Fréttablaðið - 08.11.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.11.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag EFNAHAGSMÁL Sú fjárhæð sem ríkið ætlar að leggja til fjárfestinga- áætlunar fyrir Ísland á árinu 2013 hefur lækkað úr 10,7 milljörðum króna í 6,2 milljarða króna, eða um 42 prósent, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Staðið verður við að láta einn milljarð króna renna til byggingar nýs fangelsis á næsta ári og hálfur milljarður mun áfram fara í upp- byggingu ferðamannastaða á árinu 2013. Tveggja milljarða króna eig- infjárframlag til Íbúðalána sjóðs (ÍLS) verður hins vegar á meðal þeirra verkefna sem ekki verður ráðist í á næsta ári. Katrín Júlíus- dóttir fjármálaráðherra mun kynna fjármögnun áætlunarinnar á blaða- mannafundi í dag. Fjárfestingaáætlun fyrir Ísland 2013 til 2015 var kynnt 18. maí síðast liðinn. Áætlunin átti að skapa um fjögur þúsund störf og efla vax- andi atvinnugreinar. Í henni var gerð tillaga um verkefni sem áttu að leiða af sér fjárfestingu fyrir 88 milljarða króna. Þar af áttu 39 milljarðar króna að vera fjármagnaðir úr fjárfest- ingaáætluninni. Um 17 milljarð- ar króna áttu að koma af sérstöku veiðigjaldi og leigu aflahlutdeilda, eða 5,7 milljarðar króna árlega á tímabilinu. Gert er ráð fyrir þess- ari ráðstöfun á fjárlögum næsta árs og því mun hún halda sér. Fjár- munirnir munu meðal annars fara í gerð samgöngumannvirkja og til rannsóknar- og tækniþróunarsjóðs. Um 22 milljarðar króna áttu hins vegar að koma af arði og eignasölu hluta ríkisins í bönkunum. Þar af áttu 10,7 milljarðar króna að renna í ýmis verkefni á næsta ári. Meðal þeirra verkefna sem áttu að fá fjár- magn úr þessum ranni voru upp- bygging nýs fangelsis, sem átti að fá einn milljarð króna á næsta ári og annan árið eftir. Þá átti að setja 500 milljónir króna í uppbyggingu ferðamannastaða á ári næstu þrjú árin. Þessi fjármögnun mun halda sér. Tveggja milljarða króna fram- lag sem fyrirhugað var til ÍLS til að hann gæti uppfyllt skilyrði um eigið fé og leigt út íbúðir í sinni eigu hefur hins vegar verið tekið út úr áætlun næsta árs. ÍLS þarf alls 12-14 milljarða króna til að uppfylla lögbundið eiginfjárhlutfall, sem er fimm prósent. Fjárþörf sjóðsins óx um tvo til fjóra milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. - þsj MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur skoðun 18 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Heilsa 8. nóvember 2012 263. tölublað 12. árgangur milljarðar áttu að koma af arði og sölu bankanna. 22 HEILSAFIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2012 KynningarblaðHugleiðsla, frjósemi, svefn og heilsa og líðan Íslendinga. V ið pottana standa mæðgurnar Jaroon og Sukanya Nuamnui, rómaðir sælkerakokkar á austur lenska vísu. „Naree Thai er gælunafn yfir fallegar taílenskar konur,“ útskýrir Jaroon um merkingu nafngiftar veitingastaðar- ins, sem var opnaður í ársbyrjun í brekkunni ofan við Laugaveg, á horni Frakkastígs og Grettisgötu. Jaroon er frá héraðinu Sukhothai, sem er norðarlega í Taílandi. Hún hefur verið búsett hérlendis síðan á níunda áratugnum og er gift Sigurði B. Guðmundssyni. Þau hjón hafa mikla reynslu af austurlenskri matargerð og stofnuðu meðal annars taílenska veitingastaðinn Menam á Selfossi við góðan orðstír. „Matreiðslan á Naree Thai er ættuð frá heimahéraði mínu í Taílandi þar sem ríkuleg áhersla er á ferskt græn-meti. Á matseðlinum eru þekktir aust-urlenskir kjöt- og fiskréttir en í ljósi vaxandi eftirspurnar eftir aðalréttum úr grænmeti og tófú höfum við útbúið sérstakan matseðil með hefðbundnum taílenskum sælkeraréttum þar sem SÆKJA Í BRAGÐIÐ AF TAÍLANDI NAREE THAI KYNNIR Frá aldargömlu húsi við Frakkastíg berst unaðsleg og lokkandi angan af heimagerðum taílenskum mat, upprunnum í landi bross-ins. Þar má njóta alkunnra taílenskra sælkerarétta á hefðbundinn máta og í gómsætum grænmetisútgáfum. MATUR Í MIÐBÆJARSJARMA Naree Thai stendur í brekkunni ofan við Laugaveg, á horni Frakkastígs og Grettis- götu. Þangað er gott að koma til að eiga góða FYRIR LASIN BÖRN Alls kyns pestir ganga nú á leikskólum. Lasin börn eru lystarlaus en þau þurfa bæði orku og vökva. Góð leið til að koma einhverju ofan í þau er að gefa þeim frostpinna, annaðhvort heima-gerðan úr ferskum ávöxtum eða keyptan úr búð. KOKKARNIR Mæðgurnar Jaroon og Sukamya Muamnui, eigendur og yfirkokkar á veitingastaðnum Naree Thai. Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardagaVIÐ BR EYT UM 30% og 40% AF SLÁ TTU R ÁÐUR KR. 8.680,- og 30% afsláttur ýmsar gerðir í boði RANNSÓKNIR Gögn frá gervitunglamerki sem rann- sóknafyrirtækið Laxfiskar festi á þorsk í apríl síðastliðnum sýndu að þegar hann hafði borið merkið í tæpa fimm mánuði var hann étinn af búrhval. Merkið var í hvalnum í rúman mánuð þar til hann skilaði því af sér og það flaut upp á yfirborðið. Nokkrum dögum seinna hófust sendingar frá merkinu í gervitungl, samkvæmt áætlun. Merkið hafði safnað gögnum samfellt síðan það var sett á þorskinn um vorið, þar með talið á meðan það var í hvalnum. Það gefur einstakar upplýsingar um hegðun hvalsins þennan mánaðartíma, segir á vef Laxfiska. Fréttablaðið sagði frá því á dög- unum að Laxfiskar og samstarfsaðilar fyrirtækisins hefðu tekið í notkun nýja tækni sem gerir kleift að fylgjast með ferð- um þorska við Ísland. Tæknin byggir á fisk merkjum sem senda upplýsingar um ferðir fiskanna um gervi- tungl. Þannig fást gögn um hegðun og umhverfi fiskanna án þess að endurveiða fiskana, sem er nýj- ung í þorsk rannsóknum. Slík gögn gefa meðal annars nýjar hagnýtar upplýsingar um þorskinn þegar hann dvelur utan veiðislóðar. - shá Mælingar Laxfiska á lífsferli þorsks með gervitunglamerki tóku óvænta stefnu: Merkisþorskur lenti í hvalsmaga Fjárfestingaáætlun ríkisins skorin niður um 42 prósent Ríkið mun leggja 6,2 milljarða í fjárfestingaáætlun fyrir Ísland 2013 til 2015 á næsta ári. Framlagið átti að vera 10,7 milljarðar þegar áætlunin var kynnt. Íbúðalánasjóður mun ekki fá tveggja milljarða framlag. Íslensk list í Finnlandi Íslenskir skartgripir prýða finnsk- íslenska samsýningu í Helsinki. Hildur Ýr Jónsdóttir á gripi þar. Almennileg fantasía Snæbjörn Brynjarsson og Kjartan Yngvi Björnsson hlutu Íslensku barnabókaverðlaunin. menning 30 Laxveiðiár vonbrigða Einungis tólf laxveiðiár skiluðu 100 löxum eða meira á hverja stöng. veiði 46 HVESSIR MEÐ ÚRKOMU Vaxandi A-átt um sunnanvert landið og fer að rigna en snýst í hvassa NA-átt í kvöld NV-til með snjókomu. Kólnandi veður. VEÐUR 4 0 3 3 2 -2 Vilja vera áfram Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson slógu í gegn hjá Start. sport 44 Opið til 21 í kvöld VEL SNYRTIR SLÖKKVILIÐSMENN Hópur nemenda í Tækniskólanum kom slökkviliðsmönnum höfuðborgarsvæðisins á óvart í gær og bauðst til að klippa hár áhugasamra frítt. Hátt í fjörutíu þáðu boðið, en nemendurnir eru þátttakendur í góðverkaverkefni sem nefnist Gulleggið. Brátt hefst annasamasta tímabil ársins hjá slökkviliðinu og fannst hópnum því tilvalið að sýna þakklæti sitt fyrir fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.