Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 22. október 2012 11 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 2 -1 7 5 1 Fundurinn verður haldinn í Arion banka, Borgartúni 19, þriðjudaginn 23. október. Húsið verður opnað kl. 19.00 – pítsa og gos. Fundurinn byrjar stundvíslega kl. 19.30. Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is Jón Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur, fræðir ungt fólk á skemmtilegan hátt um fjármál. FRÆÐSLUFUNDUR UM PENINGA FYRIR FÓLK Á FRAMHALDSSKÓLAALDRI Hvernig virka peningar? Mikilvægi þess að setja sér markmið Hvernig er hægt að láta peninginn endast aðeins lengur? H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 2 -1 7 5 1 Þátttakendur um námskeiðið: „Frábært, öðruvísi, skemmtilegt“ „Kom á óvart hvað ég kosta á mánuði“ „Hélt athygli allan tímann“ FRÁ UNDIRRITUN Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og KC Tran, forstjóri CRI. ORKUMÁL Reykjanesbær og Carbon Recycling International (CRI) hafa samið um uppbygg- ingu og þróun umhverfisvæns efnavinnslugarðs í Helguvík. „Hugmyndafræðin byggist á því að samnýta orkuna milli samtengdra fyrirtækja og nýta útblástur og úrgang eins fyrir- tækis sem innflæði í næsta fyrirtæki,“ segir í tilkynningu, en í garðinum er að finna þrjár grunneiningar; álversklasa, elds- neytis- og efnavinnsluklasa og kísilmálmklasa. „Með þessari útfærslu er hægt að nýta orkuna allt að helmingi betur og minnka mengun umtalsvert miðað við það að hvert fyrirtæki stæði eitt og ótengt öðrum.“ - óká Orkuverkefni í Helguvík: Samnýta orku fyrirtækjanna DÓMSTÓLAR Forsvarsmaður smíða- fyrirtækis í Reykjavík gæti átt von á 50 til 60 milljóna króna sekt verði hann fundinn sekur um und- anskot á virðisaukaskatti og opin- berum gjöldum árin 2008 til 2011. Mál á hendur manninum, sem er 41 árs gamall, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Fest er í lög að upphæð sektar fyrir undanskot skatta nemi þre- faldri upphæð undanskotsins. Samkvæmt ákæru skilaði mað- urinn ekki virðisaukaskatti sem nemur tæplega 16,8 milljónum króna og tæplega 2,1 milljón af opinberum gjöldum. - óká Stakk undan VSK og gjöldum: Á von á tug- milljóna sekt DÓMSTÓLAR Ungur maður er ákærður fyrir þrjár líkamsárás- ir sem áttu sér stað fyrir framan Hressingarskálann og inni í versl- un 10-11 í Lækjargötu í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins 21. ágúst 2010. Þá var hann tvítugur. Fram kemur í ákæru að fyrsta árásin teljist sérlega hættuleg. Þá sló hann mann í andlitið og spark- aði ítrekað í höfuð hans og líkama þar sem hann lá í jörðinni. Í versl- un 10-11 réðst hann svo fyrst á stúlku og svo á annan mann. Sá sem fyrst varð fyrir árás við Hressó krefst tæplega 1,3 millj- óna króna í bætur. Hinn maðurinn krefst 850 þúsund króna, en stúlk- an einskis. - óká Barði mann og annan: Bótakröfur upp á 2,15 milljónir BÍÐUR EFTIR VIÐSKIPTAVINUM Á búgripamarkaði í Pakistan beið þessi úlfaldasali eftir viðskiptavinum. NORDICPHOTOS/AFP FRAKKLAND Vitnisburður Zainab al-Hilli, sjö ára stúlku sem lifði af skotárás í Frakk- landi, hefur breytt þeirri mynd sem franska lögreglan hafði gert sér af atburðarásinni. Svo virðist sem hjólreiðamaður, sem fannst látinn skammt frá bifreið fjölskyldu stúlkunnar, hafi fyrst verið skotinn. Að því búnu hafi morðinginn beint vopni sínu að föður stúlkunnar, sem hafði séð það sem gerðist. Loks hafi hann snúið sér að öðrum úr fjölskyldunni sem sátu í bifreið- inni. Foreldrar stúlkunnar létu þar lífið ásamt ömmu hennar, en sjálf særðist hún illa af skotsári. Systir hennar, hin fjögurra ára gamla Zeena, lifði einnig af skotárásina með því að fela sig undir fótum móður sinnar í aftursæti bifreiðarinnar. Svo virðist sem faðirinn, Saad al-Hilli, hafi verið fyrir utan bifreiðina ásamt eldri stúlkunni þegar skotið var á hjólreiðamann- inn. Hann hafi síðan reynt að aka burt, en fest bílinn í gljúpum jarðvegi og þar af leiðandi hafi fjölskyldan ekki komist undan morðingjanum. Með rannsókn á vettvangi hefur að sögn lögreglu tekist að staðfesta frásögn stúlk- unnar. Fjölskyldan bjó í Bretlandi en var á ferða- lagi í Frönsku Ölpunum þegar morðinginn varð á vegi hennar. - gb Sjö ára stúlka veitir mikilvægar upplýsingar um morðin sem framin voru í Frönsku ölpunum í september Hjólreiðamaðurinn var skotinn fyrst MORÐSTAÐURINN Í FRÖNSKU ÖLPUNUM Tvær breskar stúlkur, sjö og fjögurra ára, lifðu skotárásina af. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.