Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 39
KYNNING − AUGLÝSING Hugbúnaður & hugbúnaðargerð22. OKTÓBER 2012 MÁNUDAGUR 3 Dacoda ehf. er hugbúnaðar-fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun hugbúnaðarlausna fyrir innlendan og erlendan mark- að. Dacoda var stofnað í byrjun árs 2002 og fagnar því tíu ára afmæli sínu í ár. Skýr stefna og traustur grunnur „Markmið okkar hjá DaCoda hefur frá upphafi verið að vinna að hag- nýtum hugbúnaðarlausnum og veita viðskiptavinum trausta og góða þjónustu,“ segir Júlíus Freyr Guðmundsson, framkvæmda- stjóri og annar eigenda fyrirtæk- isins. „Hér starfar fagfólk á öllum sviðum hugbúnaðargerðar, ráð- gjafar og upplýsingatækni. Starfs- mennirnir eru tíu og starfa flestir hér á Íslandi en einnig á Ítalíu og í Malasíu. Flestir þeirra hafa unnið hjá fyrirtækinu frá upphafi. Da- coda tekur þátt í verkefnum með ýmsum hætti, allt frá hugmynda- vinnu að hýsingu og daglegum rekstri.“ Staðið af sér sveiflur Júlíus segir hrunið hafa haft lítil áhrif á fyrirtækið og verkefnin hafi streymt inn án þess að reynt hafi verið að koma fyrirtækinu mikið á framfæri. „Eiginfjárstaða Dacoda er sterk og hefur kenni- tala þess verið óbreytt frá upphafi. Viðskiptavinir okkar hafa flestir verið lengi í viðskiptum við okkur og þjónustan við núverandi við- skiptavini hefur aukist mikið frá hruni. Við höfum lagt áherslu á að þjónusta þá vel.“ Vefkerfi í stöðugri þróun Dacoda hefur frá upphafi þróað Dacoda CMS sem er vefumsjón- arkerfi fyrir fyrirtæki og stofnan- ir. Kerfið kom fyrst á markað árið 2002 og hefur frá því verið í stöð- ugri þróun. „Með dyggri hjálp viðskiptavina hefur okkur tek- ist að smíða kerfi sem er sérstak- lega hannað með það að leiðar- ljósi að nýir notendur eigi auðvelt með að tileinka sér vinnubrögð í kerfinu. Það er þó um leið sveigj- anlegt svo það hamlar ekki not- endum með góða þekkingu á vef- síðugerð og forritun. Frá því sala á Dacoda CMS hófst hafa viðtök- ur verið vonum framar.“ Annast sjálfir daglega umsýslu Viðskiptavinir Dacoda koma úr ýmsum ólíkum geirum atvinnu- lífsins. Stór og smá fyrirtæki sem og margar stofnanir nota vefum- sjónarkerfið með góðum árangri. „Með einföldu og þægilegu not- endaviðmóti gefur Dacoda CMS viðskiptavinum okkar kost á að annast sjálfir daglega umsýslu sinna vefja. Það sem viðskiptavin- ir okkar eru hvað ánægðastir með er persónuleg og ábyggileg þjón- usta í takt við stuttan viðbragðs- tíma,“ segir Júlíus. Meira en vefumsjónarkerfi „Við leggjum mikla áherslu á Da- coda CMS og almenna vefsíðugerð en að auki höfum við tekið þátt í ýmsum öðrum spennandi verk- efnum. Sem dæmi má nefna ör- yggis- og netumsjónarkerfi fyrir bandaríska herinn, gjafakorta- umsýslukerfi fyrir Landsbank- ann, mats- og tjónakerfi fyrir Við- lagatryggingu, smáforrit fyrir iPhone, iPad, Android og nú síð- ast fyrir Windows 8 og svo mætti lengi telja,“ segir Ástþór Ingi Pét- ursson, verkefnastjóri og annar eigenda fyrirtækisins. Útrás á dagskrá „Það er á dagskrá hjá okkur að færa út kvíarnar og við höfum verið í smávægilegri útrás til Bret- lands og Norðurlandanna. Það gengur hins vegar svolítið hægt hjá okkur sökum anna á Íslandi en markið er sett hátt,“ segir Ástþór. Viðskiptavinir í fyrsta sæti hjá DaCoda DaCoda er tíu ára hugbúnaðarfyrirtæki. Það byggir á traustum grunni og viðskiptavinir þess hafa flestir verið lengi í viðskiptum við fyrirtækið. Dacoda hefur þróað sitt eigið vefumsjónarkerfi sem hefur verið í notkun frá árinu 2002 og er í stöðugri þróun. Ástþór, annar eigenda Dacoda, segir það vera á stefnuskrá fyrirtækisins að færa út kvíarnar og reyna fyrir sér í útlöndum. Starfsfólk Dacoda á góðri stundu á Segway-hjólum í ferð fyrirtækisins til Amsterdam fyrir ári. Dacoda hefur frá upphafi þróað Dacoda CMS vefumsjónarkerfi fyrir fyrirtæki og stofn- anir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.