Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 44
22. október 2012 MÁNUDAGUR16 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Ég hef aðeins einu sinni verið útilokað-ur frá allri umræðu á Azahara kránni í bænum Priego de Cordoba á Suður- Spáni. Sú reynsla olli mér reyndar mikl- um vangaveltum um lífsins gang. ÞAÐ kvöld hafði ég komið til að leita félagsskapar en svo illa vildi til að Pedro barþjónn var að fylla á kæliskápana og hann því í engum umræðuham. Aðeins einn kúnni sat við barborðið en fljótlega eftir að ég tyllti mér niður kom annar ölþyrstur til viðbótar. Ég sat á milli þessara kauða og hugðist nú eggja þá til eldheitra þjóðfélagsumræðna. Ég bar upp hið ögrandi umræðuefni um sjálfstæðisbrölt Katalana en þá litu þessir ölbræður hvor á annan og hófu svo gagnkvæmar yfir- heyrslur sem komu mér algjörlega í opna skjöldu. HVENÆR tókst þú blæjuna af þínum? Ertu búinn að setja hana upp aftur? Hve- nær fórstu síðast með þinn í skoðun? Hvað eyðir þinn miklu? Eftir spurningar á við þessar áttaði ég mig á því hvað sameinaði þessa menn. Þeir eiga líklegast einu en allavega fallegustu blæjubílana í bænum. Ég er reyndar slíkur bílaböðull að ég æski einskis af skrjóð mínum annars en að hann færi mig á áfangastað auk þess sem ég legg ríka áherslu á að geislaspilar- inn sé í lagi. Ég var því ekki tekinn gjald- gengur í spekingslegar umræður um þessi hégómlegu farartæki sem ég hafði reynd- ar oft séð bera þá um bæinn með blaktandi hárlubbann líkt og prinsar í skrúðgöngu. ÉG FÓR að velta því fyrir mér að í raun væri það alveg með ólíkindum að svona staða hefði ekki komið oftar upp á Azah- ara en þar er fólkið alla jafna frá ólíkustu föðurhúsum og á oft fátt annað sameigin- legt en löngunina til brjóstbirtu. Þarna hittir maður bændur, verkfræðinga og kennara og þarna hitti ég reglulega mús- líma nokkra innan um alla kaþólikkana og reyndar eru þarna mótmælendur sjáan- legir líka. Allt er þetta fólk að tala saman í mesta bróðerni um hin ýmsu mál sem brenna á þeim. Aldrei virðist koma babb í bátinn í þessum fjölbreytilega hópi þó sumir eigi eitthvað sem aðra skortir áhuga á og efni til að eignast. ÉG ÞAGÐI þetta kvöld og lét blæjubíla- þruglið lenda á mér meðan ég velti því fyrir mér hversu skrítnu hlutir geta sam- einað menn. Stundum eru það ánægjan yfir því að eiga blæjubíl en stundum viss- an um að öll eigum við sama skaparann og einu skipti hvort hann sé með blæju eða ekki. Karlarnir á blæjubílunumLÁRÉTT 2. steypuefni, 6. munni, 8. hlé, 9. kvk. nafn, 11. holskrúfa, 12. flatfótur, 14. kvk nafn, 16. skóli, 17. innanfita í dýrum, 18. andi, 20. tveir eins, 21. tangi. LÓÐRÉTT 1. ögn, 3. gangflötur, 4. forskot, 5. arinn, 7. land í Evrópu, 10. flýtir, 13. angan, 15. illgresi, 16. skammst., 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. gifs, 6. op, 8. lot, 9. lóa, 11. ró, 12. ilsig, 14. lilja, 16. ma, 17. mör, 18. önd, 20. ff, 21. oddi. LÓÐRÉTT: 1. moli, 3. il, 4. forgjöf, 5. stó, 7. pólland, 10. asi, 13. ilm, 15. arfi, 16. möo, 19. dd. kynnir: Nískir hægri bakverðir í skosku úrvals- deildinni í knattspyrnu sem eru samt langfallegastir í sínum fjöl- skyldum! LALLI LÚÐI EAST FIFE FC GUNNI GÆSAHÚÐ AYR UNITED KÁRI KROPPUR MONTROSE FC RÚNAR ROSALEGI PATRICK THISTLE FC N æ st: U m talaðir m iðverðir úr ensku 2.deildinni 1974. Annaðhvort okkar ætti að tala við Jóa um notkun hans á líkamsúða. Annaðhvort okkar já. Ég á ekki við nein vandamál að stríða en þetta er eini staðurinn þar sem ég má sitja í húsgögnunum. Hvernig var í skólanum? Frábært! Ömurlegt! Já, það var kannski ekki alveg frábært. Ömurlegt er ekki rétta orðið. Það var eiginlega ekki gaman. Þegar ég spái í því þá var bara frekar skemmtilegt. Svo skólinn var? Ömurlegur! Frábær! Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tryggðu þér miða! Miðasala í fullum gangi! Sýnt í Borgarleikhúsinu í október, nóvember og desember. Sýningar í Hofi á Akureyri í nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.