Fréttablaðið - 22.10.2012, Side 15

Fréttablaðið - 22.10.2012, Side 15
ÍSLENSKAR ULLAR- MOTTUR Gólfmott- urnar eftir Sigrúnu Láru Shanko og Sigríði Ólafsdóttur eru á leið á erlendan markað. Hér heima fást þær í Epal og Kraum. MYNDIR/PJETUR Við hittumst fyrst á textílverkstæð-inu á Korpúlfsstöðum. Sigga gekk með þann draum í maganum að búa til gólfmottur en hún lærði fínflos- aðferð í Svíþjóð. Við stofnuðum saman fyrirtækið fyrir rúmu ári og samhliða því að standsetja húsnæðið unnum við hugmyndir og skissur. Við sýndum svo fyrstu motturnar í Epal á HönnunarMars 2012,“ útskýrir Sigrún Lára Shanko en hún rekur fyrirtækið Élivogar ásamt Sig- ríði Ólafsdóttur, textíl- og vöruhönnuði en þær hanna og framleiða gólfmottur úr hreinni, íslenskri ull. Boltinn fór strax að rúlla eftir Hönn- unarMars og í framhaldinu fengu þær stöllur umfjöllun í sænska Elle interiour og boð um þátttöku á hönnunarsýn- ingu í Helsinki. Þá voru þær meðal topp tíu hönnuða á HönnunarMars að mati wgsn.com. „Motturnar sem fóru til Helsinki eru þar enn á sýningu á heimili íslenska sendiherrans þar. Þá erum við að vinna spennandi verkefni fyrir Hótel Rangá og fleiri aðilar hafa einnig haft samband. Þá er markaðssetning í útlöndum handan við hornið en við erum komnar með um- boðsaðila í Bretlandi. Það er því margt spennandi í farvatninu,“ segir Sigrún. Munstrin á mottunum eru unnin upp úr loftmyndum og landakortum af Ís- landi. Þær eru handunnar og því verður engin þeirra alveg eins. „Við handteikn- um munstrið á vefinn sem er strengdur á ramma. Vélknúin nál festir þræðina en framleiðslan sjálf tekur um það bil 5 daga. Hver motta er númeruð svo hægt er að rekja sögu hennar, hvernig hún er unnin, af hverjum og hvaða litir eru í henni. Þannig getum við lagað mottu fyrir viðskiptavin með því að fletta upp númerinu. Eins er hægt að sérpanta hjá okkur aðra liti í eitthvert munstur eða koma með eigið munstur sem við hjálpum til við að þróa í mottu.“ Auk gólfmottanna hafa Sigrún og Sig- ríður hafið framleiðslu á sessum, sem þær kalla Piece of Iceland. „Við hugsum þær eins og þúfur sem hægt er að kippa með sér og setjast á úti. Við berum nátt- úrulegt latex undir svo þær taka ekki til sín raka. Ég veit ekki til þess að íslenska ullin hafi verið nýtt á þennan hátt áður,“ segir Sigrún. Nánar á www.elivogar.com og á facebook. ■ heida@365.is NÁTTÚRAN Á GÓLF ÍSLENSK HÖNNUN Sigríður Ólafsdóttir og Sigrún Lára Shanko framleiða gólf- mottur úr íslenskri ull. Munstrin eru unnin út frá loftmyndum og kortum. JÓLIN NÁLGAST Mörgum finnst jólin nálgast þegar jólaórói Georgs Jensen kemur á markað, enda hefur hann söfnunargildi. Að þessu sinni er hönnunin sótt til sögunnar um fæðingu Jesú en hún á að tákna betlehemsstjörnuna. Rebecca Uth á heiðurinn af hönnuninni að þessu sinni. Gerðu gæða- og verðsamanburð FINNDU MUNINN Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 *3,5% lántökugjald ÝMIR rúm 153x203 aðeins kr. 124.900 ÝMIR, SAGA, FREYJA, ÞÓR OG ÓÐINN Hágæða svæðisskiptar heilsudýnur Valhöll heilsudýna 5 svæðaskipt gormakerfi 153x203 aðeins kr. 89.900 Tilboðsverð 12 mánaða vaxtalausar greiðslur*

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.