Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 44
22. október 2012 MÁNUDAGUR16
BAKÞANKAR
Jóns
Sigurðar
Eyjólfssonar
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Pondus Eftir Frode Overli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
Ég hef aðeins einu sinni verið útilokað-ur frá allri umræðu á Azahara kránni
í bænum Priego de Cordoba á Suður-
Spáni. Sú reynsla olli mér reyndar mikl-
um vangaveltum um lífsins gang.
ÞAÐ kvöld hafði ég komið til að leita
félagsskapar en svo illa vildi til að Pedro
barþjónn var að fylla á kæliskápana og
hann því í engum umræðuham. Aðeins
einn kúnni sat við barborðið en fljótlega
eftir að ég tyllti mér niður kom annar
ölþyrstur til viðbótar. Ég sat á milli
þessara kauða og hugðist nú eggja þá
til eldheitra þjóðfélagsumræðna. Ég
bar upp hið ögrandi umræðuefni
um sjálfstæðisbrölt Katalana en þá
litu þessir ölbræður hvor á annan
og hófu svo gagnkvæmar yfir-
heyrslur sem komu mér algjörlega
í opna skjöldu.
HVENÆR tókst þú blæjuna
af þínum? Ertu búinn að
setja hana upp aftur? Hve-
nær fórstu síðast með þinn
í skoðun? Hvað eyðir þinn
miklu? Eftir spurningar á
við þessar áttaði ég mig á
því hvað sameinaði þessa
menn. Þeir eiga líklegast
einu en allavega fallegustu
blæjubílana í bænum. Ég er
reyndar slíkur bílaböðull að
ég æski einskis af skrjóð mínum annars
en að hann færi mig á áfangastað auk þess
sem ég legg ríka áherslu á að geislaspilar-
inn sé í lagi. Ég var því ekki tekinn gjald-
gengur í spekingslegar umræður um þessi
hégómlegu farartæki sem ég hafði reynd-
ar oft séð bera þá um bæinn með blaktandi
hárlubbann líkt og prinsar í skrúðgöngu.
ÉG FÓR að velta því fyrir mér að í raun
væri það alveg með ólíkindum að svona
staða hefði ekki komið oftar upp á Azah-
ara en þar er fólkið alla jafna frá ólíkustu
föðurhúsum og á oft fátt annað sameigin-
legt en löngunina til brjóstbirtu. Þarna
hittir maður bændur, verkfræðinga og
kennara og þarna hitti ég reglulega mús-
líma nokkra innan um alla kaþólikkana og
reyndar eru þarna mótmælendur sjáan-
legir líka. Allt er þetta fólk að tala saman
í mesta bróðerni um hin ýmsu mál sem
brenna á þeim. Aldrei virðist koma babb
í bátinn í þessum fjölbreytilega hópi þó
sumir eigi eitthvað sem aðra skortir áhuga
á og efni til að eignast.
ÉG ÞAGÐI þetta kvöld og lét blæjubíla-
þruglið lenda á mér meðan ég velti því
fyrir mér hversu skrítnu hlutir geta sam-
einað menn. Stundum eru það ánægjan
yfir því að eiga blæjubíl en stundum viss-
an um að öll eigum við sama skaparann og
einu skipti hvort hann sé með blæju eða
ekki.
Karlarnir á blæjubílunumLÁRÉTT
2. steypuefni, 6. munni, 8. hlé, 9. kvk.
nafn, 11. holskrúfa, 12. flatfótur, 14. kvk
nafn, 16. skóli, 17. innanfita í dýrum, 18.
andi, 20. tveir eins, 21. tangi.
LÓÐRÉTT
1. ögn, 3. gangflötur, 4. forskot, 5.
arinn, 7. land í Evrópu, 10. flýtir, 13.
angan, 15. illgresi, 16. skammst., 19.
tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gifs, 6. op, 8. lot, 9. lóa,
11. ró, 12. ilsig, 14. lilja, 16. ma, 17.
mör, 18. önd, 20. ff, 21. oddi.
LÓÐRÉTT: 1. moli, 3. il, 4. forgjöf, 5.
stó, 7. pólland, 10. asi, 13. ilm, 15.
arfi, 16. möo, 19. dd.
kynnir:
Nískir hægri
bakverðir í
skosku úrvals-
deildinni í
knattspyrnu
sem eru samt
langfallegastir
í sínum fjöl-
skyldum! LALLI LÚÐI
EAST FIFE FC
GUNNI GÆSAHÚÐ
AYR UNITED
KÁRI KROPPUR
MONTROSE FC
RÚNAR ROSALEGI
PATRICK THISTLE FC
N
æ
st: U
m
talaðir m
iðverðir úr
ensku 2.deildinni 1974.
Annaðhvort okkar
ætti að tala við Jóa
um notkun hans á
líkamsúða.
Annaðhvort
okkar já.
Ég á ekki við nein
vandamál að
stríða en þetta er
eini staðurinn þar
sem ég má sitja í
húsgögnunum.
Hvernig var í
skólanum? Frábært!
Ömurlegt!
Já, það var
kannski ekki
alveg frábært.
Ömurlegt
er ekki
rétta orðið.
Það var
eiginlega ekki
gaman.
Þegar ég spái í því
þá var bara frekar
skemmtilegt.
Svo skólinn
var?
Ömurlegur!
Frábær!
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Tryggðu þér miða!
Miðasala í
fullum gangi!
Sýnt í Borgarleikhúsinu
í október, nóvember og desember.
Sýningar í Hofi á Akureyri í nóvember.