Fréttablaðið - 22.10.2012, Síða 10

Fréttablaðið - 22.10.2012, Síða 10
22. október 2012 MÁNUDAGUR ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. www.kia.isÞú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook SJÓNVARPSSTÖÐIN ID: INVESTIGATION DISCOVERY ER EINGÖNGU Í BOÐI Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á WWW.STOD2.IS LÍBANON, AP Átök brutust út í Beirút milli lögreglu og mótmælenda í kjöl- far útfarar herforingjans Wissam al Hassan, sem myrtur var á föstudag. Hundruð mótmælenda brutust í gegnum raðir lögreglunnar og reyndu að komast inn í byggingu ríkisstjórnarinnar. Þús- undir manna biðu að auki átekta að baki hinum, sem brutust í gegnum raðir lögreglunnar. Lögreglan beitti bæði skotvopnum og táragasi til að halda mannfjöldan- um í skefjum. Mótmælendurnir kenna sýrlenskum stjórn- völdum um morðið á Hassan, og saka stjórn Líbanons jafnframt um allt of náin tengsl við Sýrlandsstjórn. Mótmæl- endurnir hrópuðu einnig slagorð gegn Hezbollah, herskáum samtök- um í landinu sem hafa jafnan notið mikils stuðnings frá Sýrlandi. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur mánuðum saman valdið ólgu í Líbanon, og hefur alloft komið til minni háttar átaka vegna þessa. Sýrlandsstjórn og sýrlenski her- inn hefur undanfarna þrjá áratugi haft mikil ítök í Líbanon, en herfor- inginn Hassan, sem myrtur var á föstudag, fór ekki dult með andstöðu sína gegn Sýrlandi og sýrlenskum áhrifum í Líbanon. „Hann var myrtur við að verja land sitt,“ sagði Samer al-Hirri, einn þeirra sem voru viðstaddir útför Hassans í gær. Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, hvatti fólk til að sýna stillingu: „Beiting ofbeldis er ekki ásættanleg og sýnir ekki þá ímynd sem við viljum,“ sagði hann, en tók jafnframt fram að hann hefði skiln- ing á tilfinningum fólks. Hassan stjórnaði í sumar rannsókn sem leiddi í ljós að áhrifamenn í Sýrlandi stóðu að baki áformum um sprengju- árás í Beirút. Í framhaldi af þeirri rannsókn var Michael Samaha, fyrrver- andi innanríkisráðherra Líbanons, handtekinn, en hann hafði verið einn af helstu bandamönnum Sýrlands innan ríkisstjórnar Líb- anons. Samaha var einn þeirra sem fór- ust í sprengjuárásinni í Beirút á föstudag, þar sem Hassan lét einnig lífið. Alls kostaði sú árás átta manns lífið. Laurent Fabius, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði allt benda til þess að stjórn Basher al Assads Sýrlandsforseta hafi átt hlut að sprengjuárásinni á föstudag. „Allt bendir til þess að þetta sé framlenging á sýrlenska harmleikn- um,“ sagði Fabius. gudsteinn@frettabladid.is Útför snerist upp í óeirðir Borgarastyrjöldin í Sýrlandi er farin að valda æ meiri ólgu í Líbanon. Í gær brutust þar út átök er mótmælendur reyndu að ráðast inn í stjórnarhöll. MÓTMÆLENDUR Í BEIRÚT Veifa fánum bæði Líbanons og stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi. N O R D IC PH O TO S/A FP Hann var myrtur við að verja land sitt. SAMER AL-HIRRI EINN ÞEIRRA SEM VORU VIÐSTADDIR ÚTFÖRINA SPÁNN Andstæðingar spænsku ríkis stjórnarinnar unnu sigur í hér- aðsstjórnarkosningum í Baskalandi í gær, samkvæmt útgönguspám, en stjórnarflokkurinn vann aftur á móti sigur í Galisíu. Mariano Rajoy forsætisráðherra fær því misvísandi skilaboð, en stjórn hans hefur staðið í ströngu við að skera niður í ríkisfjármál- um og gæti þurft á fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum að halda. Úrslitanna var beðið í von um að sjá af þeim hvort aðhaldsaðgerðirn- ar eigi stuðning vísan. - gb Mikilvægar kosningar í tveimur héruðum Spánar: Lítt hjálpleg úrslit KOSIÐ Á SPÁNI Héraðsstjórnir í Galisíu og Baskalandi voru kosnar í gær. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.