Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 4
22. október 2012 MÁNUDAGUR4 Ert þú með verki? Stoðkerfisnámskeiðið hentar þeim sem eru með einkenni frá stoðkerfi og vilja læra á sjálfan sig og finna sín mörk í hreyfingu • Hefst 29. okt. Mán, mið og föst kl. 15 eða 16.30. • Mat og ráðgjöf sjúkraþjálfara • Fyrirlestrar um verki, svefntruflanir og heilbrigðan lífsstíl „Allir verkir hafa minnkað. Ég var áður alltaf svo þreytt og alltaf að leggja mig. Mér finnst satt að segja að allir sem eru að finna til verkja ættu að koma hingað. Hreyfingin hefur líka áhrif á alla starfssemi líkamans og svo er þetta gott fyrir sálina. Mér líður miklu betur og ég er ákveðin í að halda áfram.“ Sólveig Guðmundsdóttir SKIPULAGSMÁL Alls bárust borg- inni 32 athugasemdir um skipu- lag á Hljómalindarreitnum í mið- borg Reykjavíkur. Þrjátíu þeirra fjalla að einhverju eða öllu leyti um Hjartagarðinn, þar sem breytingar á honum eru gagnrýndar. Nýtt skipulag Hjómalindarreits- ins var kynnt í september, en nýja skipulagið felur í sér minna bygg- ingarmagn en áður hafði verið gert ráð fyrir auk þess sem færri hús verða rifin. Gert er ráð fyrir því að áfram verði torg á miðjum reitnum, en það verður mun minna en Hjarta- garðurinn er nú. Hægt verður að reisa tjald yfir hluta torgsins fyrir uppákomur eða markaði. Athugasemdir bárust frá eigend- um staðanna Hemma og Valda, sem er við Laugaveg 21, og Faktorý, sem stendur við Smiðjustíg 4a og 6. Eig- endur Hemma og Valda leggjast gegn tillögum um að opnunartími veitingahúsa verði skertur, telja að gert sé ráð fyrir of miklu bygging- armagni við Klapparstíg 30 og vilja að rýmið sé frekar notað til atvinnu- sköpunar og starfsemi en að fjölga íbúðum mikið. Eigendur Faktorý eru mótfallnir því að húsið sem þeir leigja skuli rifið samkvæmt tillög- unni og telja að sem minnstu eigi að breyta á reitnum. Þá barst athugasemd frá Hótel Klöpp sem segir fyrirhugaðar bygg- ingar meðfram Hverfisgötu varpa skugga á lóð Klapparstígs 26 og þrengja mjög að lóðinni. Aðrar athugasemdir snúa að Hjartagarðinum. Flestir virðast sammála um að þar sé á ferðinni einstakur garður sem ekki eigi að breyta. thorunn@frettabladid.is 30 gera athugasemdir við breytingar á Hjartagarði 32 athugasemdir bárust Reykjavíkurborg um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á Hljómalindarreitnum í miðborginni. Athugasemdirnar snúast langflestar um Hjartagarðinn svokallaða á miðju reitsins. Brot af athugasemdunum LANDSDÓMUR Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur kært meðferðina á máli sínu fyrir Landsdómi til Mann- réttindadómstóls Evrópu í Strass- borg. Í tilkynningu í gær sagði Geir að aðdragandi og meðferð máls- ins hefði ekki staðist „nútíma- kröfur um réttarfar og mann- réttindi“ og að sakfelling yfir honum í einum ákærulið byggð- ist á „ósönnuðum getgátum“. Geir segir að íslenska ríkið hafi í þessu máli brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasátt- mála Evrópu er lúta að rétt- látri málsmeð- ferð fyrir dómi og reglunni um enga refsingu án laga. „Undir slíku á ég erfitt með að sitja,“ bætir hann við, „en mikilvægara er þó að hafið sé yfir allan vafa að íslenskt réttarfar og meðferð ákæruvalds í máli sem þessu standist þær kröfur sem gerðar eru til mannréttinda og réttlátrar málsmeðferðar í Mannréttinda- sáttmálanum.“ Í niðurlagi segist Geir ekki gera sér grein fyrir hverjar lík- urnar séu á því að Mannréttinda- dómstóllinn muni, í fyrsta lagi taka málið upp og þá ekki held- ur hve langan tíma málsmeðferð geti tekið. Geir telur sér þó skylt, í ljósi sérstöðu málsins og fordæmis- gildis fyrir önnur lönd í Evr- ópu, að láta á málið reyna „fyrir æðsta dómstól á sviði mannrétt- inda í Evrópu“. - þj Geir H. Haarde kærir málsmeðferð til Mannréttindadómstóls Evrópu: Landsdómsmál til Strassborgar GEIR H. HAARDE MARÍUBJALLA Oft má aðgreina mis- munandi tegundir með því að telja doppurnar. NÁTTÚRA Útlit er fyrir að sjödeplur, sem oft eru kallaðar maríubjöllur eða maríuhænur, séu að nema land á Íslandi. Í ár hafa þrjár sjödeplur borist til Náttúrufræðistofnunar Íslands en allar fundust þær í görðum á höfuðborgarsvæðinu. „Þessi tilvik gætu sannarlega gefið til kynna að sjödeplan sé mætt til leiks,“ segir á heimasíðu NÍ. Sjödeplur éta blaðlýs einvörð- ungu og hjálpa til við að halda þeim í skefjum. „Þó hún sé flestra hugljúfi þá á hún það til að bíta þannig að vel finnst fyrir.“ - þeb Sjödeplur sem borða blaðlýs: Maríubjöllur að nema hér land Gáfu Þór Björgvinsbelti Varðskipið Þór fékk björgunar- búnaðinn Björgvinsbeltið að gjöf frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu fyrir skömmu. Björgvinsbeltið var upp- runalega hannað fyrir rúmum tveimur áratugum af Björgvini Sigurjónssyni. Hefur beltið verið endurhannað með tilliti til nútímakrafna í björgunar- málum. ÖRYGGISMÁL Forsetinn í Finnlandi Ólafur Ragnar Grímsson forseti fundaði í gær með Sauli Ninistö, forseta Finnlands, í Helsinki í gær. Þeir ræddu meðal annars eflingu samstarfs á Norðurslóðum, heimsókn forsetans til Íslands á næsta ári og traust tengsl og vináttu þjóðanna. UTANRÍKISMÁL „Plís ekki eyðileggja Faktorý og Hjarta- garðinn, þetta eru tveir bestu staðir í Reykjavík.“ ANNA ANTONSDÓTTIR „Ég er STERKLEGA á móti fyrirhuguðum breytingum á Hjartatorgi. Þetta er bara absúrd og fáránleg hugmynd, þetta er fallegur, fjölskylduvænn jafnt sem skemmtilegur staður þar sem allir ættu að geta notið sín, og gera nú þegar.“ ANITA DA SILVA „Mæli með því að Hjartagarðinum verði ekki breytt neitt meira því menningin sem skapast þarna um sumarið er svo mikil- væg fyrir okkur að fólk eins og þið gætuð aldrei komist nálægt því að skilja hana.“ RÓBERT A. RICHARDSSON „Mér finnst þessi ákvörðun með að byggja eitthvað djöfulsins hótel og eitthvað rugl í Hjartagarðinum!!!! heimskulegasta hugmynd sem að ég hef nokkurn tímann heyrt! […] þetta er bara fokking rugl þessi hug- mynd!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!“ JÓHANNES LAFONTAINE „Ég hef heyrt að minnka eigi torgið og rífa byggingar þar í grennd. Þetta torg er eitt það besta sem skeð hefur fyrir gráan miðbæ okkar og ég vona að hægt sé að leggja sig þar í sólinni næsta sumar.“ KÁRI GUÐMUNDSSON „Sérstaða þessa garðs, þ.e. að hann sé utan alls framapots, lagaklækja og græðgi sem ríkt hefur í þjóðfélaginu er aðalsmerki hans og hefur hann því verið griðastaður fyrir hugsandi fólk, götuheim- spekinga sem og önnur mikilmenni og skáld sem telja sig útundan í þjóðfélaginu vegna ískyggilegrar þróunar síðustu ára. Það er því fáheyrð svívirða að tillögur um framtíð garðsins, sem eru hneykslanlegar svo ekki sé meira sagt, hafi einvörðungu verið í höndunum á þeim, sem vilja halda áfram sömu gereyðingarstefnu og steyptu landinu í glötun á sínum tíma.“ ARI JÚLÍUS ÁRNASON „Mér var mjög brugðið, sorgmæddur og reiður þegar ég frétti af fyrirhuguðum breytingum á Hjartatorgi í Reykjavík.“ EIRÍKUR R. ÁSGEIRSSON „Það að rífa niður Faktorý og byggja eitt annað hótelið er ömurleg ákvörðun. […] Þið takið ekki Hjartagarðinn og Faktorý strax eftir Nasa!!!“ BJÖRGVIN BRYNJARSSON „Vinsamlegast ekki eyðileggja Hjartagarðinn. Síðasta sumar var það skemmtilegasta sem ég hef upplifað og það var að mjög mörgu leyti að þakka Hjartagarðinum og yndislega fólkinu sem ég kynntist þar.“ SUNNA ÓSK „Ég <3 <3garðinn.“ GERÐUR ERLA TÓMASDÓTTIR „Ef úr verður að hinn ástkæri Hjarta- garður falli undir stein, þá skammast ég mín fyrir það að vera Íslendingur.“ GUÐRÚN LÍNA THORODDSEN VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 22° 16° 10° 16° 21° 11° 11° 25° 19° 24° 18° 28° 7° 22° 19° 7° Á MORGUN 3-8 m/s. MIÐVIKUDAGUR 5-10 m/s. 0 0 0 0 -2 3 3 3 7 5 4 13 7 3 6 4 5 3 3 2 2 3 2 3 2 7 5 1 0 5 4 2 DÁLÍTIL ÉL Veður verður nokkuð rólegt í vikunni og ekki fyrr en um næstu helgi að það fari að blása að einhverju ráði. Það verður yfi rleitt úrkomulítið en má búast við éljum af og til um norðan- vert landið næstu daga. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Farið var inn í tólf bifreiðar á Hvolsvelli aðfaranótt laugardags og einhverjum verð- mætum stolið. Engin spjöll voru unnin á bifreiðunum þar sem þær voru allar ólæstar. Að sögn lögreglunnar á Hvols- velli virðast þjófarnir fyrst og fremst hafa verið í leit að pening- um eða öðrum verðmætum. Papp- íra og aðra hluti skildu þeir eftir í grennd við bílana. Lögreglan hefur málið til rann- sóknar en hvetur fólk til þess að læsa bifreiðum sínum. - sm Stolið úr ólæstum bílum: Brutust inn í tólf bifreiðar GENGIÐ 19.10.2012 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 222,8171 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,71 124,31 198,72 199,68 161,40 162,30 21,635 21,761 21,913 22,043 18,867 18,977 1,5606 1,5698 190,79 191,93 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.