Fréttablaðið - 08.11.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.11.2012, Blaðsíða 2
8. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR2 LÝÐHEILSUMÁL „Það er ekki nóg að lagfæra einn rétt hér og þar heldur þarf að skoða þessi mál algerlega frá grunni,“ segir Sigurveig Kára- dóttir matreiðslumaður, sem látið hefur sig skólamáltíðir varða. Fyrir nokkrum árum tók Sigur- veig sig til ásamt Sigurrós Páls- dóttur matreiðslumanni og Mar- gréti Gylfadóttur mannfræðingi og kannaði skólamötuneytin ofan í kjölinn. „Við sáum að þetta var alls ekki nógu gott,“ segir Sigurveig, sem kveður þær stöllur hafa rætt við fjölmarga sem tengist málinu. Því miður hafi of lítið breyst. „Það er til dæmis verið að kaupa forskrældar og innfluttar kart- öflur og fiskinagga frá Alaska. Manneldisviðmið virðast aðeins til leiðbeiningar og ekkert eftirlit haft með þeim. Það sem ræður eru rammasamningar um krónutölur en málið er aldrei skoðað í heild- ina,“ segir Sigurveig og bendir á að þessi sama umræða geti einnig átt við elliheimili og spítala. „Það er atvinnuleysi. Er ekki hægt ein- hvern veginn að tengja þetta tvennt saman?“ Þá kveðst Sigurveig undrast tal um að skólamatseðlar séu sniðnir að smekk barna. „Börn fæðast ekki matvönd. Það er fullorðna fólkið sem gerir þau matvönd með því að ákveða fyrir fram hvað þau vilja og hvað ekki,“ segir hún og bætir við að sér finnist barnamatseðlar á veitingastöðum vera hneyksli. „Það er hreinlega vanvirðing við börn að þeim sé réttur mat seðill með nöggum og spagettí. Börn eru bara litlar útgáfur af fólki. Sum eru matvönd en svo eru önnur sem eru það bara alls ekki,“ segir Sigur veig. Mikilsvert atriði segir Sigurveig vera þann nauma tíma sem oft sé gefinn til að matast í skólunum. „Það hringir bjalla og öll börnin hlaupa í röð. Sum eru fljót að kom- ast fremst en eftir korter hringir bjallan aftur og börnin hlaupa út, sama hvort þau eru búin að borða eða ekki. Það er ekkert skrítið að þau verði lasin,“ segir Sigurveig og kallar eftir því að matarmálin verði tekin inn í námskrá skólanna. „Það þarf að kynna matinn fyrir börnunum og kenna þeim hvaðan hann kemur þannig að matur sé hluti af námsefninu. Það skilar sér margfalt til baka,“ segir Sigur- veig og nefnir enn einn þáttinn sem betur mætti fara. „Skólaeldhúsin eru oft mjög undir mönnuð. Ég spyr mig hvort það samræmist lögum að láta kokkana elda ofan í svona marga. Þetta er hættulegt og menn verða veikir og bara hrynja niður. En það borgar sig ekki fyrir kokkana að opna munninn mikið því þá missa þeir vinnuna. Hvaðan eiga þeir að fá aukinn metnað til að leggja meira í vinnuna sína ef þeir fá það ekki metið?“ spyr Sigurveig. gar@frettabladid.is „Barnamatseðlar eru vanvirðing við börn“ Sigurveig Káradóttir matreiðslumaður segir skólamatseðla alls ekki nógu góða. Allt of lítill tími sé til að borða í skólunum. Færa þurfi matinn inn í námskrá. Börn séu gerð matvönd með því að ákveða fyrir fram hvað þau vilji og hvað ekki. SIGURVEIG KÁRADÓTTIR Manneldisviðmið virðast aðeins til leiðbeiningar og lítið eftirlit með að þeim sé fylgt, segir matreiðslumaðurinn Sigurveig Káradóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nánar um LGG+ á ms.is/lgg Fyrir fulla virkni Ein á dag Nú með bláberjabragði Nýjun g bláber ja H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Guðrún, á fólk ekki að segja takk fyrir matinn? „Jú, og hann var góður.“ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er bæjarstjóri í Hafnarfirði, þar sem gera á óháða úttekt á máltíðum sem fyrirtækið Skólamatur útbýr fyrir hafnfirska grunn- skóla. KÍNA, AP Hu Jintao hefur síðustu daga sætt óvenju opinskárri og harðri gagnrýni á opinberum vettvangi í Kína, nú þegar hann er að láta af embætti sem leið- togi kínverska Kommúnistaflokksins. „Við áttuðum okkur ekki á því að Hu yrði svona íhaldssamur,“ segir Wu Jiaxiang, fyrrverandi félagi í Kommúnistaflokknum, sem hefur snúið sér að við- skiptum og stundar jafnframt bloggskrif af kappi. Hann segir vonbrigðin með Hu hafa byrjað þegar fjölda bloggsíðna var lokað árið 2005 vegna þess að skrifin á þeim þóttu helst til frjálslynd. Reiknað er með að Xi Jinping taki við af Hu á 18. flokksþingi Kommúnistaflokksins, sem hefst í Peking í dag. Í ríkisfjölmiðlum er miklum dýrðarljóma varpað á valdatíma Hus undanfarinn áratug og vísað til vel- sældar innanlands og aukinna áhrifa Kína á alþjóða- vettvangi. Sjálfstæðari fjölmiðlar, lítt ritskoðaðar bloggsíður og hugmyndaveitur birta hins vegar annan dóm um Hu og valdatími hans er sagður markast af glötuðum tækifærum. Ekki hafi verið tekist á við langvarandi vandamál, sem hafi fyrir vikið orðið enn erfiðari viðureignar: Gjáin milli fátækra og ríkra hafi dýpkað, umhverfisvandinn aukist og valdhroki magnast. - gb Leiðtogi kínverska Kommúnistaflokksins sætir óvenju opinskárri gagnrýni í Kína: Hu sagður hafa brugðist vonum FLOKKSÞING AÐ HEFJAST Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Peking í tilefni af flokksþinginu. NORDICPHOTOS/AFP AKRANES Árni Múli Jónasson hætti í gær sem bæjarstjóri á Akranesi vegna samskiptabrests við hluta bæjar- fulltrúa. Sam- komulag náðist um starfslokin en Árni Múli mun þó áfram vinna að fram- gangi ákveð- inna mála fyrir bæjarfélagið til áramóta. „Svo maður tali hreint út þá voru nokkrir bæjarfulltrú- ar orðnir hundleiðir á mér og ég á þeim,“ sagði Árni í gær við Skessuhorn á Akranesi. Hann hefði viljað ljúka ráðningartíma- bilinu en þetta hefði reynst far- sælasta lausnin. Árni hefur stýrt Akranes kaupstað frá sumrinu 2010. - sh Árni Múli fer frá Akranesbæ: Hættir vegna núnings við bæjarfulltrúa ÁRNI MÚLI JÓNASSON BRETLAND Þeir Wolfgang Schäuble og George Osborne, fjármála- ráðherrar Þýskalands og Bret- lands, hvetja til alþjóðlegra aðgerða gegn skatta undanskotum fjölþjóðlegra fyrirtækja. Þeir segjast eftir sem áður vilja bjóða stórfyrirtækjum hagstæða skatta, en ætlast jafnframt til þess að þeir skattar verði greiddir. Breska dagblaðið The Guardian bendir á að kaffihúsakeðjan Star- bucks hafi ekki greitt krónu í skatta í Bretlandi í þrjú ár, þrátt fyrir að hagnast verulega á við- skiptum þar í landi. - gb Hvetja til alþjóðlegra aðgerða: Vilja stöðva undanskotin GEORGE OSBORNE OG WOLFGANG SCHÄUBLE Fjármálaráðherrar Bretlands og Þýskalands. NORDICPHOTOS/AFP SLYS Karlmaður á níræðisaldri lést þegar bifreið hans lenti utan vegar og valt á Hafnarvegi við Höfn í Hornafirði skömmu fyrir klukkan fjögur í gær. Tildrög slyssins eru óljós en það er til rannsóknar hjá lög- reglu. Hálka var á svæðinu þegar slysið varð. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. - mþl Bíll fór út af vegi og valt: Karlmaður lést í umferðarslysi HAFNARFJÖRÐUR Bæjarstjórn Hafnar fjarðar tók í gær einróma undir viðbrögð Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur bæjarstjóra við athugasemdum frá grunnskóla- kennurum vegna matarmála. Guðrún boðaði í fyrradag fund um málið með fulltrúum skóla- skrifstofu, starfsfólki grunn- skóla, innkaupastjóra, Skólamat, bæjarráði og fræðsluráði. Fá á óháðan aðila til að gera úttekt á matvælum í skólunum í samræmi við almennar kröfur og ábend- ingar Lýðheilsustofnunar. Bæjar- stjórnin fól Guðrúnu að gera einnig samanburð á fyrirkomu- lagi mötuneytismála hjá öðrum sveitar félögum. - gar Styðja áform bæjarstjóra: Bæjarstjórnin vill matarúttekt UTANRÍKISMÁL Almanna tengsla- fyrirtækið Burson-Marsteller hefur verið ráðið til að aðstoða íslensk stjórnvöld til að halda uppi málstað Íslendinga í makríl- deilunni og Icesave-málinu. Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir að verja allt að 26 milljónum til þessa verkefnis á næsta ári. Atvinnuvega- og utanríkisráðu- neyti fengu Burson-Marsteller til verksins. Huginn Freyr Þorsteins- son, aðstoðarmaður atvinnuvega- ráðherra, segir að fyrirtækið muni fylgjast með umræðu um málefni tengd Íslandi, sérstak- lega makríldeil- una, í erlendum fjölmiðlum og gefa stjórnvöld- um ráð um við- brögð ef þeirra gerist þörf. „Sumir gagn- aðilar Íslands hafa verið með stórar yfirlýs- ingar sem eru skaðlegar Íslandi og íslenskum hagsmunum, sérstaklega í sjávar- útvegi,“ segir Huginn. „Íslensku samninganefndinni, utanríkis- málanefnd Alþingis og hags- munaaðilum fannst sem sjónar- mið Íslands kæmu hvergi fram í erlendum fjölmiðlum. Þar sem um mikið hagsmunamál er að ræða fyrir Ísland var því ákveðið að leita eftir ráðgjöf til að tryggja að þeim sterku rökum sem Ísland hefur í makríldeilunni yrði komið á framfæri.“ Varðandi þóknun Burson- Marsteller segir Huginn að óvíst sé hvort öll upphæðin verði nýtt, en það velti á því hvernig deilan þróist og hvort þörf verði fyrir þjónustu fyrirtækisins. - þj Alþjóðlegt almannatengslafyrirtæki fengið til ráðgjafar í makríldeilunni: Halda uppi málstað Íslendinga HUGINN FREYR ÞORSTEINSSON STJÓRNMÁL Alþingi samþykkti í gær þingsályktunartillögu þess efnis að skipuð verði þriggja manna nefnd til að rannsaka sölu hlutabréfa ríkisins í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins og einkavæð- ingu Landsbankans og Búnaðar- bankans á árunum 1998 til 2003. Alls greiddu 24 þingmenn atkvæði með þingsályktunar- tillögunni en fyrsti flutnings- maður hennar var Skúli Helga- son, Samfylkingunni. Viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar flokksins sátu hjá. - mþl Rannsóknarnefnd skipuð: Einkavæðing banka skoðuð Jörð skalf í Gvatemala Jarðskjálfti, 7,4 stig á Richter-kvarð- anum, varð rétt undan strönd Gvatemala í Mið-Ameríku í gærkvöldi. Fregnir í gærkvöldi bentu til þess að átta, hið minnsta, hefðu látist. JARÐSKJÁLFTI SPURNING DAGSINS Börn eru bara litlar útgáfur af fólki. Sum eru matvönd en svo eru önnur sem eru það bara alls ekki. SIGURVEIG KÁRADÓTTIR MATREIÐSLUMAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.