Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 22.10.2012, Blaðsíða 15
ÍSLENSKAR ULLAR- MOTTUR Gólfmott- urnar eftir Sigrúnu Láru Shanko og Sigríði Ólafsdóttur eru á leið á erlendan markað. Hér heima fást þær í Epal og Kraum. MYNDIR/PJETUR Við hittumst fyrst á textílverkstæð-inu á Korpúlfsstöðum. Sigga gekk með þann draum í maganum að búa til gólfmottur en hún lærði fínflos- aðferð í Svíþjóð. Við stofnuðum saman fyrirtækið fyrir rúmu ári og samhliða því að standsetja húsnæðið unnum við hugmyndir og skissur. Við sýndum svo fyrstu motturnar í Epal á HönnunarMars 2012,“ útskýrir Sigrún Lára Shanko en hún rekur fyrirtækið Élivogar ásamt Sig- ríði Ólafsdóttur, textíl- og vöruhönnuði en þær hanna og framleiða gólfmottur úr hreinni, íslenskri ull. Boltinn fór strax að rúlla eftir Hönn- unarMars og í framhaldinu fengu þær stöllur umfjöllun í sænska Elle interiour og boð um þátttöku á hönnunarsýn- ingu í Helsinki. Þá voru þær meðal topp tíu hönnuða á HönnunarMars að mati wgsn.com. „Motturnar sem fóru til Helsinki eru þar enn á sýningu á heimili íslenska sendiherrans þar. Þá erum við að vinna spennandi verkefni fyrir Hótel Rangá og fleiri aðilar hafa einnig haft samband. Þá er markaðssetning í útlöndum handan við hornið en við erum komnar með um- boðsaðila í Bretlandi. Það er því margt spennandi í farvatninu,“ segir Sigrún. Munstrin á mottunum eru unnin upp úr loftmyndum og landakortum af Ís- landi. Þær eru handunnar og því verður engin þeirra alveg eins. „Við handteikn- um munstrið á vefinn sem er strengdur á ramma. Vélknúin nál festir þræðina en framleiðslan sjálf tekur um það bil 5 daga. Hver motta er númeruð svo hægt er að rekja sögu hennar, hvernig hún er unnin, af hverjum og hvaða litir eru í henni. Þannig getum við lagað mottu fyrir viðskiptavin með því að fletta upp númerinu. Eins er hægt að sérpanta hjá okkur aðra liti í eitthvert munstur eða koma með eigið munstur sem við hjálpum til við að þróa í mottu.“ Auk gólfmottanna hafa Sigrún og Sig- ríður hafið framleiðslu á sessum, sem þær kalla Piece of Iceland. „Við hugsum þær eins og þúfur sem hægt er að kippa með sér og setjast á úti. Við berum nátt- úrulegt latex undir svo þær taka ekki til sín raka. Ég veit ekki til þess að íslenska ullin hafi verið nýtt á þennan hátt áður,“ segir Sigrún. Nánar á www.elivogar.com og á facebook. ■ heida@365.is NÁTTÚRAN Á GÓLF ÍSLENSK HÖNNUN Sigríður Ólafsdóttir og Sigrún Lára Shanko framleiða gólf- mottur úr íslenskri ull. Munstrin eru unnin út frá loftmyndum og kortum. JÓLIN NÁLGAST Mörgum finnst jólin nálgast þegar jólaórói Georgs Jensen kemur á markað, enda hefur hann söfnunargildi. Að þessu sinni er hönnunin sótt til sögunnar um fæðingu Jesú en hún á að tákna betlehemsstjörnuna. Rebecca Uth á heiðurinn af hönnuninni að þessu sinni. Gerðu gæða- og verðsamanburð FINNDU MUNINN Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 *3,5% lántökugjald ÝMIR rúm 153x203 aðeins kr. 124.900 ÝMIR, SAGA, FREYJA, ÞÓR OG ÓÐINN Hágæða svæðisskiptar heilsudýnur Valhöll heilsudýna 5 svæðaskipt gormakerfi 153x203 aðeins kr. 89.900 Tilboðsverð 12 mánaða vaxtalausar greiðslur*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.