Fréttablaðið - 22.10.2012, Page 39

Fréttablaðið - 22.10.2012, Page 39
KYNNING − AUGLÝSING Hugbúnaður & hugbúnaðargerð22. OKTÓBER 2012 MÁNUDAGUR 3 Dacoda ehf. er hugbúnaðar-fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun hugbúnaðarlausna fyrir innlendan og erlendan mark- að. Dacoda var stofnað í byrjun árs 2002 og fagnar því tíu ára afmæli sínu í ár. Skýr stefna og traustur grunnur „Markmið okkar hjá DaCoda hefur frá upphafi verið að vinna að hag- nýtum hugbúnaðarlausnum og veita viðskiptavinum trausta og góða þjónustu,“ segir Júlíus Freyr Guðmundsson, framkvæmda- stjóri og annar eigenda fyrirtæk- isins. „Hér starfar fagfólk á öllum sviðum hugbúnaðargerðar, ráð- gjafar og upplýsingatækni. Starfs- mennirnir eru tíu og starfa flestir hér á Íslandi en einnig á Ítalíu og í Malasíu. Flestir þeirra hafa unnið hjá fyrirtækinu frá upphafi. Da- coda tekur þátt í verkefnum með ýmsum hætti, allt frá hugmynda- vinnu að hýsingu og daglegum rekstri.“ Staðið af sér sveiflur Júlíus segir hrunið hafa haft lítil áhrif á fyrirtækið og verkefnin hafi streymt inn án þess að reynt hafi verið að koma fyrirtækinu mikið á framfæri. „Eiginfjárstaða Dacoda er sterk og hefur kenni- tala þess verið óbreytt frá upphafi. Viðskiptavinir okkar hafa flestir verið lengi í viðskiptum við okkur og þjónustan við núverandi við- skiptavini hefur aukist mikið frá hruni. Við höfum lagt áherslu á að þjónusta þá vel.“ Vefkerfi í stöðugri þróun Dacoda hefur frá upphafi þróað Dacoda CMS sem er vefumsjón- arkerfi fyrir fyrirtæki og stofnan- ir. Kerfið kom fyrst á markað árið 2002 og hefur frá því verið í stöð- ugri þróun. „Með dyggri hjálp viðskiptavina hefur okkur tek- ist að smíða kerfi sem er sérstak- lega hannað með það að leiðar- ljósi að nýir notendur eigi auðvelt með að tileinka sér vinnubrögð í kerfinu. Það er þó um leið sveigj- anlegt svo það hamlar ekki not- endum með góða þekkingu á vef- síðugerð og forritun. Frá því sala á Dacoda CMS hófst hafa viðtök- ur verið vonum framar.“ Annast sjálfir daglega umsýslu Viðskiptavinir Dacoda koma úr ýmsum ólíkum geirum atvinnu- lífsins. Stór og smá fyrirtæki sem og margar stofnanir nota vefum- sjónarkerfið með góðum árangri. „Með einföldu og þægilegu not- endaviðmóti gefur Dacoda CMS viðskiptavinum okkar kost á að annast sjálfir daglega umsýslu sinna vefja. Það sem viðskiptavin- ir okkar eru hvað ánægðastir með er persónuleg og ábyggileg þjón- usta í takt við stuttan viðbragðs- tíma,“ segir Júlíus. Meira en vefumsjónarkerfi „Við leggjum mikla áherslu á Da- coda CMS og almenna vefsíðugerð en að auki höfum við tekið þátt í ýmsum öðrum spennandi verk- efnum. Sem dæmi má nefna ör- yggis- og netumsjónarkerfi fyrir bandaríska herinn, gjafakorta- umsýslukerfi fyrir Landsbank- ann, mats- og tjónakerfi fyrir Við- lagatryggingu, smáforrit fyrir iPhone, iPad, Android og nú síð- ast fyrir Windows 8 og svo mætti lengi telja,“ segir Ástþór Ingi Pét- ursson, verkefnastjóri og annar eigenda fyrirtækisins. Útrás á dagskrá „Það er á dagskrá hjá okkur að færa út kvíarnar og við höfum verið í smávægilegri útrás til Bret- lands og Norðurlandanna. Það gengur hins vegar svolítið hægt hjá okkur sökum anna á Íslandi en markið er sett hátt,“ segir Ástþór. Viðskiptavinir í fyrsta sæti hjá DaCoda DaCoda er tíu ára hugbúnaðarfyrirtæki. Það byggir á traustum grunni og viðskiptavinir þess hafa flestir verið lengi í viðskiptum við fyrirtækið. Dacoda hefur þróað sitt eigið vefumsjónarkerfi sem hefur verið í notkun frá árinu 2002 og er í stöðugri þróun. Ástþór, annar eigenda Dacoda, segir það vera á stefnuskrá fyrirtækisins að færa út kvíarnar og reyna fyrir sér í útlöndum. Starfsfólk Dacoda á góðri stundu á Segway-hjólum í ferð fyrirtækisins til Amsterdam fyrir ári. Dacoda hefur frá upphafi þróað Dacoda CMS vefumsjónarkerfi fyrir fyrirtæki og stofn- anir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.