulagið. „Skipulagið ber þá ekki að með jafn miklu hentistefnuyfir- bragði og oft hefur virst vera síðustu miss- erin.“ Þá segir Sigbjörn í verklaginu tækifæri í tengslum við sjálfbæra þróun þar sem greina megi hverfin betur út frá samsetn- ingu og þjónustueiningum. „Það hefur til dæmis með það að gera hvort nógu margar íbúðir standi að baki hverju skólahverfi til að stuðli að stabílu skólastarfi og hvort fólk búi nægilega þétt til að það beri nær- þjónustu, eða hvort menn ætli að halda áfram að keyra lengri leiðir til að sækja mjólk og annan varning.“ Í tilkynningu borgarinnar um fund- inn, sem hefst í Gerðubergi klukkan átta í kvöld, kemur fram að þegar í þessum mánuði eigi að auglýsa eftir „þverfag- legum hönnunarteymum til þess að hefja undirbúning hverfisskipulagsgerðar í átta hverfum borgarinnar“. Eru það sögð tíð- indi í þróunarsögu borgarinnar. olikr@frettabladid.is Á SKÓLALÓÐINNI Meðal þess sem horfa á til í nýju hverfaskipulagi er samsetning skólahverfa og hvort byggð sé nógu þétt til að bera nær- þjónustu á borð við verslanir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SIGBJÖRN KJARTANSSON: HVERFISSKIPULAGIÐ Á AÐ SKILGREINA RAMMANN Hverfin tekin í stærri heildum Skipulagið ber þá ekki að með jafn miklu hentistefnuyfi r- bragði og oft hefur virst vera síðustu misserin. Sigbjörn Kjartansson Á þessum degi árið 1797 fór Frakkinn André-Jacques Garnerin í fyrsta fall- hlífarstökkið. Hann stökk úr loftbelg í þrjú þúsund feta hæð yfir París. Leonardo Da Vinci kom fyrstur fram með hugmyndina að fallhlíf en Frakk- inn Louis-Sébastien Lenormand bjó til fyrstu fallhlífina úr tveimur regn- hlífum árið 1793 og stökk úr tré. Gar- nerin varð aftur á móti sá fyrsti sem hannaði fallhlíf sem gat hægt á hraða manns sem stökk úr mikilli hæð. Hann fékk hugmyndina þegar hann var fangi í ungversku fangelsi á tíma frönsku byltingarinnar. Draum- ur hans var að geta stokkið niður af háum fangelsisveggjum. Hann prófaði þó ekki hugmyndir sínar þar en áhug- inn á fallhlífarstökki dvínaði ekki. Árið 1797 lauk hann við gerð fyrstu fallhlífarinnar. Hún var sjö metrar í þvermál og fest við bastkörfu. Hinn 22. október festi hann fallhlífina við loftbelg og sveif hátt yfir jörðu. Hann klifraði yfir í körfuna og skar á böndin sem héldu henni. Þar sem hann gleymdi að gera loftgat efst á fallhlífina sveiflaðist hann til og frá á leið sinni til jarðar en lenti óskadd- aður. Garnerin lést 1823 í loftbelgs- slysi þegar hann var að prófa nýja gerð fallhlífa. ÞETTA GERÐIST: 22. OKTÓBER 1797 Fyrsta fallhlífarstökkið GARNERIN SVÍFUR TIL JARÐAR Frakkinn Garnerin svífur til jarðar í fallhlífinni. 1253 Flugumýrarbrenna. 25 manns láta lífið þegar kveikt er í bænum Flugumýri í Skagafirði. 1859 Spánn lýsir yfir stríði á hendur Mónakó. 1964 Franski rithöfundurinn Jean-Paul Sartre hlýtur Nóbelsverðlaun í bókmenntum sem hann afþakkar. 1961 Bjarni Benediktsson er kosinn for- maður Sjálfstæðisflokksins. 1974 Sprengjuárás á skemmtistað í London með þeim afleið- ingum að þrír starfsmenn særast. 1992 Stærsta síldarfarmi sem landað hefur verið úr einu skipi er landað á Eskifirði. SPIKE JONZE leikstjóri er 43 ára í dag. „Sem leikstjóri færðu að vera varðhundur alls tökuferlisins. En á sama tíma þarf maður að leggja á minnið heilt handrit.“ 43 Kvikmyndin Teorema frá árinu 1968 verður sýnd í stofu 101 í Lögbergi í dag. Tilefni sýningarinnar er XII Vika ítalskrar tungu. Teorema er eftir ítalska leikstjór- ann Pier Paolo Pasolini en hann er af mörgum talinn einn merkasti listamaður Ítalíu á 20. öld. Pasolini starfaði ekki aðeins sem leikstjóri heldur var hann einnig skáld, málfræðingur og blaðamað- ur. Teorema segir frá dularfullum gesti er dvelur hjá ríkri fjölskyldu í Mílanó. Það er félagið Marco Polo sem stendur fyrir sýningunni auk ítölskukennara við Háskóla Íslands. Sýningin hefst klukkan 18 og er aðgangur ókeypis. Sýna gamalt meistaraverk DULARFULL MYND Kvikmyndin Teorema er sýnd í Lögbergi í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.