Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 40
KYNNING − AUGLÝSINGHugbúnaður & hugbúnaðargerð MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 20124 SINCLAIR SPECTRUM SIGRAÐI HEIMINN Margir sem eru komnir á miðjan aldur muna vel eftir Sinclair Spectrum-tölvunum. Þær voru mjög vinsælar hér á landi og einn eftirminnilegasti hluti fyrri hluta níunda áratugarins ásamt bleiku grifflunum, Duran Duran og Don Cano-úlpunum. Sinclair Spectrum-tölvan var uppfinning breska uppfinningamannsins og frumkvöðulsins Sir Clive Sinclair og framleidd af fyrirtæki hans Sinclair Research Ltd. Árið 1980 setti fyrirtækið ZX80 út- gáfuna á markað sem þá kostaði 99 pund og var hún ódýrasta heimilistölvan í Bretlandi á þeim tíma. Tveimur árum seinna setti fyrirtækið ZX Spectrum á markað sem varð mest selda tölvan þar í landi og einnig í Bandaríkjunum. Helstu samkeppnisaðilar Spectrum á þeim tíma voru Commodore og Amstrad. Síðar komu Sinclair ZX81 og Sinclair ZX85 Spectrum á markað. Allar þessar tölvur áttu það sameiginlegt að vera ódýrar, tengdar við sjónvarp og hægt var að nota kassettutæki til að hlaða forritin inn á tölvuna. Tölvan sjálf var lítil og nett með gúmmílyklaborði sem fæstir mundu sætta sig við í dag. Til að hlaða niður leik þurfti að nota kassettu, stundum báðar hliðar, og gat ferlið tekið langan tíma ef miðað er við tölvuleiki dagsins í dag. LEIKJAFRAMLEIÐENDUR STOFNA SAMTÖK Samtök norrænna leikja- framleiðanda voru stofnuð mánudaginn 15. október og var stofnfundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það voru fulltrúar samtaka leikjaframleiðanda á Norðurlöndum sem skrifuðu undir stofnsamninginn. Formaður IGI (Icelandic Game Industry), Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri Gogogic, skrifaði undir samninginn fyrir hönd Íslands en Klaus Hansen frá The Danish Producers Association var kjörinn fyrsti formaður sam- takanna. Helsta markmið sam- takanna er að gæta hagsmuna norrænna leikjaframleiðanda og skapa öflugan samstarfsvettvang þessa ört vaxandi iðnaðar. Um 350 norræn leikjafyrirtæki eiga aðgang að samtökunum, þar af tíu íslensk, og er árleg velta þeirra um 500 milljónir evra. Um 4500 starfsmenn starfa hjá fyrirtækj- unum en leikjaiðnaðurinn er sú atvinnugrein sem vex hraðast á Norðurlöndum. Samtökin bera heitið Nordic Game Institute og meðal fyrstu verkefna þeirra er að standa fyrir norrænni leikjaráð- stefnu árlega, byggja upp við- skiptasambönd og efna til kynn- ingar á alþjóðlegum vettvangi. Auk þess munu samtökin efna til samvinnu við annan skapandi iðnað eins og kvikmyndaiðnað, sjónvarp og tónlistariðnað. GOTT TJÁNINGARFORM Heimasíður eru góð leið fyrir einyrkja til að koma sér og sínum hugðarefnum á framfæri. Því hafa allmargir listamenn sett upp sína eigin síðu þar sem hægt er að skoða listsköpun þeirra. Ástæða þess að einstaklingar setja upp heimasíðu getur verið mis- munandi en þó alltaf til að koma á framfæri einhverjum boðskap. Rithöfundar hafa sömu- leiðis nýtt sér þetta form. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, rithöfundur og álitsgjafi, opnaði til dæmis heimasíðu nýlega. Alþingismenn hafa heimasíður í gegnum þingið og geta þar komið ýmsum málefnum á framfæri sem oft vekja áhuga fjölmiðla. Jónas Kristjánsson, fyrr- verandi ritstjóri, notar heimasíðu til að koma leiðurum sínum til lesanda. Vefur Jónasar trónir yfir- leitt efst á lista yfir mest lesnar heimasíður. Annað vinsælt form hjá ein- staklingum er bloggið. Margir virðast hafa mikla þörf fyrir að tjá sig á bloggi. Í gegnum blogggátt- ina má sjá hvaða bloggsíður er mest lesnar. Þar er Jónas efstur en Egill Helgason í öðru sæti. Aðrir vinsælir bloggarar eru Ingimar Karl Helgason, Dr. Gunni, Illugi Jökulsson, Eva Hauksdóttir, Teitur Atlason og Ómar Ragnarsson. Ef þú ert með Microsoft Dyna-mics NAV getur þú nú farið á www.wise.is og sótt Wise Analyzer til reynslu og sett það upp á nokkrum mínútum. Eina skilyrðið er að NAV sé í útgáfu 4.X eða nýrra og keyrir á SQL gagna- grunni. Þá ertu kominn með Wise sérlausnir Maritech á sviði við- skiptagreindar sem veita fjöl- breytta möguleika á að fylgjast með og greina upplýsingar fyrir stjórnendur á rauntíma. Um er að ræða sérhannað umhverfi fyrir úrvinnslu gagna og miðlun verð- mætra upplýsinga. Með Wise Analyser ertu kom- inn með fullkomna BI-lausn sem dugar minni og meðalstórum fyrir tækjum fullkomlega þar sem greining fjárhags, viðskipta, lánar- drottna, birgja og birgða verður leikur einn. Um er að ræða staðl- að úttak sem notandi getur breytt og aðlagað, gert að sínu, vistað og miðlað upplýsingum til allra í fyrir tækinu. Sérlausnir Ef um er að ræða stærri fyrirtæki, með stóra grunna og mikið magn upplýsinga, þá eru settir upp Wise-teningar, sem er einnig full- komið vöruhús gagna. Þar getur þú fengið fjárhags-, viðskipta-, lánardrottna-, birgða-, forða- og verkteninga sem keyra í sama umhverfi. Auk þessa bjóðum við teninga fyrir sérlausnir okkar s.s. WiseFish, flutningakerfi, bifreiða- kerfi og fleira og fleira. Einnig er hægt að fá SSRS- skýrslur, safn tilbúinna skýrslna eða sérsmíðaða sem hægt er að setja í áskrift eða keyra þegar hentar. Þessar skýrslur eru not- aðar þar sem þarf til dæmis áminningar, upplýsingar um nýtingu, framlegð eða annað sem á að senda sjálf virkt á ákveðna aðila á fyrirfram skil- greindum tímum. Viðbætur Síðast en ekki síst má nefna „plug- in“ eða viðbætur við Wise Ana- lyzer. Með þeim geta notendur bætt sjálfir við ýmiss konar grein- ingum, annað hvort sérsmíðuð- um eða þá stöðluðum greining- um eins og launagreiningu og/eða WiseFish-greiningum. Fyrir tuttugu árum höfðu ein- ungis stærstu fyrirtækin efni á tölvu eða bókhaldshugbúnaði, í Sérhæfðir í alhliða viðskiptahugbúnaði Viðskiptagreind/Wise Analyser og Wise Cubes. Kerfið er sett upp á mínútum og fullkomið vöruhús gagna á örfáum tímum í stað vikna og mánaða áður. Leikur einn. Laun kynja:Sýnir meðaltal heildarmánaðarlauna kynja innan fyrirtækis eftir mánuðum. Veikindi: Sýnir fjölda unna tíma vs veikindatíma hjá þeim starfsmönnum sem eru með hæstu skráða veikindatímana eftir mánuðum. Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu og markaðssviðs hjá Maritech til vinstri, og Stefán Torfi Höskuldsson fagstjóri. dag allir, stórir sem smáir í rekstri. Fyrir fimm árum höfðu einung- is stærstu fyrirtækin efni á lausnum eins og hér er lýst, í flest fyrir tæki, bæði minni og miðlungs, vegna þess hversu ódýrt og auðvelt er að inn- leiða Wise Analyzer. Wise-lausn- irnar vinna jafnt á raungögnum sem og OLAP-teningum þar sem vöru- hús gagna er millilag og auðvelda ákvarðanatöku, ásamt því að veita betri yfirsýn yfir reksturinn. Lausnirnar eru í kunnuglegu um- hverfi og aðgengilegar fyrir notendur. Í fararbroddi Maritech er söluaðili Microsoft Dynamics NAV á Íslandi og er í fararbroddi í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á bókhald, ráðgjöf, hugbúnaðargerð og inn- leiðingu hugbúnaðar ásamt öfl- ugri og persónulegri þjónustu. Kerfi Maritech eru í notkun hjá mörgum af stærri fyrirtækjum landsins. Maritech býður staðlaðar Microsoft Dynamics NAV lausn- ir auk fjölda sérlausna fyrir ís- lenskan og alþjóðlegan mark- að. Maritech hefur sérhæft sig í viðskiptahugbúnaði á sviði fjár- mála, verslunar, sérfræðiþjón- ustu, sveitarfélaga, sjávarútvegs og f lutninga. Maritech hefur einnig þróað lausnir byggð- ar á öðrum Microsoft vörum s.s Microsoft Dynamics CRM, Sha- rePoint, Microsoft SQL og Report- ing Services. Fjöldi viðurkenninga Maritech hefur áratuga reynslu á markaði og í að þjónusta stóran hóp viðskiptavina af öllum stærð- argráðum. Maritech er einn öfl- ugasti söluaðili á Microsoft Dyna- mics NAV-viðskiptahugbúnaðin- um á Íslandi og hefur hlotið fjölda viðurkenninga frá Microsoft fyrir starfsemi sína þar á meðal sam- starfsaðili ársins hjá Microsoft árin 2010 og 2011 og Fyrirmyndar- fyrirtæki VR síðastliðið ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.